Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2007 39 ar og með því hugarfari eigi stjórnmálamenn okkar að umgangast þessa merku menntastofnun. Því marki, sem að er stefnt verður ekki náð nema með fullum stuðningi þjóðarinnar allrar. Hinni upphaflegu stefnumörkun háskólarektors hefur verið fylgt eftir með markvissum hætti. Ná- kvæm útfærsla á þessari stefnumörkun var stað- fest í háskólaráði vorið 2006. Athyglisvert er að sjá í hinni staðfestu stefnu- mörkun háskólaráðs hverjir samanburðarháskól- arnir eru. Það eru Háskólinn í Kaupmannahöfn, Helsinki, Lundi, Uppsölum, Tromsö, Bergen, Aberdeen og Háskólinn í Boston (Boston Univers- ity). Er einhver sem vill halda því fram, að við Íslend- ingar getum ekki náð þessum háskólum að gæð- um? Samningur um kennslu og rannsóknir S tefnumörkun Háskóla Íslands var svo fylgt eftir með sérstökum samningi á milli Háskóla Íslands og mennta- málaráðuneytis um kennslu og rann- sóknir, sem undirritaður var í byrjun þessa árs hinn 11. janúar 2007 og gildir til ársloka 2011 en það ár verður Háskóli Ís- lands 100 ára. Samningur þessi er undirritaður af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráð- herra og Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Ís- lands og staðfestur af Árna M. Mathiesen, fjár- málaráðherra með fyrirvara um samþykki Alþingis fyrir fjárveitingum á ári hverju. Í samningi þessum er staðfest, að markmiðið um að Háskóli Íslands komist í röð hundrað beztu sé ekki bara markmið Háskólans sjálfs heldur þjóð- arinnar allrar. Þar segir í 1. grein: „Fyrir dyrum stendur, að HÍ muni aðlaga starf- semi sína nýjum lögum um háskóla á samningstím- anum, m.a. afla sér viðurkenningar á þeim fræða- sviðum, sem skólinn starfar á. Það er sameiginlegt markmið samningsaðila að standa þannig að inn- leiðingu nýrra laga og aðlögun HÍ að þeim, að það sé til þess fallið að efla skólann í öllu tilliti og styrkja um leið innviði íslenzks menntasamfélags, stöðu þess og burði í mennta- og vísindalegu tilliti. Sameiginlegt markmið samningsaðila er að skapa forsendur fyrir því, að HÍ öðlist viðurkenn- ingu, sem háskóli í fremstu röð í heiminum.“ Hér er skýrt talað og fer ekki á milli mála, að með þessum samningi hefur ríkisstjórnin lýst full- um stuðningi við stefnumörkun Háskóla Íslands og ekki þarf að efast um, að Alþingi geri slíkt hið sama. Með starfsemi sinni má segja, að Háskóli Íslands hafi lagt grundvöll að starfi annarra háskóla í land- inu. Það hefur verið merkilegt að fylgjast með því hvers konar áhrif starfsemi þeirra hefur haft á þeirra næsta umhverfi. Mjög fljótlega kom í ljós, að Háskólinn á Akureyri átti ríkan þátt í að stöðva fólksfækkun við Eyjafjörð. Sumir hafa gengið svo langt að halda því fram, að háskólinn þar hafi átti mestan þátt í að snúa byggðaþróuninni þar við. Í Borgarfirði eru starfræktir tveir háskólar, á Bifröst og á Hvanneyri. Mikill kraftur er í starfi beggja þessara skóla, hvors á sínu sviði og engin spurning um að þeir eiga mikinn ef ekki mestan þátt í því að hnignun sveitanna í Borgarfirði hefur snúizt við og Borgarfjörðurinn blómstrar á ný. En vissulega má ekki gleyma hlut Hvalfjarðargang- anna í þeirri þróun. Háskólinn í Reykjavík hefur veitt Háskóla Ís- lands verðuga og nauðsynlega samkeppni, sem hef- ur leitt til þess að báðir skólarnir hafa orðið betri en ella. Hitt fer ekki á milli mála, að Háskóli Íslands er í þessum hópi íslenzkra háskóla fremstur meðal jafningja. Og alveg ljóst er, að nái hann þeim mark- miðum, sem að er stefnt mun það hafa jákvæð áhrif á stöðu annarra háskóla á Íslandi í hinu alþjóðlega samfélagi. Það hlýtur þess vegna að vera í þágu alls háskólasamfélagsins á Íslandi, að Háskóli Íslands nái markmiðum sínum. Í stefnumörkun Háskóla Íslands fram að hundr- að ára afmæli skólans segir um framtíðarsýn hans: „Vegferð okkar að þessu marki mun auðga og styrkja Háskólann og hvetja nemendur, kennara og starfsfólk til dáða. Í Háskóla Íslands hljóta nemendur framúrskar- andi háskólamenntun og öðlast víðtæka þjálfun í gagnrýnni hugsun og sjálfstæðum vinnubrögðum. Þeir verða forystumenn á fjölmörgum sviðum sam- félagsins og leiðtogar í þekkingarsamfélagi fram- tíðarinnar. Kennarar Háskólans geta sér gott orð á alþjóða- vettvangi fyrir öflugt vísinda- og fræðastarf og laða til sín framúrskarandi íslenzka og erlenda háskóla- nema. Háskólinn á samstarf um rannsóknir og kennslu við háskóla og háskóladeildir í fremstu röð í heiminum. Skólinn verður driffjöður framþróunar í íslenzku atvinnu- og þjóðlífi og nýtur trausts og virðingar innanlands og utan. Aðstæður til rannsókna, kennslu og samskipta á háskólalóðinni munu gjörbreytast á næstu árum. Háskólatorg bætir þjónustu við kennara og nem- endur og eflir samskipti innan Háskólans. Með vís- indagörðum verða nýsköpunar- og hátæknifyrir- tæki og rannsóknastofnanir mikilvægur hluti af rannsókna- og kennslustarfi Háskólans, sérstak- lega í verk- og raunvísindum. Á sama hátt mun hús íslenzkra fræða og nýtt húsnæði fyrir Stofnun Vig- dísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum bæta aðstæður til rannsókna á þeim fræðasviðum. Nýtt húsnæði fyrir Landspítala – háskólasjúkra- hús, heilbrigðisvísindadeildir Háskólans og Lífvís- indasetur í Vatnsmýrinni mun efla verulega þver- fræðilegar rannsóknir í heilbrigðisvísindum, skapa ný tækifæri í námsframboði og stuðla að tengslum við atvinnulíf.“ Þegar þetta tölublað Morgunblaðsins kemur til lesenda hefur Háskólatorg verið opnað og þar með miklum áfanga náð. Framhaldinu þarf að fylgja fast eftir, bæði innan Háskóla Íslands og af hálfu ríkisstjórnar og Alþingis. rbréf Morgunblaðið/Kristinn » Þetta mikla hús leynir á sér og er bylting en ekki breyting í húsnæðismálum Háskólans. Það opnar alveg nýjar víddir í samskiptum innan háskólasamfélagsins og er til þess fallið að skapa nýtt andrúm, verða uppspretta ferskra hugmynda og vettvangur aukinna samræðna og samstarfs meðal háskóla- manna. Háskólatorgið er bygging, sem hefur verið hönnuð af hugmyndaauðgi og útsjónarsemi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.