Morgunblaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Reykjanesbær | Starfsemin í nýrri þjónustumiðstöð á Nesvöllum, hverfi eldri borgara í Reykjanesbæ, er opin öllum bæjarbúum og fólk á öllum aldri hvatt til koma við. Í þjónustu- miðstöðinni starfa hlið við hlið starfs- menn einkafyrirtækja og almanna- þjónustu Reykjanesbæjar að þjónustu við eldri borgara bæjarins. Á Nesvöllum, þar sem áður voru knattspyrnuvellir Njarðvíkinga, er að rísa hverfi fyrir eldra fólk og er fjöldi fólks fluttur inn. Þar eru ýmsar gerð- ir af íbúðum, sérbýli og öryggisíbúðir og fyrirhugað er að reisa þar hjúkr- unarheimili. Fyrirtækið sem á og rekur íbúðirnar, Nesvellir ehf., bygg- ir einnig félags- og þjónustumiðstöð- ina sem er hjarta svæðisins og leigir aðstöðuna til Reykjanesbæjar og þjónustufyrirtækja. Innangengt er í öryggisíbúðirnar og einnig í vænt- anlegt hjúkrunarheimili. Líf hefur smám saman verið að færast í starf- semina og verður þjónustumiðstöðin opnuð formlega í dag. Hugmyndin að samvinnu bæjarins og einkafyrirtækja er komin frá Reykjanesbæ. Tilgangurinn er að koma saman þeim sem veita íbúum hverfisins og öðrum eldri íbúum bæj- arins þjónustu en jafnframt opna dyrnar fyrir fólki af öllum kynslóðum. „Við viljum fá flæði í húsið og tengja kynslóðirnar betur saman, brúa kyn- slóðabilið,“ segir Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri Reykjanesbæjar. Í þeim tilgangi hefur dagmæðrum og stjórnendum leikskóla verið boðið að koma með börnin í garð Nesvalla og inn í húsið. Pallar og útisvæði með skrúðgarði sem tengt er göngustíga- kerfi bæjarins nýtist þeim vel. Þannig koma börn af leikskólanum Gimli vikulega til að dansa fyrir gesti þjónustumiðstöðvarinnar, að sögn Ingu Lóu Guðmundsdóttur, rekstr- arstjóra þjónustumiðstöðvarinnar, og jafnframt fyrirhugað að eldri borg- arar skreppi í kaffi í leikskólann. Önnum kafið fólk getur farið í mat með pabba og mömmu eða afa og ömmu á veitingastaðnum og eru þeg- ar mörg dæmi um slíkar heimsóknir. Reykjanesbær er aðalleigjandi þjónustumiðstöðvarinnar. Þar hefur bærinn sameinað alla þjónustu við eldri borgara sem áður var á fimm stöðum. Hafa 35 til 40 starfsmenn bæjarins nú aðstöðu í húsinu en sinna þjónustu um allan bæ. Með þessu tel- ur félagsmálastjórinn unnt að bæta þjónustuna og ná til fleiri íbúa sem annars væri hætta á að einangruðust. Fyrirtækin sem flutt hafa starfsemi sína á Nesvelli sjá með því tækifæri til að þjóna betur viðskiptavinum sín- um sem þar búa eða sækja þjónustu og komast í nýtt og betra húsnæði. Út úr kössunum „Heilbrigðisstéttirnar hafa mikið verið hver í sínum kassa. Það hefur lengi verið áhugamál mitt að tengja betur sama ýmsa þætti og ein- staklingsmiða þjónustuna,“ segir Adda Sigurjónsdóttir sem rekur Átak heilsulind á Nesvöllum. Hún rak sjúkraþjálfun en færir út kvíarnar með flutningi í þjónustumiðstöðina, meðal annars með líkamsræktarsal. „Þetta er ætlað fyrir fólk á fimmtugs- aldri og eldra, fólk sem treystir sér ekki inn í líkamsræktarstöðvarnar. Við viljum vinna meira að forvörnum, hjálpa fólki áður en í óefni er komið,“ segir Adda. Átak hefur samstarf við Heilsu- verndarstöðina um hjartaálagspróf og er stöðin með tækjabúnað til end- urhæfingar og eftirlits hjarta- og lungnasjúklinga. Adda segir áhugavert að vera með starfsemina í þjónustumiðstöðinni og nýta hluta aðstöðunnar með öðrum. Allar forsendur eru fyrir því að þjónustumiðstöðin á Nesvöllum verði lítill miðbær þar sem fullorðið fólk er í aðalhlutverki en allar kynslóðir eiga greiðan aðgang að. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Rólegheit Enginn hávaði er í líkamsræktarstöðinni hjá Átaki á Nesvöllum. Dagbjörg Guðmundsdóttir sjúkraþjálfari leiðbeindi Erlu M. Olsen viðskiptavini. Miðbær eldri íbúanna  Þjónustumiðstöð eldri borgara á Nesvöllum er opin öllum bæjarbúum  Starfsfólk bæjarins og einkafyrirtækja vinnur saman að þjónustunni MATVÆLAEFTIRLIT Heilbrigðis- eftirlits Reykjavíkur barst nýverið tilkynning frá RASFF, sem er til- kynningakerfi innan Evrópusam- bandsins, þess efnis að glúten sé ekki tilgreint í innihaldslýsingum á matvörunum GØL piparsalami og GØL hvítlaukssalami. Af þeim sök- um hafa vörurnar verið innkallaðar. GØL vörurnar hafa verið til sölu í verslunum Kaupáss, þ.e. Krónunni, Nóatúni, 11-11 og Kjarval. Þeir sem ekki eru með glútenofnæmi þurfa ekki að hafa áhyggjur af neyslu þeirra, en neytendur með glúten- óþol ættu að skila þeim til þeirrar verslunar þar sem þær voru keypt- ar. Glútens ekki getið í lýsingu HÁSKÓLINN í Reykjavík hefur gert samstarfssamning við Teach- ers College við Columbia Univers- ity í New York, elsta háskóla heims á sviði menntunar, sálfræði og heil- brigðisfræða. Samningurinn nær til rannsókna, kennslu og uppbygg- ingu námsbrauta HR og er því mik- ill fengur fyrir skólann, en þetta er í fyrsta sinn sem Columbia Teach- ers College gerir slíkan samning við evrópskan háskóla. Dr. Susan Fuhrman, forseti skólans, mun af því tilefni halda hátíðarræðu við brautskráningu HR í dag, sem er sú stærsta í sögu skólans því alls út- skrifast 423 nemendur. HR og Col- umbia semja HAFIÐ er matsferli vegna fyrir- hugaðs álvers á Bakka við Húsavík, álvers með allt að 250 þúsund tonna ársframleiðslu. Kynning á mats- áætluninni stendur nú yfir á vefsíð- um Alcoa (www.alcoa.is) og HRV Engineering (www.hrv.is), sem mun annast umhverfismatið. Í matsáætluninni er m.a. greint frá áhersluatriðum í frummats- skýrslu og því hvaða rannsóknir eru fyrirhugaðar á vegum Alcoa, auk þess yfirlits yfir þær upplýs- ingar sem liggja nú þegar fyrir. Almenningur er hvattur til að kynna sér tillögurnar og koma at- hugasemdum og ábendingum á framfæri við Arnór Þ. Sigfússon hjá HRV (arnor.sigfusson@hrv.is). Kynningin stendur yfir til 5. júlí. Álverið á Bakka metið FRÉTTASKÝRING Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is HINGAÐ til hefur fjöldi einhleypra kvenna þurft að halda utan, yfirleitt til Danmerkur, í því skyni að fara í tæknifrjóvgun. Guðmundur Arason, kvensjúkdómalæknir hjá tæknifrjóvgunarstof- unni Art medica, segir einhleypar konur hafa þrýst mikið á að lagabreytingin yrði að veruleika. Leiðinlegt hafi verið að loka fyrir þennan mögu- leika hjá konum því þær væru einhleypar. Gera má ráð fyrir því að árlega muni nokkrir tugir kvenna leita til Art medica til að gangast undir tæknifrjóvgun. Þó mun að öllum líkindum draga aðeins úr þessum fjölda þegar frá líður þar sem um uppsafnaðan vanda er að ræða núna, þ.e. konur sem margar hverjar hafa beðið í mörg ár eftir tæknifrjóvgun. Sökum nálægðarinnar hafa margar einhleypar konur leitað til Danmerkur eftir tæknifrjóvgun en þar hafa þær lengi vel átt kost á meðferðinni. Það hefur þó verið ýmsum vandkvæðum búið. Fyrir utan að þurfa að leggja á sig ferðalag erlendis þá hafa sumar konur hald- ið utan án þess að fara í forskoðun. Konurnar hafi talið að þær þyrftu bara sæði en stundum heppn- aðist frjóvgunin ekki sem skyldi og kom í ljós að eitthvað amaði að konunum líkamlega. Með breytingunni getur eðlileg uppvinnsla og meðferð farið fram hér. Danir líkastir Íslendingum Art medica kaupir sæði aðallega frá Danmörku vegna þess hve Danir þykja líkir Íslendingum. Ekki þykir borga sig að setja upp sæðisbanka á Íslandi þar sem markaðurinn er svo lítill en það getur skapað ýmis siðferðisleg vandamál tengd skyldleika o.þ.h. Ekki er þó bannað að nota ís- lenskt gjafasæði. Tæknifrjóvgunarmeðferð fylgir ákveðnu ferli. Fyrst mæta konurnar í viðtöl. Athugað er hvort þær séu nógu hraustar til að undirgangast með- ferðina og hvort þær geti orðið ófrískar. Skoðað er hvort líkamleg eða andleg vandamál séu til staðar sem geti haft áhrif. Meta þarf hvort frjó- semi þeirra sé skert eða hvort eingöngu sé um að ræða skort á sæði. Að rannsóknum loknum getur meðferð hafist. Uppsafnaður vandi  Búast má við tugum einhleypra kvenna í tæknifrjóvgun á ári eftir lagabreytingu  Var áður aðeins á færi kvenna í hjúskap, staðfestri samvist eða óvígðri sambúð Morgunblaðið/Árni Sæberg Barneignir Nýlega var einhleypum konum leyft að fara í tæknifrjóvgun. „ÉG ER byrjuð í meðferð hjá Art Medica,“ seg- ir 37 ára einstæð kona sem blaðamaður ræddi við. „Eins og flestir þá gerir maður ráð fyrir að eignast börn en ég hef ekki hitt þann mann sem ég treysti fyrir þessu.“ Hún segist hafa hugsað alvarlega um tæknifrjóvgun í u.þ.b. ár. „Ég ákvað að gera þetta frekar fyrr en seinna. Þegar maður er búinn að hugsa þetta mál vel þá myndi maður alveg fara utan og gera þetta þar ef þetta væri ekki hægt hér heima. En auðvitað er miklu auðveldara að fara í Kópavoginn en til Kaupmannahafnar,“ segir hún en til stóð að hún færi í tæknifrjóvg- un í Danmörku. Hún segir að það skipti mestu máli að búið sé að samþykkja tæknifrjóvganir einhleypra kvenna í þjóðfélaginu. Þannig hafi þær öðlast sama rétt og fjölskyldufólk. Að auki sé þetta mun ódýrara en að halda utan sem getur gert fleiri konum kleift að fara þessa leið. „Mér finnst þetta algerlega sjálfsögð réttindi.“ „Algerlega sjálf- sögð réttindi“ ÁHERSLA er lögð á öryggi, heil- brigði, félagslíf og menningarstarf í nýrri þjónustumiðstöð á Nesvöll- um. Reykjanesbær rekur þar öldrunarþjónustu sína, stóran hluta tómstundastarfs og dagdvöl aldraðra. Þá er Félag eldri borgara með aðstöðu í húsinu. Einkafyrirtæki bjóða upp á ýmsa lífsstíls- og heilsutengda þjón- ustu. Þar er móttaka heilbrigðis- starfsmanna frá Heilsuvernd- arstöðinni ehf., hársnyrtistofan Elegans, snyrtistofan Laufið, heilsuþjónusta Lyfja og heilsu og Heilsulindin Átak, að ógleymdum veitingastaðnum Neskaffi sem sér íbúum og gestum fyrir næringu. Hátíð vegna opnunar þjónustu- miðstöðvarinnar á Nesvöllum verður í dag, milli klukkan 14 og 17. Hvað er í boði í þjónustumiðstöðinni?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.