Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 36
kvikmyndir 36 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Enn ein gæðamynd til viðbótar sem sýnd var á RIFF og hlaut tilnefningu (besti leikur og handrit), er ísraelska gamandramað The Band’s Visit. Aukinheldur er hún eina myndin til viðbótar þeim tveim fyrrgreindu sem hlaut tilnefningu og er framleidd utan Vestur-Evrópu. Síðasti kóngur Skotlands The Last King of Scotland er tilnefnd sem besta myndin og McDonald besti leikstjóri. RIFF og Græna ljósið opna Evrópugluggann Flestar myndirnar semhlutu tilnefningu til Evr-ópsku kvikmyndaverð-launanna hafa verið sýnd- ar hérlendis. Það gerir gæfumuninn að kvikmyndahátíðir og kvikmynda- klúbbar hafa eflst verulega á und- anförnum árum og víkkað sjóndeild- arhringinn í austurátt og eins má marka það á ýmsu að síðustu kvik- myndaár hafi verið óvenju góð um alla álfuna. Við Íslendingar höfum lítillega komið við sögu EFA, 1991 stóð tón- skáldið Hilmar Örn Hilmarsson uppi sem sigurvegari fyrir tónlistina í Börnum náttúrunnar, Sigríður Hagalín var tilnefnd fyrir leik í sömu mynd og í gegnum árin höfum við fengið einhverjar tilnefningar til við- bótar. Ef svo heldur sem horfir þá er ljóst að uppsveiflan sem blasir við í íslenskri kvikmyndagerð á eftir að skila okkur fyrr en síðar upp á hátíð- arsviðið. EFA eru mikilvægustu kvik- myndaverðlaun Evrópu að BAFTA undanskildum (sjálfsagt eru ekki all- ir sammála), og eiga að vera mót- vægi við Óskarsverðlaun Banda- rísku kvikmyndaakademíunnar. EFA, sem kennd voru við Felix fyrstu árin, eru veitt árlega og fer afhendingarhátíðin fram í Berlín annað hvert ár en hitt árið í höf- uðborgum annarra landa álfunnar, hún var t.d. haldin í Varsjá í fyrra. Til að byrja með naut hátíðin geysi- legs áhorfs sem fóru dalandi þegar kom fram á 10. áratuginn. Yfir- bragðið var þunglamalegt og fram- vindan löturhæg. Breytt skipulag og áherslur hafa aukið vinsældirnar á nýrri öld og jafnframt hafa bestu myndirnar hlotið meiri aðsókn síðari árin og akademían er áberandi víð- sýnni. Drottningin og fleiri góðkunn- ingjar sigurstranglegir Fátt kom á óvart þegar tilnefn- ingarnar vegna EFA 2007 voru kynntar á kvikmyndahátíðinni í Se- villa í síðasta mánuði. The Queen, opnunarmynd RIFF í fyrra, hlaut flestar, eða sex talsins, þ.á m. sem Besta mynd ársins og Stephen Fre- ars fyrir besta leikstjórn. Með næst flestar tilnefningar, eða einni færri, er annað uppáhald íslenskra kvik- myndaunnenda, The Last King of Scotland, eftir Skotann Kevin MacDonald, og var frumsýnd hér- lendis á vegum Græna ljóssins. Þar með er ekki öll sagan sögð, því þrjár myndir til viðbótar af þeim sex sem berjast um æðstu verðlaun- in í ár, hafa þegar verið sýndar í ís- lenskum kvikmyndahúsum. Þær eru 4 mánuðir, 3 vikur og 2 dagar – 4 Months, 3 Weeks and 2 Days, rúmenska Gullpálma-myndin frá Cannes; þýsk/tyrkneska ádeilan Himinbrúin – The Edge of Heaven, og loks hin sjálfsævisögulega La Vie en Rose, sem segir af lífshlaupi franska söngfuglsins Edith Piaf og er á almennum sýningum hér heima um þessar mundir. Sjötta myndin sem hlaut tilnefningu sem Besta mynd ársins og sú eina sem enn er ósýnd hérlendis, er franska teikni- myndin Persepolis. Hún lítur út fyr- ir að eiga minnstu möguleikana. A.m.k. hafa þrjár tilnefndar myndir til viðbótar borið fyrir augu íslenskra kvikmyndaunnenda: Heimsókn hljómsveitarinnar – The Band’s Visit (Ísrael); Útlegð – The Banishment (Rússland), og Þið, lif- endur – You, the Living (Svíþjóð.) Ítalska spennumyndin The Unknown, eftir Giuseppe Tornatore (Paradísarbíóið), hlaut tilnefningar fyrir leikstjórn, leik og kvikmynda- töku og kom á óvart að hún var sniðgengin sem besta mynd ársins. Aðeins ein önnur mynd, Perfume: The Story of a Murderer, eftir Þjóðverjann Tom Tykwer, hlaut fjölda tilnefninga. Kvikmyndaakademíunni, sem telur 1.800 meðlimi, er legið á hálsi fyrir að einblína á Vestur-Evrópu, það breyttist ekki í ár. Að undanskilinni hinni rúmensku 4 mánuðir, 3 vikur og 2 dagar, fengu aðeins tvær myndir frá Mið- og Austur-Evrópu tilnefningar, Banishment, eftir rússneska leikstjórann Andrei Zvyagintsev, og serbneska dansa- og söngvamyndin Gucha, eftir Dusan Milic. Við erum því á svipuðu róli og gömlu austantjaldslöndin, en verkin sem við lögðum fram í ár, Mýrin og Börn, hlutu ekki náð fyrir augum akademíunnar. Hvort það er einhver huggun harmi gegn, er svo allt annað mál. Líklegir sigurvegarar Sérfræðingar á meginlandinu hallast sumir hverjir á að Helen Mirren (The Queen) sé sigurstranglegust þeirra gæða leikkvenna sem tilnefndar eru í ár í flokki kvenleikara. Firna sterkur leikur Marion Cotillard sem Edith Piaf í Rose, gæti vissulega sett strik í reikninginn. Ben Whishaw og James McAvoy eiga mikla möguleika í hópi karlleikara. Ég tek hins vegar undir með þeim sem veðja á Sasson Gabai, sem er eftirminnilegur í mögnuðum leikhópi gæðaverksins The Band’s Visit. Reyndar er gamli, góði sjarmörinn Michel Piccoli með í flokki tilnefndra og ekki leiðinlegt að sjá hann vinna. Persónulega hefði ég viljað sjá meistaraverkið Himinbrúna meðal bestu mynda ársins, og fara með sigur af hólmi, en vonandi vinnur Akin a.m.k. í öðrum flokknum sem hann er tilnefndur. Drottningin Ekki kom á óvart að Drottningin fékk flestar tilnefningar til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna árið 2007. Líf rósarinnar La Vie en Rose segir frá lífshlaupi Edith Piaff. Drottningin og fleiri góðkunningjar íslenskra bíógesta eru líklegir til afreka við verðlauna- afhendinguna í kvöld. Íslendingar hafa sjald- an komið við sögu Evr- ópsku kvikmyndaverð- launanna (EFA) og þau lítið verið í umræðunni hérlendis. Ástæðurnar má m.a. rekja til þess að við höfum sárasjald- an haft tækifæri til að kynnast þeim útvöldu af eigin raun. Sæbjörn Valdimarsson komst að raun um að því er öðruvísi farið í ár. 4 mánuðir, 3 vikur og 2 dagar Rúmönsk kvikmynd sem hefur vakið athygli víða um heim og hreppti Gullpálmann í Cannes. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.