Morgunblaðið - 14.06.2008, Page 14

Morgunblaðið - 14.06.2008, Page 14
14 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VARÐSKIPIÐ Ægir er 40 ára um þessar mundir. Ægir átti stóran þátt í 50 og 200 mílna þorskastríð- unum og varð m.a. fyrsta íslenska varðskipið til að beita togvíra- klippum á landhelgisbrjóta. Skipið var smíðað í Álaborg í Danmörku árið 1968. Búnaður skipsins hefur verið uppfærður eftir þörfum í gegnum árin auk þess sem stærra viðhald og breytingar fóru fram í Póllandi árin 1997, 2001 og 2005. Árið 1997 var sett radarkúla á turn skipsins, svínahryggur og öldubrjótur á stafn, þyrlupallur lengdur um 5 metra og byggt var yfir neðra þilfar og smíðaðir stigar utan á báðar síður skipsins. Einnig var bætt við neyðarútgöngum. 16 tonna kjölfestutanki var bætt við og 30 tonna kjölur settur undir skipið. Árið 2001 voru gerðar breyt- ingar á tönkum auk þess sem tvö stýri voru sett á skipið ásamt við- haldi og smærri breytingum. Árið 2005 var skipt um brú á skipinu og hún stækkuð, útsýnis- turn færður og byggt var að radar- kúlu. Vistaverur áhafnar voru endurnýjaðar og nýtt dráttarspil var sett um borð. Ægir þjónar Landhelgisgæslunni enn í dag með miklum sóma og sinnir fjölbreyttum og sívaxandi verkefnum Landhelgisgæslunnar. Varðskipið Ægir 40 ára Morgunblaðið/Árni Sæberg Landhelgisgæslan Varðskipið Ægir var fánum skrýtt í Reykjavíkurhöfn. RÁÐHERRARÁÐ Evrópusam- bandsins hefur samþykkt að sam- bandið skuli hafa sameiginlega af- stöðu til hvalveiða. Stavros Dimas, framkvæmdastjóri umhverfismála, segir þessa ákvörðun ráðsins mik- ilvæga því nú geti Evrópusam- bandið nýtt krafta sína til fulls til að vernda hvali. Framkvæmda- stjórnin hvetur því aðildarríki ESB til að beita sér gegn hvalveiðum og aðila að Alþjóðahvalveiðiráðinu til að halda fast í ákvörðun um stöðv- un hvalveiða. Ráðherraráðið fordæmir einnig hvalveiðar í atvinnuskyni „dulbún- ar sem vísindaveiðar“ líkt og Jap- anir gera, segir í fréttabréfi ráðs- ins. Hvalveiðar eru ekki leyfðar innan landhelgi ESB að undan- skildum menningarlegum veiðum á Grænlandi. Morgunblaðið/ÞÖK Hvalskurður Gert að hval í hval- stöðinni í Hvalfirði. ESB vill vernda hvali NÝVERIÐ skrifuðu forsvarsmenn Landspítalans (LSH) og Securitas undir þjónustusamning um yfirsetu yfir sjúk- lingum á spítalanum. Öryggisverðir Securitas munu gæta þeirra sjúklinga sem vegna aðstæðna þarfnast stöðugs eftirlits. Öryggisverðir Securitas hófu þessa þjónustu við Landspítalann í forföllum starfsfólks sjúkrahússins árið 2006 og hefur eftirspurnin aukist síðan. „Við hjá Securitas erum ákaflega stolt af því trausti sem fyrirtækinu er sýnt með þessum samningi,“ segir Trausti Harðarson, forstjóri Securitas. „Yfirseta getur verið vandasamt og krefjandi starf og munum við strax í næstu viku senda tólf öryggisverði í sérþjálfun til þess að undirbúa þá fyrir störfin. Síðar í sum- ar og í haust munu svo fleiri starfsmenn sækja þjálfun enda þarf þjálfað við- bragðslið alltaf að vera til staðar. Þeir sem sitja námskeiðin verða vottaðir af Landspítalanum. Við höfum sinnt þessum yfirsetum í tvö ár og reynsla og þekking því orðin mikil.“ Setið yfir sjúklingum á LSH SÍLDARVINNSLAN hf. hefur fest kaup á Áskeli EA-48 af Gjögri hf. Áskell EA-48 er nóta- og tog- veiðiskip smíðað í Ulsteinvik í Nor- egi árið 1987. Skipið er 820 brúttó- rúmlestir, 57 metrar að lengd og 12,5 metrar að breidd. Skipið verð- ur afhent í næstu viku og fer vænt- anlega til síldveiða fyrir mán- aðamót. Skipið mun héðan í frá bera nafnið Birtingur NK-119. Síldarvinnslan kaupir Áskel NÚ á dögunum var slökkviliði Hveragerðis fært hjartastuðtæki að gjöf. Gjöfin barst frá aðila sem ekki vildi láta nafns síns getið, en slökkvi- menn vilja koma á framfæri miklum þökkum til viðkomandi aðila. Gjöfin er slökkviliðinu mikils virði og er góð viðbót við mikinn og veglegan tækja- og sjúkrabúnað slökkviliðs- ins. Tækið mun auka öryggi slökkvi- liðsmanna, sem oft á tíðum vinna við hættulegar aðstæður. Gaf slökkviliðinu hjartastuðtæki UNGMENNAFÉLAG Íslands er að hefja verkefnið Gæfuspor þar sem fólk sextíu ára og eldra er hvatt til að fara út að ganga sér til ánægju og heilsubótar. Verkefnið hefst á fimm stöðum nk. fimmtudag, 19. júní; í Borgar- nesi, Reykjanesbæ, Neskaupstað, Selfossi og Sauðárkróki. Gengið verður af stað frá Sparisjóðnum á viðkomandi stað kl. 10. Framhaldið verður skoðað á fleiri stöðum. Fyrsta skrefið tekið í Gæfuspori STUTT Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is ALLT bendir til að hvítabjörninn sem skotinn var í Skagafirði á dög- unum hafi verið orðinn glorsoltinn því í maga hans fundust aðeins leifar af mosa og öðru grasafæði en engar kjötleifar. Dr. Þorsteinn Sæmunds- son, forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra, segir það ekki vitað hve lengi björninn hafi verið á þurru landi áður en örlög hans voru ráðin. Gróðurinn hafi hann ekki get- að náð sér í annars staðar en á Skagaheiðinni en fæðan er nú til nánari rannsóknar hjá líffræðingum á Keldum. „Þetta er nú það framandi skepna að ég þekki ekki hvað telst mikið eða lítið, en þetta var smáköggull og eitt- hvað var í þörmunum líka,“ segir Þorsteinn, spurður hve mikil fæða hafi verið í maga bjarnarins. Hann segir allt benda til að björninn hafi verið orðinn hungraður þó að vitað sé að bjarndýr geti lengi verið án matar. Ekki er vitað hvar og hvenær björninn tók land en á meðfylgjandi korti eru settar fram kenningar um slóðir hans, sem ekki hafa verið sannaðar og tekst sennilega aldrei. Veiðimenn við Langavatn sögðust hafa séð torkennileg spor en við nán- ari athugun var ekki hægt að bera kennsl á þau vegna veðrunar. Einnig eru kenningar uppi um að björninn hafi komið á land við Sævarlandsvík og farið upp eftir Laxárdal ytri. Þar voru fjörur gengnar en engin spor fundust. „Þetta er allt byggt á líkum en eðlilegt má telja að bjarndýr á sundi reyni að fara í land þar sem styst er, að því gefnu að hann sjái til lands. Þessi dýr fara hratt yfir en líklegast er að hann hafi komið á land nyrst á Skaganum eða honum vest- anverðum,“ segir Þorsteinn. Skinnið af birninum fer nú til sút- unar á Sauðárkróki og að því loknu verður hann stoppaður upp og hafð- ur til sýnis hjá Náttúrustofu Norð- urlands vestra á Sauðárkróki. Björninn glorsoltinn á grasafæði á Skagaheiði  Mosi og annar gróður í maga bjarndýrsins – engar kjöt- leifar  Ýmsar kenningar eru uppi um hinstu ferðir hans Ljósmynd/Viggó Jónsson Huliðsför Búið er að kryfja hvítabjörninn sem felldur var 3. júní sl. í Skaga- firði. Lítið er vitað um síðustu ferðir hans en margar kenningar eru uppi. /0 1 $0     !   "  # $    % & # '( )  * +!##" ) %##" ),&  - .  / #" &!     )0"#" %  1.2 )&0" ! )!  3 .2   *##  * ##" 4 5##" 0" ) .#" % )  6. #" 7   ! 7  # " 8   9, %! #" 3  5 )5"  5 3 9* 2#! ##" .##" )5" 9* 0! " '  " * ) " $ 5.    # * : &   #" 7# " -&                                      .               2 + !2     1                                3 4&0    %$      $  ( )15     55 4  3$   4&0 $( 3 0     6 %$( 5    $ &0 ( 7$ %$ $ 5   $(8   0   0   $( /&0    3  & 8    &  -(&9(   $9  $  : 4&0  ( 0,(&9( NÚ hefur komið í ljós að hvíta- björninn hafði líklega verið á svip- uðum slóðum kvöldið áður en hann fannst þriðjudaginn 3.júní sl. Í fréttablaðinu Feyki á Sauð- árkróki er í vikunni sagt frá níu ára stúlku frá Blönduósi sem sagði foreldrum sínum aftur í fjöl- skyldubílnum á leiðinni upp á Þverárfjall að hún hefði séð ísbjörn út um gluggann. Stúlkan var ekki tekin trúanleg og foreldrarnir héldu för sinni áfram heim á leið. „Við vorum stödd akkúrat á þess- um gatnamótum þar sem björninn var daginn eftir og hún segir aftur í bílnum að hún hafi séð ísbjörn. Við hins vegar héldum að barnið hefði séð hvítan hest og gerðum ekkert frekar í málinu. Þetta kenn- ir okkur foreldrum kannski að hlusta betur á börnin okkar,“ segir Kári Kárason, faðir stúlkunnar, í Feyki. Á kortinu til hliðar er tilraun gerð til að sýna mögulegar ferðir bjarnarins á Skagaheiði. M.a. er vitað um hóp veiðimanna norð- arlega á heiðinni sem var á veiðum um svipað leyti og björninn var á ferð, og sagt var frá í 24 stundum. Héldu að barnið hefði séð hvítan hest! HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í fjög- urra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Maðurinn réðst að þáverandi sambýliskonu sinni þar sem hún lá sofandi og veitti henni ýmsa áverka. Honum var að auki gert að greiða henni rúmar 600 þús- und krónur í miskabætur. Í dóminum kemur fram að nótt eina í desember á síðasta ári hafi lögreglumenn ekið fram á manninn þar sem hann gekk eftir Glerárgötu á Akureyri. Hann var mjög ölvaður og erfiður í samskiptum. Lögreglumennirnir óku mannin- um að heimili sínu og verður ekki annað ráðið af dómnum en að það fyrsta sem hann gerði við heimkom- una hafi verið að ráðast að þá sof- andi sambýliskonu sinni. Sló hann bæði til hennar og sparkaði í. Eftir atlöguna sagði hann konunni að „drulla sér út“ áður en hann gengi frá henni. Manninum var virt til refsilækk- unar að hann hefur síðan farið í áfengismeðferð. Konan fær kvíða- og grátköst og gengur enn til sál- fræðings. andri@mbl.is Réðst á sofandi sambýliskonu Á Akureyri Málið var dæmt í Hér- aðsdómi Norðurlands eystra. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.