Morgunblaðið - 04.04.2008, Side 33

Morgunblaðið - 04.04.2008, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 33 ill samgangur var milli þessara heimila og Óli mikill leiðtogi í hópn- um. Hann hreif alla með sér hvar og hvenær sem var með skemmtilegri og hrífandi framkomu. Gilti einu þótt aldursbilið væri mikið – hann náði til okkar allra. Óli frændi okkar var einstakur maður og komu eiginleikar hans og jákvæðni vel fram í hans erfiðu veik- indum. Hann fékk ómetanlegan stuðning frá Ellu, strákunum sínum og fjölskyldum þeirra. Eins sýndi Jónas bróðir hans honum einstaka umhyggju og hjálpsemi. Það var í raun afrek að Óli skyldi hafa klárað bók sína: Til fundar við skáldið Hall- dór Laxness sl. haust orðinn þá fár- sjúkur en ótrúleg elja hans, já- kvæðni og óendanleg hjálpsemi Jónasar gerði það að verkum að það verk kom út fyrir síðustu jól. Einnig auðnaðist Óla að klára ljóðabók rétt fyrir andlátið og gat meðhöndlað ein- tök af þeirri bók undir það síðasta. Sú stund var dýrmæt. Að leiðarlokum viljum við systk- inin þakka Óla frænda okkar fyrir allar skemmtilegu samverustundirn- ar og allt gott í okkar garð. Minning- arnar eru margar og allar góðar hvort heldur er frá Siglufirði eða hér sunnan heiða – frá leik eða starfi en nokkur okkar unnu um lengri eða skemmri tíma hjá þeim Óla og Ellu í Vöku-Helgafelli og þá gekk oft mikið á, sérstaklega í jólatörninni. Undan- farnir mánuðir hafa verið erfiðir öll- um. Mest hefur mætt á Ellu, Ragnari Helga, Kjartani Erni og fjölskyldum þeirra. Öll hafa þau sýnt ótrúlegan styrk. Við viljum votta þeim öllum, systkinum Óla þeim Jónasi og Eddu og öðrum ástvinum okkar dýpstu samúð. Óli tókst á við sinn sjúkdóm af æðruleysi og ótrúlegu jafnvægi. Ótímabært fráfall hans er mikill harmur en það voru forréttindi að þekkja Óla og eiga í honum vin í leik og starfi. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan fylgjum þér vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja í friðar skaut. (V. Briem) Jónas, Inga Margrét, Kristín, Ásta Jóna, Helga og Ólöf. Að fá að verða samferða fólki eins og Ólafi Ragnarssyni, þótt stuttan tíma sé, á lífsins leið er mikið lán fyr- ir viðkomandi. Lán mitt felst í því óláni Ólafs að greinast með MND-hreyfitauga- hrörnun, þannig hittumst við. Ákaflega greindur, framúrskar- andi þægilegur, ósérhlífinn, ráða- góður og ekki síst baráttumaður fyr- ir aðra. Allt til loka. Það hefur verið höggvið stórt skarð í okkar hóp. Okkar samúðarkveðjur til fjölskyld- unnar. Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félagsins. Kveðja frá Félagi íslenskra bókaútgefenda Það er langt frá því sjálfgefið að vel takist til við bókaútgáfu á jafn litlu málsvæði og Íslandi. Ætli útgef- andinn fyrirtæki sínu að vaxa og dafna verður hann ekki aðeins að tala til þess hluta þjóðarinnar sem helst hefur sig í frammi í umræðu um menningu og listir, heldur einnig þeirra sem aldrei stíga fæti inn í bókabúð og geta ekki nefnt uppá- haldshöfundinn sinn þegar þeir eru spurðir. Það er erfitt að finna þá ís- lensku útgefendur sem á umliðnum áratugum voru jafn slyngir í þeirri list að tala til allrar þjóðarinnar og Ólafur Ragnarsson. Það sem hreif mann í viðkynningu við hann var hve óþreytandi hann var í að velta fyrir sér möguleikunum á því að gera bækur að almenningseign. Hann vildi að þær næðu sem mestri út- breiðslu og að bókaútgefendur ættu ekki að miða starf sitt við ímyndaða heiðurstalla, heldur hinn venjulega lesanda. Eitt mesta afrek Ólafs sem útgefanda var að koma á fót vel reknu kerfi bókaklúbba sem löguðu sig að síbreytilegum áhugamálum al- mennings og svöruðu þörfinni á að vita meira um tiltekið efni, hvort sem það var blómarækt, hannyrðir eða Halldór Laxness. Íslenskun og út- gáfa á teiknimyndasögum eins og til dæmis Andrési önd fannst mörgum bókamanninum furðuleg iðja. Þeir sem eru fínir með sig og telja að bæk- ur og útgáfa þeirra séu best geymd í höndum fámennrar úrvalsstéttar hnykluðu brúnir. Sjálfur man ég enn eftir því frá vinnumannsárum mínum að hafa dregið barnungan frænda minn nauðugan út til verkanna frá Andrésarmöppunum sem hann virt- ist geta lesið út í hið óendanlega. Síð- ast þegar ég vissi var um helmingur barna í aldurshópunum 7-10 ára for- fallinn lesandi Andrésar tveimur ára- tugum eftir að hann birtist fyrst á ís- lensku. Svo samofið er þetta lesefni uppvexti nútíma Íslendinga að fólk er hætt að taka eftir því hve magnað fyrirbæri þetta er. Drengir á ferm- ingaraldri líta nú orðið vart í bók nema þeir séu barðir til hennar, en Andrés er hin stóra undantekning. Í desember síðastliðnum gerði Fé- lag íslenskra bókaútgefanda Ólaf Ragnarsson að heiðursfélaga. Hann var um árabil atkvæðamikill í starfi útgefenda, sat lengi í stjórn félagsins og var formaður þess. Á formanns- árum sínum tókst hann á við breyt- ingar í fyrirkomulagi bóksölu sem og það eilífðarverkefni að gera veg bóka sem mestan í samfélaginu, að þessi mikilvæga og stóra grein „menning- ariðnaðarins“ hérlendis, grein sem byggir afkomu sína nær alfarið á kaupgetu og kaupvilja almennings, hefði eðlilegan og sjálfsagðan sess í fjölmiðlum. Ólafur var áróðursmað- ur bókaútgáfunnar í bestu merkingu þess orðs. Aldrei þótti honum nóg að gert til að efla veg bókaútgáfu og bóka. Eitt helsta afrek Ólafs var hvernig honum tókst að blása lífi í höfundarverk Halldórs Laxness, endurvekja áhuga umheimsins á verkum hans og koma bókum hans upp í hillu hjá ungu fólki að nýju. Þar skipti sköpum að hann spyrnti alltaf fótum við stöðnun. Reglulega spurði hann samstarfsfólk sitt: „Hvað gerð- um við ef við hefðum tekið við útgáfu Halldórs Laxness í dag?“ Stjórn Félags íslenskra bókaút- gefenda kveður einn atkvæðamesta mann íslenskrar útgáfusögu og vott- ar aðstandendum samúð sína. Við kveðjum nú brautryðjanda og hug- sjónamann sem aldrei missti sjónar á því að bækur eru fyrir alla. Kristján B. Jónasson formaður. Kveðja frá Siglfirðingafélaginu Fallinn er frá langt um aldur fram Ólafur Ragnarsson, ritstjóri og bókaútgefandi. Ólafur Ragnarsson var kosinn for- maður Siglfirðingafélagsins í Reykjavík í október 1977 og gegndi hann því embætti fram í október 1981 eða í fimm ár. Á 35 ára afmæl- ishátíð Siglfirðingafélagsins var hann sæmdur gullmerki félagsins, sem þá var afhent í fyrsta skipti. Í stjórnartíð Ólafs var í fyrsta sinn haldið Síldarball fyrir félagsmenn í Stapa á Suðurnesjum. Ólafur átti hugmyndina að Fréttabréfi félags- ins, þótt aðrir hrintu henni í fram- kvæmd. Ólafur var mikill áhugamað- ur um að vegur Siglufjarðar bærist sem víðast og í hans stjórnartíð var hafinn undirbúningur að því að gera Siglfirðingafélagið í Reykjavík að landssambandi. Ólafur var sannur Siglfirðingur og sem slíkur boðberi fyrir þann kraft og áræði sem einkenndi kaupstaðinn á þeim árum þegar Ólafur var að alast þar upp. Það var gaman að vinna með Ólafi. Hann var alltaf jafn glaðbeittur sama á hverju gekk og annáluð var vinnusemi hans og ein- stök vandvirkni. Siglfirðingafélagið sendir fjöl- skyldu Ólafs innilegar samúðar- kveðjur um leið og þökkuð er giftu- rík samfylgd. Kveðja frá Minjum og sögu, vinafélagi Þjóðminjasafns Íslands Ólafur Ragnarsson sat í stjórn Minja og sögu í tuttugu ár, allt frá stofnun félagsins til hinsta dags. Fyrir hönd félagsins er mér ljúft að minnast hans örfáum orðum. Það var í maí 1988 sem stór hópur manna kom saman og stofnaði vina- félag Þjóðminjasafns Íslands, sem hlaut nafnið Minjar og saga. Einn af stofnendum og fyrstu stjórnarmönn- um félagsins var Ólafur Ragnarsson. Hann var mikill áhugamaður um ís- lenska menningu að fornu og nýju. Í því sambandi má minnast þess að hann vann 20 þátta röð fyrir útvarp um þjóðtrú og var einn þriggja rit- stjóra Íslensks þjóðsagnasafns, fimm binda safnverks um íslenskar þjóðsögur. Eins og alþjóð veit var Ólafur þaulreyndur fréttamaður, rit- stjóri og bókaútgefandi. Það var því fengur að fá slíkan mann í stjórn fé- lagsins. Ólafur hafði sérstakan áhuga á öllu er varðar land, þjóð, sögu og tungu. Hann vandaði mál sitt. Hann var glaðvær, bjartsýnn og skemmti- legur. Síðustu misseri átti Ólafur við illvígan sjúkdóm að stríða. Í þeirri baráttu sýndi hann mikla mannlega reisn og æðruleysi. Merkur maður er allur. Stjórnarmenn Minja og sögu eru þakklátir fyrir að hafa fengið að kynnast og starfa með Ólafi öll þessi ár. Hans verður saknað. Fyrir hönd Minja og sögu þakka ég Ólafi Ragn- arssyni ánægjulegt samstarf og framlag hans í þágu félagsins og jafnframt votta ég eiginkonu hans Elínu Bergs, sonum þeirra og fjöl- skyldu innilega samúð. Sverrir Kristinsson. Þegar við félagarnir í Rótarý- klúbbnum Reykjavík miðborg kveðj- um Ólaf Ragnarsson þökkum við af alhug samveru á liðnum árum. Ólafur var einn af stofnfélögum miðborgarklúbbsins árið 1994 og sannur Rótarýmaður með einlægan áhuga á málefnum og verkefnum hreyfingarinnar. Þessi glæsilegi og þjóðþekkti maður; sjónvarpsstjarna, ritstjóri, bókaútgefandi og rithöf- undur, var sannkallaður afreksmað- ur, en jafnframt svo einstaklega lít- illátur og með sérstaklega elskulega Fyrir allmörgum árum komum við Ólafur Ragnarsson of seint í mót- töku á bókastefnunni í Frankfurt þar sem var verið að kynna nýja bók eftir hinn heimsfræga Uri Geller. Við misstum þess vegna af því þeg- ar Geller tók sitt fræga atriði og beygði skeið með hugarorkunni einni saman. Við höfðum þó ekki staldrað lengi við þegar Ólafur var kominn í hrókasamræður við heið- ursgest móttökunnar og áður en við var litið krafðist Geller þess að fá að beygja skeið sérstaklega fyrir okk- ur tvo. Hann strauk hana létt og skipaði henni að bogna með þeim af- leiðingum að hún lak niður. Við snerum til baka í bás Vöku- Helgafells á messunni með skeiðina sem sönnunargagn og lýstum þeim miklu undrum sem við hefðum orðið vitni að. Var ekki laust við að sam- starfsmönnum okkar þætti við nokkuð uppnumdir yfir þessu. Við Ólafur létum það ekki á okkur fá heldur vorum þegar farnir að skipu- leggja útgáfu á bók Gellers að ári, hann hafði tekið vel í að heimsækja land og þjóð í tilefni útkomunnar, honum yrði teflt fram í sjónvarpi þar sem hann myndi beygja skeiðar í gríð og erg. Þetta væri algjörlega rakið. Bókin var að vísu aldrei gefin út á íslensku, enda ekki eins góð og við héldum þegar til átti að taka. En svona var Ólafur. Fólk sogaðist að honum hvar sem hann kom. Hug- myndir kviknuðu hjá honum ein af annarri, hann ræddi þær við sam- starfsmenn í þaula, hreif alla með sér – og var um leið hrifnæmur sjálfur; eitt leiddi af öðru, stuttur fundur að morgni um stöðu bóka- klúbbs áður en menn héldu til verka varð að maraþonsetu þar sem hug- myndir að nýjum bókum, ritröðum eða öðru fæddust hver af annarri. Undir kvöld var þessum „stutta“ fundi slitið. Tilefni hans var kannski löngu gleymt en í staðinn höfðu menn ef til vill dottið niður á óvænta leið til að vekja athygli á verkum Halldórs Laxness erlendis, lagt drög að kynningarefni, hringt nokkur símtöl og sett allt í gang. Ég kynntist Ólafi Ragnarssyni haustið 1991 þegar ég réð mig í sex vikna verkefni hjá Vöku-Helgafelli. Þetta varð upphafið að ógleyman- legum kynnum og vináttu sem er mér ákaflega dýrmæt og aldrei bar skugga á. Samstarf okkar á sviði bókaútgáfu stóð allt til þess að hann kvaddi þennan heim. Ólafur átti stórmerkilegan feril sem útgefandi. Þegar hann stofnaði Vöku með eiginkonu sinni, Elínu Bergs, árið 1981 var hann fyrsti og eini starfsmaðurinn. Honum hafði raunar eindregið verið ráðið frá því glapræði að hefja rekstur bókafor- lags. Erfiðlega gekk að fá fyrir- greiðslu í bönkum og töldu menn að nóg væri af útgáfum í landinu. Ólaf- ur hélt því hins vegar fram að það skipti máli hvaða hugmyndir menn fengju og hvernig þeir létu þær verða að veruleika. Nokkrum árum síðar var hann orðinn einn umsvifa- mesti útgefandi landsins. Hann blés miklu lífi í rekstur bóka- og sérefnisklúbba á níunda áratugnum og var óhræddur að fara nýjar leiðir í útgáfu. Sem dæmi má nefna að Ólafur braut í blað í útgáfu bóka um náttúru Íslands þegar hið metnaðarfulla rit, Íslandseldar eftir Ara Trausta Guðmundsson, kom út árið 1988 en þar var megináhersla lögð á myndræna framsetningu efn- isins. Vaka-Helgafell stofnaði undir forystu Ólafs til Íslensku barna- bókaverðlaunanna en þau hafa lað- að fram fjölda nýrra höfunda. Hann lagði gríðarlega vinnu í að koma verkum Halldórs Laxness aftur á markað, bæði heima og erlendis, en hann gerðist forleggjari hans þegar Vaka keypti Helgafell árið 1985. Af- raksturinn var meðal annars sér- stakur Laxnessklúbbur, ný útgáfu- röð verka Halldórs í Þýskalandi og bækur hans komust aftur á markað í hinum enskumælandi heimi eftir áratuga hlé. Hann gerði ríkar kröf- ur til sjálfs sín og annarra um útlit og innihald þeirra verka sem hann gaf út og hikaði jafnvel ekki við að farga heilu upplagi af bók ef honum líkaði ekki útkoman og láta prenta á ný. Þá eru ótaldir ýmsir höfundar sem Ólafur gaf út frá fyrstu bók og eru þar þekktastir Ólafur Jóhann Ólafsson og Arnaldur Indriðason. Reyndar var honum meinilla við að segja að „hann“ gæfi eitthvað út; bókaútgáfa var samvinnuverkefni margra að hans dómi og því sagði hann alltaf „við hjá Vöku-Helga- felli …“ Við Ólafur störfuðum sam- an hjá Vöku-Helgafelli og síðar Eddu allt til ársins 2002 er fjöl- skyldan seldi hlut sinn í fyrirtæk- inu. Þegar ég sagði einnig skilið við Eddu nokkru síðar var það mér ómældur heiður og ánægja að hann skyldi vilja taka slaginn með mér og stofna bókaforlag á nýjan leik. Byrja frá grunni eins og þegar þau Ella fóru af stað með Vöku forðum. Við settum Veröld á laggirnar vorið 2005. Aftur kviknuðu hug- myndir hver af annarri, metnaður- inn mikill, gaman að spjalla og velta vöngum, ekkert var útilokað, engin hugmynd svo vitlaus að hún væri ekki þess virði að ræða hana og hugur í mönnum. Samt var þetta ólíkt því sem var. Ólafur gekk ekki heill til skógar. Enginn vissi hvað var að. Dómurinn féll í byrjun desember árið 2005 í miðri jólavertíð. Hann leit hins veg- ar á það að fá ólæknandi sjúkdóm sem „áskorun nýja“, eins og hann lýsti í ljóði skömmu fyrir andlát sitt. Þótt þau hjón hyrfu út úr fyrir- tækinu í upphafi árs 2006 héldum við Ólafur samstarfi okkar áfram. Ég gat hvenær sem var leitað ráða hjá honum og notið reynslu hans og hugmyndaauðgi. Nú síðast í byrjun mars í tölvupósti. En hann var líka kominn í hlutverk höfundar hjá út- gáfunni. Bók hans Til fundar við skáldið Halldór Laxness, sem við gáfum út fyrir síðustu jól, er í raun miklu meira þrekvirki en menn geta ímyndað sér. Líkami hans var að mestu búinn að gefa sig, hann átti í erfiðleikum með að slá á lyklaborð- ið, en með ómetanlegri hjálp Jón- asar bróður síns tókst honum að ljúka verkinu. Bókin var óbeint framhald af Lífi í skáldskap sem hann sendi frá sér árið 2002. Báðar byggjast bækurnar að miklu leyti á einstökum samtölum hans við Hall- dór Laxness. Þarna birtist nóbels- skáldið okkur eins og ósköp venju- legur maður, upphafningin fjarri; það er eins og lesandinn verði vitni að spjalli tveggja góðra vina. Í fyrrasumar kom Ólafur mér síð- an enn á óvart með því að senda mér bunka af ljóðum sem hann hafði ort. Hann tók sérstaklega fram að þau væru ekki til útgáfu heldur bað að- eins um „kalt mat“ á efninu. Það fór þó á endanum svo að ég fékk leyfi hans til að gefa ljóðahandrit hans út en þó vorum við sammála um að bíða fram yfir áramót með útgáfuna vegna stórvirkis hans um Halldór Laxness. Ljóðabókin, sem nefnist Agnarsmá brot úr eilífð, kom úr prentverkinu nokkrum dögum fyrir andlát hans. Ég held að Matthías Johannessen hitti naglann á höfuðið þar sem hann segir um ljóð síns gamla forleggjara að þar veki mesta athygli „þrekmikið æðruleysi og afstaða hans til lífs og dauða“. Ella og Ólafur voru samrýnd hjón svo eftir var tekið. Saman stofnuðu þau Vöku á sínum tíma, þar unnu þau saman á hverjum degi um langt árabil, saman komu þau inn í Veröld og saman háðu þau lokabaráttuna hetjulega allt til enda. Það var aðdá- unarvert að fylgjast með því hvern- ig Ella hugsaði um Ólaf síðustu árin og æðruleysið sem þau sýndu bæði tvö allan þann tíma var með ólík- indum. Við Ragnheiður sendum Ellu, Ragnari Helga, Kjartani Erni, tengdadætrum og barnabörnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Einstakur maður er fallinn frá en minning hans lifir um ókomnar tíð- ir. Pétur Már Ólafsson. Ólafur Ragnarsson og Halldór Laxness, en Ólafur var útgefandi Halldórs í hálfan annan áratug. Ljósmynd/Magnús Hjörleifsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.