Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elva, ég get endalaust ruglað í henni með nafnið. Hún kom og varð strax aðalnúmerið, svo bleik og dömuleg. Þegar kominn var stöðugleiki í fjöl- skyldumynstrið kom dagurinn sem breytti öllu. Sorgin lagðist yfir og eft- ir stöndum við og erum enn að ná átt- um. Hvað gerðist? Af hverju? Ég veit ekki hvað ég get sagt við þig, Kalli. Hugur minn er hjá ykkur og þessa stundina er nótt. Þegar frá líður vona ég að sólin brenni nóttina og lífið eigi eftir að verða ykkur hlið- hollt. Anna. Takk fyrir allt. Ólafur Bragason. Meðlimir í öllum fjölskyldum hafa hlutverk. Ýmist taka einstaklingar sér þau eða þá að þeim er úthlutað. Önnu Jónsdóttur mágkonu minni var úthlutað lykilhlutverki í fjölskyldunni sem oft er kallað tengillinn þegar fjallað er um hópstarf. Hún límdi saman fjölskylduna, viðhélt henni og nærði hljóðlaust og án þess að nokk- ur tæki eftir, hvað þá að það væri þakkað berum orðum. Slíkt er oft ekki einfalt starf þegar fjölskyldur eru samsettar úr börnum hjóna og börnum úr fyrrum hjónaböndum for- eldra. Anna var elsta barnið sem Hrefna og Jón áttu saman og fylgdi því nokkur ábyrgð og ýmis verkefni sem hún hefði líklegast fegin viljað vera án. Hún sá um að sinna veikum föður sínum, hugsa um dásamlega móður sína, tengja systkinin saman, vera til staðar ef eitthvað kom uppá, hlusta og gefa góð ráð. Allt þetta gerði Anna auk þess að reka eigið heimili og hugsa um Björn Ívar, Kötlu, Berglindi og Elfu. Stúdenta- garðar við Suðurgötu munu ávallt tengjast minningu Önnu. Hún hóf nám í hjúkrunarfræði um svipað leyti og við Már fluttum til Íslands, bjó í sama bæjarhluta og átti dóttur árinu eldri en elsti sonur okkar. Slíkt gat ekki annað en boðið upp á tækifæri til að kynnast betur. Sem betur fer nýtt- um við það vel. Í gegnum árin sáum við til þess að börnin hittust og byggju sameiginlega til skemmtileg- ar minningar. Sjaldnast er rætt hversu mikið átak það er fyrir for- eldra sem eru einir með börn að taka sig upp og fara í nám rétt eins og Anna gerði. Hún setti undir sig haus- inn, fór frá Eyjum og ákvað að búa sér og Kötlu þá framtíð sem hún vildi. Það tókst henni svo sannarlega. Hún lauk hjúkrunarfræðiprófi með glæsi- brag og fyrr en varði var hún flutt aftur til Eyja. Við tók nýtt líf, líf með Kalla og börnunum hans Birni Ívari og Berglindi. Fyrr en varði voru þau gift og Elfa litla fædd. Við tóku góð ár hjá Önnu. Hún gekk Birni Ívari og Berglindi í móðurstað og hugsaði um þau eins og þau væru hennar eigin börn og var vakin og sofin yfir velferð þeirra. Hún flutti til Svíþjóðar með fjölskylduna og þau Kalli menntuðu sig meira. Hún fylgdist með Kötlu fullorðnast og hefja búskap með Hreini. Framundan var að ljúka námi í KHÍ, fylgja Elfu litlu í sex ára bekk og ýmis önnur ævintýri lífsins. Af því varð því miður ekki. Elsku Kalli, Björn Ívar, Katla, Berglind og Elfa. Megi allar góðar vættir vera með ykkur og styrkja. Margrét Jónsdóttir. Nú er Anna frænka dáin allt of snemma. Anna var nánasta systir mömmu og á svipuðum aldri þannig að við vorum oft saman, þær voru svo miklar vinkonur mamma og hún. Oft var mikið hlegið þegar við hittumst og þær voru svo hressar saman. Svo var líka stutt á milli mín og Kötlu dóttur hennar og erum við Katla góð- ir vinir. Anna hugsaði alltaf mikið um alla í kringum sig og var alltaf tilbúin að hjálpa fólki ef eitthvað var að. Oft var gaman þegar við hittumst öll stórfjölskyldan hjá ömmu og afa í Hátúni, þá var mikið hlegið saman og mikil gleði. Ég vil kveðja hana með uppáhalds- ljóði mömmu sem á svo vel við hana Önnu frænku mína sem var svo góð manneskja. Anna, takk fyrir allt mín góða frænka, við eigum eftir að sakna þín mikið. Við eigum svo margar góðar minningar um þig sem ylja okkur þegar okkur líður illa. Guð veri með þér elsku besta frænka mín. Biðjum Guð að vera með fjölskyld- unni okkar á þessum erfiða tíma. Ég veit ekki hvort þú hefur huga þinn við það fest að fegursta gjöf sem þú gefur er gjöfin sem aldrei sést, ástúð í andartaki augað sem glaðlegt hlær hlýja í handartaki hjarta sem örar slær allt sem þú hugsar í hljóði heiminum breytir til gef þú úr sálarsjóði sakleysi, fegurð og yl. (Úlfar Ragnarsson) Pálmar frændi og Hanna. Elsku Anna. Á stundu sem þessari eru ekki til orð sem lýsa öllum þeim tilfinningum er renna í gegnum hugann. Ég ylja mér við allar þær yndis- legu minningar sem ég á um þig elsku frænka og samstarfskona. Fyrst unnum við saman á Bjarna- borg en svo lágu leiðir okkar aftur saman þegar þú byrjaðir að vinna með okkur í Barnaskólanum. Það hefur verið mér mikill styrkur að hafa þig í skólanum, bæði í kennsl- unni sem og persónulega. Ég hef orð- ið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa góðan aðgang að umhyggjusemi þinni, hlýju og þinni góðu nærveru undanfarin ár. Elsku fjölskylda, Guð veri með ykkur á þessum erfiðu tímum. Elsku Anna, takk fyrir allt bæði í gleði og í sorg. Þín Dóra Björk. Elsku frænka. Þú varst tekin frá okkur í blóma lífsins, svo ung, hraust og lífsglöð kona. Það er svo margt í þessu lífi sem maður skilur ekki og fær víst aldrei svör við. Andlát þitt bar brátt að. Ég sá þig tilsýndar dag- inn áður og hugsaði: Næst þegar ég kem til Eyja fer ég í kaffi til Önnu frænku. En það verður ekkert næst! Ef ég bara hefði lifað þennan dag eins og hann væri sá síðasti. Þá hefði ég „droppað“ í kaffi til þín. Fengið enn eitt faðmlag og hlýjan koss á kinn. Séð þitt bjarta bros og heyrt þig kalla mig Kibbu Kristjáns í síðasta sinn. Heyrt þig segja stolta frá því sem börnin voru að gera og hvað bar hæst í lífi ykkar Kalla. Og jafnvel hefðum við farið að ræða næstu þjóðhátíð. Ef ég bara hefði … Ég mun ávallt sakna þín kæra Anna frænka. Takk fyrir þinn tíma. Hver lítil stjarna, sem lýsir og hrapar, er ljóð, sem himinninn sjálfur skapar. Hvert lítið blóm, sem ljósinu safnar, er ljóð um kjarnann, sem vex og dafnar. Hvert lítið orð, sem lífinu fagnar, er ljóð við sönginn, sem aldrei þagnar. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Bið ég góðan Guð að veita fjöl- skyldu og vinum Önnu styrk í þessari miklu sorg. Ingibjörg R. Bjarnadóttir. Við Anna kynntumst í æsku, áttum heima nálægt hvor annarri og vorum saman í bekk. Við lékum okkur sam- an eftir skóla og vorum stundum samferða í íþróttahúsið. Þá var mikið spjallað og einu sinni svo mikið að við misstum af íþróttatíma. Anna var mikill trúnaðarvinur og góður hlust- andi, lífsglöð, kærleiksrík og svolítill prakkari. Leiðir okkar skildu svo smátt og smátt þegar Anna flutti í annað hverfi og seinna þegar ég flutti til Reykjavíkur. En aftur lágu leiðir okkar saman, þá orðnar fullorðnar konur, vorum einstæðar mæður með dætur okkar. Þá ákváðum við að fara til Reykjavík- ur, saman í Háskólann og bjuggum nálægt hvor annarri á stúdentagörð- um. Samgangur var mikill. Fljótlega kynntumst við fleiri skólafélögum og það varð að föstum lið að við, nokkrar stelpur, mættum heima hjá Önnu eftir skóladag áður en lærdómur hófst, nánast á hverjum degi í kaffi. Anna var sterk og fljót- lega varð hún kletturinn í hópnum. Heimilið hennar var alltaf opið öllum. Það var alltaf tilhlökkun að mæta eft- ir tíma og ræða saman um allt sem snerti okkur á þessum tíma, börnin okkar, námið og persónuleg mál. Aftur fjarlægðumst við í nokkur ár. Anna flutti til Eyja og ég varð eft- ir í Reykjavík. Í september síðast- liðnum hittumst við á árgangsmóti í Eyjum. Þá áttuðum við okkur á því hvað við söknuðum hvor annarrar mikið. Við hittumst síðan fyrir tilvilj- un nokkrum dögum fyrir páska og bauð Anna mér að kíkja við, sem ég og gerði. Ég þakka Guði fyrir að hafa fengið að hitta hana áður en hún dó. Ekki óraði mig fyrir að þetta væri okkar síðasta stund saman. Elsku Anna mín, gleði mín yfir því að hitta þig aftur var mikil. Þú geisl- aðir af hamingju og þrátt fyrir að- skilnaðinn öðru hverju voru böndin á milli okkar alltaf jafn sterk. Eitt var alveg á hreinu; okkur skorti aldrei umræðuefni. Ég mun alltaf minnast faðmlagsins, kærleikans og gleðinnar sem í þér bjó. Þú varst traustur vin- ur, sem mér þótti vænt um. Ég mun minnast þín með söknuði. Ég votta Kalla, börnunum, Hrefnu, Jóni og allri fjölskyldunni samúð mína. Megi Guð styrkja og umvefja ykkur í sorg- inni. Anna Lilja Marshall. Elsku Kalli, Björn Ívar, Katla, Berglind og Elfa – ykkur og öllum öðrum aðstandendum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð veri með ykkur. Heimsins vegur hulinn er huga manns og vilja, enginn þarf að ætla sér örlög sín að skilja. Trúin hrein og hugsun djörf hjálpa mest í raunum, þakkir fyrir fögur störf flyt ég þér að launum. (S.B.) Kveðja, saumaklúbburinn. Ég get ekki lýst sársaukanum sem kom í kjölfar fréttarinnar um að hún Anna, mín besta æskuvinkona, væri dáin langt um aldur fram. Síðast þegar ég sá Önnu var í fer- tugsafmælinu mínu fyrir tveimur mánuðum. Þar hélt hún mjög einlæga og fallega ræðu um hve nánar og góð- ar vinkonur við höfum alltaf verið. Enda hefur alltaf verið svo kært á milli okkar. Þá hefði mig ekki grunað að þetta væru hennar kveðjuorð. Önnu kynntist ég fyrir 30 árum, um það leyti sem fjölskyldan hennar flutti upp í Hátún. Þá vorum við 10 ára. Við urðum strax góðar vinkonur, eins og tvíburasystur. Við vorum nánast alltaf saman, ég taldi kenn- arann minn á að leyfa Önnu að koma í bekkinn minn svo við gætum verið meira saman, það gekk eftir þrátt fyrir að bekkurinn væri fjölmennast- ur og yfirfullur. Okkur fannst svo margt tengja okkur, við eignuðumst báðar dætur mjög ungar, Sigurbjörg, eldri dóttir mín, er fædd í sama stjörnumerki og Anna, Katla, elsta dóttir hennar, í mínu stjörnumerki. Þetta fannst okk- ur alltaf svolítið merkilegt. Anna var besta manneskja sem ég hef á ævinni kynnst, hún var kær- leiksrík, hlý, falleg og skemmtileg, vildi öllum alltaf vel. Hún var draumavinkona. Ég heyrði hana aldrei tala illa um nokkra manneskju, alltaf svo skilningsrík í garð annarra. Hún studdi mig þegar eitthvað bját- aði á, það var auðvelt að láta sér líða vel í návist hennar. Því miður hittumst við ekki eins oft og við hefðum viljað enda bjuggum við ekki á sama stað, hún í Eyjum og ég í Reykjavík. Við hringdum þó hvor í aðra og það var alltaf eins og við hefðum talað saman síðast í gær. Undanfarnir dagar hafa verið erf- iðir, það er mikill missir að Önnu, svo mikill að engin orð fá því lýst. Ég votta Kalla, Kötlu, Birni Ívari, Berglindi, Elfu, Hrefnu, Jóni, Jó- hönnu, Guðmundu, Hrabbý, Mása, Orra og aðstandendum mína dýpstu samúð. Okkar huggun verður sú að minningin um stórbrotna konu mun lifa áfram í hjörtum okkar allra. Elsku vinkona, ég trúi því að sterk- asta afl í þessum heimi sé kærleik- urinn. Í honum felst allt, þ.e. vinátt- an, fyrirgefningin, gleðin og sorgin. Elsku Anna mín, alltaf sýndir þú mér þennan kærleik í orði og verki. Ég dáðist alltaf að dugnaði þínum, vin- áttu, gjafmildi, skilningi og elsku til allra manna. Ég kýs að sjá litróf þessara orða sem lýsa einhverju tæru og fallegu þegar þeim er gefið gildi á svo ynd- islegan hátt sem þér var lagið að gera. Að vera sönn í því smæsta og í því stærsta. Ég kveð þig, elsku Anna, með orð- um úr ritningunni og bið Guð að varð- veita þig. Því að ég er þess fullviss, að hvorki dauði né líf, englar né tignir, hvorki hið yfirstand- andi né hið ókomna, hvorki kraftar, hæð né dýpt, né nokkuð annað skapað muni geta gjört oss viðskila við kærleika Guðs, sem birtist í Kristi Jesú Drottni vorum. (Róm. 8: 38-39.) Ég mun aldrei gleyma þér, elsku Anna. Þín besta vinkona, Guðrún Ó. Það er með söknuði sem ég sest niður og skrifa minningarorð um Önnu. Kynni okkar hófust í gegnum sam- starf á Heilbrigðisstofnuninni í Vest- mannaeyjum þegar Anna kom þar til starfa sem hjúkrunarfræðingur. Bjart bros og lífleg framkoma ein- kenndu Önnu og fljótlega tókst með okkur góður vinskapur. Hún var traustur vinur sem hægt var að ræða við um heima og geima og átti auðvelt með að sjá spaugilegu hliðina á hlut- unum. Við unnum saman í stjórn Vest- mannaeyjadeildar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Stjórnin sat svo til óbreytt í mörg ár og bauð sig ítrek- að fram til endurkjörs. Samvinnan gekk vel og það var oft gaman á stjórnarfundunum. Eitt af skemmti- legri verkefnum stjórnarinnar var að skipuleggja vísinda- og skemmtiferð hjúkrunarfræðinga til Kaupmanna- hafnar og í minningunni frá ferðinni hljómar hlátur og létt spjall. Anna, Kalli og fjölskylda fluttu til Svíþjóðar um tíma en eftir heimkom- una kom Anna til vinnu á heilsu- gæslustöðinni og í skólahjúkrun. Skólahjúkrun er ekki einfalt starf, hjúkrunarfræðingur þarf að sinna margvíslegum verkefnum og eiga í samskiptum við nemendur, foreldra, starfsfólk skólans og aðra. Kostir Önnu; hlýja, skipulagshæfileikar og leikni í samskiptum, nutu sín vel á þessum vettvangi. Hún bar hag nem- enda fyrir brjósti og sinnti verkefn- um sínum af áhuga og alúð. Anna hafði gaman af að takast á við ný verkefni. Síðastliðið haust hóf hún nám í kennsluréttindum við Háskóla Íslands, hún vildi bæta færni sína í starfi og fræðsla og kennsla eru mik- ilvægur þáttur skólahjúkrunar. En það var ekki erfitt að sjá hvað var hjarta hennar næst. Það geislaði af Önnu þegar hún var að tala um börnin sín fjögur, Kalla og fjölskyld- una. Fjölskyldan skipti hana miklu máli og hún var dugleg að rækta sam- skiptin við fjölskyldu, vini og kunn- ingja. Ég kveð góða samstarfskonu og kæra vinkonu. Börnunum, Kötlu, Birni Ívari, Berglindi og Elfu, Kalla og fjölskyld- um sendi ég samúðarkveðjur. Guðný Bogadóttir. Elsku Anna. Lífið er hverfult, svo mikið er víst. Þegar ungt fólk í blóma lífsins er hrif- ið á brott með svo snöggum hætti þá er spurt um tilganginn. Flesta daga er lífið í góðum farvegi, sumir dagar eru slæmir, – miklu verri en aðrir. Þannig var sá dagur þegar við feng- um fregnir af sviplegu andláti þínu. Allt starfsfólk og heimilisfólk Hraun- búða varð harmi slegið. Þegar við tölum um þig þá minn- umst við bjarta brossins þíns sem alltaf náði til augnanna. Kætinnar og gleðinnar sem alltaf var á vöktum, mikið hlegið og menn ekki að taka sig of hátíðlega. Þolinmæðinnar og hlýj- unnar sem þú sýndir öllum hér. Skör- ungsskapurinn og dugnaðurinn sem einkenndi vinnuna þína er okkur einnig umtalsefni. Með þessum fátæklegu orðum vilj- um við heiðra minnngu þína og þakka fyrir allt og allt. Elsku Kalli, Katla, Björn Ívar, Berglind og Elfa, missir eiginkonu og móður er þvílíkt áfall að við kunnum vart orð að mæla. Elsku Hrefna og fjölskylda, ykkar söknuður er mikill og biðjum við Guð að styðja ykkur og styrkja í sorginni. Við kveðjum með söknuði góðan vinnufélaga. Starfsfólk Hraunbúða. Anna snerti líf okkar fyrir um þremur árum þegar dætur okkar urðu bestu vinkonur, þriggja ára gamlar. Á þessum stutta tíma sem við náðum að kynnast Önnu sást strax hvaða perla hún var. Hún var einstök á allan hátt. Yndisleg mamma, góð vinkona, falleg að innan sem utan, svo hjartahlý, einlæg og heil. Við Anna gátum endalaust talað um stelpurnar okkar, vinkonurnar sem okkur fannst svo flottar saman. Þær voru okkar sameiginlega áhugamál, þeirra vin- átta. Okkur var það báðum mikilvægt að ná að halda þeim saman og hjálpa þeim að efla vináttuna. Mér finnst sárt, afar sárt að þurfa að kveðja hana Önnu mína í blóma lífsins. Ég var búin að sjá fyrir mér að hún yrði samferða mér í lífinu í gegn- um stelpurnar og það var sko ekki amalegur félagsskapur. Á örskots- stund er allt breytt og líf fallegu fjöl- skyldunnar hennar Önnu verður ekki samt. Anna kemur ekki aftur en hún á sér góðan stað í hjarta okkar allra sem vorum svo lánsöm að kynnast henni. Elsku Kalli, Björn Ívar, Katla, Berglind og Elfa okkar, megi Guð vaka yfir ykkur og styrkja. Matthildur, Brynjar og Linda Björk. Kær vinkona er fallin frá löngu fyrr en nokkurn gat órað fyrir – löngu áður en eðlilegt er fyrir nokk- urn mann að kveðja jarðlífið … Leiðir okkar lágu saman á stúd- entagörðunum, er við vorum í hjúkr- unarnáminu. Þar hófst með okkur mjög góð vinátta og þrátt fyrir það að við byggjum ekki alltaf á sama lands- horninu þá voru sterk vináttubönd okkar á milli og hafa þau verið mér ómetanleg allar götur síðan. Mannkostir Önnu voru margir. Hún var mjög elskuleg, skilningsrík, hjálpfús og traustur vinur. Hún var stór í öllu sem hún tók sér fyrir hend- ur. Það var ekki hennar háttur að bíða eftir að aðrir gengju í hlutina heldur tókst hún á við öll verkefni af einstakri ósérhlífni, kjarki og einurð. Hún hafði einstaka skipulagshæfi- leika og viljastyrk enda náði hún langt í starfi þar sem hún naut mikils trausts og virðingar. Anna var mjög lífsglöð og alltaf stutt í glettnina hjá henni. Gaman var að hlæja með henni og hlusta á skemmtilegar frásagnir af líðandi stund. Það er mikill söknuður að sjá á bak svo góðri vinkonu. Elsku Anna, um leið og ég er svo sorgmædd yfir því að þú sért farin er ég þakklát yfir því að hafa fengið að kynnast þér og vera vinkona þín. Nú er komið að kveðjustund, tárin fram streyma. Minning þín lifir í huga mér, aldrei mun ég þér gleyma. Votta ég aðstandendum Önnu mína dýpstu samúð. Sigurrós Úlla. Mig langar að minnast ástkæru vinkonu og bekkjarsystur minnar sem lést núna 25. mars, langt fyrir aldur fram. Ég man að þegar hún kom inn í bekkinn minn var ég svo glöð því þá var ég ekki lengur stærsta stelpan í bekknum. En svo var mjög skemmtilegt að hafa hana í okkar samheldna bekk. Það var ýmislegt Anna Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.