Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Hjálmar Sveinsson er kunnur út- varpsmaður og áhugamaður um bókmenntir og menningu. Hann rit- stýrði bókunum Róska, Megas og Dagur – Hlutabréf í sólarlaginu. Nú hefur Hjálmar ritað bók um Elías Mar og verk hans, sem hann byggir á samtölum sem hann átti við Elías síðustu misserin, jafnframt því sem hann rýnir í verkin, en það síðasta, Sóleyjarsaga, kom út þegar Elías var hálffertugur, árið 1959. „Bókmenntasaga okkar er ríku- legri en sést ef litið er inn í bóka- búðir,“ segir Hjálmar. „Það er eins og einungis eitthvað eitt komist að í einu. Einn vinur minn líkti ástand- iunu á Íslandi við buxur sem hefðu bara einn vasa. Ég sá þetta svo vel þegar ég var að vinna þessar bækur um Rósku, Dag Sigurðarson og Megas. Sumir litu á þau sem listamenn sem hefðu kastað lífi sínu á glæ – aðrir álitu þau ofmetin. Margir horfðu á lífs- hætti þessa fólks, ofbauð og sáu ekki verkin þeirra. Ég kynntist Elíasi Mar þegar ég tók við hann viðtal þegar ég vann að bókinni um Dag. Þá var ég eins og hver annar bókmennta- áhugamaður, ég þekkti nafn hans og vissi af Vögguvísu og Sól- eyjarsögu, en hafði ekki lesið neitt eftir hann. Þegar ég kynntist honum fékk ég strax á tilfinninguna að hann væri talsvert merkilegur en algjörlega gleymdur rithöfundur. Ég fann líka á honum að hann upplifði sig sem gleymdan höfund og var ósáttur við það. En hann var ekki bitur maður hann Elías. Einu sinni sagði hann við mig: „Eitt er að vera dauður og gleymd- ur, annað er að vera sprelllifandi og gleymdur.““ Portrett af gleymdum höfundi – Það sést í samtölum ykkar að hann er spenntur fyrir þessari bók og rekur á eftir þér. „Já, hann var óþolinmóður, pirr- aður á mér því ég var óstundvís og ég læt það allt koma fram. Svo þótti honum mjög vænt um að ég væri kominn aftur og rabbaði við mig. Hann sagði líka að ég skyldi skrifa þessa bók en hann ætti eftir að skrifa sína sögu sjálfur. Ég held að hann hafi alveg fram á síðustu stundu ætlað sér að skrifa hana.“ Elías Mar var mikill nákvæmn- ismaður, enda kunnur fyrir afar vandaðan prófarkalestur. Hann hélt nákvæma dagbók og vélritaði upp bréf sem honum bárust. Honum sárnaði að gamlir félagar hans, eins og Hannes Sigfússon, Sigfús Daða- son og fleiri, skyldu ekki hafa hald- ið upp á bréf sem hann skrifaði þeim. Hjálmar segir að úr fórum hans komi mikið af bréfum og skjöl- um sem á eftir að fara í gegnum. „Ég lít á þessa bók sem portrett af manninum. Reyni að draga upp skýra mynd af hversdagslegu lífi gleymds Reykjavíkurhöfundar. Hann fær matinn sendan á gulum bakka úr eldhúsi á Lindargötunni. Fer í bað vestur á Aflagranda og þarf að borga aukalega fyrir að láta klippa neglurnar. Sem betur fer átti hann góða vini, því hann varð sífellt háðari þeim. Elías var sáttur við hvernig ég kaus að segja frá hon- um. Hann las meira að segja próf- arkir að fyrri hlutanum.“ – Þú talar um að höfundar séu ótrúlega fljótir að gleymast. Hvers vegna er þetta svona? „Skýringarnar eru margar. Ís- lensk bókmenntaumræða er svo andstutt og það verður til þess að samfelluna vantar. Þess vegna er eins og bækurnar sem komu út í fyrra séu strax horfnar. Því sem er merkilegt er ekki haldið til haga. Bókmenntafræðingar og gagnrýn- endur hafa brugðist, ekki verið nógu duglegir við að vekja athygli á merkum bókum og höfundum sem eiga skilið að vera lesnir aftur. Mér finnst þetta tímabil, þegar Elías er að skrifa sínar sögur, sér- staklega áhugavert; þessir fyrstu tveir áratugir lýðveldisins. Þá er þetta samfélag sem við þekkjum að verða til, sáð er allskyns fræjum. Ég er ekki að halda því fram að Elías Mar sé stórkostlegasti höf- undur þessa tímabils, en ég held því fram að hann sé merkilegur Reykjavíkurhöfundur og óverð- skuldað algjörlega gleymdur. Hann gerði merkilega tilraun til að skrá sögu hins unga lýðveldis, með per- sónum sem eru sjálfir unglingar, rétt eins og lýðveldið er nokkurs konar unglingur. Ég sé skýra sam- svörun þarna á milli og held að Elí- as hafi líka verið meðvitaður um hana.“ Sögur um hlutskipti ungs fólks Hjálmar segir að eftir seinni heimsstyrjöldina hafi úr deiglu hug- myndalegra átaka orðið til æsku- lýðsmenning, með nýjum viðmiðum. Hann veltir söguhetjum bóka Elías- ar Marar fyrir sér. „Bambínó í Vögguvísu er 14 ára, strákurinn í Man ég þig löngum er 15 ára, Sóley er 17 og Bubbi í Eftir örstuttan leik er um tvítugt. Þetta eru unglingar og þau eru ístöðu- laus, tolla illa í skóla og í vinnu, það er vesen í ástarsamböndum og kyn- hneigðin er í sumum tilvikum ekki alveg á hreinu. Persónur hans eru allar Reykja- víkurunglingar og viðmið þeirra hafa ekkert að gera með þessa venjubundnu togstreitu sveitar og borgar. Alþjóðleg menning togar þau til sín. Mér finnst þessar bækur vera hluti af alþjóðlegri hreyfingu í skrifum. Bjargvætturinn í grasinu eftir Salinger kemur út 1951. Mér finnst Bambínó og Holden Caule- field, söguhetjan þar, vera náskyld- ir. Báðar sögurnar eru skrifaðar á unglingamáli, báðir eru ístöðulausir og enda á einhvers konar hæli. Þetta þema er í öllum fjórum skáldsögum Elíasar, og í rauninni smásögunum líka. Hlutskipti ungs fólks sem gengur ekkert of vel að fóta sig.“ Elías Mar kortlagði menning- arheim ungmenna síns tíma, var til að mynda ekki nema 23 ára gamall, árið 1947, þegar hann hóf að rita slangurorðasafn. Hann beitti tals- vert aðferðum blaðamanns og Hjálmar talar um athyglisverða grein eftir hann sem birtist í Líf og land árið 1950, en þá dvaldist Elías í London í tæpt ár. „Þar sést að hann var mjög með- vitaður um það hvernig rithöfundur hann vildi vera. Hann vildi vera „aktúel“ höfundur sem skrifaði um sitt samfélag. Í greininni ræðir hann við ímyndaðan blaðamann í London en sá lætur sér nægja að skoða Westminster Abbey og Páls- kirkjuna að degi til, en sá sem segir frá segir: Þú átt að bíða þangað til fer að skyggja, þá fara aðrir svipir á stjá og annað tungumál er talað. Þá eru notuð orð eins og tex mex og indian hay, þetta er tungumál um eiturlyf sem ekki má nefna. Hann segir líka að ekki þýði að bjóða viðmælanda á pansy ball, sem er ástarfundur samkynhneigðra, en Elías hreifst af báðum kynjum.“ Skrifaði um samtímann – Rithöfundarferli Elíasar lauk þegar hann var á fertugsaldri. Af hverju? „Því miður er ekki til neitt spennandi svar við þessari spurn- ingu. Sjálfur sagðist hann einfald- lega hafa lagt mikið á sig við að skrifa þessar sögur, hann hafi verið byrjaður í launavinnu þegar seinni hluti Sóleyjarsögu kom út og hann hafi hreinlega ekki haft orku til að skrifa fleiri skáldsögur. Mér dettur ekki annað í hug en taka mark á þessu. En það kemur fleira til. Á þessum tíma var mikið talað um krísu skáldsögunnar. Sóleyjarsaga átti að vera fé- lagsleg raunsæissaga, stór tilraun „Bókmenntaumræðan er svo andstutt“  Elías Mar rithöfundur er viðfangsefni nýrrar bókar Hjálmars Sveinssonar  Elías upplifði sig sem gleymdan höfund og var ekki sáttur við það  „Merkilegur Reykjavíkurhöfundur,“ segir Hjálmar Nýr penni í nýju lýðveldi nefnist bók sem Hjálm- ar Sveinsson hefur skrifað um Elías Mar rithöf- und, sem lést fyrir skömmu. Hjálmar fjallar um æsku Elíasar Marar og skáldatíma hans eftir seinna stríð, en jafnframt um lífsbaráttu hans sem gamals og gleymds Reykjavíkurhöfundur. Morgunblaðið/Einar Falur Gegn gleymskunni „Bókmenntafræðingar og gagnrýnendur hafa brugð- ist, ekki verið nógu duglegir við að vekja athygli á merkum bókum.“ Elías Mar 19 ára gamall, með skáldadrauma og fastagestur á reykvískum kaffihúsum. RISA JÓLAUPPBOÐ Næsta listmunauppboð Gallerís Foldar verður haldið á Hótel Sögu, Súlnasal, sunnudagskvöldið 2. desember og mánudagskvöldið 3. desember. Á uppboðinu verður að venju gott úrval verka, meðal annars fjölmörg verk gömlu meistaranna. Öll verkin eru sýnd í Galleríi Fold við Rauðarárstíg föstudag 10–18, laugardag 11–17 og sunnudag 12–17, en það sem boðið verður upp á mánudagskvöld verður einnig sýnt á mánudag 10–18. Hægt er að skoða uppboðsskrána með myndum á vefslóðinni myndlist.is. Rau›arárstíg 14, sími 5510400 · www.myndlist.is N ína Tryggvadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.