Morgunblaðið - 14.06.2008, Page 2

Morgunblaðið - 14.06.2008, Page 2
2 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gud- laug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is OFFITA eykur líkur á þörfinni fyrir gervilið í mjöðm meðal karla, en ekki meðal kvenna. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem gerð var meðal 1.473 Íslendinga sem farið hafa í gerviliða- aðgerðir. Rannsóknin er hluti af doktors- verkefni Jónasar Franklín, bæklun- arskurðlæknis, sem hann vinnur nú að við Háskólann í Lundi í Svíþjóð. „Slitgigt hefur verið talsvert rann- sökuð víða um heim og búið að stað- festa að þetta er sjúkdómur sem er tilkominn af fleiri en einum áhættu- þætti, en enn er óvíst hver þeirra vegur þyngst,“ segir Jónas. „Það sem okkur langaði að skoða núna var sam- tengslin á milli starfsgreinar og hætt- unnar á slitgigt. „Þessum gögnum var safnað á nokkurra ára tímabili og það margir sem tóku þátt í rannsókn- inni að við eigum að geta skoðað þetta frá mörgum hliðum og m.a. mismunandi starfsgreinaflokkum. Þá vonumst við til að sjá hvort starfið hafi einhver áhrif.“ Hann segir Íslendinga henta einkar vel til rannsókna á slitgigt, sem er talsvert algengari hér en í ná- grannalöndunum. „Bæði eru Íslend- ingar mjög viljugir að taka þátt, en svo er náttúrlega einstakt að vinna með íslenskt efni í svona rannsókn því hér er svo auðvelt að taka fjöl- skyldutengsl og erfðaþætti inn í jöfn- una og við vitum að það er mjög sterkur erfðaþáttur í slitgigt.“ offitu við slitgigt í mjöðmum og skoð- anir verið nokkuð skiptar um hvort orsakasamhengi sé yfir höfuð að finna þar á milli. Niðurstöður Jónas- ar sýna hinsvegar fram á greinileg tengsl offitu og þarfarinnar á gervilið í mjöðm meðal karla. Karlmenn með þyngdarstuðul á milli 25-30 voru 10% líklegri en menn í kjörþyngd til þess að þurfa gervilið í mjöðm, og karlar með þyngdarstuðul yfir 30 voru 70% líklegri. Á hinn bóginn fundust engar merkjanlegar vísbendingar um að of þungar konur væru í aukinn áhættu. Skýringin á þessum mun er ekki ljós. Slitgigt algeng á Íslandi Jónas segist ætla að halda rann- sóknum sínum á slitgigt áfram og hefur næst í huga að rannsaka band slitgigtar við þyngdarstuðul fólks eða BMI (body mass index) og það kom í ljós kynjamunur sem ekki hafði verið sýnt fram á áður. Mjaðmir karla frekar en hné Áður hefur verið sýnt fram á að konur í yfirþyngd eiga frekar á hættu að fá slitgigt í hnén en of þungir karl- ar, og rannsókn Jónasar staðfesti þær niðurstöður. „Fyrst þegar tengslin þar á milli uppgötvuðust fóru menn að velta fyrir sér spurn- ingunni um hænuna og eggið, hvort fólk fengi slitgigt vegna þyngdar eða hvort það þyngdist vegna slitgigtar. En nú hefur verið sýnt fram á or- sakasamhengið þar án nokkurs vafa.“ Minna hefur verið vitað um tengsl Mjaðmir karla þola síður ofþyngd Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson ÞRÍR menn voru fluttir með þyrlu til Reykja- víkur eftir bílveltu sem varð rétt norðan við Staðarskála í Hrútafirði á ellefta tímanum í gær. Einn maður hlaut talsverða höfuðáverka en hinir tveir eru minna slasaðir. Að sögn lög- reglunnar á Blönduósi var um framúrakstur að ræða þegar bílstjórinn missti stjórn á bílnum sem valt og lenti utan vegar. Grunur leikur á að bílnum hafi verið ekið á ólöglegum hraða. Þung umferð var norðan heiða í gær en marg- ir voru á leið á hina árlegu Bíladaga á Akur- eyri. una@mbl.is Ljósmynd/Bjarni Freyr Þrír slösuðust í bílveltu Eftir Andra Karl andri@mbl.is HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær tví- tugan pilt, Robert Dariusz Sobiecki, til þriggja ára fangelsisvistar fyrir alvarlegt kynferðisbrot framið í mars á síðasta ári. Hann var að auki dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu 1,5 milljónir króna í miska- bætur og tæpar 2,8 milljónir kr. í sakarkostnað. Pilturinn hefur frá upphafi neitað sök og borið við að samræði milli hans og 19 ára stúlku á salerni Hótel Sögu hafi verið með samþykki hennar. Því var stúlkan ekki sammála en hún lagði fram kæru daginn eftir. Stúlkan hitti Robert þegar hún leitaði salernis á Hótel Sögu – þar sem hún var á árshátíð. Hún var komin langleiðina niður í kjallara, þar sem salerni eru, þegar hún rakst á þrjá karlmenn, spurði þá og Robert var til svara. Nær allt annað í málinu var umdeilt. Stúlkan sagði piltinn hafa komið á eftir sér en hann að þau hafi orðið samferða að snyrtingunni og hún samþykkt beiðni hans um að þau færu saman inn. Kona sem þar var stödd bar þó fyrir dómi að stúlkan hafi haldið rakleiðis að salernisbás þegar inn var komið og pilturinn ekki sjáanlegur. Þegar konan hélt út hafi hins vegar verið þar piltur fyrir utan og ætlaði greinilega inn. Hann hafi haft hægt um sig á meðan hún gekk sína leið. Áverkar samrýmdust framburði Niðurstaða málsins réðst aðallega af trúverðug- leika framburðar. Dómurinn taldi þannig framburð stúlkunnar einkar trúverðugan og jafnframt hafi vitni lýst því að hún hafði verið grátandi og í miklu uppnámi eftir að hún kom út af salerninu. Þá var litið til áverka sem hún hlaut og þeir taldir sam- rýmast framburði hennar. Framburður piltsins þótti hins vegar ótrúverð- ugur. Var litið til þess að hann hafi leitað inngöngu á salernið eftir að stúlkan fór þangað inn, en þau hafi ekki farið þangað inn saman. Einnig að vitni bar við að hann hafi flúið af vettvangi. Í niðurstöðu dómsins segir að brot Roberts hafi verið ófyrirleitið og hann eigi sér engar málsbætur. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að Hæsti- réttur hefur á liðnum misserum þyngt refsingar vegna kynferðisbrota almennt. Fjölskipaðan héraðsdóm skipuðu Símon Sig- valdason, Greta Baldursdóttir og Helgi I. Jónsson. Dæmdur í þriggja ára fangelsi  Tvítugur piltur var í gær sakfelldur í héraðsdómi fyrir að nauðga 19 ára stúlku á salerni Hótel Sögu  Hann hafði áður og fyrir sama dómstól verið sýknaður af sama broti en Hæstiréttur ómerkti dóminn Morgunblaðið/ÞÖK Á vettvangi Salernið sem um ræðir í dómnum. Í HNOTSKURN »Héraðsdómur sýknaði piltinn af ákær-unni 5. júlí á síðasta ári. Þær forsendur voru lagðar til grundvallar að stúlkan hefði ekki veitt viðnám eða kallað á hjálp. »Hæstiréttur ómerkti dóminn þar semhann taldi lögskýringar ekki standast. »Dómarar málsins mótmæltu niðurstöðuHæstaréttar, viku sæti og þurfti aðal- meðferðin því að fara fram aftur, fyrir öðr- um dómurum. „ÞETTA er kannski lýsandi fyrir vitleysuna í kerfinu, að það sé hægt að sýkna mann, byrja svo bara aftur og sakfella hann,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Roberts Dariusz Sobiecki, um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Hann segir niður- stöðuna óásættanlega og telur nær öruggt að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Þegar hann er spurður út í forsendur dómsins segir Sveinn Andri ekkert liggja á bakvið orð dómenda að framburður stúlk- unnar hafi verið staðfastur. Hann segir það eina stöðuga í frásögn hennar vera að hún tók stöðugum breytingum. Þá segir hann vottorð læknis liggja fyrir um að engar ályktanir væri hægt að draga út frá áverkum stúlkunnar. Vitleysa í kerfinu HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt 24 ára rúmenskan ríkis- borgara til sex mánaða fangelsis- vistar fyrir auðgunarbrot og tilraun til auðg- unarbrots. Mað- urinn játaði brot sín skýlaust. Brot sín framdi mað- urinn á tíma- bilinu 8.-13. maí sl. Dagana 8. og 9. maí tókst honum að taka út úr hrað- bönkum í miðborg Reykjavíkur 670 þúsund krónur með 19 greiðslukort- um, en upplýsingum af greiðslukort- um annarra hafði verið komið fyrir á segulröndum kortanna. 8.-13. maí reyndi maðurinn auk þess að taka út rúmar 2,5 milljónir króna með sama hætti. Tilraunir mannsins voru 129 og notaði hann til þess 41 kort. Þær misheppnuðust hins vegar vegna ráðstafana rekstraraðila hraðbank- anna. Í dómnum kemur fram að maður- inn hafi ekki áður sætt refsingu vegna afbrota. Einnig að lögregla höfuðborgarsvæðisins hafi fundið allt féð. Arngrímur Ísberg héraðsdómari kvað upp dóminn. andri@mbl.is Náði að taka út 670 þúsund

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.