Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 43 MINNINGAR ✝ Anna Jónsdóttirfæddist í Vest- mannaeyjum 10. maí 1968. Hún varð bráðkvödd 25. mars síðastliðinn. For- eldrar Önnu eru Jón Sigurður Ósk- arsson lögfræð- ingur, f. 15.5. 1936, frá Svefneyjum í Breiðafirði og Hrefna Sighvats- dóttir húsmóðir, f. 23.7. 1939, frá Ási í Vestmannaeyjum. Systkini Önnu eru: Jóhanna, f. 1956, búsett í Vestmannaeyjum, gift Steingrími Benediktssyni, þau eiga þrjú börn; Már, f. 1959, búsettur í Reykjavík, kvæntur Margréti Jónsdóttur, þau eiga móðir Karls er Helga Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur. Dóttir Önnu og Snorra Jónssonar er Katla Snorradóttir, f. 1989. Dóttir Önnu og Karls er Elfa, f. 2002. Fóst- urbörn Önnu, börn Karls úr fyrra hjónabandi, eru Björn Ívar, f. 1985, og Berglind, f. 1993. Anna vann ýmis störf, m.a. í fiskvinnslu og á leikskóla, en lauk prófi frá Háskóla Íslands í hjúkr- unarfræði árið 2000. Eftir það starfaði hún lengst af í Vest- mannaeyjum, sem hjúkrunarfræð- ingur við Heilbrigðisstofnun Vest- mannaeyja og dvalarheimilið Hraunbúðir. Hún starfaði einnig sem skólahjúkrunarfræðingur í Grunnskóla Vestmannaeyja. Síð- asta haust hóf hún nám við Kenn- araháskóla Íslands, þar sem stefnan var tekin á kennslurétt- indi. Útför Önnu verður gerð frá Landakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. þrjú börn; Guð- munda, f. 1961, bú- sett í Reykjavík, gift Ólafi Bragasyni, þau eiga fjögur börn; Hrafnhildur, f. 1965, búsett í Mosfellsbæ, gift Guðmundi Hár- laugssyni, þau eiga eitt barn; og Orri, f. 1974, búsettur í Vestmannaeyjum, kvæntur Huldu Birg- isdóttur, þau eiga tvö börn. Anna giftist 26.1. 2002 Karli Björnssyni heim- ilislækni, f. 30.9. 1962. Foreldrar hans eru Björn Ívar Karlsson skurðlæknir, f. 24.4. 1943, og Sig- ríður Þóranna Sigurjónsdóttir, f. 25.7. 1944, d. 13.11. 1964. Stjúp- Elsku mamma mín, þú sem hugs- aðir alltaf um mig og gerðir allt sem í þínu valdi stóð til að láta mér líða vel. Þú varst ein fallegasta kona sem ég hef kynnst og allt í kringum þig var fallegt. Þú lagðir þig alltaf svo mikið fram í því sem þú tókst þér fyrir hendur, stóru sem smáu. Brosið þitt gladdi marga og hafa margir bent mér á hvað þú varst opin og allir gátu talað við þig um hvað sem var og eng- in varð útundan í þínum heimi. Eitt sem ég tók vel eftir hjá þér var hvað þú talaðir alltaf vel um alla í kringum þig og komst fram við allt fólk sem jafningja. Þú hefur alltaf verið mér stoð og stuðningur og hjálpað mér í gegnum margt. Eitt er víst að mér gengi ekki svona vel í dag ef það væri ekki vegna þín mamma mín. Alltaf þegar mér leið illa eða eitt- hvað fór úrskeiðis hjá mér komst þú og lést mér líða betur. Þú gast alltaf fundið það fallega og góða í öllu og hvattir mig áfram ef mér gekk illa. Þú varst þrjósk og hjálpsöm og gafst aldrei upp á mér. Ég á mjög margar góðar minningar um þig. Þegar við bjuggum einar um stund varstu mik- ið í vinnu og skólanum og barðist fyr- ir að halda okkur á lífi. Þú varst ein mesta hetja sem ég hef kynnst og við börnin þín fjögur vorum alltaf fremst í forgangsröðinni hjá þér. Þegar Elfa litla systir fæddist varð ég ótrúlega glöð og hún er mitt uppá- hald. Ég hafði alltaf verið að tala um hvað það væri leiðinlegt að vera einkabarn og mig langaði í systkini. Ég elska Elfu út af lífinu og verð allt- af til staðar fyrir hana og passa upp á hana fyrir þig. Ég á rosalega erfitt með að sætta mig við að þú sért farin, ég trúi því ekki enn að eina mamma mín og besta vinkona sé farin frá mér. Ég er svo þakklát fyrir það hvað þú tókst vel á móti Hreini kærast- anum mínum og varst alltaf góð við hann og ég veit að honum þótti mjög vænt um þig. Ég er heppnust í heimi að hafa ver- ið dóttir þín og hafa fengið að kynnast þér, yndislegasta og besta mamma í heimi. Ég mun aldrei gleyma þér og ég veit þú verður alltaf við hlið mér. Ég elska þig mamma. Að lokum er hér lagið sem þú söngst oft fyrir mig mamma mín, lag- ið um Eyjuna okkar: Hún rís úr sumarsænum í silkimjúkum blænum með fjöll í feldi grænum mín fagra Heimaey. Við lífsins fögnuð fundum á fyrstu bernskustundum er sólin hló á sundum og sigldu himinfley. Þín dóttir, Katla og Hreinn. Elsku Anna mín, sem alltaf hlust- aði á mig þegar á þurfti að halda og stóð með mér þótt móti blési. Hún lét hjartað ráða og verkin tala. Örláta, þrjóska, gæskuríka, yndislega Anna. Hún var alltaf til taks, sama hvað á gekk. Hún bjargaði mér úr hverri klípu. Þegar ég var orðinn veikur og forðaðist að horfast í augu við það var það Anna sem hélt í höndina á mér, leiddi mig fyrstu skrefin og gafst aldrei upp á mér. Ég var alltaf strák- urinn hennar og henni á ég svo margt að þakka. Það var alltaf gott að tala við Önnu. Ég hékk stundum tímunum saman í símanum og við töluðum um allt og ekkert. Það merkilega var að með henni var líka gott að þegja. Ást hennar og umhyggja fyrir okk- ur krökkunum var ómæld og mér þótti alltaf vænt um það þegar hún kallaði mig „strákinn sinn“, þrátt fyr- ir að hún hafi verið stjúpmóðir mín. Hún valdi orð sín af kostgæfni. Anna opnaði hjarta mitt, vakti skilningarvit mín og gerði mig að betri manneskju. Hún fékk mig til að trúa því að ef ég legði mig fram gæti ég gert hvað sem er. Lífsreglur hennar munu nýtast mér um alla tíð. Anna var eins falleg og nokkur gat orðið. Ég á ekki bara við útlitið, það sem ég meina er að hún var svo falleg að innan. Er það ekki stórkostlegt að af öllum í heiminum skuli það hafa verið hún sem kom inn í líf mitt? Ég get ekki sagt meira, nema það að Anna lifði fyrir okkur og við munum lifa fyrir hana. Björn Ívar Karlsson. Nú grátum við fjölskyldan það sem var gleði okkar. Anna systir mín er fallin frá langt fyrir aldur fram. Hún var mér mjög náin systir, enda stutt á milli okkar í aldri og hún var besta vinkona mín í gegnum lífið. Þó að hún væri yngri en ég, þá var hún sú skyn- sama. Hún átti það til að reyna að siða mig til og benda mér á að ým- islegt væri bannað sem ég vildi taka mér fyrir hendur. Og hún hélt áfram að siða mig til eftir að við urðum full- orðnar. Æskuárin í Eyjum voru ævintýra- legur tími. Oft fórum við í ferðir út í Klauf með nesti og ærsluðumst í sjónum eða tíndum söl. Í hverfinu var mikið af krökkum og fórum við syst- ur nær daglega út að „hóa“ saman krökkunum út í leiki. Heimili okkar á Hvítingarvegi 6 var ansi vinsæll sam- komustaður. Í garðinum okkar var gamall hænsnaskúr sem var upp- spretta ævintýra. Þar settum við krakkarnir upp leikrit, stofnuðum hljómsveit, héldum tónleika og vor- um með skóla fyrir litlu börnin. Anna var mikið fyrir að kenna enda varð hún læs á undan mér, aðeins fjögurra ára. Anna var eftirlæti flestra kenn- ara þar sem hún var vel skörp og námfús. Hún tók alltaf upp hanskann fyrir mig og átti til að taka við skömmum sem hún átti ekki skilið. Hún varði mig ævinlega þegar ég kom heim rif- in og tætt. Á kveðjustund hrannast upp minn- ingar: Sumrin okkar Önnu saman í Vindáshlíð. Anna að standa vörð á meðan ég renndi mér niður þakið á Aðventistakirkjunni. Allt sem við brölluðum saman á unglingsárunum og lágum saman uppi í rúmi og fliss- uðum. Við gerðum þetta allt fram til hins síðasta þegar við gistum saman, að koma upp í hvor hjá annarri í morgunsárið og spjalla og kúra. Anna var eftirlæti allra, svo blíð og góð og alltaf tilbúin að hjálpa ef ein- hver átti bágt. Því kom það ekki á óvart að hún fór að læra hjúkrun og þegar hún kom til Reykjavíkur í nám með Kötlu sína var það eins og himnasending fyrir mig að hafa þær mæðgur svona nálægt mér. Anna var mikill húmoristi og hafði oft hnyttin svör tilbúin. Það var gaman að skemmta sér með henni. Hún kenndi mér svo margt þessi jarðbundna systir mín. Hún var traust sem klett- ur og dæmdi aldrei neinn. Skynsemi hennar og réttsýni ætla ég að reyna að hafa að leiðarljósi í mínu lífi. Það var yndislegt að sjá Önnu blómstra með Kalla eftir að þau tóku saman og gaman að sækja þau heim og höfum við fjölskyldan aldeilis not- ið þess. Anna vildi hafa allt fullkomið og sáum við það best á heimili hennar og Kalla og barnanna fjögurra. Hún sinnti stelpunum sínum og stjúp- börnum af alúð og setti börnin alltaf í forgang. Engan mátti skorta neitt og allt var eins vel gert og hægt var. Hún studdi öll börnin af heilum hug. Við Anna töluðum oft um það að við værum svo nánar að við gætum talað saman með augunum. Við gátum allt- af séð hvernig hinni leið og ég gat aldrei falið neitt fyrir Önnu né hún fyrir mér. Anna var einstaklega dugleg manneskja og vinsæl. Hún átti marga og góða vini og höfum við fjölskyldan hennar fundið fyrir því eftir fráfall hennar hvað fólk hér í Vestmanna- eyjum er samhent og gott. Fyrir það erum við þakklát. Ég bið Guð að blessa mömmu, pabba, Kalla, Björn Ívar, Kötlu, Hrein, Berglindi, Elfu litlu og okkur öll sem sjáum á eftir einstakri manneskju. Hafðu þökk fyrir allt kæra systir. Þín, Hrafnhildur. Elsku hjartans Anna systir mín er dáin. Hvernig getur maður hugsað sér framtíðina án þín elsku systir? Þú varst litla systir mín, ljóshærð, falleg og einstaklega vel gefin. Ég var og mun ávallt vera stolt af þér. Alltaf varstu til staðar fyrir okkur öll, hlust- aðir og gafst ráð, áttir örugglega heimsmet í þolinmæði. Þú varst for- dómalaus, fyrir þér voru allir jafnir. Þú gerðir aldrei mannamun og sást alltaf það góða í öllu fólki, enda varstu elskuð af mörgum. Við áttum yndislegar góðar stund- ir saman, þegar ég heimsótti ykkur Snorra á Akureyri og við sváfum í vatnsrúminu, báðar ófrískar og gát- um engan veginn komist fram úr rúminu, ultum bara fram og til baka. Þá hlógum við mikið sem oftar, eins og þegar við keyrðum í bæinn á „gull- bílnum“ og bökkuðum á ljósastaur. Þá var aftur hlegið. Okkur fannst líka svo gaman að labba í bæinn með Kötlu og Óttar í barnavögnunum, fórum svo til mömmu í pönnukökur eða skonsur. Ein jólin bökuðum við saman smá- kökur og hlustuðum á uppáhaldsjóla- lagið okkar aftur og aftur, sem var með Helga Björns. Þú varst alltaf svo glaðleg, bros- andi út að eyrum og gast hlegið dátt. Fólk laðaðist að þér, útgeislun þín var svo mikil. Þú varst svo hamingjusöm að hitta Kalla, stóru ástina í lífi þínu. Þú sagðir mér oft að þú værir svo hamingjusöm, enda geislaði ástin af ykkur báðum. Samband ykkar var svo fallegt, einkenndist af virðingu, ást og væntumþykju. Þú varst svo ánægð með öll börnin ykkar enda hafa þau öll mikið til brunns að bera. Nú syrgja þau yndislega móður sem var ávallt til staðar og veitti þeim ást, hlýju og vináttu. Elsku Anna mín, mikið óskaplega sakna ég þín, þú bættir þennan heim um ókomna framtíð og spor þín munu ekki fyrnast. Ég vil þakka þér fyrir að fá að vera systir þín og hvað þú varst alltaf góð við börnin mín og talaðir um þau með stolti. Ég mun alltaf elska þig, yndislega systir mín. Guð geymi þig. Þín systir, Jóhanna. Elsku hjartans systir mín. Ótíma- bært dauðsfall þitt kemur öllum í opna skjöldu. Það er ósanngjarnt og sárt að sjá þegar konu í blóma lífsins er kippt svo skyndilega frá öllu. Þú áttir eftir að ljúka svo miklu hér í þessu jarðlífi. Elfa dóttir þín aðeins 5 ára. Þið ætluðuð að njóta sumarsins saman í fríi áður en skólaganga henn- ar hæfist og þú að klára fjarnámið þitt frá KHÍ. Katla dóttir þín sem ný- lega hóf sambúð með Hreini kærasta sínum horfir á eftir móður sinni með mikilli eftirsjá og söknuði, fóstur- börnin þín Björn Ívar og Berglind eru nú að missa móður í annað sinn. Hversu ósanngjarnt getur lífið verið þeim og eiginmanni þínum Kalla sem er að missa eiginkonu í annað sinn á 9 árum. Þetta er alveg óskiljanlegt. Þú bjóst yfir miklum mannkostum, varst svo réttsýn og gafst okkur systkinunum oft góð ráð þannig að oft var leitað til þín með hin ýmsu vandamál. Þú varst hjúkka í lífi og starfi. Foreldrum okkar varstu ómetanleg stoð og stytta þar sem þú hjúkraðir föður þínum (stjúpa mín- um) af mikilli einlægni. Skipulögð varstu í einu og öllu og vannst allt svo vel. Það var aðdáunarvert að sjá hvernig þú pakkaðir í ferðatösku Berglindar þegar hún og Inga Brá voru að fara í hin árlegu ferðalög sín í sumarbúðir. Allt var vel merkt og flokkað saman, gátlisti gerður til að auðvelda Berglindi að halda utan um dótið sitt meðan mín dóttir fékk með- höndlun sem minnti meira á óreiðu en utanumhald. Ég mun alltaf minnast veisluborðs- ins á þrettándanum sl. á heimili ykk- ar Kalla á Vallargötunni í Eyjum. Það var orðin hefð að við stórfjöl- skyldan kæmum saman hjá ykkur til að enda jólin eftir skemmtilega þrett- ándagöngu. Borðið svignaði undan kræsingum þínum og er ég mikið feg- in að hafa haft tök á að komast til Eyja þetta árið. Ekki grunaði mig þá að þetta væri okkar síðasta stund saman. Líðandi vetur var erfiðari hjá þér en aðrir vegna anna. Þú varst í fjar- námi frá KHÍ, starfaðir sem skóla- hjúkrunarfræðingur við grunnskól- ann í Eyjum, ásamt því að starfa við heilsugæsluna og taka vaktir á elli- heimilinu þannig að þú varst hlaðin störfum. Elsku Anna mín. Söknuður okkar er mikill, minning um yndis- lega systur mun ætíð búa í brjósti mér og munum við öll hjálpast að við að hlúa að fjölskyldu þinni. Ég átta mig ekki á að þú skulir vera farin frá okkur, mér finnst það svo fjarlægt. Nú bíð ég eftir því að vakna upp af þessum hræðilega draumi til að geta hringt í þig og heyrt rödd þína þó ég viti að þetta er ekki draumur heldur blákaldur raunveruleiki. Greinilegt er að þín bíður stærra og mikilvæg- ara verkefni í öðru lífi, það hlýtur að vera einhver tilgangur með þessu. Nú er komið að leiðarlokum mín ynd- islega systir og ég kveð þig með trega. Megi góður Guð og allar góðar vættir geyma þig og varðveita á nýj- um slóðum og vaka yfir Kalla og börnunum ykkar. Minningu þinni verður ætíð haldið á lofti. Hvíl þú í friði elsku systir mín góð. Þín Guðmunda. „Velkomin í fjölskylduna“ var það fyrsta sem Anna mágkona mín sagði við mig þegar Orri kynnti okkur á Jónsmessunótt fyrir 11 árum. Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast þegar ég sá þessa glæsilegu ungu konu ganga til móts við mig en mig óraði ekki fyrir því hversu yndislega góða og trausta vinkonu ég ætti eftir að eignast. Nú hefur verið höggvið stórt skarð í líf okkar og minningarnar streyma allar fram. Ég hugsa um þær stundir sem ég átti með þér og þínum. Það er varla hægt að minnast þín án þess að hugsa til Kalla og krakkanna, þau voru þér allt. Við áttum svo yndisleg- an tíma saman í Svíþjóð, þar sem við keyrðum út og suður að skoða kast- ala, skemmtigarða og borða góðan mat. Ekki var síður skemmtilegt að plana Svíþjóðarferðina þar sem við töluðum í eitt skiptið saman í tæpa fjóra tíma og á endanum var minnst talað um ferðina en mest um lífið og tilveruna. Það var svo gott að tala við þig. Mér finnst allar stundir sem við áttum saman hafa verið gleðiríkar þar sem hamingjan og hlátur voru við völd. Eins og þjóðhátíðarinnkaupin og samlokugerðin á fimmtudags- kvöldin þar sem við skemmtum okk- ur allar og hlógum okkur máttlausar. Það var svo gaman að hlusta á ykkur mæðgurnar og systurnar allar tala um æskuheimilið á Hvító og allt sem var brallað þar, svo ég tali nú ekki um Ameríkuferðina ykkar, þvílík hlátra- sköll. Ekki má gleyma frábæru sum- arbústaðarferðinni okkar þar sem við nutum allar lífsins og skemmtum okkur. Margt skemmtilegt varð til í þeirri ferð sem verður ekki endurtek- ið, ég er svo glöð að eiga þessar minn- ingar. Ég er mikið þakklát fyrir að þú skulir hafa tekið þátt í að koma hon- um Bigga okkar í heiminn í fjarveru Orra, ég hefði ekki getað fengið traustari manneskju með mér. Enda átt þú alltaf töluvert mikið í honum síðan, reyndar þeim báðum. Missir okkar er mikill en í hjarta mínu er líka þakklæti. Þakklæti fyrir að hafa átt þig sem yndislega góða mágkonu og vinkonu. Með trega í hjarta kveð ég þig elsku Anna mín, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín mágkona Hulda. Maður gleymir sér oft í amstri dagsins og tekur lífinu sem gefnu. Það hefði engum dottið í hug að þú færir svona fljótt frá okkur. Ég hitti þig síðast í Eyjum í þrettándakaffi heima hjá þér. Þið Kalli tókuð að ykk- ur eins og undanfarin ár að bjóða fjöl- skyldunni heim. Það var létt yfir fólki, að slútta jólunum hjá ykkur var orðin hefð. Ég man að ég kvaddi eins og venjulega. Tók utan um þig og kyssti létt á kinnina og þakkaði fyrir mig og börnin. Nú er það svo sárt að hafa ekki tekið þéttar utan um þig og knúsað. Maður heldur alltaf að það líði ekki langur tími þangað til maður hittist aftur og alltaf eru einhver plön um að gera eitthvað skemmtilegt saman. Síðan líður tíminn og allt í einu er það orðið of seint. Það er svo óendanlega sárt að einstaklingur sem hefur gaman af lífinu, er með stóra fjölskyldu og allt gengur vel þurfi skyndilega að yfirgefa allt og hverfa á braut. Minningarnar um þig eru samsett- ar af mörgum litlum brotum sem koma upp í hugann. Þegar ég raða þeim saman sé ég fyrir mér mann- eskju sem gaf frá sér ótrúlega hlýju, var alltaf tilbúin að hlusta og gat rök- rætt hlutina af yfirvegun. Það var gaman að fylgjast með þegar þið Kalli voruð að draga ykkur saman, bæði með börn og mynduðuð síðan svona flotta kokteilfjölskyldu. Svo kom bleika skvísan, Elfa eða Anna Jónsdóttir SJÁ SÍÐU 44 Elsku Anna frænka. Okkur þykir svo vænt um þig. Þú varst svo góð. Þú varst góð frænka og góð hjúkrunarkona. Þú varst skemmtileg og það var svo gott að fá einn músning frá þér. Við söknum þín. Þínir frændur Sæþór og Birgir Þór Orrasynir. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.