Morgunblaðið - 04.04.2008, Side 59

Morgunblaðið - 04.04.2008, Side 59
Bráðfyndið og ágengt gamanleikrit Engisprettur e. Biljana Srbljanovic sýn. fös. 4/4 örfá sæti laus Vígaguðinn e. Yasminu Reza sýn. sun. 6/4 Baðstofan e. Hugleik Dagsson Sýningum að ljúka sýn. fös. 4/4 Skoppa og Skrítla í söng-leik e. Hrefnu Hallgrímsdóttur Uppselt á fyrstu tíu sýningarnar! „Þau eru frábær, öll fjögur… Þetta er hörkugóð sýning...!“ Silja Aðalsteinsdóttir, tmm.is „Þetta var ekki hefðbundin kvöldvaka.“ Elísabet Brekkan, FBL, 13/2. *****PBB FBL, 29/3 Sá ljóti e. Marius von Mayenburg Frumsýn. lau. 5/4 uppselt Hárbeitt verk í hrárri sýningu Þjóðleikhúsið Á öllum sviðum lífsins Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00 mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00. Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga. Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 59 Lýstu eigin útliti Gríðarlega vel byggður, tenntur og með fullkomna holln- ingu. Og ekki eru lendarnar til að skemma fyrir. Hvaðan ertu? Ég er fæddur ofaní á vestan Breiðafjarðar. Ertu hættur að fitla við þig? (spyr síðasti aðalsmaður, Þorsteinn Guðmundsson leikari) Að sjálfsögðu … nema um helgar. Ertu í einhverjum samtökum? Já SASAS: samtökum gegn athyglisbresti, sítalanda, at- ferlisröskun og sultugerð. Hvað ætlaðirðu að verða þegar þú yrðir stór? Hundaræktandi. Hvenær fórstu að missa hárið? Er ekki allt í lagi heima hjá þér eða? Ertu þunnur í dag? Nei, ég hef aldrei gert neitt slíkt. Hvaða bók lastu síðast? Ársskýrslu SVFR. Hvaða tónlist hlustarðu á þessa dagana? Alela Diane og Trappa með Steingerði. Að spila og syngja er eins og … Að hjóla. Hvert er besta lag sem þú hefur samið? Elsku vinur. Hvenær varstu fátækastur? Í fyrradag. Hvað ætlarðu að eyða milljónunum fjórum í? Ég var að millifæra þetta á Davíð Þór, en hann er mjög veikur maður. Áttu þér lífsmottó? Líkjast Gunnari Dal meira með hverjum deginum. Hver er þinn uppáhaldstónlistarmaður? Pétur Ben … nei annars Hlynur Ben … uu nei Ben Fro … æi Biogen Ben … Helstu áhugamál? Rúna, Dýri, Eldar og grilla. Eftirlætislið í ensku knattspyrnunni? Liverpool og Manchester United, Arsenal, Hamilton og Chelsea. Hvað uppgötvaðir þú síðast um sjálfan þig? Djúpstæðan skilning minn og næmi á líðan fólks. Hvaðan færðu innblástur í listsköpun þinni? Ja … innblástur … mm … gefum okkur það að inn- blástur sé eitthvað áþreifanlegt, eins og loft inni í dekki, sem sagt stærðin X, og hins vegar óútskýranlegt eins og loft inni í kút, sem sagt Y. Y+X= C°v. Má þá ekki kom- ast að þeirri niðurstöðu að C°v sé listsköpun? Sem gefur okkur þá möguleika að skoða nánar Y, sjá nánar Halldór Pálsson, veit ikki? Áttu ráð handa þeim sem vilja verða jafnfrábærir tónlist- armenn og þú? Nei, ekki reyna það, ég er mikill fjölskyldumaður og tón- list er nú eitthvað … tzz. Hvernig viltu að þín verði minnst? Bíddu hvað meinarðu? Ert þú að skipuleggja jarðarför- ina mína? Á maður að segja „muggison“, „múggíson“ eða „muu- ugison“? Ef maður er að éta harðfisk þá er það múkkison, með tveimur K-áum. Ef maður er hjá ömmu sinni þá er það mögison, þar sem u-ið er skýrt tekið fram sem einhvers konar flámælt ö. Ef þú ert í flippuðu dansstuði og partífíling þá er það mjúkíson. Ef þú ert að keyra bíl og biður einhvern að rétta þér diskinn þá segirðu: „Viltu rétta mér diskinn með muppetson.“ Ertu flippari eða fagmaður? Ég er lesblindur, ertu að gera grín að mér? Hvers viltu spyrja næsta viðmælanda? Hefurðu brotið trúnað við ástvin þinn og haldið framhjá honum? ÖRN ELÍAS GUÐMUNDSSON AÐALSMAÐUR VIKUNNAR, JAFNAN NEFNDUR MUGISON, HLAUT HINN 1. APRÍL FJÖGURRA MILLJ- ÓNA KRÓNA STYRK ÚR KRAUMI, NÝJUM STYRKT- ARSJÓÐI SEM HUGSAÐUR ER FYRIR ÍSLENSKT TÓN- LISTARLÍF Nikkari Mugison með nikkuna á lofti. Hvaða lag hann lék fylgir ekki sögunni. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson HLJÓMSVEITIN Specials heldur upp á ársafmæli sitt á Kringlukránni nú um helgina. Þó hljómsveitin sé ung að árum eru liðsmenn hennar gamlir reynsluboltar. Ásgeir Ósk- arsson þekkja flestir úr Þursunum og Stuðmönnum, Ingvar Grétarsson hefur stjórnað Úlfunum undanfarin ár og Jón Ólafs hefur gert garðinn frægan með ýmsum böndum, m.a. Vinum Dóra. Síðast en ekki síst má nefna Óttar Felix Hauksson sem hef- ur haldið merki Pops hátt á lofti. Specials sérhæfa sig í hinni vin- sælu dægurtónlist sjötta og sjöunda áratugarins en reyna jafnframt að flytja gullmola gamalla sveita sem fallið hafa í gleymskunar dá. Má þar m.a. nefna lög hljómsveitarinnar Pretty Things sem af ýmsum er talin ein sérstakasta hljómsveit sjöunda áratugarins. Afmælishátíð Specials hefst í kvöld kl. 23 á Kringlukránni en gleðskapurinn heldur svo áfram annað kvöld milli kl. 23-03. Sérstakir all- ir sem einn Reyndir Specials í svarthvítu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.