Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 22
Í lok kvikmyndarinnar umbandaríska glæpamanninn;American gangster, sem Rid-ley Scott leikstýrði, er Frank Lucas laus úr fangelsi, stendur á gangstéttinni og pírir augun á móti nýfengnu frelsi. Þar með lauk af- skiptum kvikmyndaleikarans Den- zel Washington af persónu glæpa- mannsins Lucas, en stuttu áður sást Russell Crowe í sínu síðasta atriði sem lögreglumaðurinn og lögfræðingurinn Richard M. Ro- berts. Gerð kvikmyndarinnar færði þá Lucas og Roberts aftur fram í sviðsljósið, en nú var málum skipt frá því Lucas græddi milljarða á heróínsölu og bjó í vellystingum praktuglega meðan Roberts barðist við að hafa í sig og á. Roberts hefur notið velgengni í lögmannsstarfi meðan Lucas hefur látið lítið fara fyrir sér og lifað á bótum. Ráðgjöf við kvikmyndina var Lucas kærkom- in tekjulind, en hann mætti ekki við frumsýninguna og hefur hafnað flestum beiðnum um viðtöl. Roberts aftur á móti mætti við frumsýn- inguna og ákvað að láta frægðina yfir sig ganga, en um leið að hafa gagn og eitthvert gaman af henni. Kvikmyndin um bandaríska glæpamanninn segir frá glæpaferli Frank Lucas, sem réð eiturlyfja- heiminum í Newark og Harlem á sjöunda áratug síðustu aldar og fram á þann áttunda, og baráttu Roberts til þess að koma glæpafor- ingjanum á kné, sem loksins tókst og meira til því Roberts fékk Lucas til þess að gerast lögregluvitni. Því samstarfi fylgdu miklar hreinsanir innan lögreglunnar, en óheiðarleiki og mútuþægni var svo almenn í sérsveitum lögreglunnar að undr- um sætir. Heiðarleiki Roberts stóð hins vegar í vegi fyrir frama hans innan lögreglunnar. Roberts og fé- lagi hans höfðu fundið mikið fé í bíl, sem „enginn átti“ og Roberts fékk því framgengt að þeir skiluðu pen- ingunum á lögreglustöðinni. Fyrir þetta varð hann að athlægi kollega sinna og frægur að endemum sem maðurinn sem skilaði peningunum. En sá orðstír hans varð til þess að þegar yfirvöld komu á fót lögregu- deild til að berjast gegn eiturlyfj- unum þótti enginn betur til forystu hennar fallinn en heiðarlegi mað- urinn sem skilaði peningunum. Og hann fékk að velja sér samstarfs- menn sjálfur; menn sem voru eins afhuga mútum og hann sjálfur. Bræðraveldið með beinu samböndin Þar til Roberts kom á slóð hans hafði Lucas starfað óáreittur, myrt mann og annan og rekið eiturlyfja- hring sinn með aðstoð bræðra sinna; sveitadrengjanna, sem svo voru kallaðir sakir upprunans í Norður-Karólínu. Lucas brá sér sjálfur til Taílands, í gyllta þríhyrn- inginn og samdi þar beint við heró- ínræktanda, en efnið var svo flutt til Víetnams og þaðan til Banda- ríkjanna í kistum fallinna her- manna, sem voru fluttar heim svo hermennirnir fengju leg í faðmi fósturjarðarinnar. Með þessum hætti tókst Lucas að bjóða upp á miklu hreinna efni fyrir minni pen- ing og skákaði þar mafíunni á svæðinu. Hefur það jafnan þótt undrunarefni að bandarískum blökkumanni skyldi nánast upp á sitt eindæmi takast að bjóða mafí- unni byrginn og betur en það. Lengi vel varð Roberts og mönn- um hans lítið ágengt í eiturlyfja- stríðinu, en svo beindist athygli þeirra að Lucas og hægt og hægt þrengdu þeir hringinn. Þegar Lu- cas fannst þeir komnir óþægilega nærri sér, lagði hann 100 þúsund dollara til höfuðs Roberts, en áður en einhver gerði tilkall til þeirra kom til uppgjörs þeirra í milli og Roberts kom Lucas bak við lás og slá. Þegar hér er komið sögu hefur Roberts hlotið lögmannsréttindi og svo einkennilega sem það hljómar er fyrsti skjólstæðingur hans Frank Lucas, sem horfir fram á 70 ára/ ævilangan fangelsisdóm. Hann tekur tilboði Roberts um að gerast vitni hins opinbera og fletta ofan af spilltum lögregluþjónum í sérsveit- um lögreglunnar, sem Roberts beindi spjótum sínum líka að. Það samstarf þeirra varð til þess að 52 af 70 sérsveitarmönnum lentu ým- ist bak við lás og slá eða á götunni. Fyrir þetta samstarf var fangels- isdómur Lucas styttur í 15 ár og 1991 varð hann aftur frjáls maður. Heróín með flug- vél Kissingers Frank Lucas hefur haft hægt um sig síðan og látið sér fátt finnast um ótal greinar um glæpaferil sinn. En um aldamótin rauf hann þögn- ina; í tímaritsgrein, þar sem hann var talsvert opinskár um athafnir sínar; sagðist m.a. hafa velt milljón dollurum á dag. Galdurinn bak við „velgengni“ hans var að borga 4.200 dollara fyrir það sem keppi- nautarnir keyptu á 50.000 dollara. Dagleg dreifing fór svo fram síð- degis, þegar vaktaskipti voru hjá almennu lögreglunni, en þau gáfu tveggja klukkustunda færi á að dreifa heróíninu og selja það á göt- unni. Í tímaritsgreininni segir Lucas frá Kissingeratvikinu. Hann var þá í standandi vandræðum með að finna farkost fyrir kókaínið heim. „Eini möguleikinn var Kissinger ( Henry Kissinger, utanríkisráðherra Bandaríkjanna ). Hann var í sam- úðarferð vegna fellibylja í Bangla- desh. Við þekktum kokk í áhöfninni og borguðum hershöfðingja 100 þúsund dollara fyrir að horfa í hina Fjandvinir í frelsinu Kvikmyndin Denzel Washington og Russell Crowe í hlutverkum Frank Lu- cas og „Richie“ Roberts í Bandaríska glæpamanninum. AP Raunveruleikinn Vinirnir Richard M. Roberts og Frank Lucas. Í HNOTSKURN »Þeir Lucas og Roberts tal-ast við á hverjum degi svo að segja og vikulega hittast þeir á skrifstofu Roberts. Ro- berts er guðfaðir sonar Lucas, sem nú er 11 ára, og leggur sitt af mörkum til að mennta drenginn. „Ég get ekki út- skýrt það,“ segir Roberts, þeg- ar hann er spurður um vináttu þeirra Lucas. „Það sem hann gerði finnst mér fyrirlitlegt. En samt erum við vinir.“ »Um Roberts segir Lucas aðhann sé ágætis náungi, en hann hrökkvi alveg upp af standinum ef sjónvarpsvélinni sé beint að honum og blaðri þá tóma vitleysu. „En þess utan er hann í lagi. Og hann er vin- ur minn.“ Glæpir | Örlög þeirra komu saman í eiturlyfjastríðinu í New York. Annar lagði fé til höfuðs hinum, sem handtók hann í tæka en gerðist síðar verjandi hans. Föst í fréttaneti | Skrýtinn heimur. Knattspyrna | Rafa Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool , hefur deilt við eigendur liðsins. Málfrelsi |Bann á skopmynd af spænsku kóngafólki umdeilt. VIKUSPEGILL» Eftir harða baráttu urðu glæpaforing- inn og lögreglumaðurinn góðir vinir Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is GLÆPIR» inn fyrir tæpar 2.000 íslenskar krónur á mánuði. Þannig má kom- ast hjá óþarfa áreynslu eins og að panta borð á veitingahúsum eða bæta við rúmi á hóteli. Þeim sem þykir óþægilegt að tala við annað fólk geta leyst það með því að senda Indverjanum textaskilaboð og biðja hann um að hringja. Þetta hljómar óneitanlega ras- ískt, tautaði Þórarinn. Og þó! Kannski hentar þetta öllum. Sá tími er liðinn að frumlegt þyki að segja einhverjum upp með sms-skila- boðum. Núna getur maður látið náunga í Mumbay sem kallar sig James hringja í viðkomandi og út- skýra málið. Skrýtinn heimur, sagði Auður og lagði áherslu á það ætti ekki síst við í Skandinavíu því meðan Norðmenn hönnuðu netbókasöfn væru íbúar í Gautaborg felmtri slegnir yfir draugaflugvél sem svifi yfir borg- inni um nætur – samkvæmt www.dn.se. Lýsingar Svíanna minntu einna helst á fljúgandi furðuhlut. Heimurinn er alls staðar álíka skrýtinn, fullyrti Þórarinn. Þetta minnir mig á frétt á news.bbc.co.uk um mann sem kom fljúgandi frá höf- uðborg Perú með apa undir hatt- inum sínum. Hann var stöðvaður á La Guardia-flugvelli í New York og þegar samferðalangar hans sáu apann gægjast undan hatt- barðinu spurðu þeir hvort mað- urinn vissi að hann væri með apa á sér. Auður lyfti brúnum. Það eru greinileg ólíklegustu dýr á ólík- legustu stöðum, varð henni að orði. Ekstrabladet.dk fjallaði um brasilíska kónguló sem birtist skyndilega í innkaupakerru í dönskum stórmarkaði. Starfs- fólkið hafði hraðar hendur og lamaði hana með hárúða áður en hún var flutt í dýragarð. Af fréttinni að dæma finnast að minnsta kosti fimm svona kvik- indi á ári í dönskum stórmörk- uðum! Í þokkabót fannst ein ný- Veröld góð og ný FÖST Í FRÉTTANETI» » Sá tími er liðinn aðfrumlegt þyki aðsegja einhverjum upp með sms-skilaboðum. Núna getur maður látið náunga í Mumbay sem kallar sig James hringja í viðkomandi og útskýra málið. Auður Jónsdóttir og Þórarinn Leifsson audur@jonsdottir og totil@totil.com Þórarinn gapti yfir Spiegel.de/international þegar hannsagði Auði frá nýjasta tækni-undrinu í Lundúnum: Hugs- aðu þér! Maður getur fengið texta- skilaboð í farsímann um staðsetningu næsta kamars þegar blaðran kallar. Það kostar 30 krónur. Áfjáð sagði hún honum frá öðru tækniundri sem hún hafði lesið um á Jp.dk/kultur. Norskur bóksali væri nú að setja saman rafrænt bókasafn á vef- síðunni Digitalbok.no. Þar mætti velja úr þúsundum titla til að lesa í fartölv- unni – og því tilvalið að setjast á sms- klósettið með fartölvuna og panta sér bók af bókasafninu. Hugmyndin kætti Þórarin. Verst að það er nánast útilokað að skeina sig með rafrænni bók í neyð, flissaði hann. Fimmaurabrandarinn hvarf í skugg- ann af enn einni tæknifréttinni á Spie- gel.de/international sem sagði frá því að Bandaríkjamenn væru farnir að nota afar óvenjulega símsvara frá Ind- landi. Símsvararnir eru sko lifandi Ind- verjar, útskýrði Auður. Það er hægt að hafa Indverja á vakt allan sólarhring-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.