Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 25
veitingastaðir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 25                                           !     #! $   %&       '(    ))  * &    ))      '        "         !  '      " +!  ,  - ! )       '       !"         &         ./ "         !.   & "0 ! !   &  1 .   23#1456#27859 :;< =>?? 2     82@3% A?  AA AB - kemur þér við Sérblað um mat fylgir blaðinu í dag Draugavegurinn kortlagður Mansal á Íslandi Veikjast af myglusvepp á Miðnesheiði Leikur ólétta fegurðardrottningu Nylon stóreykur sölu á sokkabuxum Endalok framsóknar- kommúnismans? Hvað ætlar þú að lesa í dag? Holtið hefur allt frá upphafi haft sérstöðu í hópiíslenskra veitingahúsa. Það hefur verið ákveð-inn fasti, vin þar sem hefðir og gæði eru í há-vegum höfð. Holtið hefur verið uppeldisstöð margra okkar bestu matreiðslumanna og þjóna. Það hefur verið leiðandi í þróun matreiðslu og vínmenningar á veit- ingahúsum. Vissulega hafa sum tímabil í sögu Holtsins verið betri en önnur en alla jafna hefur það verið það við- mið þegar kemur að gæðum og þjónustustigi sem aðrir í geiranum hafa til hliðsjónar. Það er vægt til orða tekið að segja að íhaldssemi hafi löngum gætt á Holtinu. Þar breytast hlutirnir hægt. Á meðan annars staðar er ekki hikað við að skófla innbúinu í gám og snúa öllu á hvolf í matargerð og þjónustu telst það til stórra tíðinda á Holtinu ef farið er að nota aðra tegund af kaffi. Því voru það stórtíðindi þegar veitingastaðnum var lok- að um skeið í byrjun ársins og tekinn í ærlega endurhaln- ingu. Mesta breytingin var raunar ekki gerð í veitinga- salnum heldur í eldhúsinu þar sem allt var tekið í gegn og hannað upp á nýtt samkvæmt nákvæmri forskrift Frið- geirs Inga Eiríkssonar sem nýlega tók við sem yfirmat- reiðslumeistari. Meðal annars var sérsmíðuð stór og mikil eldavél í Frakklandi samkvæmt nákvæmum leiðbein- ingum og myndar hún hryggjarstykki hins nýja eldhúss. Friðgeir Ingi hefur sterk tengsl við Holtið þótt hann sé tiltölulega nýtekinn við eldhúsinu. Þar lærði hann mat- reiðslu og faðir hans, Eiríkur Ingi Friðleifsson, er fyrrver- andi yfirmatreiðslumaður á Holtinu og núverandi hótel- stjóri. Undanfarin ár hefur Friðgeir Ingi dvalið í Frakk- landi þar sem hann hefur starfað undir handleiðslu Philippes Girardons og síðustu árin sem yfirmatreiðslu- maður á veitingahúsi hans, Domaine de Clairefontaine. Sá staður er skammt suður af borginni Lyon en Gir- ardon er í hópi virtustu matreiðslumanna Frakklands. Hann hefur tengst Íslandi sterkum böndum á undan- förnum árum og stuðlaði m.a. að því á sínum tíma að ís- lenskir kokkar fengju að taka þátt í keppninni Bocuse d’Or. Hann hefur liðsinnt mörgum þátttakendum í þeirri keppni, m.a. Friðgeiri. Á Domaine de Clairefontaine kynntist Friðgeir því hvað til þarf til að veitingastaður fái Michelin-stjörnu og það má ekki telja ólíklegt að með þeim breytingum sem verið er að gera á Holtinu sé leynt og ljóst stefnt að því að Holtið verði einhvern tímann á næstu árum tækt í þann hóp. Þótt breytingarnar sem gerðar hafa verið í veitinga- salnum æpi ekki á mann eru þær allar í rétta átt. Nýr og glæsilegur sérhannaður borðbúnaður, dökkur viðar- gangur inn að eldhúsinu, nýjar gardínur og dúkar og endalaust af silfri – allt frá bökkunum sem maturinn er borinn inn á að gömlum lömpum sem dregnir hafa verið fram á ný og prýða nú borðin. Matseðillinn er fransk-íslenskur. Nútímaleg frönsk matreiðsla úr íslensku hráefni. Hann er ekki langur en mjög hnitmiðaður og eiginlega þannig að maður gæti hugsað sér allt! Helsti gallinn er uppskrúfaðar nafngiftir á réttunum sem verða svolítið hjákátlegar vegna ofnotkun- ar. Einn rétturinn er á akri, annar undir hreistri, enn einn myndar torfu og einn er undir rekkju. Það breytir hins vegar ekki því að þegar þessir réttir birtast manni loks skiptir svo sem engu máli hvað þeir heita. Í heimsóknum síðustu vikna hefur ekki verið slegið feilpúst í eldhúsinu. Maturinn er hreinlega frábær og mat- argerðin einhver sú best útfærða sem sést hefur hér á landi. Holtið hefur tekið enn eitt skrefið fram á við. Ein máltíðin hófst til dæmis með lystauka sem var listi- leg útfærsla af kóngakrabba. Annars vegar léttreyktum og mildum með fínt söxuðu grænmeti, hins vegar í djúp- steiktri kúlu þar sem krabbakjötinu hafði verið velt saman við austurlensk krydd, hjúpurinn þykkur og girnilegur og alveg laus við ókosti þá sem stundum fylgja djúpsteikingu. Síðan tekur hvert listaverkið við af öðru. Humarsúpa var með megnu samþjöppuðu humar- bragði, mjög dökk, þykk og matarmikil með töluverðu koníaki. Andarpaté-ið úr öndinni frá Hlíðarbergi við Hornafjörð var einstaklega vel útfært tilbrigði af andarpaté þar sem allir hlutar andarinnar fá að njóta sín hver í sínu lagi og hver með sínum hætti – bringan, lærið, lifrin. Bleikjan léttelduð en með stökku roði á bragðmikilli „linsubaunamottu“ sem linsoðið egg blandaðist vel saman við. Mildar sneiðar af hörpufiski sem magnast upp er þær snerta kjötsoðssósuna og selleríið. Vinninginn þegar kemur að útfærslu á þó lúðan sem þakin er þynnum úr annars vegar svörtu pasta og hins vegar hreðkum sem mynda þétt hreistur. Undir því blanda af vanillu og bragðmikilli valhnetusósu. Fallegur og frumlegur jafnt í útliti sem bragðsamsetningum. Klassíkin er hins vegar ríkjandi í Wellington-steikinni, innbökuðum nautalundum. Kjötið kom fullkomlega medi- um-rare eldað innan í deiginu og sósurnar sígildar og allt að því fullkomnar – ekki síst béarnaise-sósan, sem virðist eiga mjög sterk ítök í Íslendingum. Frumlegheitin komu aftur í kálfasteikinni sem var eld- uð með tveimur aðferðum, steikingu og sous-vide, meyr og bragðmild og þrjú tilbrigði af mismunandi matreiddum kartöflum borin fram með. Eftirréttirnir voru mjög franskir, grand-marnier- soufflé, marineraðar appelsínur og kardimommuís. Konfekt með kaffinu heimalagað. Þjónustan á Holtinu stendur ávallt fyrir sínu, það er alltaf nóg af þjálfuðu fólki og vínlistinn heldur stöðu sinni sem sá besti á landinu. Það gerir veitingastaðurinn Holtið sömuleiðis. Ætli megi ekki segja að það sé í hæstu hæðum, svo notuð séu stílbrigði matseðilsins. Morgunblaðið/Ómar Veitingasalur Breytingarnar sem gerðar hafa verið eru í rétta átt. Með nýjum blæ Eldhúsið var tekið í gegn í byrjun árs. Steingrímur Sigurgeirsson gagnrýnir veitingastaðinn Galleri á Hótel Holti sem er við Bergstaðastræti Galleri Hótel Holti  Bergstaðastræti 37 Pöntunarsími: 552-5700 Matreiðsla í hæstu hæðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.