Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Á dögunum skaust ég aust- ur í Hveragerði. Vegurinn hafði verið færður til norðurs í Svínahrauni og gufustrókar stigu upp til himins frá hinni nýju Hellisheið- arvirkjun. Hvort tveggja kemur Reyk- víkingum vel. Og það verð ég að segja náttúruverndarfólki til hróss, að ekki vildi það leggja stein í götu þessa. Fólk verður að komast leiðar sinnar og fólk verður að fá að nýta þá orku sem er rétt við bæjarvegginn. Það er næg gufuorka á Reykjanesskaga fyrir álver í Helguvík og ef hún dugir ekki er í undirbúningi hjá Orkuveitu Reykjavíkur að virkja Farið sem renn- ur úr Hagavatni. Svo að vel er fyrir öllu séð. Nú víkur sögunni norður í land. Kísiliðjan var lögð niður, sem ýmsir glöddust yfir. Margir hafa flust búferl- um en aðrir sótt vinnu í önnur héruð. Börnum í grunnskóla fer fækkandi. Mývetningar líkja þessu við harðindi. Ferðamenn áttu leið um Hólsfjöll á öndverðri síðustu öld. Þetta var á sauðburði. Sigurður bóndi bauð þá vel- komna á hlaðinu í Hólseli. „Næsta vor verður gott,“ sagði hann þar sem hann stóð úti í hríðinni og komið fram í júní. Yngvi Ragnar Kristjánsson rekur og á með fjölskyldu sinni Sel-Hótel Mývatn. Honum hefur tekist að byggja reksturinn upp með dugnaði og hörku, og með frjóum hugmyndum á sviði afþreyingar, sem hann hefur fylgt eftir. Hann einsetti sér að gera veturinn í Mývatnssveit jafn eftirsókn- arverðan fyrir ferðafólk og sumarið. Og honum hefur vel tekist. Ég nefni jólasveinana í Dimmuborgum, dorg- veiði, kappreiðar á ís, vélsleðamót, norðurljósin og Dettifoss í vetr- arklæðum. Hótelið er fullt allar helgar að kalla og alltaf einhverjir næt- urgestir. En það er við ramman reip að draga. Jafnvel í mildu árferði eins og í haust hefur verið ófært að Dettifossi að vestan, þessa niðurgröfnu troðn- inga sem þangað liggja. Og snemma í nóvember tepptist vegurinn að austan og helst svo til vors. Þó bíða útboðs- gögnin tilbúin á borði vegagerð- arinnar. Og þó er yfir jafnlendi og eyðisand að fara, sem hverfur undir gróður um leið og hætt er að beita fé á Austurafrétt. Þannig hafa árin liðið, en kærum linnir ekki og enginn vegur er lagður. Þetta hefur m.a. þær afleið- ingar, að sómasamleg snyrtiaðstaða er engin við Dettifoss og er þó ekki van- þörf á. Sömu sögu er að segja af veginum yfir Lyngdalsheiði frá Þingvöllum að Laugarvatni. Og dæmin eru fleiri. Þarfir ferðaþjónustunnar og þess fólks sem hefur lifibrauð sitt af henni um land allt víkja fyrir lítt rökstuddum kærum borgarbúans. Heimamenn hafa sýn á vernd náttúrunnar. Um það efast enginn. En sú sýn er oft önnur en sýn þeirra sem kenna sig við nátt- úruvernd. Slíkur klofningur þjóð- arinnar kann ekki góðri lukku að stýra og er ekki í þágu náttúruverndar. Vatnajökulsþjóðgarður er í und- irbúningi, sem heimamenn sjá fyrir sér að verði fólkvangur, þar sem gest- ir og gangandi geti notið útivistar og kyrrðar, – en þá verða þeir líka að fá þjónustu og að geta komist leiðar sinnar. Um það verður að nást sátt, sem felur í sér skilning á þörfum heimamanna og ferðaþjónustunnar. Jafnframt sé ég fyrir mér að gesta- stofa verði í Mývatnssveit og tengist Náttúrurannsóknastöðinni þar, opni hana fyrir almenningi. Það á að vera auðvelt að sameina þetta tvennt: sjálf- stæðar rannsóknir og fræðslu fyrir þá sem fræðast vilja. PISTILL » Þarfir ferðaþjónust- unnar og þess fólks sem hefur lifibrauð sitt af henni um land allt víkja fyrir lítt rökstuddum kær- um borgarbúans. Halldór Blöndal Hljóðpistlar Morgunblaðsins, Halldór Blöndal les pistilinn HLJÓÐVARP mbl.is Löngu ófært að Dettifossi Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is FRAMKVÆMD og árangur hjartaþræðinga og kransæða- víkkana hér á landi er sambæri- legur við það sem gerist á sjúkra- húsum í Svíþjóð. Þá er tíðni fylgikvilla svipuð í þessum tveim- ur löndum. Slíkur samanburður er nú í fyrsta sinn mögulegur því í upphafi árs hófst skráning í sænska gæðaskrá – SCAAR (Swedish Coronary Angiography and Angioplasty Registry) á kransæðaþræðingum og krans- æðavíkkunum á Landspítala. Hjartalæknar á spítalanum geta nú fylgst með meðferð og árangri og borið saman við sjúkrahús í Svíþjóð samdægurs. Gæðaskráin er hluti af raf- rænni sjúkraskrá Landspítalans og er með þessu brotið blað í þróun hennar, segir Þórarinn Guðnason, hjartasérfræðingur á Landspítala sem jafnframt er ábyrgðarlæknir SCAAR- gæðaskrárinnar á Íslandi. Í hana færa öll sænsk sjúkrahús, sem stunda kransæðaþræðingar og víkkanir, upplýsingar um aðgerð- ir. Þar eru m.a. skráðar upplýs- ingar um aðferðir, tækni, lyf og árangur. Gagnagrunnur SCAAR hefur vakið heimsathygli og er Landspítali fyrsta erlenda sjúkrahúsið til að skrá upplýs- ingar um hjartasjúkdóma í kerf- ið. Auka gæðaeftirlit „Samstarfið veitir mikla mögu- leika til gæðaeftirlits en einnig vísindarannsókna,“ segir Þórar- inn. „Jafnframt hefur skráningin sýnt fram á þætti sem má bæta og því gefið upplýsingar sem unnt er að nýta til að bæta þjón- ustu við hjartasjúklinga á Ís- landi.“ Í tíu mánaða uppgjöri Land- spítala kom nýverið fram að hlut- fallslega fleiri sjúklingar eru þræddir á Íslandi en í Svíþjóð. Þórarinn bendir á að mikill mun- ur sé milli Suður- og Norður- Svíþjóðar og þræðingafjöldinn hér á landi sé sambærilegur við suðurhluta Svíþjóðar. Tæplega þriðjungur (29%) sjúklinganna sem þræddur er í báðum löndum er með annaðhvort vægan krans- æðasjúkdóm eða eðlilegar krans- æðar. Íslensku sjúklingarnir sem hafa kransæðaþrengsli eru þó að meðaltali með alvarlegri sjúkdóm en þeir sænsku, því fleiri sjúk- lingar hér á landi eru með þriggja æða sjúkdóm eða höfuð- stofnsþrengsli sem eru alvarleg- ustu form kransæðasjúkdóms. „Þetta bendir ótvírætt til að ekki sé verið að hjartaþræða sjúklinga á Íslandi að óþörfu, þrátt fyrir aukningu þræðinga á síðustu ár- um,“ segir Þórarinn. Heldur meiri skuggaefnis- notkun er á Landspítala en í Sví- þjóð á hverja þræðingu en geisl- unartími er sambærilegur. Þórarinn segir að sennilegasta skýringin sé að hjartaþræðinga- tæki Landspítala séu orðin gömul og því þörf á meira skuggaefni til að ná viðunandi myndum. „Nú er í undirbúningi að kaupa ný þræð- ingatæki á Landspítala og með nýrri tækni má vonandi minnka skuggaefnisnotkun og minnka hættu á fylgikvillum,“ segir Þór- arinn. „Því er brýnt að af þessari endurnýjun verði sem fyrst.“ Árangur hjartaþræðinga sambærilegur og í Svíþjóð Morgunblaðið/ÞÖK Hjartaþræðing „Nú er í undirbúningi að kaupa ný þræðingartæki á Landspítala og með nýrri tækni má vonandi minnka skuggaefnisnotkun og minnka hættu á fylgikvillum,“ segir Þórarinn Guðnason læknir. Ekki er þrætt að óþörfu þrátt fyrir aukningu þræðinga á síðustu árum SVÍAR hafa verið framarlega í staðlaðri gæða- skráningu í heilbrigðiskerfinu og halda úti fjöl- mörgum gæðaskrám í samvinnu sjúkrahúsa, há- skóla og heilbrigðisyfirvalda. Langflest sænsk sjúkrahús skrá upplýsingar í þær enda gera yf- irvöld kröfu um lágmarksskráningu við gerð þjón- ustusamninga og fjármögnun sjúkrastofnana. Uppsalaháskóli, Akademiska sjúkrahúsið í Upp- sölum og sænsk heilbrigðisyfirvöld hafa samvinnu um slíkar gæðaskrár í stofnun sem nefnist Upp- sala Clinical Research Center (UCR). Nokkrar þeirra tengjast sjúkdómum í hjarta- og æðakerfi og ein þeirra er um kransæðaþræðingar og víkkanir og kallast hún SCAAR. Í hana færa öll sænsk sjúkrahús sem stunda kransæðaþræð- ingar og víkkanir upplýsingar um aðgerðirnar. Með birtingu á niðurstöðum úr þessari yfirgripsmiklu skráningu hefur SCAAR vakið heimsathygli í umræðum um nýjungar í hjarta- lækningum og árangur þeirra, að sögn Þórarins Guðnasonar sér- fræðings á LSH. Skráningin í SCAAR gefur t.d. möguleika á eftir- fylgni varðandi langtímaárangur stoðneta við kransæðavíkkanir. Bandaríska lyfjastofnunin kallaði nýverið forsvarsmenn SCAAR til ráðgjafar um notkun stoðneta með hliðsjón af niðurstöðum gæða- skráningarinnar. Þá hafa greinar með niðurstöðum úr SCAAR einnig birst í virtustu læknatímaritum, t.d. New England Journal of Medicine. Sænska gæðaskráningin hefur vakið heimsathygli Þórarinn Guðnason HINN 28. nóvember voru liðin 60 ár síðan dómsmálaráðuneytið löggilti Hilmar Foss sem dómtúlk og skjalaþýðanda „úr og á ensku“ eins og það var orðað,“ segir Hilmar í samtali við Morgunblaðið en Hilmar er enn að störfum. „Ég veit ekki betur en ég hafi verið fyrst- ur íslenskra manna til að gera þetta að aðal- atvinnu og reka eigin skrifstofu,“ segir Hilm- ar Foss dómtúlkur og skjalaþýðandi, en sextíu ár eru liðin síðan dómsmálaráðuneyti löggilti hann sem slíkan. En hefur umhverfið í þessum efnum breyst mikið á þessum árum? „Það hefur breyst mjög mikið og margir hafa tekið upp þetta starf en ánægjulegast er að vita til þess hversu marga góða vini maður hefur eignast í lögfræðingastétt og meðal embættismanna, sem ég hef aðallega starfað fyrir,“ segir hann. En er mikið að gera enn í þessum geira? „Nei, það hefur minnkað talsvert á síðasta áratug. Það eru orðnir svo margir ágætir menn í svona störfum og viðfangsefnin skiptast því sem því nemur.“ Hvað hefur þér þótt skemmtilegast við þetta? „Ég hef haft almenna ánægju af þessum störfum og sérstaklega af því að aðstoða fólk sem átti í vandræðum hérlendis og erlendis.“ Þess má geta að enn er Hilmar Foss með opna skrifstofu, nú í Garðastræti 34 en lengstum var skrifstofa hans í Hafnarstræti 11 svo sem mörgum er kunnugt. Sextíu ár frá löggildingu Hilmar Foss FULLTRÚAR matvælasviðs Starfsgreina- sambands Íslands (SGS) kynntu fulltrúum Samtaka atvinnulífsins (SA) kröfur sínar er snúa að kjörum fiskvinnslufólks í nú vikunni. Að sögn Aðalsteins Árna Baldurssonar, for- manns Verkalýðsfélags Húsavíkur og sviðs- stjóra matvælasviðs SGS, var fundurinn góð- ur og líst honum ekki illa á samningavið- ræður. „Það er samdóma álit SA og SGS að lyfta þurfi upp lægstu laununum. Kauptaxtar fiskvinnslufólks falla undir þetta því að hæstu laun í fiski í dag eru rétt um 135 þúsund krón- ur á mánuði,“ segir Aðalsteinn og bendir á að lág laun hafi leitt til flótta fólks út greininni. Aðspurður segist Aðalsteinn vilja sjá að launataxtar hækki hinn 1. janúar nk. um 20 þúsund krónur og aftur um 15 þúsund að ári, en SGS miðar að því að gera kjarasamning til tveggja ára. Meðal nýmæla í kröfugerð mat- vælasviðs SGS er að settur verði sérkafli í að- alsamninga um beitningu, þ.e. þau hundruð manna landið um kring sem starfa við að beita bjóð. Líst vel á viðræður ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.