Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2007 57 Nú er Jón frændi farinn frá okk- ur, hann hefur áreiðanlega verið feginn að vera laus úr líkamanum eftir veikindin sem voru búin að hrjá hann síðustu árin. Við slíkt tækifæri reikar hugurinn ósjálfrátt aftur í tímann og allar góðu minn- ingarnar um Jón frænda spretta fram. Ég bjó hjá ömmum mínum til fjögurra ára aldurs, og með ömmu Oddnýju á Miklubraut bjuggu Jón og Björg ásamt Þóru dóttur sinni. Ég er því í raun búinn að þekkja Jón frænda allt frá því ég fæddist. Fyrst var ég vanur að kalla hann bara „Jón“ eins og ég heyrði aðra gera, en ein af fyrstu minningunum um hann er þegar amma Oddný benti mér á að ég ætti að kalla hann „Jón frænda“, sem ég gerði síðan alltaf upp frá því. Hann reyndist mér einstaklega góður og gekk mér að vissu leyti í föður stað fyrstu uppvaxtarár mín. Óteljandi eru minningarnar um skemmtilegar og spennandi gjafir frá Jóni frænda, sem hann pantaði stundum eftir katalógum frá Bandaríkjunum. Hann gaf mér mekkanó, eldspúandi eimreið, bjálkahús, fyrsta arm- bandsúrið, verkfæratösku og síðar hljómplötur með klassískri tónlist og fyrsta transistorútvarpstækið í fermingargjöf. Í mörg ár var há- punktur aðfangadagskvölds að opna jólapakkann frá Jóni frænda, sem venjulega var „harður“ pakki. Í mörg ár nutum við Þóra miðanna hans á tónleika Sinfóníunnar, og þannig kynntumst við sem börn helstu verkum tónbókmenntanna. Jóni frænda var margt til lista lagt. Hann hafði meðfædda tónlist- argáfu og var atvinnumaður í tón- list sem fiðluleikari. Auk þess hafði hann óslökkvandi áhuga á tækni og tækjum, ljósmyndun og rafeinda- tækum, og allt lék í höndunum á honum. Hann var sjálfmenntaður í rafeindavirkjun en tók síðar próf og fékk löggildingu í því fagi. Hann lærði að smíða spennubreyta fyrir amerísk heimilistæki og stóð að framleiðslu þeirra og sölu í mörg ár. Hann átti vél til að vinda þá í ýms- um stærðum, og ég sé hann enn fyr- ir mér við vélina á háaloftinu á Miklubrautinni langt fram á kvöld og um helgar. Hann kynnti sér fræðin á bak við gerð sjónvarpstækja, og á tímabili var fjöldi manns í vinnu hjá honum við framleiðslu fyrstu íslensku sjón- varpstækjanna, SEN-tækjanna. Ég man líka eftir flottu stereógræjun- um hans með McIntosh-lampa- magnaranum og eftir því sem sennilega hefur verið eitt fyrsta myndbandstækið hér á landi. Jón var gæddur miklu jafnaðar- geði, og oftast stutt í kímnina. Hann hafði unun af góðum mat, og ófáar eru veislurnar sem ég man eftir á Miklubrautinni eða í sumarbú- staðnum á Klaustri, bæði með kín- verskum mat, sem hann hafði sér- stakt dálæti á, og fræga reykta svínalærinu hennar Bjargar með piparrótarísnum og tómathlaupinu. Á heimilinu blandaðist saman ilmur af framandi kryddjurtum, vindla- reyk og stundum brá fyrir tjörulykt af verkstæðinu. Svo hljómuðu fiðlu- tónarnir úr borðstofunni þegar Jón var að æfa sig, ég held þeir hafi fléttað sig saman við undirvitund mína, enda hefur mér alltaf fundist fiðla göfugasta hljóðfærið. En nú hefur fiðlan hans Jóns frænda þagnað í þessum heimi, en hljómar þess í stað í heimi eilífðarinnar. Erlendur. Við andlát Möggu reikar hugurinn til bernsku- og æskuáranna í Víðikeri í Bárðardal en Magga, eins og hún vær ætíð kölluð, var konan hans Kára föðurbróður og mamma þeirra Hildar, Dústu Rönnu og Ás- laugar. Ung kynntist Magga Kára föðurbróður þar sem þau stunduðu saman nám við Héraðsskólann á Laugum. Heyrt hef ég sagt að Kári föðurbróðir hafi náð í falleg- ustu konuna á Austurlandi. Um það er í sjálfu sér ekki hægt að fullyrða en mín skoðun er sú, eftir kynni sem spanna um 70 ár, að til viðbótar því hvað Magga var fal- leg, bæði sem ung stúlka og til 100 ára aldurs, hafi ekki verið auðvelt að finna betri manneskju en hana. Með flutningi foreldra minna að Svartárkoti í Bárðardal sumarið 1946 breyttust aðstæðurnar enda þótt Svartárkot væri næsti bær, en bæjarleiðin var löng eða um 9 km. Enn urðu umskipti þegar Kári og Magga fluttu með fjölskyldu sína til Hveragerðis sumarið 1954. Þrátt fyrir þessar breytingar héldu ættarböndin og þegar ég starfaði á Keflavíkurflugvelli vet- urinn 1955-6 voru margar ferðir farnar í Hveragerði að heimsækja frændfólkið. Vorið 1958, að afloknu námi við Samvinnuskólann á Bif- röst, réð ég mig um skamman tíma í vinnu í Hveragerði. Ég var þá kostgangari hjá Möggu og Kára, enda einhleypur. Eftir að við Sigrún giftum okkur vorið 1963 styrktust fjölskyldu- böndin enn meir en fljótlega urðu þær Sigrún og Magga mjög nánar vinkonur. Hélst það innilega sam- band fram á síðasta haust þegar Sigrún konan mín veiktist og dó snemma á þessu ári. Svo náið var sambandið að oft var sagt í gríni að með Sigrúnu hefðu þau Magga og Kári eignast fimmtu dótturina. Kári föðurbróðir var vel þekktur sem rithöfundur. Skömmu fyrir 90 ára afmæli Möggu spurði ég hann hvort ekki væri eitthvert sérstakt Margrét Björnsdóttir ✝ Margrét Björns-dóttir fæddist á Vakursstöðum í Vopnafirði 14. jan- úar 1907, en fluttist þriggja ára að aldri að Refstað í sömu sveit. Hún andaðist 2. nóvember síðast- liðinn og var jarð- sungin frá Lang- holtskirkju 12. nóvember. kvæði sem hann hefði ort til hennar. Í næstu heimsókn okk- ar Sigrúnar til þeirra hjóna stakk hann að mér nafni á kvæði sem félli undir þessa fyrirspurn mína. Jafnframt lét hann þess getið að oft hefði hún verið í huga sínum er hann var við ritstörf. Kvæði þetta nefnist „Sunnudagur við fossinn“ og lýsir ferð ungs og ástfangins pars að Aldeyj- arfossi í tilhugalífinu. Ég gerði lag við þetta kvæði sem fyrst var sungið í 90 ára afmælisveislu Möggu en hefur síðan m.a. verið sungið við útfarir þeirra bræðr- anna, Kára og Sverris, Hólmfríðar konu hans, sem og við útför Sig- rúnar konu minnar, í útsetningu Jóns Stefánssonar. Ég lýk þessum fátæklegu kveðjuorðum mínum með þessu ljúfa kvæði, Sunnudagur við foss- inn, um leið og ég bið aðstand- endum innilegrar blessunar á þessari kveðjustund. Mannstu sól og sumarblíðu sunnan undir hlíð, þar sem fossinn gamli geymir gull og dvergasmíð? Sólskinsmildan sunnudag við sátum þar í tó. Hinum megin hörpu skæra hamrabúinn sló. Sástu æða öldur kvikar ofan í gljúfra þröng? Gegnum farveg feikna þröngan fram um hellugöng? Fannst þér ekki skikkjan skína skært við sólarglóð? Heyrðist þér ei harpan syngja himnesk gleðiljóð? Glói sól og glitri hlíð er gott að skemmta sér. Út með gili uxu víða eldrauð hrútaber. Upp af krónum ungra blóma ilmur þungur steig, þegar glóey rósum rétti rauða himinveig. Sunnudagsins söngvakliður seiddi hverja þrá. Hrútaberin hárauð tíndi hönd þín brún og smá. Undir blárri hamrahöll þú hlóst og kysstir mig. Síðan á ég sumardraum um sólskinið – og þig. Haukur Harðarson. Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 ✝ Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur vináttu og heiðruðu minningu SIGURÐAR JÓNSSONAR, Sóltúni 16, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 2 fyrir góða umönnun. Gyða Jóhannsdóttir, Valtýr Sigurðsson og fjölskylda, Jóhann Ág. Sigurðsson og fjölskylda. ✝ Þökkum auðsýnda vináttu og hlýhug vegna fráfalls okkar ástkæru móður, tengdamóður og ömmu, INGIBJARGAR KARLSDÓTTUR, Dalbraut 16, Reykjavík. Karl Jensson, Halldóra Hannesdóttir, Kristín Jensdóttir, Ingibjörg Karlsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, HALLDÓRS B. ÓLASONAR, rafvélavirkja, Framnesvegi 62, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á öldrunarlækn- ingadeild B-4, Landspítalanum, Fossvogi, fyrir hlýhug og góða umönnun. Hulda Heiðrún Eyjólfsdóttir, Valgerður Halldórsdóttir, Helgi H. Steingrímsson, Sigríður Halldórsdóttir, Gylfi Þorkelsson, Óli F. Halldórsson, María Björk Daðadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Við þökkum öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU HATLEMARK, Nesbala 68, Seltjarnarnesi. Ragnar Aðalsteinsson, Steinn Ragnarsson, Laura Ortiz, Geir Ragnarsson, Ívar Ragnarsson, Margrét Ragnarsdóttir, Sverrir Hreiðarsson, Sólveig Ragnarsdóttir, Magnús Magnússon, Cécile Parcillié, Guðmundur Kristjánsson, barnabörn og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir til ykkar allra fyrir auðsýnda samúð við andlát mannsins míns, pabba okkar, tengda- pabba, afa og langafa, JÓHANNS EYMUNDSSONAR, Stigahlíð 36. Guð blessi ykkur öll. Þórhalla Karlsdóttir, Sigríður Austmann Jóhannsdóttir, Þórarinn Magnússon, Helga Austmann Jóhannsdóttir, Guðlaugur Heiðar Sigurgeirsson, Eymundur Austmann Jóhannsson, Emilía Sveinbjörnsdóttir, Viðar Austmann Jóhannsson, Elfa Dís Austmann Jóhannsdóttir, Páll Blöndal, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs sonar, föður og afa, BIRGIS ANDRÉSSONAR myndlistarmanns. Andrés Gestsson, Arnaldur Freyr Birgisson, Ingólfur Breki Arnaldsson. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, STEFANÍU LÓRÝJAR ERLINGSDÓTTUR. Guð blessi ykkur öll. Sigurður Sverrir Einarsson, Sigurður Júlíus Sigurðsson, Marta V. Svavarsdóttir, Helga Ellen Sigurðardóttir, Benjamín Guðmundsson, Ólafía Þórey Sigurðardóttir, Hallgrímur I. Guðmundsson, Ásta Rut Sigurðardóttir, Þórhallur Sveinsson, Pálína Hildur Sigurðardóttir, Rafnkell Jónsson, barnabörn og barnabarnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.