Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
HVER VILL BÚA Í YFIRGEFNU HVERFI?
Þ
egar ég sá plastborð
fljóta framhjá svefn-
herbergisglugg-
anum áttaði ég mig
á að eitthvað mikið
var að.“ Sólin skín
inn um glugga sem í
vantar rúðu, á mann
í bláröndóttum sloppi. Hann heitir
Willis J. Tate og hefur búið í þessu
húsi í 30 ár. Nema hvað, núna er
þetta ekki hús, einungis útveggir og
burðarbitar.
Hinn 81 árs Willis býr í litlum
húsvagni á lóðinni sinni því að heim-
ili hans er enn óíbúðarhæft. Milli-
veggir, gólfefni og innbú gjör-
eyðilögðust í menguðu vatninu sem
lá yfir borginni.
„Við vöknuðum snemma morguns
á mánudeginum við að allt var á
floti,“ segir Willis. Mánudagurinn
29. október 2005 var örlagadagurinn
í New Orleans, sem stendur undir
sjávarmáli og er umkringd bæði
vötnum og sjó. Þá gekk fellibylurinn
Katrína á land og ruddi með sér
miklu af sjó, sem bar varnargarðana
í borginni ofurliði. Yfir milljón
manns flúði af svæðinu helgina áður,
aðrir sátu fastir í sökkvandi borg.
Margir voru ósyndir – fólk eins og
Willis.
„En sem betur fer er ég nú með
háaloft,“ segir gamli maðurinn og
bjástrar við að draga frá hlerann og
ná mjóum tréstiganum niður.
Morgunblaðið/Sigríður Víðis
Tveimur árum síðar Ónýtt hús og skór á götu í 9. hverfi í New Orleans sem nánast lagðist í eyði eftir fellibylinn Katrínu og flóðin sem fylgdu.
ÞJÓÐARKLÚÐUR
Í NEW ORLEANS
Það var búið að vara
við því – og ljóst hvað
gæti gerst. En með
fellibylnum Katrínu
varð martröðin að
veruleika: Varnargarð-
arnir í New Orleans
brustu og vatn fossaði
inn í borgina. Á end-
anum flæddi yfir 80%
af New Orleans og alls
létust að minnsta kosti
1.300 manns af völdum
Katrínu. Stjórnvöld
voru harðlega gagn-
rýnd fyrir aðgerðaleysi
sitt og Katrína kölluð
„þjóðarklúður“. Meira
en tveimur árum eftir
klúðrið standa þús-
undir heimila í New
Orleans enn auð.
Texti og ljósmyndir:
Sigríður Víðis Jónsdóttir
sigridurv@mbl.is
Tap Verðlaunagripir í yfirgefnu húsi.
Yfirgefið Ekki mikið eldað hér í dag.
Galtómt Hreinsa þarf hús að innan.