Morgunblaðið - 04.04.2008, Síða 45

Morgunblaðið - 04.04.2008, Síða 45
skemmtilegt brallað hjá okkur. Síðan lá leiðin í framhaldsskóla og einnig þar vorum við saman í vinahóp. Það var alltaf gaman þar sem Anna var, hún var hress, góð, yndisleg og gaf mikið af sér. Hún er sú fyrsta sem fellur frá í okkar árgangi. Við vorum á árgangsmóti síðasta haust og við vorum einmitt að þakka fyrir hvað við værum heppin að þurfa ekki að fara upp í kirkjugarð að leiði hjá einhverj- um í árgangnum. En hlutirnir breyt- ast hratt. Mig langar að þakka henni fyrir alla góðar stundir sem við áttum saman. Ég er þakklát fyrir að hafa komið til hennar og átt góða stund með henni aðeins þremur dögum fyr- ir andlát hennar. Við vorum að spá í hvað við ætluðum að gera á stóraf- mælum okkar á árinu og við vorum að gera ýmis plön fyrir haustið og ann- að. En enginn veit sína ævi fyrr en öll er, sem betur fer. Ekki hvarflaði að mér að þetta væri í síðasta skiptið sem ég sæi hana. Mig langar að votta Kalla og börnum þeirra mína innileg- ustu samúð, og einnig foreldrum hennar og systkinum og fjölskyldum þeirra. Megi guð styrkja ykkur og styðja. Þín vinkona og bekkjarsystir, Halla Einarsdóttir. Að kvöldi hins 25. mars fékk ég þær hörmulegu fréttir að Anna vin- kona mín hefði látist fyrr um daginn, aðeins rétt tæplega fertug að aldri. Þetta símtal hefði miklu frekar átt heima inni í framtíðinni, 50 árum seinna, en ekki núna. Það er svo sterk mynd af Önnu í huga mér sem heil- brigðri, lífsglaðri og hamingjusamri ungri konu, duglegri og samvisku- samri, með yndislega fjölskyldu sem hún unni afar heitt. Það er erfitt að meðtaka að hún sé dáin. Við Anna kynntumst haustið 1996 er við hófum nám í hjúkrunarfræði- deild HÍ. Við vorum þá nágrannar á Stúdentagörðunum, báðar einstæðar á þeim tíma og áttum báðar svolítið fyrirferðarmiklar en bráðskemmti- legar stelpur. Það var alveg sérstakt að búa á Stúdentagörðunum; þar myndaðist ákveðin kommúnutilfinn- ing, n.k. lítið samfélag þar sem allir könnuðust við alla og þarna var gam- an að búa. Krakkarnir skoppuðu á milli íbúða í heimsóknir til vina sinna án þess að þurfa að fara í útiföt, og að mörgu leyti var þetta svipað með okkur fullorðna fólkið. Það voru svo sannarlega ófáar stundirnar sem maður skrapp til Önnu í kaffi, hvort sem það var til að slappa aðeins af í miðjum próflestri (jafnvel um miðjar nætur), fá lánaðar glósur eftir að hafa misst úr tíma, væla yfir órétt- læti kennaranna, eða bara til að spjalla um daginn og veginn. Það sem var svo sérstakt við Önnu var hversu vel manni leið með henni. Alltaf var maður velkominn og hún var boðin og búin að hjálpa ef maður þurfti á aðstoð að halda. Ef mann vantaði öxl til að gráta við var Anna strax búin að bjóða hana fram, og ávallt hitti hún á réttu orðin til að hressa mann við og hvetja áfram. Hress og skemmtileg var hún og einnig hörkudugleg, hvort sem það sneri að því að sinna fjölskyldunni, náminu eða vinnu. Hún var traust og góð vinkona, enda vinmörg og laðaði að sér fólk. Ég hef aldrei séð Önnu eins ham- ingjusama og þegar þau Kalli tóku saman. Þarna hafði hún fundið sálu- félaga sinn. Ekki eru allir svo heppn- ir að upplifa þetta, en Anna var ein af þeim. Kalli átti tvö börn af fyrra sam- bandi og Anna eina dóttur. Það er ekki alltaf auðvelt að láta samsettar fjölskyldur ganga upp en Önnu og Kalla tókst það með glæsibrag. Alltaf þegar ég heyrði í Önnu var hún svo ánægð með þessa yndislegu fjöl- skyldu sína og ekki minnkaði gleðin þegar yngsta dóttirin fæddist þeim hjónum árið 2002. Í síðasta jólakorti var einmitt mynd af þeim systrum Elfu og Berglindi, og það sló mig skemmtilega hvað Elfa ber mikinn svip af mömmu sinni. Þegar ég hugsa til Önnu núna kemur upp mynd af henni brosandi í eldhúsinu á Eggertsgötunni (að hella upp á kaffi handa mér) og ég heyri hlátur hennar óma í huga mér. Smát- ár læðast niður kinnar mínar, en ég brosi líka. Og ég skil þessi orð úr Spá- manninum eftir Kahlil Gibram svo vel: „Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ Lilja Sigurðardóttir. „Dáin, horfin“ – harmafregn! Hvílíkt orð mig dynur yfir! En ég veit að látinn lifir. Það er huggun harmi gegn. (Jónas Hallgr.) Mikið getur lífið stundum verið óútreiknanlegt. Ennþá lítum við hvert á annað og hristum höfuðið af sorg og undrun. Það er erfitt að trúa því að í dag sitj- um við og skrifum hinstu kveðju til hennar Önnu, vinkonu okkar og starfsfélaga. Anna skilur eftir sig stórt skarð í skólanum okkar og við söknum henn- ar sárt. Nemendur okkar sakna nær- veru hennar, umhyggju og vináttu og margir þeirra litu á hana sem einn af sínum bestu vinum í skólanum. Við sögðum stundum að Anna kynni að setja plástur á allt frá litlum skrám- um og upp í meiðsli á sálinni og nem- endur sóttu til hennar huggun í alls konar kringumstæðum, enda lét hún sér mjög annt um þá. Við, fullorðna fólkið, erum einnig full saknaðar. Við söknum lífsglaðrar, jákvæðrar og traustrar vinkonu og það er undarleg tilhugsun að við höf- um misst hana frá okkur fyrir fullt og allt. Á þessari stundu erum við þó líka þakklát fyrir allar stundirnar sem við höfum átt með Önnu á liðnum árum. Góðar minningar eru gulls ígildi og við munum varðveita þær í hjörtum okkar. Við þökkum Önnu fyrir samfylgd- ina og vottum fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúð. Samstarfsfólk við Grunnskóla Vest- mannaeyja. Elsku Anna. Lífið er hverfult og öll eigum við eftir að yfirgefa þetta líf, ég var óþyrmilega minnt á það við andlát þitt. Það er ótrúlegt að þú sért farin, að fá ekki að hitta þig í vinnunni á morgun, næsta saumaklúbbi eða setjast með þér yfir kaffibolla þegar stelpurnar okkar hittast að leika. Það var alveg sama hvenær maður leitaði til þín, alltaf varst þú reiðubú- in að leiðbeina og aðstoða. Á svona stundum leitar hugurinn til baka og maður fer að rifja upp þær góðu stundir sem maður átti með þér, minningar sem aldrei gleymast. Kalli, Björn Ívar, Katla, Berglind og Elfa, sorg ykkar og missir er mik- ill og bið ég Guð að styrkja ykkur á þeirri erfiðu leið sem framundan er. Foreldrum og systkinum Önnu sendi ég líka samúðarkveðjur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Bryndís Bogadóttir. Kynni okkar af Önnu Jónsdóttur voru ekki löng en þau voru mjög ánægjuleg. Eitt ár á sænskri grundu kenndi okkur að Anna var í senn skemmtileg, ljúf og hlý manneskja. Í stuttu máli sagt auðgaði Anna tilveru þeirra sem hana þekktu og við sjáum á eftir henni með miklum söknuði. Mestur er missir þeirra sem stóðu henni næst og vottum við Karli og börnum þeirra og öllum ættingjum okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Önnu Jónsdóttur. Guðmundur Sverrir Þór og Dana Magnúsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 45 ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar, EDITH HELENU SIGURÐSSON, Eiðsvallagötu 26, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á hjúkrunar- heimilinu Seli fyrir góða umönnun. Magnea Steingrímsdóttir, Baldvin Valdemarsson, Ingibjörn Steingrímsson, Anna Sólveig Sigurjónsdóttir, Sveinn Steingrímsson, Inga Heimisdóttir, Mónika Steingrímsdóttir, Jón Ingi Jónsson, Magnús Steingrímsson, Elsa Lára Arnardóttir, Edvin Steingrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Skrifstofur okkar verða lokaðar í dag frá kl. 10-14 vegna jarðarfarar ÓLAFS RAGNARSSONAR, bókaútgefanda. Bókaforlögin Bjartur og Veröld. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, ELÍASAR VALGEIRSSONAR fyrrverandi rafveitustjóra, Ólafsvík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Dalbraut 27. Magdalena Sigríður Elíasdóttir, Theodór Marinósson, Sigurður Rúnar Elíasson, Edda Sveinbjörnsdóttir, Valdimar Elíasson, Hong Shen, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. ✝ Innilegar þakkir þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar eigin- konu minnar, móður, tengdamóður, dóttur, systur, tengdadóttur og mágkonu, ÁSTU INGVARSDÓTTUR skrifstofustjóra, Leiðhömrum 44, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Karitas heimahjúkrunar og starfsfólk deildar 11 E Landspítalans við Hringbraut. Brynjólfur Eyvindsson, Auður Brynjólfsdóttir, Haraldur Ágúst Sigurðsson, Inga Lillý Brynjólfsdóttir, Þorsteinn Gunnarsson, Bjarni Brynjólfsson, Sigrún Ívarsdóttir, Ingvar Þorsteinsson, Steinunn G. Geirsdóttir, Bergljót Ingvarsdóttir, Bjarni Eyvindsson, Þorsteinn Ingvarsson, Ragna Gústafsdóttir, Geir Örn Ingvarsson, Hallveig Ragnarsdóttir, Bjarndís Bjarnadóttir, Einar Á. Kristinsson, Camilla Ása Eyvindsdóttir, Pétur Óli Pétursson. ✝ Elín KristínKristinsdóttir fæddist á Akranesi 31. desember 1924. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Akra- ness fimmtudaginn 27. mars síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Krist- inn Gíslason og Guðrún Erlends- dóttir í Geirmund- arbæ. Bróðir Elínar Kristínar var Gísli Teitur, f. 29.8. 1921, d. 1.3. 2005. Elín Kristín giftist Ólafi Guð- er Garðar Guðjónsson blaðamað- ur, f. 18.4. 1963. Dóttir þeirra er Emilía Íris, f 14.1. 1981. Eig- inmaður hennar er Bragi Stein- grímsson, f. 13.1. 1980, og synir þeirra Garðar Snær og Ólafur Kristinn. Elín Kristín stundaði ýmis störf á yngri árum en lengst var hún starfsmaður í Harðarbakaríi á Akranesi og lauk þar starfsævi sinni. Hún lauk prófi frá Hús- mæðraskóla Ísafjarðar vorið 1944 og tók þátt í starfi Lionsklúbbsins Eðnu. Útför Elínar Kristínar verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. brandssyni, f. 9.9. 1923, d. 3.5. 2002. Foreldrar hans voru Guðbrandur Þor- steinsson og Valborg Bjarnadóttir. Elín Kristín og Ólafur voru barnlaus en Kristín Líndal Hall- björnsdóttir, f. 9.8. 1963, dóttir Hall- björns Sigurðssonar heitins og Emilíu Gísladóttur, bróð- urdóttur Elínar Kristínar, ólst upp á heimili þeirra á Merkurteigi 1 frá unga aldri. Eiginmaður Kristínar Þáttaskil urðu í lífi mínu og fjöl- skyldu minnar þegar Stína tengda- móðir mín fékk þrautalaust og hægt andlát í síðustu viku. Hún hafði verið ekkja síðan eiginmaður hennar, Ólafur Guðbrandsson, kvaddi okkur hinsta sinni í maí fyrir bráðum sex árum. Nú er hún sjálf öll. Ég er al- veg sátt við að fara núna, ég hef átt góða ævi, einskis er að iðrast, ekkert að óttast, sagði hún þegar henni varð ljóst að kveðjustundin var nærri. Andlegu atgervi hélt hún óskertu fram á síðasta dag og því var hún af- ar fegin. Stelpan úr Geirmundarbæ hleypti aldrei heimdraganum heldur byggði ásamt eiginmanni sínum hús á blett- inum þar sem hún fæddist og ól síð- an allan sinn aldur. Þar var Merk- urteigur eitt, einbýlishús á tveimur hæðum, auk kjallara, þar sem þau Óli bjuggu nær alla sína búskapar- tíð. Kristín Líndal Hallbjörnsdóttir ákvað barnung að búa hjá frænku sinni, henni leist eitthvað svo vel á þau hjónin og þeim á hana. Ég var strákur af Efri-Skaga, fyrir ofan hringtorg, þegar ég kynntist þessu Neðri-Skaga fólki og hóf að venja komur mínar á Merkurteiginn. Einkadóttir þeirra virkaði á mig eins og segull og með því hófust kynni okkar Stínu sem stóðu í ríflega þrjá áratugi. Stína var ákaflega vinnusöm og jarðbundin manneskja, trú sínum uppruna og holl sínum nánustu. Hún gerði sér engar grillur um lífið og til- veruna en sinnti sínu og sínum af trúmennsku og vandvirkni. Hún var flink í höndunum og kunni vel til allr- ar handavinnu. Stínu leið vel heima á Skipaskaga en hún naut þess jafnframt að ferðast um landið sitt. Þau Óli lögðu líka kapp á að komast sem oftast í or- lof við strendur Spánar og á Emilía Íris dóttir mín margar góðar minn- ingar um samvistir við þau þar eins og heima á Merkurteignum. Við hana tóku þau ástfóstri ekki síður en konu mína. Stína hafði í heiðri ýmis gildi sem ég óttast að séu heldur á undanhaldi á síðari tímum. Snyrtimennska var eitt þeirra. Óreiðu varð ég aldrei var við á heimili hennar. Hún hafði aldr- ei uppþvottavél sér til fulltingis en samt hvarf óhreina tauið jafnharðan upp í skápa og ofan í skúffur. Svo rammt kvað jafnvel að þessu að mað- ur náði ekki að nota sömu teskeiðina tvisvar til að hræra sykri út í kaffið. Stína var ekki gefin fyrir að fresta því sem hægt var að gera strax. Örlæti var annar meginþáttur í fari Stínu. Þau Óli vissu fátt betra en að vera í góðra vina hópi og veita gestum vel. Ég var um langt árabil tíður matargestur hjá þeim. Hvunn- dags var snætt í borðkróknum inn af eldhúsinu en um helgar og á hátíðum var dúkað borð í borðstofu og betri borðbúnaður lagður á borð, allt eftir kúnstarinnar reglum. Við sérstök tækifæri tjaldaði Stína öllu til, postu- líni, kristal og vel pússuðu silfri og var þá gjarna haft margréttað, til dæmis matarmikil súpa til að byrja með, svo steik með öllu tilheyrandi og loks eftirréttur og kaffi. Það var ekki til einskis að ganga í húsmæðra- skóla. Ég á margar matarminningar af Merkurteignum sem fá bragð- laukana til að ólmast enn í dag. Stína var síðustu árin til heimilis að Dvalarheimilinu Höfða þar sem hún bjó við góðan aðbúnað en allra síðustu dagana hlúði starfsfólkið á Sjúkrahúsi Akraness að henni af hlýju og stakri fagmennsku. Bestu þakkir til ykkar allra á Höfða og sjúkrahúsinu. Við fjölskyldan áttum margar ljúf- ar stundir með Stínu og Óla. Okkur var heiður að því að vera þeim sam- ferða um drjúgan hluta af lífinu. Minningin um þau hverfur okkur aldrei. Garðar H. Guðjónsson. Elín Kristín Kristinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.