Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 28
börnum. Hvað var haft að leiðarljósi á upptökuheimilinu, velferð barnanna eða var fégræðgin orðin hugsjóninni yfirsterkari? Venja var að ríkið borgaði tvöfalt eða þrefalt meðlag með barni sem var í barna- verndarforsjá. Í upplýsingum frá Fé- lagsmálastofnun Reykjavíkur árið 1970 „fær Kristján Friðbergsson 7-8 þúsund krónur með hverju barni á mánuði“, sem að verðgildi dagsins í dag væri 50- 60 þúsund krónur á barn. Miðað við 26 börn gerir það u.þ.b. 1,5 milljónir á mánuði. Í skjölum sem fundust á Borg- arskjalasafninu má lesa hin ýmsu betlibréf undirrituð af Kristjáni Frið- bergssyni m.a. til Barnaverndarráðs Íslands, fjárveitingarnefndar Alþing- is, menntamálaráðuneytisins, fræðslumálastjóra og Félagsmála- stofnunar Reykjavíkur. Hann fór af- skaplega frjálslega með sannleikann og beitti vistbörnunum óhikað fyrir vagninn, þessum „tornæmu“ og „greindarskertu“, sem þyrftu hjálp- arkennslu. Kristján harkaði út ár eft- ir ár sporslur og styrki m.a. til hjálp- arkennslu og húsbygginga. Forstöðumaðurinn sagði ekki frá daglegri vinnuskyldu vistbarnanna á upptökuheimilinu í umsóknunum og styrkjabeiðnunum til ríkisins. Vinnu- skyldu við þúsund pútna hænsnabú- ið, heimilisþrifin, búrekstur rófu- og kartöfluræktunar, byggingarvinnuna og saumaverkstæðið og að vinnan hafi gengið fyrir lærdómnum. Vinnuskylda Lífsbaráttan hefur verið hörð og frásagnir fyrrverandi vistbarna Kumbaravogs líkjast helst völdum köflum úr Oliver Twist. Þrjár uppeld- issystur, Erna Agnarsdóttir, María Haraldsdóttir og Jóhanna Agnars- dóttir, staðfesta frásögn Elvars á heimasíðu Breiðavíkursamtakanna sem ber yfirskriftina „Launalaus vinnuþrælkun til margra ára“. „Á Kumbaravogi störfuðum við krakkarnir við hænsnarækt (ég var ekki nema 11 ára þegar ég var látinn snúa hænur úr hálslið), rófurækt, kartöflurækt og ýmis önnur tilfall- andi garðyrkju- og bústörf. Við byggðum þar að auki tvö stór hús með mörgum herbergjum á þremur árum, sem í dag eru notuð sem hús- næði fyrir dvalar- og hjúkrunarheim- ilið Kumbaravog. Við smíðuðum, ein- angruðum með glerull, skófum timbur, lögðum tjörupappa, negldum þakplötur og gengum í öll þau störf sem okkur var sagt að vinna, sama hvernig viðraði. Til viðbótar stóðum við vaktir við saumavélarnar í poka- og ábreiðuverksmiðjunni. Ef við vor- um ekki að vinna fyrir forstöðumann- inn við bústörf, byggingarvinnu eða framleiðslu sendi hann okkur á aðra bæi til að vinna sambærileg störf. Allt þetta gerðum við án þess að fá nokkurn tíma borgaða eina einustu krónu. Forstöðumaðurinn fékk hins vegar borgað með okkur frá Reykja- víkurborg, fékk greiðslur af fjár- lögum, auk þess að fá greiðslur frá sveitungum sínum þegar hann sendi okkur í vinnu til þeirra. Um helgar var okkur ekið út um allt Suðurland til að betla pening fyrir einhverja góðgerðarstarfsemi. Ég á erfitt með að trúa því að allt það sem við krakk- arnir söfnuðum á þeim ferðum hafi farið eitthvað annað en í vasa for- stöðumannsins. Það var ekki nóg að borgin greiddi með okkur fullt gjald heldur gerði forstöðumaðurinn þar að auki stöðugt kröfur á föður minn um greiðslu fyrir skólagjöldum, fatn- aði og öðru sem hann tíndi til. Að auki sendi hann reglulega greinar í dag- blöð á þessum tíma og bað um styrk og aðstoð frá almenningi til að sjá barnaskaranum farborða. Þrátt fyrir góð viðbrögð fengum við fóst- urbörnin aldrei nokkurn tíma ný föt eða nýja skó. Við gengum allan tím- ann í fatnaði frá Hjálpræðishernum eða öðrum samtökum sem réttu hon- um hjálparhönd.“ Arfurinn Jóhanna Agnarsdóttir var elst þriggja systkina á aldrinum sjö ára, fimm ára og tveggja ára þegar þau voru vistuð á Kumbaravogi. Hún og bróðir hennar voru þar í 10 og 15 ár, en miðbarnið, litla systirin, var fljót- lega sett í fóstur á einkaheimili. Við andlát afa þeirra árið 1978, sem var efnaður maður, tók forstöðumað- urinn yfir arf systkinanna fyrir þeirra hönd sem fjárhaldsmaður án þeirra vitundar og samþykkis. Tveir erfingjanna voru ekki lögráða og því hefði dánarbúið átt að fara í opinber skipti. Annar erfinginn ólst ekki upp á Kumbarvogi heldur á einkaheimili. Í DV-viðtali frá 9. mars sl. segir Jó- hanna frá samskiptum sínum við Kristján Friðbergsson og nokkurra ára málaferlum varðandi arfinn. Systkinin fjögur Erna segir frá systkinunum fjór- um, þegar þau voru fyrst tekin út af heimili foreldranna árið 1962. „Sá elsti, Ævar, 11 ára, var sendur á Jað- ar en hin á Silungapoll í viku. Raggi var níu ára, ég sex ára og Einar á öðru árinu. Einar var oft með eyrna- bólgu og grét mikið. Þá nægði að halda á honum til að hann róaðist. Á Silungapolli var hann hafður einn í lokuðu herbergi frá átta á kvöldin til átta næsta morgun. Hann vaknaði upp og grét þar til hann sofnaði, vaknaði aftur grátandi og þannig gekk þetta alla nóttina. Við systkini hans lágum hinum megin við þilið og máttum hlusta á grátinn í honum. Hurðarhúnarnir voru svo hátt uppi að börn náðu ekki upp í þá svo að ekki gat ég stolist til hans. Föð- ursystir okkar gekk í málið og við komumst heim. Þessi tími þarna var ólýsanleg kvöl. Ekki liðu þó nema þrjú ár þar til við komum á Sil- ungapoll aftur.“ [Þá var Einar fimm ára og Erna níu ára þegar þau voru vistuð seinna skiptið á Silungapolli.] „Aginn var strangur og refsingarnar harðar. Eitt sinn þegar ég braut af mér var farið með mig út í skúr og ég látin afklæðast. Síðan var farið með mig allsnakta út á tún og köldu vatni sprautað yfir mig. Niðurlægingin var algjör og ég þorði ekki að vera óþekk þessa daga sem eftir voru. Konurnar frá Barnaverndarnefnd komu eftir viku og sóttu okkur til að fara með í aðra vistun, eða á Kumbaravog. Sú vistun stóð í tíu ár.“ Kumbaravogsárin Elvar og Jóhanna hafa lýst lífinu á Kumbaravogi í blöðum og viðtölum sl. mánuði. Erna bregður upp svip- aðri mynd í sínum frásögnum: „Stórtæk atvinnustarfsemi var rekin á staðnum. Lítil sem engin ut- anaðkomandi hjálp var keypt inn á upptökuheimilið. Vinnan var látin ganga fyrir lærdómnum og hjálp við heimalærdóm var engin. Börnin urðu ókeypis vinnukraftur við heim- ilisþrifin, hænsnabúið, saumaverk- stæðið, rófu- og kartöflurækt vor, sumar og haust, og síðar meir unnu börnin í byggingarvinnu við nýbygg- ingar Kumbaravogs. Erna, María og Jóhanna, átta og níu ára gamlar, sáu yfirleitt um dagleg þrif á heimilinu. Hænsnabúið taldi um eitt þúsund hænsni. Börnin sáu um að skófla hænsnaskítnum úr húsi, safna eggj- um, þvo, flokka þau undir sölu sem og deyða hænsnin. Pokaverksmiðjan var í sérstöku húsi. Börnin voru látin vinna við saumavélarnar, þótt þau næðu varla niður á pedalann. Afurð- irnar, kartöflupokar og heyyf- irbreiðslur, voru seldar til bænda. Börnin sköpuðu mikil verðmæti með vinnuframlagi sínu sem aðalstarfs- krafturinn og voru undirstaða bú- og atvinnurekstursins á Kumbaravogi.“ Einar Þór og „mamma litla“ Lífsferill litla frænda míns, Einars Þórs, á 24 ára stuttri ævi var ekki öf- undsverður. Hann var fyrst tekinn af heimili sínu tæplega tveggja ára og aftur fimm ára. Hann var afskaplega mikill fjörkálfur, skýr, ljúfur og hlát- urmildur. Erna, systir hans, sem var fjórum árum eldri, varð strax hin ábyrgðarfulla „litla mamma“ gagn- vart bróður sínum. Hún varð kjöl- festan í lífi hans og verndari. Litla hetjan, níu ára að aldri, reyndi að hlífa honum með því að taka skellina á sig. Hún tók móðurhlutverkið al- varlega og verndaði hann á allan þann hátt sem hún gat. Það dugði samt ekki til. Barnaníðingurinn, sem lék lausum hala inni á upptökuheim- ilinu, misnotaði Einar Þór frá átta ára aldri. Erna segir frá mikilli hörku forstöðumannsins gagnvart Einari allt frá því hann kom á Kumbaravog fimm ára gamall. Hann lét illa að stjórn og það var alltaf verið að hegna honum. Ef hann ærslaðist og hló við matarborðið var hann lokaður inni á klósetti með matinn sinn. Að sjálfsögðu hefur þurft reglur og aga á þennan barnafjölda og ekki öfunds- vert hlutverk, en refsingarnar urði þyngri með hverju árinu. Einu sinni sem oftar áttu börnin að vinna við byggingu nýja hússins. Einar var átta ára og hlýddi ekki. Þá tók Krist- ján hann upp á eyra og hnakka svo fæturnir snertu ekki jörðina og þann- ig var hann borinn fleiri tugi metra í ásýnd hinna barnanna. Oftar en ekki var höndum snúið aftur fyrir bak enda var hann alla tíð að fara úr axl- arlið. „Brotnu börnin“ urðu „brotnir unglingar“. Unglingsárin komu með fullum þunga hjá Einari Þór sem var laskaður á sál og líkama og fullur 28 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Forðist að hafa kerti í dragsúgi Munið að slökkva á kertunum i l Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins » Jafnframt er það skylda þess að láta rannsaka Kumbaravogsheimilið jafnhliða Breiðavík, sem og önnur upptökuheimili frá þessum tíma. Í berjamó Systkinin Erna og Einar Þór Agnarsbörn í berjamó í lok ágúst 1965, stuttu áður en þeim var komið fyrir á upptökuheimilinu. » Það er skylda ríkisvaldsins að standa að baki þeim brotnu börnum upptökuheimilanna sem í dag eru fullorðnir einstaklingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.