Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2007 55 Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÁSGEIR SIGURJÓNSSON, fyrrv. yfirvélstjóri, Rauðalæk 27, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 25. nóvember á Land- spítalanum við Hringbraut, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 5. desember kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabba- meinsfélag Íslands. Þórunn Ingvarsdóttir, Inga Ásgeirsdóttir, Sæmundur S. Gunnarsson, Ásgeir Ásgeirsson, Sigurjón Ásgeirsson, Ragnheiður Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, SVEINBJÖRN JÓHANNSSON HALLGRÍMSSON, Fífuhvammi 11, andaðist á bráðavakt Landspítalans 26. nóvember. Jarðarförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ragna S. Gunnarsdóttir, börn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, systir og frænka, MARGRÉT ÁMUNDADÓTTIR, húsfreyja, Minna-Núpi, sem lést 22. nóvember, verður jarðsungin frá Stóra-Núpskirkju laugardaginn 8. desember kl. 13:30. Kristján Helgi Guðmundsson, Ámundi Kristjánsson, Guðbjörg Ámundadóttir, Herdís og fjölskylda, Guðrún og fjölskylda. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KARL MAGNÚS GUNNARSSON, lést á Landspítalanum, Fossvogi, fimmtudaginn 29. nóvember. Jarðarför hans verður gerð frá Grafarvogskirkju mánudaginn 10. desember kl. 13.00. Fyrir hönd barna minna, tengdabarna og barnabarna, Svanlaug Friðþjófsdóttir. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson ✝ Sonur okkar, bróðir, mágur og föðurbróðir, GÚSTAF AGNARSSON, Eiríksgötu 4, Reykjavík, andaðist á heimili sínu miðvikudaginn 21. nóvember. Útförin verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 7. desember kl. 13.00. Agnar Gústafsson, Inga Dóra Hertervig, Snorri Agnarsson, Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir, Margrét Hlín Snorradóttir, Agnar Óli Snorrason. ✝ Ástkær faðir minn, GARÐAR SIGURÐSSON, Krummahólum 8, Reykjavík, er látinn. Útför hans fer fram frá Fossvogskapellu þriðju- daginn 11. desember kl. 13.00. Leifur L. Garðarsson. ✝ Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEINUNN MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Oddsflöt í Grunnavík, er látin. Útförin verður auglýst síðar. Kristbjörn H. Eydal, Friðþór Kr. Eydal, Elín Hrefna Kristjánsdóttir, Guðmundur Kr. Eydal, Sigríður Hróðmarsdóttir, Halldór Páll Kr. Eydal, ömmubörn og langömmubörn. höfum við hjónin þekkt frá því í „gamla daga“ þegar Silvía heitin Gunnarsdóttir, besta vinkona okkar, hóf búskap með Kristni G. Bjarna- syni. Bjuggu þau sín fyrstu hjúskap- arár í kjallaranum í Litlagerðinu í húsi foreldra Silvíu, heiðurshjónanna Gunnars R. Gunnarssonar og Ólafar Sigurborgar Silverísdóttur sem lést árið 2001. Silla og Dúddi bjuggu þar í mörg ár og þar fæddist þeim son- urinn Gunnar Ríkharður árið 1965. Það var alltaf gott að koma í Litla- gerði og þar bjuggu einnig systur Sil- víu, þær Katrín, sem búsett er í Washington, og Björg sem býr í Hafnarfirði. Gunnar stofnaði og rak í mörg ár Bílasprautun og réttingar í eigin húsnæði í Kópavogi. Eftir að Gunnar hætti rekstri og hafði selt verkstæðið þá lærði hann útskurð og eftir hann eru mörg listaverkin bæði hér heima og erlendis. Síðustu árin bjó Gunnar á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni þar sem allt var gert til að honum liði sem best og voru syst- urnar Björg og Katrín líka duglegar að hugsa um föður sinn. Þótt Gunnar væri oft veikur þá reyndi hann að sinna áhugamáli sínu en oft var hægt að heyra á honum að hann saknaði smíðaaðstöðunnar sem hann var bú- inn að búa sér í bílskúrnum í Litla- gerðinu. Við þökkum Gunnari fyrir öll góðu árin og kveðjum hann með vinsemd og virðingu. Við vottum hans nánustu okkar innilegustu samúð. Ingibjörg Sívertsen Jónsdóttir og Guðjón Þorkelsson. Góður vinur hefur kvatt þetta líf og við sem eftir sitjum syrgjum góð- an og vandaðan mann. Margs er að minnast og margt að þakka allt frá fyrstu kynnum okkar Gunnars og fjölskyldu hans, en þau hófust eftir heimkomu okkar hjónanna, eftir að síðari heimsstyrjöldinni lauk. Gunn- ar var lærður bifreiðasmiður og þurfti ég oft að leita ráða vegna við- gerða á bílnum mínum. Með árunum myndaðist með okkur Gunnari djúp vinátta sem aldrei bar skugga á og áttum við margar gleðistundir saman ásamt Ólöfu (Boggu) konu hans og börnum þeirra hjóna. Ég minnist skíðaferðanna og jólaheimboðanna, sem börn okkar beggja hlökkuðu til og skemmtu sér saman í í æsku. Gunnar og Bogga eignuðust þrjár yndislegar dætur, Sylvíu, Katrínu og Björgu, sem voru augnayndi foreldra sinna. Það var því þungt áfall fyrir fjöl- skylduna er elsta dóttirin andaðist, langt fyrir aldur fram, nýgift og frá einu barni. Ég held að Gunnar hafi aldrei getað sætt sig við andlát dótt- ur sinnar, og mér fannst hann varla sami maður eftir það. Gunnar var maður hógvær, hreinskiptinn, áreið- anlegur og barngóður og vildi hvers manns vanda leysa, er til hans var leitað. Hann var mjög fær í sínu fagi og samviskusamur í starfi svo eftir var tekið. Á seinni árum tók hann til við tréútskurð enda handlaginn með afbrigðum. Eftir hann liggur fjöldi fallegra smíðagripa úr tré, sem haldnar hafa verið sýningar á, m.a. erlendis. Gunnar var prýðilega greindur maður með víðfeðmt áhugasvið, sem hann ræktaði með lestri bóka og fag- rita, er tóm gafst til. Annað áfall dundi yfir þessa fjöl- skyldu, er kona hans andaðist snögg- lega og hann stóð eftir, en dætur hans giftar og komnar með fjölskyld- ur sjálfar. Gunnar bjó lengi vel einn áfram í húsinu í Litlagerði en þar kom að hann þurfti heiman að fara sökum lasleika, og dvaldist hann síð- ustu æviárin á umönnunarheimilinu Sóltúni, þar sem hann hélt áfram tréútskurði sínum eins lengi og kraftar entust. Gunnar og Bogga höfðu í áranna rás skapað sér ynd- islegt heimili í Litlagerði 8 í Reykja- vík sem ætíð stóð öllum hinum mörgu ættingjum og vinum opið, enda gest- risin og góð að heimsækja. Gunnar og Bogga lifðu í góðu hjónabandi, enda kona hans traust og hans stoð og styrkur alla tíð. Ekki má gleyma ástúð og umhyggju dætranna Bjarg- ar og Katrínar en sú síðarnefnda lagði mjög oft í langt ferðalag frá Ameríku til að vera föður sínum til halds og trausts. Mest mæddi þá á Björgu, er heilsa Gunnars fór hrak- andi. Þökk og heiður sé þeim báðum og öllum skyldmennum Gunnars. Um leið og traustur vinur er kvaddur með þakklæti og söknuði og góð samfylgd þökkuð af heilum hug sendum við og fjölskylda okkar öllum ástvinum Gunnars innilegar samúð- arkveðjur. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson) Blessuð sé minning Gunnars R. Gunnarssonar. Friedel og Geir. Það var haustið 1980 sem tvístraður hópur stráka úr Fellaskóla valdist saman í bekk í Hólabrekkuskóla, frægan 98-bekk- inn. Þar vorum við Silli æskuvin- irnir úr gamla A-bekknum, Ási og Binni úr G-bekknum og fleiri skemmtilegir strákar. Upp úr því myndaðist það góða vinasamband sem við fjórir áttum. Þar sem áhugamálin og húmorinn voru á svipaðri línu, féllum við vel saman. Þær eru til að mynda ógleyman- legar bíóferðirnar með þeim bræðrum, þar sem fólk jafnvel flýði hlátrasköllin í okkur. Næstu árin héldum við hópinn og styrktum vinskapinn þrátt fyrir að ég væri oftast á sjó, Silli í sveit- inni og þeir tvíburar í Iðnskólanum og á fullu í handboltanum. Ási var á þeim tíma efnilegasti markvörður landsins. Árin 1987-1990 vorum við Ási nánast spyrtir saman. Við vorum báðir með jeppadellu, unnum sam- an um tíma hjá Stjána í Smiðjustáli og í dyravörslu með Binna, tvíbur- unum Erni og Val frændum þeirra og fleiri félögum úr Þrótti, bæði á gamla Broadway og Hollywood. Þessi tími er hreint ógleymanlegur enda má segja að mottóið hafi verið að hafa gaman af lífinu og lifa því lifandi, sem það svo sannarlega var enda sjaldan einhver lognmolla í kringum okkur. Jeppaferðin okkar norður yfir Sprengisand á „Eina með öllu“ á Melgerðismelum ’88 á Willisunum okkar (Vilhjálmi og Vilmundi) er með því skemmtilegasta sem ég hef gert. Það átti aldeilis að fara og taka þátt í sandspyrnukeppninni en eft- ir að hafa tínt upp hluti úr bílum hvor annars á leiðinni norður þurfti að koma þeim fyrir aftur og Ásgeir Einarsson ✝ Ásgeir Einars-son fæddist í Reykjavík 14. des- ember 1965. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 7. nóvem- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Laugarnes- kirkju 23. nóvem- ber. misstum við því af öllum herlegheitun- um. Eftir 1990 þegar ég var fluttur norður minnkaði sambandið örlítið enda vorum við komnir með fjöl- skyldur. En þó hitt- umst við nánast alltaf þegar ég átti leið suð- ur. Á skólaárum Ása í Danmörku hittumst við eðlilega enn sjaldnar. Aldrei á þeim tíma fann ég fyrir breytingu á vinasambandinu, enda var það viðkvæðið hjá okkur að tíminn væri afstæður, ekki vin- skapurinn. Það er sárt að kveðja svo kæran vin, góðan dreng og einstaklega skemmtilegan. Eftir stendur þakk- læti fyrir þann tíma sem okkur var gefinn saman. Blessuð sé minning hans. Elsku Linda mín, Þorsteinn Rúnar, Kristófer og Viktoría, Ein- ar, Binni og fjölskylda, Kristinn og fjölskylda og aðrir aðstandendur og vinir. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi guð og góðar vættir styrkja ykkur á þessum erf- iðu stundum. „Maðurinn er aldrei meiri en þegar hann lýtur fyrir Guði.“ (L. Venillot.) Ykkar vinur, Valgeir Gunnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.