Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FÁTT á að koma í veg fyrir að hafist verði handa um tvöföldun Suðurlandsvegar um eða upp úr miðju næsta ári ef vel verður stað- ið að verki og markvisst og að sjálfsögðu reiknar fólk með lýsingu um leið. Grunnvinnan gengur ágætlega að tvöföldun vegarins, en vonandi sér Vega- gerðin um það að skipulag veglínunnar leyfi tvisvar sinnum fjórar akreinar, því sú þörf er augljós innan næstu 15-20 ára. Sam- kvæmt stöðu mála ætti að vera unnt að hefjast fyrst handa um tvöföldun á leggn- um frá Sandskeiði og til Hvera- gerðis vegna þess að þau skipu- lagsmál eru komin lengst. Nú þegar þarf að taka ákvörðun um það hvort framkvæmdin verður einkaframkvæmd eða opinber framkvæmd, en einkaframkvæmd er bæði mjög spennandi og æski- leg og sjálfsagt að fara þá leið í þeim dúr sem Sjóvá og Ístak hafa lagt til. Leggurinn Sandskeið- Hveragerði lengst kominn Það er augljóst að það borgar sig að fara í umhverfismat á veg- línunni í nokkrum hlutum, því sumir leggirnir geta tekið lengri tíma í umhverfis- og skipulagsferli, en með því að deila leggjunum verða minni tafir. Sandskeið til Hveragerðis liggur beinast við í dag til að hefja tvöföldunina vegna þess að veglínan er klár með sam- þykkt Ölfuss á að- alskipulagi sem fylgdi Hellisheiðarvirkj- unum, en umhverf- ismat má ætla að taki 7-9 mánuði. Á þeim tíma er hægt að vinna að hönnun vegarins og því má ekki gefa tommu eftir í vinnu- hraða. Þrenn mislæg gatnamót verða á þessum legg, á heið- inni, við Hamragilsveg og nálægt Litlu Kaffi- stofunni. 5 mislæg gatnamót milli Hveragerðis og Selfoss Leggurinn frá Hveragerði til Selfoss er á lokastigi varðandi ákvörðun um veglínu, en nið- urstöðu sveitarfélaga er að vænta á næstu dögum. Vegurinn á þá að geta farið í umhverfismat strax með vilja sveitarfélaganna. Reikn- að er með 5 mislægum gatnamót- um milli Hveragerðis og Selfoss, við Hveragerði, við Sólborg- arhverfi, austan við Kotströnd, við námuna hjá Kögunarhól og við Biskupstungnabraut hjá Selfossi, en reiknað er með að þjóðvegurinn komi norðan við Selfoss með nýrri brú. Leggurinn á Suðurlandsvegi út frá Reykjavík hefst við Vest- urlandsveg og verið er að skipu- leggja og undirbúa þann legg að Rauðavatni með það markmið að undirbúningsvinnu geti lokið næsta vor. Í framhaldi kæmi síðan legg- urinn frá Rauðavatni að Blá- fjallavegi eða Sandskeiði, en þessi leggur heyrir undir lögsögu Reykjavíkur og Kópavogs. Vonandi verða ekki tafir þar, því mikilvægt er að vinna verkið í samfellu. Tvöföldun Suðurlandsvegar á því að vera í góðum farvegi, en ekki má slaka á klónni í skipulags- og hönnunarvinnu og taka verður snarlega ákvörðun um einka- framkvæmd eða opinbera svo verk- ið geti hafist innan 10 mánaða. Seinni hluta næsta árs getur allt verið komið í gang. Tvöföldun Suðurlandsvegar getur hafist næsta sumar Árni Johnsen skrifar um tvö- földun Suðurlandsvegar á næsta ári » Tvöföldun Suður-landsvegar á að vera í góðum farvegi, en ekki má slaka á klónni í skipulags- og hönn- unarvinnu... Árni Johnsen Höfundur er alþingismaður Sjálf- stæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Fréttir á SMS Laufengi 15 - Bílskýli - Laus Opið hús í dag milli kl. 15 og 16 BORGARTÚN 29 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net REYNIR BJÖRNSSON ELÍAS HARALDSSON L Ö G G. FA S T E I G N A S A L A R Mjög góð og snyrtileg 4ra herbergja 93,5 fm íbúð á 3. hæð (efstu) í fjölbýlishúsi. Fallegt og nýlegt parket á gólfum, snyrtilegt eldhús og björt stofa með útgangi út á suður svalir. Þrjú góð svefnherbergi og baðherbergi með glugga og tengi fyrir þvottavél. Sér inngangur frá svölum og opið bílskýli fylgir eigninni. Eignin er laus við kaupsamning. Verð 25 millj. Ágústa og Rögnvaldur taka vel á móti gestum. Teikningar á staðnum. Lækjasmári 58 - Sér inngangur Opið hús í dag milli kl. 15 og 16 Nýtt á sölu. Falleg og vinaleg 69 fm 2ja herbergja íbúð með sér inngangi af svölum. Björt og rúmgóð stofa með útgangi út á stórar svalir til suðurs. Þvottahús innan íbúðar og parket á gólfum. Eigninni fylgir merkt bílastæði. Aðkoma að húsinu er snyrtileg. Verð 19,7 millj. Hrefna tekur vel á móti gestum. Bjalla merkt Ragnar Már #203. Teikningar á staðnum. Húsavík – GOTT ORÐSPOR – TRAUST VIÐSKIPTI Kópalind 1 Kóp. með bílskúr Opið hús í dag milli kl.15 og 16 Mjög falleg og björt 116,2 fm íbúð á 2. hæð auk 24,9 fm bílskúrs á þessum vinsæla stað í Lindahverfi Kópavogs. Íbúðni er öll parketlögð með fallegum samstæðum innréttingum, bjartri stofu með útgengi út á suður svalir með fallegu útsýni og þvottahúsi innan íbúðar. Baðherbergi er flísalagt með baðkari, sturtuklefa og innréttingu. Bílskúr m/fjarst. hurðaopnara, rafmagni, heitu og köldu vatni. Verð 34,9 millj. Helena tekur vel á móti gestum. Teikningar á staðnum. Blásalir 5 - Bílskúr 2.h.t.h. Opið hús í dag milli kl. 14 og 15 Mjög glæsileg og rúmgóð 4ra herbergja 124 fm íbúð á 2. hæð (efstu) með sér inngangi ásamt 33 fm bílskúr í Kópavogi. Íbúðin er öll fallega innréttuð með samstæðum innréttingum, þremur rúmgóðum svefnherbergjum og Tveimur flísalögðum baðherbergjum. Annað baðherbergi er inn af hjóna- herbergi. Glæsileg, rúmgóð og björt stofa með mikilli lofthæð og útgangi út á rúmgóðar suður svölum. Þá er einnig svalir frá hjónaherbergi til norðurs. Rúmgóður bílskúr með hita og rafmagni. Verð 42 millj. Böðvar tekur vel á móti gestum. Teikningar á staðnum. mb l. 9 43 06 2 www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Sími 588 4477 Vatnagarðar – til leigu Til leigu mjög gott atvinnuhúsnæði á frábærum stað við Vatnagarða í Reykjavík. Um er að ræða 1703 fm lager og skrifstofuhúsnæði. Lagerrýmið er með góðri lofthæð, skrifstofurýmið mjög vel innréttað og bjart. Lagerrýmið er með mjög góðri lofthæð. Góð malbikuð aðkoma og frábær staðsetning með mikið auglýsingagildi. Allar nánari upplýsingar veittar í s-896 5221 og s-896 5222 Bæjarlind 12 Kópavogi Glæsileg húsnæði til leigu Til leigu glæsilegt 215 fm verslunarhúsnæði á 1 hæð, (gengið beint inn). Gluggar á 3 vegu. Mikið auglýsingagildi. Bæjarlind 12 er eitt glæsilegasta húsið í Lindarhverfinu og frábærlega vel staðsett með aug- lýsingagildi í huga. Upplýsingar veittar í síma 8965221 og 8965222. Verslunarhúsnæðið laust strax og hitt mjög fljótlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.