Morgunblaðið - 02.12.2007, Side 54

Morgunblaðið - 02.12.2007, Side 54
54 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA Á aðventu og jólum eru ýmsir góðir og fagrir siðir, venjur og hefð- ir sem við fylgjum ár eftir ár og berum þannig áfram til næstu kynslóðar, án þess kannski að vita alveg hvaðan það allt er runnið. Eftir- farandi samantekt ætti þá að koma að gagni. Aðventukransinn Aðventukransinn á uppruna sinn í Þýskalandi. Hið sígræna greni táknar lífið sem er í Kristi og hringurinn táknar eilífðina. Fyrsta kertið nefnist spádóma- kertið og minnir á fyrirheit spá- manna Gamla testamentisins er höfðu sagt fyrir um komu frels- arans. Annað kertið nefnist Betle- hemskertið. Þar er athyglinni beint að þorpinu sem Jesús fædd- ist í og þar sem ekkert pláss var fyrir hann. Þriðja kertið nefnist hirðakertið en snauðum og ómenntuðum fjárhirðum voru sögð tíðindin góðu á undan öllum öðrum. Fjórða kertið nefnist síð- an englakertið og minnir okkur á þá sem báru mannheimi fregn- irnar. Önnur heiti eru (í sömu röð) kerti vonarinnar, kærleikans, gleðinnar og friðarins. Undanfari aðventukransins voru stjakar með fjórum kertum, sem tendrað var ljós á, einu af öðru, á sunnu- dögum jólaföstunnar. Englahár Sagt er að kona nokkur, sem unnið hafði af kappi að undirbún- ingi jólanna, hafi á aðfangadags- kvöld uppgötvað sér til mikillar skelfingar, að jólatréð hennar var þakið köngullóarvef. Og mædd gekk hún því til sængur. En næsta morgun hafði Kristur breytt köngullóarvefnum í glitr- andi englahár. Jatan Heilagur Franz frá Assisi, sem uppi var á 12. og 13. öld, tók upp á því að setja fæðingu Jesúbarnsins á svið í minnkaðri útgáfu í kirkju sinni. Fyrst í stað tíðkaðist þessi skreyting aðeins í Guðs húsum en síðar inni á heimilum fólks líka og er hún ómissandi þáttur víða, einkum meðal kaþólskra. Á gömlum myndum af jólafrá- sögunni má sjá að barnið liggur á hveitistráum og knippi er þar á gólfi. Er það vísun í altarissakra- mentið. Stundum er jatan nánast sýnd eins og altari. Nautið var tákn Gyðinga, tákn fórnar, styrks og þolgæðis, asninn tákn heiðingj- anna en líka auðmýktarinnar. Í helgisögunni vermdu þau dýr sveininn nýfædda með því að blása á hann. Jólaklukkur Klukkur hafa alltaf verið og eru enn eitt höfuðtákn jólanna. Í ýms- um löndum Evrópu er það siður að hringja dánarhringingu í kirkjum í eina stund á aðfanga- dagskvöld og á það að merkja, að hinn vondi (myrkrahöfðinginn) sé allur. Á miðnætti er svo hátíðar- hringing til að fagna Kristi. Jólaljósin Ljósadýrð er óaðskiljanlegur hluti þessa tíma. Mun kristnin í því efni hafa þegið ýmislegt frá ljósahátíð gyðinga. Á miðöldum var það siður með Ítölum og Bret- um að gefa kerti á jólunum. Á Ír- landi settu menn þau í gluggakist- ur til að lýsa Jesúbarninu og Maríu Guðsmóður. Á Norður- löndum voru þau höfð á jólakök- unni. Jólagjafir Á hátíð sem Rómverjar efndu til 17.-24. desember árlega til heiðurs guðinum Satúrnusi gáfu þeir hver öðrum gjafir, og oft er því haldið fram að kristnir menn hafi tekið upp þann sið á jólahá- tíðinni. Þó er rétt að minna á vitr- ingana í þessu sambandi, og í raun algjör óþarfi að leita skýr- inga í öðru. Jólakort Jólakort komust fyrst í tísku skömmu fyrir miðja 19. öld í Eng- landi, en menn greinir á um upp- hafið. Ein hugmyndin er sú, að ræturnar sé að finna í jólaljóðum sem börn rituðu á arkir og skreyttu með teikningum úr fæð- ingarfrásögunni. Jólasöngvar Sálmar hafa ætíð verið snar þáttur í jólafagnaðinum, en heil- agur Franz er sagður hafa átt upptökin að því að ýmiss konar jólasöngvar fóru að tíðkast. Það var skoðun hans að menn ættu að njóta gleðskapar í hófi á jólunum. Söngvarnir voru að megninu til léttir, enda sniðnir eftir frönskum danskvæðum. Jólatréð Vinsælasta tákn jólanna er til- tölulega ungt að árum. Heimildir virðast fyrst geta um sérstakt tré við jólahald árið 1510, í Riga í Lettlandi. En árið 1807 voru fullbúin jólatré til sölu á markaði í Dresden í Þýskalandi. Greinilegt er, að siðurinn var þá búinn að ná öruggri fótfestu þar um slóðir. Hann fór svo að berast til Norðurlanda eftir 1800. Til Ís- lands munu fyrstu jólatrén hafa komið um 1850, í kaupstaði, og voru þau aðallega hjá dönskum fjölskyldum. Fjölmargar sagnir eru um til- komu jólatrésins. Ein er á þá leið, að barn hafi knúið dyra í fátæku hreysi á aðfangadagskvöld. Íbú- arnir tóku því vel og gáfu að borða. Næsta morgun heyrðist englasöngur og Kristur birtist í dýrð sinni. Hann braut grein af tré, setti í jörð og lét svo ummælt, að það sem upp af henni yxi myndi bera ávöxt á jólum hvert ár þaðan í frá. Jólatré voru í fyrstu eingöngu skreytt hnetum og epl- um og þvíumlíku. Jólasiðir sigurdur.aegisson@kirkjan.is Aðventan er byrjuð og landsmenn í óðaönn að undirbúa komu fæðing- arhátíðar meistarans. Sigurður Ægisson er af því tilefni með fróðleik um nokkra jólasiði og til- urð þeirra, sem er flest- um vonandi til upplýs- ingar og gleði á þessum bjarta og dýrlega tíma. MINNINGAR Kæri afi, í dag hefð- irðu orðið 68 ára. Mik- ið söknum við þess að heyra í þér hláturinn og fá heimsóknir frá þér. Henning Frederiksen ✝ Henning EmilFrederiksen fæddist í Søvang í Køge í Danmörku 2. desember 1939. Hann lést á Sjúkra- húsi Suðurlands 3. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Stokkseyrar- kirkju 9. júní. Það er skrítið að hugsa til þess að þessi jól verður þú ekki hér, þú átt ekki eftir að koma í heimsókn seint á aðfangadagskvöld eins og þið amma gerðuð alltaf. Þú varst svo góður elsku afi, svo góður við alla og gerðir aldrei upp á milli neinna. Vildir alltaf hjálpa ef eitthvað bjátaði á og varst alltaf til staðar fyrir okkur. Þín er sárt saknað. Minning þín lifir í hjörtum okkar. Afmæliskveðjur Ösp. Afi minn var bestur, hann var allra manna mestur, svo góður og gjafmildur hann var líka svo bros- mildur. Hann hafði mikinn áhuga á fiskum, en ekki mikinn á diskum. Afi minn var bestur og allra manna mestur. Afmælis- og sakn- aðarkveðjur Eygerður. HINSTA KVEÐJA ✝ Gunnar Rík-harður Gunn- arsson fæddist á Hofi í Dýrafirði 5. ágúst 1924 og ólst þar upp til sextán ára aldurs, síðan lá leið hans til Hafnarfjarðar. Hann andaðist 14. nóvember á Hjúkrunarheimil- inu Sóltúni í Reykjavík. Foreldrar hans voru hjónin Gunnar Guðmundsson bóndi á Hofi í Dýrafirði, f. 30.5. 1898, d. 23.10. 1987, og Guðmunda Jóna Jóns- dóttir, f. 19.10. 1905, d. 21.10. 1991. Faðir Gunnars Guðmunds- sonar var Guðmundur Einarsson refaskytta, fæddur á Hegg- stöðum í Lundarreykjadal 19.7. 1873, d. 21.7. 1964. Móðir Gunn- ars Guðmundssonar var Katrín Gunnarsdóttir húsfreyja, fædd í Gullberastaðaseli hinn 20.5. 1865, d. 8.8. 1944 í Hafnarfirði. Faðir Guðmundu Jónu Jónsdóttur var Jón Guðmundsson, smiður og bóndi á Kirkjubóli í Valþjófsdal, f. 21.10. 1854 í Grafargili í Kirkjubólsdal í Önundarfirði, d. 27.10. 1933, móðir Guðmundu var Marsibil Guðbjörg Kristjáns- dóttir, f. 22.10. 1869 á Innri- Veðrará, Mosvallahreppi við Ön- undarfjörð, d. 22.1. 1954. Systkini Gunnars voru níu: Jón bóndi á Þverá, f. 8.8. 1921, d. 6.3. 1991, Guðmunda Steinunn húsmóðir, f. 1.3. 1923, Guðmundur Aðalsteinn, f. 17.4. 1926, d. 15.6. 1927, Aðal- maki Sigfúsar Ólafs er Erny Hastudy Sigurðsson, f. 1.4. 1976, og eiga þau börnin Brandon Gunnar, f. 28.5. 2000, Jason Syl- veríus, f. 14.9. 2001, og Tristan Ólaf, f. 14.4. 2004. Eyþór Sig- urðsson, f. 16.1. 1974, maki Helga Torvik, f. 22.3. 1975, börn þeirra eru Steinar Torvik, f. 25.7. 2001, Katrín Torvik, f. 9.1. 2004, og Sindri Torvik, f. 9.10. 2007. Ólöf Sigurborg Sigurðardóttir, f. 1.12. 1982, maki Björn Heiðar Þórð- arson, f. 19.11. 1980, börn Freyja Líf, f. 25.1. 2001, og Embla Sól, f. 11.7. 2005. Barnabörn Gunnars Ríkharðar og Ólafar Sigurborgar eru fjögur og barnabörnin eru tólf. Gunnar Ríkharður ólst upp á Hofi í Dýrafirði til 16 ára aldurs. Þá fór hann til Hafnarfjarðar til föðursystur sinnar, Herdísar í Kassahúsinu. Dvaldi hann hjá henni og vann á togurum. Eftir þennan tíma lá leið hans til Reykjavíkur þar sem hann dvaldi hjá móðurömmu sinni, Marsibil Guðbjörgu, á Grettisgötu. Þar kynntist hann Ólöfu sinni. Gunn- ar Ríkharður stundaði nám í Iðn- skólanum þar sem hann lauk bif- reiðasmíði árið 1957 sem dúx og voru honum veitt heiðursverð- laun í tilefni þess. Einnig lauk hann bílamálun 1964. Á efri árum fór hann á nýjan leik í Iðnskól- ann og lærði tréútskurð hjá Matt- híasi Andréssyni og árið 1994 lærði hann trérennismíði hjá fé- lagi trérennismiða. Ólöf Sigur- borg og Gunnar Ríkharður fóru fyrst að búa á Seljavegi í Reyja- vík, fluttu síðar á Grettisgötu í Reykjavík og byggðu sér síðan heimili í Litlagerði 8 í Reykjavík þar sem þau bjuggu allan sinn búskap. Jarðarför Gunnars fór fram í kyrrþey í Fossvogskapellu þann 23. nóvember síðastliðinn. steinn vélsmiður, f. 2.3. 1928, Björgvin Hofs bifvélavirki, f. 23.11. 1931, Marsibil Anna Guðrún hús- móðir, f. 22.2. 1933, Katrín húsmóðir, f. 25.1. 1941, og Krist- ján vélsmiður, f. 19.5. 1943. Gunnar Ríkharður kvæntist 15.9. 1945 Ólöfu Sigurborgu Sylveríusdóttur, f. 6.7. 1921, d. 2.10. 2001. Foreldrar Ólafar Sigurborgar voru hjónin Sylveríus Hallgrímsson, f. 20.6. 1988 á Staðarfelli í Dölum, d. 13.4. 1977, og Helga Kristjáns- dóttir, f. 6.2. 1887 í Reykjavík, d. 6.8. 1979. Gunnar Ríkharður og Ólöf Sigurborg eignuðust fjögur börn, þar af fæddist fyrsta barn þeirra andvana, síðan komu þrjár dætur: 1) Sylvía Gunnarsdóttir, f, 29.12. 1942, d. 19.6. 1993, maki Kristinn G. Bjarnason, f. 4.1. 1942. Sonur þeirra er Gunnar Ríkharður Kristinsson, f. 15.2. 1965, börn hans Róbert Már, f. 15.9. 1990, Kristinn Aron, f. 9.12. 1992, og Gunnar Ríkharður, f. 14.1. 1999. 2) Katrín Gunn- arsdóttir Trotter, f. 15.10. 1948, maki Haynie F. Trotter. 3) Björg Gunnarsdóttir, f. 20.1. 1951, maki Sigurður Gylfi Sigfússon, f. 19.3. 1950, börn þeirra eru Sigfús Ólafur Sigurðsson, f. 14.12. 1969. Fyrrverandi maki hans Denise Marie Sigurðsson og áttu þau einn dreng, Ryland Gylfa Sig- urðsson, f. 6.9. 1996. Núverandi Nú ertu lagstur liðinn, ljúfasti faðir minn. Alsælan fær nú friðinn, fríðastur andi þinn. Leystur frá lífsins mæðu, ljómar þú fegri sól. Hjá guði á himnahæðum, hefur þú eilíft skjól. (G.T.) Elsku hjartans pabbi minn. Nú ertu kominn til mömmu og Sillu syst- ur. Við misstum svo mikið þegar mamma dó. Söknuðurinn frá hjarta þínu var svo mikill, þú sagðir við mig: „Ég man mömmu enn og mun aldrei gleyma henni.“ Þú varst aldrei sátt- ur, elsku pabbi minn, það var svo sárt að sjá þig svona dapran. Elsku pabbi minn, nú eruð þið saman á ný og nú líður þér vel, elsku hjartans pabbi minn. Elsku pabbi minn, mikið var ég glöð þegar ég kom til þín um morg- uninn og Þorbjörg sat og hélt í hönd- ina á þér. Hún var svo hlý og góð við þig. Svo áttum við góða stund til að tala saman. Guð sá að þú varst þreyttur og þrótt var ekki að fá, því setti hann þig í faðm sér og sagði: „Dvel mér hjá“. Harmþrungin við horfðum þig hverfa á annan stað, hve heitt sem við þér unnum ei hindrað gátum það. Hjarta, úr gulli hannað, hætt var nú að slá og vinnulúnar hendur verki horfnar frá. Guð sundur hjörtu kremur því sanna okkur vill hann til sín hann aðeins nemur sinn allra besta mann. (Þýtt Á.Kr.Þ.) Við komum um morguninn í Sóltún og þú varst farinn frá okkur og allt var svo tómt en allt samt svo gott því englarnir sendu okkur stuðning. Það voru þau Pálína hjúkrunarfræðingur og Jón djákni. Þau veittu okkur stuðning, við töluðum saman og átt- um svo góða stund, sem var svo inni- lega góður stuðningur og allir sem komu veittu okkur stuðning þennan morgun. Þú heyrir spurt: Er hjálp að fá og hvar er ljós og dag að sjá? Ef hjartað týnir sálfu sér hvar sé ég leið, hver bjargar mér? Þú heyrir svar ef hlustar þú af hjartans þörf, í barnsins trú því Kristur Jesús þekkir þig og þú ert hans, hann gaf þér sig. (Sigurbjörn Einarsson.) Elsku Pálína, Þorbjörg og Jón djákni. Innilegar þakkir fyrir mig og pabba. Öllu starfsfólki á Sóltúni færi ég innilegustu þakkir fyrir veittan stuðning. Elsku pabbi og tengdapabbi, Við kveðjum þig með þessu ljóði: Hér er svo dapurt inni, – ó, elsku pabbi minn, ég kem að kistu þinni og kveð þig hinsta sinn. Mér falla tár af trega – en treginn ljúfsár er – svo undur innilega þau einmitt fróa mér. Ég þakka fræðslu þína um það, sem dugar best, er hjálpráð heimsins dvína, og huggað getur mest. Þú gekkst með Guði einum og Guði vannst þitt starf, hið sama af huga hreinum ég hljóta vil í arf. Nú ertu farinn frá mér, en föðurráðin þín, þau eru ávallt hjá mér og óma blítt til mín: Guðs orðum áttu að trúa og ávallt hlýða þeim, það mun þér blessun búa og ber þig öruggt heim. (B.J.) Guð geymi þig, elsku pabbi minn, Þín dóttir, Björg Gunnarsdóttir. Látinn er Gunnar R. Gunnarsson bílasmiður á 84. aldursári. Gunnar Gunnar Ríkharður Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.