Morgunblaðið - 04.04.2008, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 04.04.2008, Qupperneq 30
30 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FELLUM NIÐUR STIMPILGJÖLD Sjónarmið þau sem Grétar Jón-asson, framkvæmdastjóri Fé-lags fasteignasala, setur fram í fréttasamtali hér í Morgunblaðinu um niðurfellingu stimpilgjalda virð- ast skynsamleg og vel hugsuð. Grétar bendir á að sú hætta geti verið fyrir hendi, þar sem niður- felling stimpilgjaldanna á ekki að verða að veruleika fyrr en 1. júlí í sumar, samkvæmt frumvarpi Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra, að ákveðin stífla myndist á fasteigna- markaði fram til 1. júlí. Grétar óttast að fólk bíði með fasteignaviðskipti sín, a.m.k. þeir sem eru að kaupa sér sína fyrstu íbúð, þar til stimpilgjöld- in hafa verið afnumin því upphæðin sem sparist, t.d. af 25 milljóna króna láni sé nálægt 400 þúsund krónum. Stimpilgjöld eru fyrir margt löngu úrelt tekjuöflunarleið ríkissjóðs. Vissulega hafa þau skilað ríkissjóði umtalsverðum tekjum, ekki síst þeg- ar umsvif á fasteignamarkaði hafa verið mikil eins og verið hefur á und- anförnum árum. Tekjur ríkissjóðs af stimpilgjöld- um árið 2005 náðu hámarki því þær losuðu níu milljarða það árið. Bráða- birgðatölur Fjársýslu ríkisins um stimpilgjöld á árinu 2007 eru 6,2 milljarðar króna. Áætlað er að stimpilgjöld fyrstu kaupa á húsnæði á árinu 2007 hafi verið um 600 milljónir króna. Þannig að með því að fella niður þau gjöld á þessu ári er ríkissjóður ekki að missa stóran spón úr aski sínum. Vel má vera að ríkisstjórnin hefði átt að ganga mun lengra við samn- ingu frumvarpsins um afnám stimp- ilgjalda og ákveða að fella stimpil- gjöld alfarið niður enda er slík ráðstöfun boðuð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Auðvitað hefði slík ákvörðun þýtt mun meiri tekju- missi fyrir ríkissjóð, tekjumissi upp á einhverja milljarða króna, en stjórnvöld hafa nú einu sinni boðað afnám stimpilgjaldanna og því ber þeim að standa við gefin fyrirheit. Ríkisstjórnin hefur að vísu þrjú ár enn til þess að standa við þetta gefna fyrirheit því í stjórnarsáttmálanum er kveðið á um afnám gjaldsins á kjörtímabilinu. Grétar Jónsson telur að ríkis- stjórnin hefði átt að ganga lengra en gengið er með þessu frumvarpi: „Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinn- ar segir að fella eigi stimpilgjöldin niður á þessu kjörtímabili. Það er ljóst að það munu koma upp vanda- mál við að skilgreina hvað sé fyrsta eign og ýmis túlkunarvandamál. Auðvitað hefði verið langfarsælast að stíga skrefið til fulls og fella stimpilgjöldin alfarið niður,“ sagði Grétar. Þetta er sennilega hárrétt hjá Grétari Jónssyni, framkvæmda- stjóra Félags fasteignasala. Enn er tækifæri fyrir hendi að breyta frum- varpinu í meðförum Alþingis og af- nema stimpilgjöld með öllu. Í því fælust jákvæð skilaboð frá Alþingi til landsmanna. HÆKKANIR LEIÐA TIL HUNGURS Hungursneyð er skollin á í Norð-ur-Kóreu. Eins og fram kemur í Morgunblaðinu í dag geta stjórnvöld ekki lengur tryggt almenningi mat- arskammtinn sinn, ekki einu sinni í höfuðborginni. Óttast er að þúsundir manna geti látið lífið í hörmungunum, sem nú dynja yfir landið. Norður-Kórea er ekki eina landið í heiminum þar sem nú vofir yfir hung- ursneyð. Meginástæðan er hækkandi matarverð. Robert Zoellick, forseti Alþjóðabankans, sagði í fyrradag að þjóðir heims þyrftu að grípa til gagn- gerra aðgerða til þess að hjálpa til í baráttunni gegn hungri. Matvæla- áætlun Sameinuðu þjóðanna er nú að reyna að ná saman 500 milljón doll- urum eins hratt og unnt er til þess að bregðast við vandanum. Sagði hann jafnframt að bankinn myndi næstum tvöfalda lánveitingar til landbúnaðar úr 450 milljón dollurum í 800 milljón dollara. Zoellick bætti við að sam- kvæmt mati bankans blasti nú við ólga og uppþot í 33 löndum vegna hækkana á matar- og olíuverði. „Í þessum löndum þar sem matur er helmingur til þrír fjórðu af neyslunni má engu muna eigi fólk að komast af,“ sagði Zoellick. Talið er að einn milljarður manna í heiminum lifi á minna en einum doll- ara á dag og 2,5 milljarðar manna lifi á minna en tveimur dollurum á dag. Þetta fólk lifði við sára örbirgð fyrir og má ekki við neinu. Til marks um hækkanirnar hefur verð á hrísgrjónum ekki verið hærra í 19 ár og verð á hveiti ekki verið hærra í 28 ár. Sem dæmi um ástandið, sem er að skapast í þessum löndum, má nefna óeirðir í Abidjan, höfuðborg Fílabeinsstrandarinnar. Þar ákváðu stjórnvöld að aflétta gjöldum á nauð- synleg innflutt matvæli til að koma til móts við fólk. Víetnamar lýstu yfir því fyrir helgi að dregið yrði úr út- flutningi á hrísgrjónum til að tryggja íbúum landsins mat og Egyptar ákváðu að loka fyrir allan útflutning á hrísgrjónum í sex mánuði af sömu ástæðu. Þegar horft er á þessar aðstæður verður hálf-hjákátlegt að heyra fólk á Vesturlöndum barma sér yfir verð- lagi. Það er hins vegar til skammar hversu litla athygli þetta ástand vek- ur. Þjóðir heims geta ekki litið undan þegar neyðin sverfur að. Nú er þörfin brýn og allir þurfa að taka höndum saman, Íslendingar sem aðrir. Mat- vælaáætlun Sameinuðu þjóðanna sendi í mars út neyðarkall vegna þess að verðhækkanirnar hafa leitt til þess að sjóðir hennar hrökkva ekki jafn langt og áður. Stofnunin gæti þurft að skera niður matarskammta. Það vekur athygli að Zoellick hvetur til þess að hrint verði af stað áætlun í anda aðgerða Bandaríkjastjórnar þegar hún á fjórða áratug síðustu ald- ar brást við kreppunni miklu. Hér duga ekki orð, aðgerðir þarf til. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Forlagið var á jarðhæð við Síðumúla, bókaverslunin við göt- una en skrifstofur innar, tvær ef mig misminnir ekki, og létu lítið yfir sér. Ég kom þangað fyrst á miðju sumri 1986; það var bjartur en svalur dagur, klukkan að nálgast þrjú. Ég var með handrit í fórum mínum, smásögur sem ég hafði skrifað þegar ég var við nám í Boston og mánuðina eftir að ég út- skrifaðist. Ég var búinn að finna nafn á þetta safn og kallaði það Níu lykla. Ég var tuttugu og þriggja ára. Hann tók á móti mér um leið og ég gekk inn, snöggur í hreyfingum og glaðbeittur og bauð mér inn á kontórinn til sín. Hann hafði stofnað forlagið nokkrum árum áður ásamt Elínu eiginkonu sinni og það voru kannski tveir eða þrír starfsmenn auk þeirra á hæðinni. Ég hafði ekki búist við öðru en að taka í höndina á forleggjaranum, afhenda honum handritið og kveðja en svo fór að við nafni minn sátum fram eftir degi og skröfuðum saman. Þrátt fyrir sjálfstraust þess sem er ungur og þykist vita meira en hann veit var ekki laust við að ég hafi verið svolítið óstyrkur þegar ég gekk í húsið en það hvarf um leið og við nafni minn tókumst í hendur. Hann kom fram við mig eins og jafningja frá fyrstu stundu og lét ekki á sér finna að hann væri að gera mér greiða með því að hitta mig og lesa handritið sem ég hafði meðferðis. Hann spurði mig hvers vegna ég skrifaði og hvert hugurinn stefndi og ég svaraði eft- ir bestu getu og átti auðvelt með það því augljóst var að spurt var af áhuga en ekki kurteisi. Á þessum árum var það trú flestra bókaútgefenda að ekki þýddi að gefa út smásögur því enginn nennti að kaupa þær. Það er mér minnisstætt að nafni minn talaði ekki um þessa örðugleika þegar við hittumst og gat þess ekki heldur að það kynni að reynast snúið að kynna nýjan höfund fyrir þjóðinni. Hann var uppörvandi og sagðist hlakka til að lesa sögurnar, ég myndi heyra frá honum fljótlega. Og það stóðst – tveimur dögum síðar hringdi hann til mín og bað mi hann langaði til að gefa út þessa bók. Flókn og þegar ég fór utan um haustið hafði ég ek ast tryggan og ötulan bókaforleggjara held staklega náinn vin. Ólafur Ragnarsson var frumkvöðull í eðl og hæfilega raunsær. Hann hafði flutt ungl Siglufirði til Reykjavíkur þar sem hann var kominn, tekið verslunarpróf en snúið sér sí mennsku og fréttamennsku en þangað stef snemma. Hann starfaði við Alþýðublaðið sá síðan einn af fyrstu starfsmönnum Sjónvar an eftir áratugarstarf á Vísi sem hann ritst Þeir stofna ekki bókaforlag á Íslandi sem Þau hjónin lögðu allt undir, veðsettu húsið, reksturinn. Og ekki byrjaði hann vel: fyrst töku í Íran, gefin út á miðju sumri, kolféll. Ó an af að rifja upp þessa byrjun og hló dátt a En svo kom haustið og þá gaf Vaka út mets Gunnar Thoroddsen sem Ólafur skrifaði sj reyndist ekki átakalaus því prentarar fóru vertíð og um tíma var ekki útséð um að bæ ir. En allt blessaðist þetta og smám saman grasi sem sett hefur svip sinn á íslenska bó þessa dags. Árið áður en ég kynntist nafna mínum ha Helgafell og rennt því saman við Vöku, forl hjónin stofnuðu. Með Helgafelli fylgdi réttu dórs Laxness og er ekki ofsögum sagt að Ó nýju lífi í útgáfu þeirra. Með honum og Hal kynni og er skemmst að minnast bóka Ólaf nú seinast Til fundar við skáldið Halldór L Ólafur Ragnarsson Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Georgía og Úkraína fengu ekki form-lega aðild að umsóknarferli Nató áleiðtogafundi Atlantshafsbandalags-ins í Rúmeníu. Leiðtogafundurinn samþykkti hins vegar yfirlýsingu um að löndin ættu rétt á aðild. Geir H. Haarde forsætisráð- herra sagðist telja þessa yfirlýsingu vel við- unandi fyrir löndin tvö. „Það var samþykkt að Úkraína og Georgía ættu rétt á aðild að bandalaginu. Það var ekki talið tímabært að gefa þeim aðild að þessu ferli sem lýkur með fullri aðild að bandalaginu, en það var sett í hendur utanríkisráðherranna að leiða það til lykta, hugsanlega á næsta utanrík- isráðherrafundi, en hugsanlega síðar. Ég tel að það sé mjög mikilvægt fyrir þessi lönd að því er lýst yfir að þau séu framtíðarmeðlimir í banda- laginu. Þau ríki sem lögðu áherslu á að þessi tvö ríki gætu fengið aðild sem fyrst hafa að mínum dómi náð meira fram í þessu máli en löndin sem vildu bíða með ákvörðun og töldu hana ekki tímabæra,“ sagði Geir eftir fundinn. Framlag Merkel lykillinn að lausn Geir sagðist telja að það hefði náðst góð mála- miðlun í þessu máli. Hann sagðist vissulega hafa getað hugsað sér að Georgía og Úkraína fengju formlega aðild að umsóknarferlinu. „Það lögðu margir af þessum þjóðarleiðtogum mikið á sig persónulega til að ná þessari niðurstöðu. Það var athyglisvert að sjá hvernig þetta gerðist á fundinum. Ég tel að kanslari Þýskalands, Ang- ela Merkel, hafi verið lykilinn að þessari nið- urstöðu. Hún beitti sér persónulega mikið fyrir þessu og vann sjálf ásamt mörgum fleirum að því að finna það rétta orðalag sem menn gætu fallist á.“ Rússar lýstu harðri andstöðu við að löndin tvö fengju aðild að Nató. Geir sagði að allir sem hefðu tjáð sig um þetta mál hefðu látið koma fram að afstaða Rússa ætti ekki að skipta máli. Georgía og Úkraína væru fullvalda ríki og ættu sjálf að fá að taka ákvörðun um þetta og ef þau uppfylltu skilyrði ættu þau að fá aðild. Geir sagðist telja að þessi fundur yrði talinn með merkari leiðtogafundum sem haldnir hefðu verið á síðari árum, þ.e. frá því að stækkun bandalagsins hófst fyrir 10 árum. Albanar fagna formlegri aðild Albanía og Króatía fengu formlega aðild að Atlantshafsbandalaginu í gær, en Makedónía sat eftir með sárt ennið. Lulzim Basha, utanríkisráðherra Albaníu, réð sér vart fyrir kæti þegar hann ræddi við ís- lenska blaðamenn í gær um niðurstöðu leiðtoga- fundarins. „Þetta er gríðarlega stórt skref fyrir land mitt,“ sagði Basha og minnti á að nafn Ís- lands yrði ætíð tengt þessum mikilvæga áfanga í sögu þjóðarinnar vegna þess að það var í Reykjavíkuryfirlýsingu leiðtogafundar Nató, sem haldinn var á Íslandi, sem samþykkt var að bjóða Albaníu að gerast aðili að bandalaginu. „Aðild Albaníu að Nató hefur margvíslega þýðingu fyrir landið. Við teljum að aðild feli í sér bestu fjárfestingu sem hægt sé að hugsa sér til að tryggja öryggi landsins.“ Hann sagði að Georgía og Úkraín eiga rétt á aðild að Góð niðurstaða á leiðtogafundi Nató að mati Geirs H. H Leiðtogar Geir H. Haarde forsætisráðherra, sem myndaður var ásamt leiðtogum Natóríkjanna samkvæ a h ý u S þ v b fy þ k a N S s h m b þ a le G þ s v M ir a t f a

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.