Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ stað á öllum stigum stjórnkerfisins“. Hún staðhæfði að viðbrögðin við fellibylnum „sem fræðilega séð var búið að spá í mörg ár og með mikilli nákvæmni í fimm daga“ hefðu verið illa skipulögð og ósamhæfð. Ítrekað hafði verið bent á að varnargarð- arnir í kringum borgina væru ekki nógu góðir. Margir sökuðu stjórnvöld um skeytingarleysi gagnvart blökku- fólki en meirihluti borgarbúa New Orleans er af því sem í Bandaríkj- unum er gjarnan kallað afrísk- amerískur uppruni. Flóðin voru auk þess talin sýna skeytingarleysi gagnvart fátæku fólki, enda ódýrara að búa á svæðunum sem lágu neðst í borginni. Þetta á til dæmis við um neðra níunda hverfi þar sem fjöl- margir bjuggu undir fátækt- armörkum. Ekki fátækt, fjarlægt land Í stað fumlausra neyðaraðgerða af hálfu yfirvalda möruðu rotnandi lík í menguðu vatni. Gamli maðurinn Willis hímdi uppi á háalofti en ann- ars staðar í Bandaríkjunum horfði sjálfboðaliðinn Luke með skelfingu á það sem átti sér stað. Hann kom sér fljótlega til New Orleans til að hjálpa til við að byggja upp – og er þar enn. „Það er algjör skömm að þessu. Þetta hefði ekki átt að gerast og allt þetta fólk hefði ekki þurft að farast. Pældu í því hvað það er klikkað!“ segir hann og er reiður. Katrína vakti Luke og marga aðra Banda- ríkjamenn við vondan draum. Svanga og skelfda fólkið sem það sá á sjónvarpsskjánum var ekki í fá- tæku, fjarlægu landi. Þetta voru Bandaríkin. Svæði sem leit út eins og það hefði lent í styrjöld var í þeirra eigin landi. Hundruð þúsunda samlanda þeirra á flótta. „Síðan eftir allt þetta klúður er fólk eiginlega bara skilið eftir. Það eru til allir þessir peningar til að gera ýmislegt út um allt erlendis, eyða milljónum í Írak og ég veit ekki hvað, en ekki hægt að taka almenni- lega á málunum hér. Menn eiga eig- inlega bara að redda sér sjálfir,“ segir Luke hugsandi. „Sjálf- boðaliðar og hjálparsamtök geta gripið marga í fallinu – en þau geta bara ekki gripið alla.“ Annar sjálfboðaliði, David Monk, sem horfði í sjónvarpinu heima hjá sér í Philadelphiu á New Orleans fara á flot, segir glottandi að hann hafi ákveðið að drífa sig niður eftir til að hjálpa, því „yfirvöld hafi aug- ljóslega ekki haft áform um að gera það …“ Í tvo mánuði samfleytt fór hann hús úr húsi og leitaði að eft- irlifendum og látnum. Og svo er það leigubílstjórinn Bill sem fussar og segir kaldhæðinn að vinnubrögðin sem hann hafi séð hjá yfirvöldum þegar Katrína gekk yfir sé eitthvað sem hann hafi búist við að sjá „langt í burtu í einhverjum af þessum þróunarríkjum sem við er- um alltaf að gagnrýna fyrir óstjórn og spillingu“. Þeim finnst ganga hægt að byggja upp New Orleans og fleiri eru á sömu skoðun. „Fullkomin stöðnun“ „Það gengur seint,“ segir einn. „Þetta mjakast en gengur hægt. Kerfið er alltof svifaseint,“ segir annar. „Í sumum hverfum gengur bókstaflega ekki neitt,“ segir sá þriðji. Vitanlega hlýtur að taka tímann sinn að gera við þau 160.000 heimili í borginni sem skemmdust eða eyði- lögðust alveg. Og kannski eru tvö ár ekki langur tími í því samhengi. En tvö ár eru langur tími fyrir þá sem þurftu að flýja, hafast við vítt og breitt um Bandaríkin – samtals í 44 fylkjum – og vilja í dag geta snúið aftur til eðlilegs lífs. New Orleans var langt í frá full- komin fyrir Katrínu. Margir íbúar bjuggu við mikla fátækt, skólar voru víða lélegir og glæpatíðni há. En fyrir þá sem ástandið var slæmt áð- ur, er það ekki skárra núna. Brook- ings Institution, sem fylgst hefur vandlega með þróuninni í New Or- leans, bendir á að mikið af opinber- um þjónustustofnunum þarfnist enn viðgerðar. Öllum skólum í New Orleans var lokað eftir flóðin og 62% almenn- ingsskóla hafa verið opnuð á nýjan leik. Brookings bendir á að hér sé um töluverða aukningu að ræða frá því að síðasta yfirlit var gert fyrir þremur mánuðum og að í fyrra hafi einungis 40% almenningsskóla verið starfrækt. Hvað aðra grunnþætti samfélagsins varði hafi hins vegar ríkt „fullkomin stöðnun“ síðustu mánuði. Hvar ætlarðu að búa? Í New Orleans bjuggu áður 450.000 manns en um 1,4 milljónir á stórborgarsvæðinu. Talið er að í sjálfri New Orleans séu í dag um 300.000 manns. Enn vantar því um 150.000 til að íbúafjöldinn sé sá sami og fyrir Katrínu. Margir tjá mér að þeir efi að þetta fólk skili sér aftur. „Ekki fyrst það er ekki enn komið til baka,“ segir Linda frá Suður- Afríku sem búið hefur í 7 ár í borg- inni. „Það er heldur ekkert auðvelt að koma hingað, hvar ætlarðu til dæmis að búa?“ Húsnæðismál eru raunar stórt vandamál í borginni – kannski það stærsta. Meirihluti borgarbúa var í leiguhúsnæði fyrir Katrínu og eftir fellibylinn rauk leiguverðið upp á því litla sem eftir var íbúðarhæft. Fjölmargir hafa ekki efni á jafnhárri leigu. „Og hvað ætlarðu að gera við börnin þín meðan þú ert í vinnunni?“ heldur Linda áfram. Ein- ungis 38% dagvistunarheimila í New Orleans hafa verið opnuð eftir Katr- ínu. Lögreglustöð í húsvagni Aðallögreglustöðin í borginni er enn í bráðabirgðahúsnæði – í FEMA-húsvagni. Fyrirlestrar í So- uthern University of New Orleans eru sömuleiðis enn haldnir í hús- vögnum. Almenningssamgöngur eru í lamasessi – eingöngu helmingur strætóleiða er virkur og vagnarnir ganga sjaldan: Einungis 19% af al- menningsvögnum borgarinnar eru í notkun. Sporvagnaleiðin á St. Char- les Avenue sem er frá 1835 og er sú leið sem lengst hefur verið í notkun í öllum heiminum, var fyrst opnuð aftur í síðasta mánuði. Rúmum tveimur árum eftir Katr- ínu hafa 57% sjúkrastofnana í New Orleans verið opnuð – 13 af 23. Áður var fólk með geðsjúkdóma á stór- borgarsvæðinu – nú eru þau innan við hundrað. Stærsta sjúkrarýmið fyrir geðsjúka í dag er raunar í að- alfangelsinu þar sem eru 60 pláss. Katrína á húsveggjum Tímabundin dvöl veitir takmark- aða þekkingu og kannski er það sem ég veit með mestri vissu eftir ferða- lagið það að tveimur árum eftir hörmungarnar er undarlegt að vera í New Orleans. Raunar stórundar- legt. Þarna er yfirgefin heilsugæsla sem virðist vera að grotna niður. Tómur skóli með brotnar rúður og neglt fyrir dyrnar. Risastórt Allt í drasli Vatnsskemmdir ollu því að hreinsa varð allt innan úr mörgum húsum. Það starf stendur enn yfir. »Hann ranghvolfir í sér augunum meðan bifreiðin rennur niður götu þar sem öll hús virðast yfirgefin. „Hvar er allt fólkið?“ H érna í kring var fullt af nágrönnum og neðar í göt- unni var skóli. Í hverfinu var slökkvistöð og strætó stoppaði á horninu. Og núna? Ekkert.“ Mercedes Davis Turner horfir ráðvillt á garða í órækt, auða götu, húsbrak – slær sér síðan á lær og fer að hlæja. „Þetta er algjörlega fáranlegt.“ Ég ek fram á Mercedes og föður hennar, Wadsworth Alcott Davis, þar sem þau sitja í bíl fyrir framan hús í neðra níunda hverfi – hverfinu sem fór einna verst út úr flóðunum. Þar eru einungis örfáar hræður og hús á stangli. Hver vill vera fyrstur? Mercedes og Wadsworth eru stödd í hverfinu til að huga að húsi sínu sem þau eru að láta gera upp. Þau leigðu það áður út en bjuggu sjálf í öðru húsi sem þau eiga í sjöunda hverfi. „Þar er miklu meiri uppbygging en hér. Hér eru allir nágrannarnir farnir. Og það skrýtna er að ég veit ekki hver afdrif þeirra urðu. Hvað varð um allt fólkið?“ spyr Mercedes hálfgáttuð og tautar að símanúmer hafi breyst eftir Katrínu og fólk sest að hér og þar. Húsið þeirra er hálfeinmana í götunni. Dálítið eins og það hafi dottið af himnum ofan. Ég veit ekki hvort mér finnst óhugnanlegri húsin í hverfinu sem líta út eins og þau hafi lent í sprengjuárás eða lóðirnar sem standa hreinlega auðar og minna einna helst á grafreiti. „Hver vill svo sem verða fyrstur til að snúa aftur?“ segir Mercedes við sjálfa sig og hristir höfuðið. „Og hvernig er hægt að byrja að búa hér þegar ekkert er til staðar í hverf- inu? Ég sé ekki að margir muni flytja hingað aftur en við von- um það auðvitað. Ef hverfið byggist ekki upp er þetta nátt- úrlega verðlaust.“ Faðir hennar styður sig við staf sinn. „Já, án fólksins verð- ur þetta ekki neins virði,“ muldrar hann. „Þeir segja að allir muni á endanum snúa aftur til New Orleans en ég er satt best að segja farinn að efa það.“ Af hverju kom hann sjálfur aftur? Gamli maðurinn hikar aðeins en brosir síðan. „Ég er fæddur hérna. Þetta er eini staðurinn sem ég þekki. Hér á ég heima og það er nú bara þannig að enginn staður er eins og heimili manns.“ Þegar ég loks spyr þau að aldri og heyri svarið gapi ég bara. Hún er 66, hann 98. Ég horfi eins og í leiðslu á nærri hundrað ára gamlan manninn í einskismannslandinu. Merce- des skellir upp úr. Eftir að hafa verið hjá börnum og barnabörnum í Texas og reynt að fjarstýra endurbyggingu húsanna sinna komu þau aftur til New Orleans og fluttust inn í húsvagn frá FEMA. „En við urðum nú reyndar að koma okkur þaðan og inn í hús vegna þess að við vorum alltaf að fá einhverjar kvefpestir, sem enduðu síðan bara með bronkítis.“ Hún horfir á pabba sinn staulast í kringum húsið og segir annars hugar að hann hafi ekki verið svona áður. – Ekki svona hvernig? „Hann notaði aldrei staf. Hann var ekki veikur. Það var svo undarlegt en strax eftir Katrínu fékk hann slag.“ Hún er farin að hvísla. „Þetta hefur tekið ofboðslega á hann, þótt hann vilji ekki viðurkenna það.“ Eftir að hafa gefist upp á húsvagninum fluttu þau til ætt- ingja og þaðan í leiguíbúð. „Við erum náttúrlega svo heppin að eiga fyrir leigu á íbúð meðan við erum í þessu millibils- ástandi. Ég skil bara ekki hvað annað fólk gerir,“ segir Mercedes og bendir á að þau hafi verið frekar vel stæð þegar varnargarðarnir brustu. Samt hafi þeim ekki tekist að klára að endurbyggja húsin sín. Og húsið í sjöunda hverfi skemmd- ist meira að segja ekki nema að hluta til. „Okkur hefur gengið erfiðlega að fá iðnarmenn til að endurbyggja. Þetta hefur bara allt gengið svo ofsalega hægt. En við vonumst til að geta komist heim bráðum. Kannski eftir nokkrar vikur!“ Mercedes brosir. Hvíslar síðan að hún hafi reyndar ætlað að hætta að kenna og fara á eftirlaun um það leyti sem Katr- ína gekk yfir en núna þurfi þau á laununum að halda til að geta komið undir sig heimili á nýjan leik. „Það er dálítið skrýtið,“ segir hún og bætir sposk við: „Svona af því að maður er farinn að nálgast sjötugt …“ FEÐGIN Í EINSKISMANNSLANDI Alein Mercedes Davis Turner og Wadsworth Alcott Davis í 9. hverfi þar sem áður stóðu hús við hús en er í dag nánast tómt. HVER VILL BÚA Í YFIRGEFNU HVERFI?  Mygla Myglaður og brotinn stofu- veggur í yfirgefnu húsi, rétt við einn varnargarðanna sem brast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.