Morgunblaðið - 14.06.2008, Side 46
… það þurfti engar
gráður í hljómfræðum
til að nema felskjuna og
þreytuna í rödd Coverda-
les … 48
»
reykjavíkreykjavík
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÞARNA er um að ræða aldarfjórð-
ungs afmæli ísbrjótanna í Mezzo-
forte og þrekvirkis Steinars Bergs
Ísleifssonar. Steinar fór ekki hefð-
bundnar leiðir í sínum útgáfustörf-
um, og að veðja á instrumental
„djass-fusion“ til útflutnings þótti
mörgum kannski svolítið langsótt,“
segir Jakob Frímann Magnússon,
formaður Félags tónskálda og texta-
höfunda, en um þessar mundir eru
25 ár liðin frá því lagið „Garden
Party“ með Mezzoforte varð fyrsta
íslenska lagið til að ná verulegum
vinsældum erlendis. Jakob segir að
lagið hafi því að vissu leyti rutt
brautina fyrir íslenska tónlist á er-
lendri grundu. „Það má segja að
þarna hafi línan verið lögð því allt
sem vegnað hefur vel síðan hefur
einnig verið á jaðri tónlistarlífsins,
ekki á hinni beinu og breiðu braut
heldur utan alfaraleiðar.“
Þá segir Jakob að „Garden Party“
hafi skapað höfundi þess, Eyþóri
Gunnarssyni, mikla sérstöðu, hann
hafi til dæmis verið tekjuhæstur ís-
lenskra lagahöfunda um árabil.
Fleira átti sér stað árið 1983, og
að sögn Jakobs er því margföld
ástæða til að fagna. „Félag tón-
skálda og textahöfunda fékk byr
undir báða vængi við þessi tíðindi af
Mezzoforte og var stofnað sama ár.
Þar að auki var Rás 2 einnig stofnuð
þetta ár, þannig að það opnuðust
ýmsar gáttir fyrir íslenska tónlist
árið 1983,“ segir hann.
Það er því vel við hæfi að þessara
miklu tímamóta verði minnst með
garðveislu, og verður hún haldin í
Hljómskálagarðinum á mánudags-
kvöld kl. 20. „Upphaflega var ætl-
unin að halda þessa garðveislu í
litlum garði við Laufásveg, en þegar
farið var að hugsa þetta í víðara
samhengi fannst okkur ófært annað
en að bjóða öllum í þessa veislu,“
segir Jakob, en Mezzoforte mun að
sjálfsögðu spila í veislunni, og verð-
ur grillmatur og gos í boði. „Það má
því segja að „Garden Party“ þeirra
Mezzoforte-manna verði þarna að
veruleika,“ segir Jakob að lokum.
Blásið til garðveislu
Morgunblaðið/RAX
Garðpartígengið Sló á létta strengi í Hljómskálagarðinum í blíðunni í gær.
Öllum er boðið í 25 ára afmæli „Garden Party“ á mánudaginn
Tónleikar
Barða Jóhanns-
sonar og Keren
Ann með Sinfón-
íuhljómsveit Ís-
lands vöktu mikla
lukku í síðustu
viku en með tónleikunum lauk
einnig vel heppnaðri Listahátíð í
Reykjavík. Fjöldi erlendra blaða-
manna sótti tónleikana en flestir
þeirra komu víst frá Frakklandi
þar sem þau Barði og Keren Ann
njóta mikilla vinsælda. Barði held-
ur til Frakklands um miðjan næsta
mánuð og mun þá spila á einum
tónleikum í Suður-Frakklandi áð-
ur en hann heldur til helstu menn-
ingarhöfuðborgar heims, Parísar.
Daginn eftir þá tónleika heldur
hann svo enn norðar á bóginn,
nánar tiltekið til til Seyðisfjarðar
þar sem Bang Gang treður upp á
LungA, Listahátíð ungs fólks á
Austfjörðum.
Þess má svo geta í lokin að
Barði á um þessar mundir heið-
urinn af sex lögum á topp 20 lista
Tónlist.is. Eitt lagið samdi hann
fyrir Dísu, þrjú fyrir Mercedes
Club og tvö er að finna á nýjustu
Bang Gang-plötunni. Geri aðrir
betur.
Frá París til
Seyðisfjarðar
Ný plata Sig-
ur Rósar, Með
suð í eyrum við
spilum enda-
laust, er komin á
svokallaðar
skrárskiptasíður
á netinu, þótt enn sé rúm vika þang-
að til platan kemur út í plötuversl-
unum. Plötunnar hefur orðið vart á
að minnsta kosti einni slíkri vefsíðu
hér á landi, þótt viðkomandi síða sé
að vísu vistuð erlendis.
Þetta er nokkuð sem ætti ekki að
koma Sigur Rósar mönnum á óvart,
og mun líklega ekki hafa teljandi
áhrif á sölu plötunnar, enda á Sigur
Rós fjölda aðdáenda bæði hér
heima og erlendis sem vilja eflaust
eiga plötuna með öllu því sem henni
tilheyrir.
Með suð … á Netinu
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÞAÐ er eiginlega engin þögn á plötunni, ekki
einu sinni á milli laga því þar má heyra í fjörunni
á Seyðisfirði,“ segir Svavar Knútur Kristinsson,
söngvari hljómsveitarinnar Hrauns, um aðra
plötu sveitarinnar, Silent Treatment, sem kemur
út í dag. Svavar segir því ljóst að platan beri ekki
nafn með rentu. „Þetta er svolítil mótsögn. En
platan fjallar samt um þennan samskiptamáta og
þá angist sem maður getur orðið fyrir þegar
maður lendir í slíkri samskiptakló.“
Í fréttatilkynningu vegna útkomu plötunnar
segir að umfjöllunarefni hennar séu gleði, reiði,
þrá, sátt, tryggð og áfengi sem lausn allra heims-
ins vandamála. Marga rekur eflaust í rogastans
vegna síðastnefnda atriðisins. „Já, síðasta lagið
fjallar um að fara á brjálað fyllerí til þess að
drekkja sorgum sínum. Við mælum ekki með því,
en þetta er samt eitthvað sem fólk gerir þegar
það er örvæntingarfullt. En þessi plata er hins
vegar full af von og trú á lífið,“ segir Svavar.
Styrkja geiturnar
Hraun hefur lengi borið það með sér að vera
pólitísk hljómsveit, og segir Svavar það eiga við
rök að styðjast, enda séu meðlimir hennar allir
mjög pólitískir einstaklingar. „Við viljum allir
hjálpa litla manninum, og við erum líka flestir
mjög umhverfissinnaðir og okkur er mjög um-
hugað um samfélagsmál,“ segir Svavar, en gest-
ir á tónleikum Hrauns á Organ fyrir skemmstu
hafa eflaust tekið eftir því að þangað voru mætt-
ir þeir Steingrímur J. Sigfússon, Ögmundur Jón-
asson og fleiri Vinstri grænir. Má túlka það sem
svo að Hraun sé vinstri græn hljómsveit?
„Sumir okkar styðja Vinstri græna, en þó ekki
allir,“ svarar Svavar. „Það er kannski frekar að
Vinstri grænir haldi upp á okkur, og við erum
auðvitað mjög þakklátir fyrir það. Við höfum
náttúrlega verið með lög eins og „Mengum Ís-
land“ og „Jesú elskar ekki minnihlutahópa“ sem
virðast falla í kramið í þessum félagsskap, sem
er frábært.“
Svavar leggur þó áherslu á að Hraun sé
hljómsveit fyrir alla. „Það eru allir velkomnir,
og meira að segja framsóknarmenn hafa látið
sjá sig á tónleikum. Ég hef alveg séð tvo eða þrjá
slíka,“ segir hann og hlær.
Og talandi um tónleika, þá mun Hraun fagna
útkomu nýju plötunnar á Rúbín í Öskjuhlíð á
mánudagskvöldið, 16. júní, sem jafnframt er
fimm ára afmælisdagur sveitarinnar. Húsið
verður opnað kl. 21 og er gert ráð fyrir að sveit-
in stígi á svið kl. 22. Miðaverð er 1.500 kr. og all-
ur ágóði af tónleikunum rennur til styrktar ís-
lenska geitastofninum, sem Svavar segir að hafi
verið nokkuð afskiptur undanfarna áratugi.
„Mér finnst rosalega mikilvægt að hlúa að
menningararfi okkar. Hluti af því er að hlúa að
þeim dýrum og þeim lífsháttum sem við höfum
varðveitt. Við megum ekki gleyma okkur í al-
þjóðavæðingunni, það er vissulega gott að vera
alþjóðavæddur, en maður má ekki glata sál sinni
og sjálfum sér. Geitin er líka svo yndislegt dýr,
hún er sjálfstæð, en samt blíð og skemmtileg.“
Hvað útlönd varðar segir Svavar sveitina ekki
hafa haft tíma til að hugsa út fyrir landsteinana,
en eins og margir eflaust muna komst Hraun í
fimm liða úrslit í keppninni The next big thing
sem BBC World Service stóð fyrir. „Okkur hefur
verið boðið að spila úti en við höfum bara verið
svo uppteknir við að gera plötuna. Við erum
hins vegar að hugsa um að kíkja út með haust-
inu.“
Þögul og hávær meðferð
Hljómsveitin Hraun fagnar fimm ára afmæli og nýrri plötu á mánudagskvöldið
Ljósmynd/Spessi
Pólitískir Hljómsveitin Hraun, frá vinstri: Jón Geir Jóhannsson, Svavar Knútur Kristinsson, Gunnar
Ben, Loftur Sigurður Loftsson, Guðmundur Stefán Þorvaldsson og Hjalti Stefán Kristjánsson.