Morgunblaðið - 14.06.2008, Page 52

Morgunblaðið - 14.06.2008, Page 52
52 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is SAGT er að fólk hafi liðið um Al- þingisgarðinn í leiðslu í vikunni, dáleitt af blíðum hörputónum Sól- veigar Thoroddsen. Sólveig er „únettinn“ Harpa sem er eitt af Skapandi sumarstörfum Hins hússins og verður á ferðinni í miðborginni í sumar með hörpuna sína. „Það er alveg satt að það er mikið vesen að ferðast með hörp- una milli staða en pabbi hjálpar mér og við erum orðin vön að flytja hana,“ segir Sólveig þegar blaðamaður spyr hana hvernig gengur að burðast með 40 kílóa hljóðfæri um bæinn. Til að vinna bug á sviðshræðslu Það var baráttan við sviðs- skrekkinn sem kom Sólveigu af stað. „Mig vantaði æfingu í að koma fram og spila fyrir fólk. Ef maður kemur ekki fram reglulega stressast maður svo rosalega þegar þarf loksins að halda tónleika,“ segir hún. „Starfið í sumar er mjög gott tækifæri fyrir mig til að skipu- leggja litlar uppákomur og ein- beita mér að tónlistinni.“ Sólveig á að baki átta ára hörp- unám og leikur bæði á klassíska hörpu og írska hörpu. Hún heill- aðist strax sem barn af hljóðfærinu en það var ekki fyrr en fjölskylda hennar flutti til Bandaríkjanna að fannst kennari handa henni. Sól- veig segir þokkann í hljóðfærinu hafa heillað. „Þegar maður plokk- ar í streng og leyfir að óma er það ótrúlega fallegt,“ segir hún og hlær. Eins og gefur að skilja getur Sólveig ekki leikið utandyra í hvaða veðri sem er og mildur hljómur hörpunnar getur ekki not- ið sín hvar sem er. Ef veður er gott fer Sólveig á stjá og kemur sér fyr- ir á rólegum stað. Heyrist ekkert í hávaða „Ef hávaði er í nágrenninu þá heyrist ekkert í hörpunni, en á ró- legu svæði berst hljómurinn ótrú- lega vel,“ segir Sólveg og bætir við að hljómurinn úr hörpunni laði oft að fólk úr nálægum húsum. Þeir sem eiga leið um miðbæinn á góðvirðisdegi ættu því að leggja við hlustir og athuga hvort ekki berist ómur af hörpu úr notalegum garði eða litlu torgi – og ganga á hljóðið. Harpan hljómar í góða veðrinu Sólveig Thoroddsen heldur útitónleika í miðbænum í sumar til að losna við sviðsskrekk Morgunblaðið/Kristinn Heillandi Vegfarendur nutu fagurra hljóma úr hörpu Sólveigar í blíðunni í miðbænum í gær. Í HNOTSKURN » Sólveig Thoroddsen verður19 ára í sumar og hefur lært hörpuleik í átta ár. »Hún heldur útitónleika á ró-legum stöðum í miðbænum þegar veður er gott. » Sólveig spilar einkum róm-antísk og lagræn verk, bæði rómantík, barrokk og 20. aldar. / KringLunni the incredible hulk kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára digital the incredible hulk kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára lúxus ViP speed racer kl. 2:40 - 5:30 - 8:30 LEYFÐ forbidden kingdom kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12 ára / áLFabaKKa indiana jones 4 kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára iron man kl. 3 - 5:30 - 8 B.i.12 ára never back down kl. 10:30 B.i.16 ára nim´s island kl. 3 LEYFÐ the happening kl. 6 - 8 - 10:50 B.i. 16 ára speed racer kl. 2d - 5d - 8 - 10:50 LEYFÐ digital sex and the city kl. 2 - 5 - 8 - 10 B.i. 14 ára Sýnd Í KringLunni Og KeFLaVÍK HeimSFrumSýning á mögnuðum SpennutryLLi Frá m. nigHt SHyamaLan LeiKStjóra tHe SixtH SenSe Og SignS Sem HeLdur bÍógeStum Í HeLjargreipum Frá byrjun tiL enda! Sýnd Í áLFabaKKa Og SeLFOSSi Jackie Chan og Jet Li eru loksins mættir í sömu mynd þar sem snilli þeirra í bardagaatriðum sést glöggt. Nú er spurning hvor er betri!? VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA Sýnd Í áLFabaKKa, KeFLaVÍK Og aKureyri sparbíó 550 kr á allar sýningar merktar með appelsínugulu í saMbíó Edward NortoN Er Hulk í EiNNi flottustu HasarmyNd sumarsiNs. eeee - V.J.V., Topp5.is/FBL - Viggó, 24stundir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.