Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ HVER VILL BÚA Í YFIRGEFNU HVERFI? Þ egar ég sá plastborð fljóta framhjá svefn- herbergisglugg- anum áttaði ég mig á að eitthvað mikið var að.“ Sólin skín inn um glugga sem í vantar rúðu, á mann í bláröndóttum sloppi. Hann heitir Willis J. Tate og hefur búið í þessu húsi í 30 ár. Nema hvað, núna er þetta ekki hús, einungis útveggir og burðarbitar. Hinn 81 árs Willis býr í litlum húsvagni á lóðinni sinni því að heim- ili hans er enn óíbúðarhæft. Milli- veggir, gólfefni og innbú gjör- eyðilögðust í menguðu vatninu sem lá yfir borginni. „Við vöknuðum snemma morguns á mánudeginum við að allt var á floti,“ segir Willis. Mánudagurinn 29. október 2005 var örlagadagurinn í New Orleans, sem stendur undir sjávarmáli og er umkringd bæði vötnum og sjó. Þá gekk fellibylurinn Katrína á land og ruddi með sér miklu af sjó, sem bar varnargarðana í borginni ofurliði. Yfir milljón manns flúði af svæðinu helgina áður, aðrir sátu fastir í sökkvandi borg. Margir voru ósyndir – fólk eins og Willis. „En sem betur fer er ég nú með háaloft,“ segir gamli maðurinn og bjástrar við að draga frá hlerann og ná mjóum tréstiganum niður. Morgunblaðið/Sigríður Víðis Tveimur árum síðar Ónýtt hús og skór á götu í 9. hverfi í New Orleans sem nánast lagðist í eyði eftir fellibylinn Katrínu og flóðin sem fylgdu. ÞJÓÐARKLÚÐUR Í NEW ORLEANS Það var búið að vara við því – og ljóst hvað gæti gerst. En með fellibylnum Katrínu varð martröðin að veruleika: Varnargarð- arnir í New Orleans brustu og vatn fossaði inn í borgina. Á end- anum flæddi yfir 80% af New Orleans og alls létust að minnsta kosti 1.300 manns af völdum Katrínu. Stjórnvöld voru harðlega gagn- rýnd fyrir aðgerðaleysi sitt og Katrína kölluð „þjóðarklúður“. Meira en tveimur árum eftir klúðrið standa þús- undir heimila í New Orleans enn auð. Texti og ljósmyndir: Sigríður Víðis Jónsdóttir sigridurv@mbl.is Tap Verðlaunagripir í yfirgefnu húsi. Yfirgefið Ekki mikið eldað hér í dag. Galtómt Hreinsa þarf hús að innan. 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.