Morgunblaðið - 04.04.2008, Síða 49

Morgunblaðið - 04.04.2008, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 49 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Leikfimi kl 8.30, vinnustofa kl. 9-16.30, baðþjónusta kl. 10-16.30, bingó kl. 14 (ath. hækkað verð), söngstund við píanóið kl. 15.30. Árskógar 4 | Baðþjónusta kl. 8.15-16, opin smíðastofa kl. 9-16.30. Bingó næsta föstudag. Bólstaðarhlíð 43 | Dansað með Jean kl. 13.30. Hárgreiðsla, böðun, almenn handavinna, morg- unkaffi/dagblöð, fótaaðgerð, hádegisverður, kertaskreyting, kaffi. Dalbraut 18-20 | Vinnustofan í handmennt opin kl. 9-16, enginn leiðbeinandi í dag. Guðrún hár- greiðsluk. s. 553-3884 / 893-3384. Félagsheimilið Gjábakki | Boccia, málm- og silf- ursmíði og jóga fyrir hádegi, hádegisverður, fé- lagsvist kl. 20.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefnaður kl. 9, jóga kl. 9.15, ganga kl. 10, leikfimi kl. 10.30, há- degisverður, gleðigjafarnir syngja kl. 14 og á eftir leikur Vitabandið nokkur lög. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatns- leikfimi kl. 12, félagsvist kl. 13.30, rútuferð frá Hleinum kl. 13 og Garðabergi kl. 13.15. Miðar í bæjarferð á mánudaginn seldir í Jónshúsi í dag kl. 13-16, kr. 1.500. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustofur opnar kl. 9-16.30, m.a. bókband. Prjónakaffi/Bragakaffi kl. 10, ganga og leikfimi kl. 10.30 í ÍR-heimilinu v/ Skógarsel, kaffi og spjall. Frá hádegi spilasalur opinn, kóræfing kl. 14.20. Postulínsnámskeið hefst 8. apríl kl. 13. Furugerði 1, félagsstarf | Aðstoð við böðun, hár- greiðslustofan og fótaaðgerðarstofan opin, tré- smíði og útskurður kl. 9, hádegismatur, mynd- bandssýning kl. 14, föstudagskaffi. Hvassaleiti 56-58 | Frjáls aðgangur að opinni vinnustofu kl. 9-12, postulínsmálning. Jóga kl. 9- 11, Björg F. Böðun fyrir hádegi, hádegisverður. Hæðargarður 31 | Fastir liðir eins og venjulega. Listasmiðjan opin, félagsvist, skapandi skrif, Bör Börsson, Müllersæfingar, brids, þegar amma var ung, leikfimi, sönghópur Hjördísar Geirs, Stef- ánsganga o.fl. Bókmenntaferð til Akureyrar 14.- 16. maí. Uppl.: 568-3132. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morgunkaffi, blaða- klúbbur kl. 10, leikfimi kl. 11, opið hús, vist/brids kl. 13, kaffiveitingar kl. 14.30.Hárgreiðslustofa s. 552-2488 og fótaaðgerðastofa s. 552-7522. Norðurbrún 1 | Smíðastofan og vinnustofa í handmennt opin kl. 9-16, myndlistarnámskeið leiðb./ Hafdís kl. 9-12, leikfimi leiðb./Janick kl. 13. Fyrsta föstudag í mán. kl. 14 er guðsþjón- usta með sr. Sigurði Jónssyni og kirkjukaffi á eftir. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fótaaðgerðir kl. 9.15-14.30, handavinna kl. 10.15, spænska, byrj- endur kl. 11.45, hádegisverður, sungið v/flygilinn kl. 14, kaffiveitingar, dansað í aðalsal. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, leirmótun, morgunstund, leikfimi, hárgreiðslu- og fótaað- gerðarstofan opin, bingó kl. 13.30. Sími: 411- 9450. Þórðarsveigur 3 | Salurinn opinn kl. 13, kaffiveit- ingar. Kirkjustarf Breiðholtskirkja | Foreldramorgunn kl. 10-12. Íslenska Kristskirkjan | Námskeið um lækningar í Fossaleyni 14, Grafarvogi laugardaginn 5. apríl kl. 10-15. Paul og Rivers Tesku kenna og vitna um eigin reynslu. Námskeiðið er ókeypis og öll- um opið. Laugarneskirkja | Árlega samtals- og bænahelgi Laugarneskirkju verður í Vatnaskógi 4.-5. apríl. Stefnumótunarvinna safnaðarins verður undir stjórn Jóns Garðars Hreiðarssonar rekstrar- og stjórnunarráðgjafa. Uppl. hjá sóknarpresti í síma 820-8865. 80ára afmæli. Á morgun,5. apríl, verður Séra George, fyrrverandi skóla- stjóri í Landakotsskóla, átt- ræður. Séra George tekur á móti gestum í safnaðarheimili kaþólsku kirkjunnar við Landakot. 50ára afmæli. Í dag, 4.apríl, er Bogi Jónsson bæklunarskurðlæknir fimm- tugur. dagbók Í dag er föstudagur 4. apríl, 95. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Hann veitti sálum vorum lífið og lét oss eigi verða valta á fótum. (Sl. 66, 9.) Hundahótelið á Leirum ann-ast vörslu óskilahunda fyr-ir lögreglu og hundaeft-irlitsmenn á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt lögum ber sveitarfélög- unum skylda til að vista hunda í óskil- um sjö sólarhringa, en hafi eigandi ekki gefið sig fram innan þess tíma má ráðstafa hundum til nýrra eigenda eða svæfa þá. Hreiðar Karlsson er hótelstjóri á Leirum, og segir blessunarlega takast að finna flestum óskilahundum nýtt heimili: „Að jafnaði koma um 300 óskilahundar á hótelið á hverju ári, og langflestir þeirra eru sóttir af eig- endum sínum. Okkur gengur vel að finna nýja eigendur handa þeim hund- um sem enginn sækir, og þónokkur fjöldi fólks leitar til okkar í leit að hundi til að ættleiða,“ segir Hreiðar. Þá hringja margir sem finna lausa hunda í Hundahótelið en vilja geyma hundinn hjá sér fyrst um sinn, og tek- ur Hreiðar þá með glöðu geði að sér að leiða saman finnendur og eigendur hunda sem hafa samband við hótelið í leit að dýrinu sínu. Hundar í heimilisleit Þeir sem áhuga hafa á að ættleiða heimilislausan hund geta leitað beint til Hreiðars: „Því fylgja margir kostir að fá fullorðinn hund frekar en hvolp. Fullorðnir hundar eru orðnir hús- hreinir og hafa fengið þjálfun. Það er mikill miskilningur að ekki megi kenna gömlum hundi að sitja, og má hæglega þjálfa fullorðna hunda eftir þörfum nýs húsbónda,“ útskýrir Hreiðar og bætir við að fullorðnir hundar hafi einnig þann kost yfir hvolpa að hafa full- þroskaðan persónueika sem nýr eig- andi getur metið vel hvort falli að þeim íbúum sem fyrir eru á heimilinu. Hótelið á Leirum vistar einnig hunda fyrir almenning í lengri og skemmri tíma, s.s. vegna ferðalaga og flutninga og er eftirspurnin mjög mikil að sögn Hreiðars: „Á hótelinu fá allir hundar góða umönnun, ást og um- hyggju. Hver hundur hefur sitt eigið hótelbúr, sem skiptist í inni- og úti- svæði, og einnig veljum við saman hunda til að leika sér á 600 fermetra útileiksvæði þar sem oft verður mikið fjör,“ segir Hreiðar en hótelið og gestir þess eru undir nánu eftirliti allan sól- arhringinn. Heimasíða Hundahótelsins á Leirum er á slóðinni www.hundahotel.is. Dýrahald | Óskilahundar bíða nýrra eigenda á Hundahótelinu á Leirum Eldri hundar góðir félagar  Hreiðar Karls- son fæddist í Reykjavík 1950. Hann lauk sveins- prófi og síðar meistaraprófi í skriftvélavirkjun 1980. Hreiðar starfaði sem tölvurafeindavirki til 1994 þegar hann hóf rekstur Hundahótelsins á Leirum. Hreiðar er kvæntur Elínu Gestsdóttur framkv.stj. og eiga þau tvær dætur og þrjú barna- börn. Tónlist Hallgrímskirkja | Verdi Requiem – Vox academica 5. apríl kl. 17. Sólrún Bragadóttir sópran, Rannveig Fríða Bragadóttir messósópran, Gissur Páll Giss- urarson tenór, Kristinn Sig- mundsson bassi. Hljómsveit Jón Leifs, Camerata, stjórnandi Há- kon Leifsson. 12 tónar, Skóla- vörðustíg 15. Tónastöðin, Skip- holti 50D. Myndlist Deild 33b | 33b er sýningarrými og vinnustofur myndlistarmanna og tónlistarmanna í Skipholti 33b, fyrir aftan gamla Tónabíó. Árleg sýning vinnustofunnar verður um helgina. Sýningin verður opnuð á föstudag kl. 20- 23 og opið er um helgina, 5. og 6. apríl kl. 14-17. Næsti bar | Myndlistarmaðurinn Þóra Ben opnar sýningu kl. 18 á Næsta bar, Ingólfsstræti 1a, gegnt Íslensku Óperunni. Sýn- inguna kallar Þóra, Úr einu í annað en hún hefur vent kvæði sínu í kross. Í stað ljóðrænna landslagsmynda sýnir hún nýjar fígúratífar myndir. Sýningin verður opin til 9. maí. Mannfagnaður Samfylkingin í Hafnarfirði | Kaffisetur 60+ í Hafnarfirði er opið alla þriðju- og föstudaga kl. 10-12 að Strandgötu 43. Gunnar Axel Axelsson nefndarmaður í miðbæjarnefnd mætir í dag og bæjarfulltrúar verða nk. þriðju- dag. Kvikmyndir Skriðuklaustur | Síðari sýning- ardagur heimildar- og stutt- myndahátíðarinnar 700IS verð- ur laugardaginn 5. apríl. Þá verða m.a. sýndar myndirnar Hero, Mother Economy og The Akademi. Frístundir og námskeið Maður lifandi | Opinn hlát- urjógatími í heilsumiðstöðinni Borgartúni 24, laugardaginn 5. apríl kl. 10.30. Ásta Valdimars- dóttir og Kristján Helgason leið- beina. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Útivist og íþróttir Motormax | Íslandsmeistaramót ÍKF METAL í kraftlyftingum, Motormax-mótið verður haldið í húsakynnum Motormax, 5. apríl kl. 13. Flestir sterkustu menn landsins verða með og mun kraftlyftingamaður ársins, Sig- fús Fossdal, reyna að lyfta mestu þyngd Íslandssögunnar í bekkpressu. Frítt inn. Ljósmynd/Steingrímur Sprengdi formlega smásprengingu MÓTTÖKUATHÖFN fór fram í Héðins- fjarðargöngunum í gær með formlegri smásprengingu í tilefni af því að búið er að sprengja síðasta haftið inn til Héðins- fjarðar. Kristján Möller samgöngu- ráðherra var við athöfnina ásamt föru- neyti, starfsmönnum Vegagerðarinnar, bæjarstjórnarfólki, fulltrúum verktaka og verkeftirlits og fleiri gestum. Fulltrúar verktaka sýna hér samgönguráðherra hvernig hann á að bera sig að við að koma sprengingunni af stað. FÉLAGSSTOFNUN stúdenta í samstarfi við Te & Kaffi og Hjálp- arstarf kirkjunnar mun standa fyr- ir sanngjörnum dögum á Háskóla- torgi dagana 3. og 4. apríl. Í fréttatilkynningu segir m.a. að tilefnið sé að Félagsstofnun stúd- enta hefji nú sölu á fyrstu fair- trade-vörunni sem framleidd er á Íslandi og verður hún fáanleg í Hámu og kaffistofum stúdenta sem staðsettar eru í byggingum Há- skóla Íslands. Fairtrade-vöru- merking er staðfesting á því að í viðskiptum með vöruna hafi sann- girni verið gætt gagnvart framleið- anda. Um nokkurt skeið hefur verið hægt að kaupa innfluttar fairtrade- vörur hér á landi en fyrir um ári leitaði FS eftir samstarfi við Te & Kaffi um framleiðslu á fairtrade- kaffi. Ástæðan fyrir því að kaffi varð fyrir valinu er sú að það er sú vara sem stúdentar við HÍ neyta mest af, þ.e. tæplega 1.000 bollar á dag sem gera rúmlega 287.000 bolla á ári eða um 61.100 lítra. Kaffibarþjónar frá Te & Kaffi kynna fairtrade-kaffi á Háskóla- torgi kl. 14-17 í dag og á morgun og einnig verður boðið upp á dag- skrá kl. 14-15 á morgun, föstudag, í sal 102 á Háskólatorgi. Hljóm- sveitin Flís spilar á Torginu kl. 16- 18 og Bóksala stúdenta býður bækur um fairtrade og kaffi á til- boði. Dagskráin er öllum opin. Kaffi kynnt á Háskóla- torgi STOFNFUNDUR Náttúruvernd- arsamtaka Vestfjarða verður hald- inn í Hömrum á Ísafirði laugar- daginn 5. apríl kl. 14. „Vestfirðingar hafa löngum ver- ið hreyknir af þeirri einstöku nátt- úrufegurð sem hér ríkir og hún er stór og mikilvægur þáttur í þeirri ímynd sem Vestfirðingar hafa skapað sér á undanförnum árum. Nýting Hornstrandafriðlands, vist- fræði og náttúrurannsóknir, áform tengd ferðamennsku, stóriðju, pól- siglingum, hafnarmannvirkjum og samgöngum – allt kallar þetta á að vestfirsk náttúra hafi formlegan málsvara í heimabyggð,“ segir í tilkynningu Þórunn Sveinbjarnardóttir um- hverfisráðherra verður heiðurs- gestur stofnfundarins. Meðal ann- arra frummælenda verða Árni Finnsson, formaður Náttúruvernd- arsamtaka Íslands, og Ómar Ragnarsson, fjölmiðlamaður og rithöfundur. Úr hópi heimamanna munu Þórhallur Arason, Sigríður Ragnarsdóttir og Ragnheiður Há- konardóttir taka til máls. Fund- arstjóri verður Ólína Þorvarðar- dóttir. Stofnfundur Náttúruvernd- arsamtaka Vestfjarða Þjóðverjar höfðu betur Missagt var í greininni Vor í Varsjá í Morgunblaðinu í gær á bls. 18 að Varsjárbúar hefðu haft betur í upp- reisninni gegn Þjóðverjum 1944. Hið rétta er að Þjóðverjar höfðu betur. LEIÐRÉTT ♦♦♦ ♦♦♦ ♦♦♦ STOFNFUNDUR vinafélags Tíb- ets verður haldinn á Kaffi Hljóma- lind kl. 13 sunnudaginn 6. apríl. All- ir sem láta ástandið í Tíbet sig varða eru velkomnir. Nánari upp- lýsingar eru á heimasíðu félagsins, www.tibet.is. Stofnfundur vinafélags Tíbets MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Hægt er að hringja í síma 569-1100, senda til- kynningu og mynd á net- fangið ritstjorn@mbl.is, eða senda tilkynningu og mynd í gegnum vefsíðu Morgun- blaðsins, www.mbl.is, og velja liðinn „Senda inn efni“. Einnig er hægt að senda vélritaða tilkynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.