Morgunblaðið - 14.06.2008, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
Forsætisráð-
herra Geir H.
Haarde
Samstarfs-
hópur stétt-
arfélaga háskóla-
manna* í
kjaraviðræðum
við ríkið bíður
svars við erindi
sínu til forsætis-
ráðherra dag-
settu hinn 3. júní síðastliðinn.
Framhald kjaraviðræðna um-
ræddra stéttarfélaga við ríkið ræðst
af viðbrögðum ráðamanna og því er
brýnt að svar við þessari umleitan
fáist sem fyrst.
Kjarasamningar félaganna voru
lausir hinn 1. maí síðastliðinn. Fram-
lagt tilboð samninganefndar ríkisins
felur í sér kaupmáttarskerðingu auk
þess að draga úr verðgildi mennt-
unar og er til þess fallið að fæla há-
skólamenntað fólk frá opinberum
störfum.
Stéttarfélögin óska eftir við-
ræðum við fulltrúa ríkisstjórn-
arinnar um það hvort og þá hvernig
slík þróun samrýmist stefnuyfirlýs-
ingu hennar þar sem meðal annars
segir að: „… framfarir og hagvöxtur
komandi ára verð(i) knúin áfram af
menntun, vísindum og rann-
sóknum“.
Virðingarfyllst,
Guðlaug Kristjánsdóttir
* Um er að ræða 22 aðildarfélög Bandalags
háskólamanna, ásamt Stéttarfélagi verkfræð-
inga, Kjarafélagi Tæknifræðingafélags Ís-
lands og Lyfjafræðingafélagi Íslands.
GUÐLAUG
KRISTJÁNSDÓTTIR
formaður BHM og talsmaður 25
stéttarfélaga háskólamanna
Bréf til forsætisráðherra
Frá Guðlaugu Kristjánsdóttur
Guðlaug
Kristjánsdóttir
FYRSTA frétt Stöðv-
ar 2 mánudaginn 9. júní
fjallaði um „konung sér-
álita“ í Hæstarétti, Jón
Steinar Gunnlaugsson. Í
inngangi fréttarinnar
kom fram að „umdeild-
ustu dómararnir skila
flestum sératkvæðum“.
Af fréttinni er ljóst að
um er að ræða þá Jón Steinar Gunn-
laugsson og Ólaf Börk Þorvaldsson.
Fréttina flutti Lóa Pind Aldís-
ardóttir sem hefur því líklega haft
samband við þá Róbert Spanó,
lagaprófessor við HÍ, og Brynjar
Níelsson hæstaréttarlögmann, en
vitnað er til þeirra í fréttinni. Í henni
sagði Róbert sératkvæði eðlilegan
fylgifisk þess að leyst væri úr flókn-
um viðfangsefnum og Brynjar sagði
sératkvæði vera hið besta mál, enda
væri lögspeki ekki náttúruvísindi.
Niðurlag fréttarinnar vekur at-
hygli, en í því vitnar
Lóa í ónafngreindan
heimildamann sem
segir að öllum ætti að
vera ljóst „hvernig
skipun Ólafs Barkar og
Jóns Steinars væri til-
komin – sérálit þeirra
ættu því ekki að koma
nokkrum manni á
óvart“ .
Ef rétt er haft eftir
heimildamanni Lóu er
hér um stórfrétt að
ræða. Hann er ósam-
mála þeim Róberti og Brynjari. Sér-
álit þeirra Jóns Steinars og Ólafs
Barkar í þeim málum sem þeir hafa
fjallað um eigi ekki að koma óvart,
enda hafi skipun þeirra verið vafa-
söm.
Þeir hafi semsagt skilað sérálitum
sem byggjast á einhverju öðru mati
en málefnalegum ágreiningi um úr-
lausn málanna. Hvernig stendur á því
að þessi hlutdrægni þeirra Jóns og
Ólafs hefur farið framhjá fjölmiðlum?
Ég skora á Lóu Pind að freista
þess að fá heimildamenn sína til að
ræða þessi mál opinskátt. Hvaða sér-
álit eru það sem orka slíks tvímælis
að þau „ættu því ekki að koma nokkr-
um manni á óvart“? Ef þessir til-
teknu dómarar hafa dæmt þannig að
menn telja þá á einhvern hátt hlut-
dræga er rétt að Lóa Pind og aðrir
fréttamenn upplýsi um það. Eða get-
ur verið að Lóa hafi einfaldlega
skáldað þessa skoðun nafnlausa lög-
spekingsins?
Áskorun til Lóu Aldísardóttur
Sævar
Guðmundsson
skrifar um frétta-
flutning á Stöð 2
Sævar Guðmundsson
»Hvaða sérálit eru
það sem orka slíks
tvímælis að „ættu því
ekki að koma nokkrum
manni á óvart með tilliti
til skipunar
dómaranna“?
Höfundur starfar við vefsíðugerð og
er áhugamaður um vandaða
fréttamennsku.
HINGAÐ til hefur
mér þótt hugmyndin
um olíuhreinsistöð á
Vestfjörðum svo fjar-
stæðukennd að ég hef
vart tekið hana alvar-
lega. Frétt RÚV að
kvöldi 3. júní setti þó
málið í nýtt samhengi
þegar Ragnar Jörundsson, bæj-
arstjóri í Vesturbyggð, hélt því fram
að valdið til að taka ákvörðunina væri
hjá sveitarfélaginu og að 99,9% líkur
væru á því að ráðist yrði í verkefnið.
Ég er fylgjandi skynsamlegri upp-
byggingu iðnaðar en ég finn mig
knúinn til að koma á framfæri þung-
um áhyggjum af þessu máli. Ákvörð-
un sem þessi getur alls ekki verið
ákvörðun fárra sveitarstjórn-
armanna því hún snertir Ísland allt,
hvernig atvinnulífið og áherslur í um-
hverfismálum þróast, hver markmið
okkar eru og hvar við drögum mörk-
in. Fyrst vil ég benda á ágæta um-
fjöllun Stefáns Gíslasonar umhverf-
isstjórnunarfræðings á
www.strandir.is sem birtist þar 27.
apríl 2007. Ég gríp nið-
ur í umfjöllun hans þar
sem segir:
„Hafa ber í huga að
olíuhreinsistöðvar eru
iðnaðarsvæði þar sem
gríðarlegt magn hrá-
efna og fram-
leiðsluvöru er með-
höndlað. Ferlið sjálft
er mjög orkufrekt og
nýtir mikið af vatni.
Starfseminni fylgir
óhjákvæmilega losun
úrgangsefna í and-
rúmsloft, vatn og jarðveg.“
Ég hef alvarlegar áhyggjur af fyr-
irætlunum um olíuhreinsistöð á Vest-
fjörðum. Vangaveltur mínar eru
blanda af tæknilegum, fjárhags-
legum og tilfinningalegum við-
horfum.
Áhætta vegna siglinga með hrá-
efni og afurðir verksmiðjunnar er
mikil. Umferð flutningaskipa með
hráolíu og unnar olíuafurðir verður
gríðarleg. Hættan á að eitthvað fari
úrskeiðis í þessum flutningum er
mikil vegna umfangs flutninganna,
erfiðra náttúrulegra aðstæðna og
veðurfars. Afleiðingar af óhöppum
vegna sjóflutninga á olíu geta verið
hrikalegar og nægir að nefna Exxon
Valdez og Prestige því til staðfest-
ingar. Eftirköst slíkra slysa eru jafn-
an geigvænleg. Hreinsun strand-
lengju getur tekið ár eða áratugi.
Áhrifin á vistkerfið eru skelfileg.
Byggðarlög leggjast í rúst, fótum er
kippt undan atvinnulífi. Við erum
þjóð sem þrátt fyrir allt byggir af-
komu sína enn að stórum hluta á
sjávarútvegi. Erum við tilbúin til að
taka þessa áhættu? Hvar drögum við
mörkin?
Fyrir liggur að Ísland er skuld-
bundið samkvæmt Kyoto-bókuninni
um losun gróðurhúsalofttegunda.
Hið alþjóðlega vísindasamfélag – og
ábyrg stjórnvöld um allan heim –
hafa gert sér grein fyrir því að mann-
kyni er stórkostleg hætta búin ef
ekki tekst að draga verulega úr losun
gróðurhúsalofttegunda á allra næstu
árum. Það alþjóðlega samkomulag
sem taka mun við af Kyoto verður
vafalaust strangara. Olíuhreinsistöð
á Vestfjörðum rúmast ekki innan nú-
verandi losunarheimilda og hún mun
því síður rúmast innan þeirra heim-
ilda sem taka við. Eru menn í fullri
alvöru að íhuga að fara fram með
þetta verkefni í trássi við alþjóða-
samninga og gegn betri vitund um
umhverfislega ábyrgð Íslands í sam-
félagi þjóðanna? Hvar drögum við
mörkin?
Ímynd Íslands sem ferðamanna-
lands og matvælaframleiðanda er
ómetanleg. Við höfum frá upphafi
byggt efnahag okkar á sjávarútvegi.
Jafnframt höfum við haldið á lofti
ímynd Íslands sem lands hreinnar
náttúru. Olíuhreinsistöð á Vest-
fjörðum er ógnun við þessa ímynd.
Hverjir eru hinir fjárhagslegu hags-
munir sem eiga að réttlæta þá fórn?
Er stórum hagsmunum hér fórnað
fyrir litla eða enga hagsmuni. Er
þetta vilji landsmanna? Hvar drög-
um við mörkin?
Vestfirði má líta á sem ósnortið
náttúrusvæði og veruleg lífsgæði eru
í því fólgin að eiga aðgang að slíku
svæði. Fyrir nokkrum árum var það
yfirlýst stefna Vestfirðinga að við-
halda ósnortinni náttúru svæðisins
og byggja á þeim tækifærum sem í
henni felast. Olíuhreinsistöð á Vest-
fjörðum dregur stórlega úr þeim lífs-
gæðum sem að ofan eru nefnd og er
ógnun við uppbyggingu ferða-
mennsku og vistvænnar mat-
vælaframleiðslu á Vestfjörðum. Er
þetta vilji Vestfirðinga og lands-
manna? Hvar drögum við mörkin?
Ímynd Íslands sem þéttipunkts
skapandi hugsunar á sviði endurnýj-
anlegra orkugjafa er mikilvæg. Ís-
lensk stjórnvöld hafa byggt upp
rannsókna- og þróunarstarfsemi á
þessu sviði; sú viðleitni hefur hlotið
alþjóðlega viðurkenningu og oft er
vitnað til Íslands sem framtíðar vetn-
issamfélags. Sérstaða okkar er ekki
síst sú að orkan okkar er að stærst-
um hluta endurnýjanleg og við eigum
raunhæfa möguleika á að knýja far-
artæki okkar á láði og legi með end-
urnýjanlegum orkugjöfum – í fyr-
irsjáanlegri framtíð. Hversu
trúverðug er þessi viðleitni okkar ef
við reisum olíuhreinsistöð og hýsum
starfsemi sem endurspeglar and-
stæðu þeirra gilda sem við höfum
lagt áherslu á? Hvar drögum við
mörkin?
Ég gæti talið upp fleiri áhyggju-
efni, til að mynda má benda á þá
staðreynd að ekkert liggur fyrir um
hvaða erlendu fyrirtæki standa á bak
við áformin og þar af leiðandi er allt á
huldu um markmið þeirra og viðhorf,
til dæmis til samfélagslegrar ábyrgð-
ar og umhverfismála. Ég læt þó stað-
ar numið að sinni en ég vona svo
sannarlega að menn íhugi vandlega
þetta mál. Þeir sem eru andsnúnir ol-
íuhreinsistöð á Vestfjörðum þurfa að
láta í sér heyra áður en það verður of
seint.
Hvar drögum við mörkin?
Helgi Þór Ingason
skrifar um áform
um uppbyggingu
olíuhreinsistöðvar
á Vestfjörðum
» Þeir sem andsnúnir
eru áformum um ol-
íuhreinsistöð á Vest-
fjörðum þurfa að láta í
sér heyra áður en það
verður um seinan.
Helgi Þór Ingason
Höfundur er verkfræðingur og
tónlistarmaður.
HINN 4. maí sl. birt-
ist fróðleg grein í
sunnudagsblaði Morg-
unblaðsins eftir Arn-
þór Helgason sem
nefndist „Bylting í
vinnslu orku úr kol-
um?“ Eins og fram
kemur í greininni að-
stoðaði undirritaður
höfundinn nokkuð við samningu
hennar. Eftir á séð finnst mér fyr-
irsögn greinarinnar ekki gefa nægi-
lega vel til kynna mikilvægi þess sem
þar er um fjallað. Vissulega er um að
ræða byltingu í vinnslu orku úr kol-
um. En miklu meira en það. Um er
að ræða byltingu til hins betra í los-
un gróðurhúsalofttegunda, alvarleg-
asta umhverfisvanda nútímans í
heiminum, ef verkefnið heppnast
eins og lagt er upp með. Þessi bylt-
ing er í því fólgin að ef verkefnið
gengur samkvæmt áætlun heyrir
orkutengd losun gróðurhúsaloftteg-
unda sögunni til. En langstærstur
hluti núverandi losunar gróðurhúsa-
lofttegunda út í and-
rúmsloftið stafar frá
brennslu eldsneytis til
framleiðslu á orku.
Eins og fram kemur í
greininni koma 80%
þeirrar orku sem notuð
er í heiminum í dag frá
brennslu eldsneytis,
kola, olíu og jarðgass.
Gróðurhúsaloftteg-
undir fylgja óhjá-
kvæmilega brennslu
eldsneytis. Sem stend-
ur er þeim sleppt út í
andrúmsloftið. Orkulindir tveggja
fjölmennustu ríkja heims, Kína og
Indlands, sem nú eru í örri
tækniþróun, eru fyrst og fremst
fólgnar í geysilega miklum kolab-
irgðum. Kína er þegar langstærsti
kolaframleiðandi heims með meira
en tvöfalda kolaframleiðslu Banda-
ríkjanna, sem koma næst. Það verð-
ur því ekki raunhæf hugmynd um
langan aldur að hætta að nota elds-
neyti til orkuframleiðslu.
Verkefnið gengur út á að fram-
leiða vetni úr vatni með kolum og að
binda þann koltvísýring sem við það
myndast með því að þrýsta honum
niður í jarðlög þar sem hann gengur
varanlega í efnasambönd við efni í
jarðlögunum, í stað þess að sleppa
honum út í andrúmsloftið eins og nú
tíðkast við alla brennslu eldsneytis.
Hvert kg af vetni geymir um þrisvar
sinnum meiri orku en hvert kg af
gasolíu. Engin mengun fylgir
brennslu þess. Einungis vatnsgufa
myndast þegar því er brennt. Unnt
er að framleiða rafmagn beint úr
vetni í svonefndum efnarafölum (fuel
cells), en þeir eru enn á þróunarstigi.
Nú þegar er hægt að nota vetnið sem
eldsneyti í eldsneytiskyntum raf-
stöðvum á svipaðan hátt og t.d. jarð-
gas er í dag notað til að framleiða
rafmagn.
Hinn endanlegi orkunotandi fær
orku sína sem vetni og raforku sam-
kvæmt þessari hugmynd, og í minni-
háttar mæli sem varma. Engu þess-
ara orkuforma fylgja
gróðurhúsalofttegundir við notkun,
gagnstætt því þegar kolum, olíu eða
gasi er brennt.
Vandinn sem leysa þarf felst ann-
arsvegar í því að binda koltvísýring-
inn í jörðu og hinsvegar í því að nota
vetni sem eldsneyti til almennra
nota. Smávegis reynsla, en takmörk-
uð, er fengin af að binda koltvísýring
sem fylgir gasvinnslu í Norðusjónum
í jarðlögum undir honum. Ganga má
út frá að aðstæður til að binda koltví-
sýringinn séu misjafnar eftir jarð-
lögum. Hér er því þörf á umfangs-
miklum rannsóknum.
Notkun vetnis sem eldsneytis er
ennþá vanþróuð tækni nema helst til
raforkuframleiðslu með gashverflum
á sama stað og það er framleitt. Þótt
vetni sé orkumikið er það jafnframt
fyrirferðarmikið, jafnvel undir mikl-
um þrýstingi. Vetnið á vetnisvögn-
unum sem óku um götur Reykjavík-
ur var geymt á 360-földum þrýstingi
andrúmsloftsins. Samt var það um 9
sinnum fyrirferðarmeira en gasolía
með sama orkuinnihaldi. Erfitt er að
koma slíkri lausn við á litlum fólks-
bíl. Aðrar aðferðir verða að koma til
sem finna þarf með rannsóknum.
Þær rannsóknir, ásamt þróun að-
ferða til að binda koltvísýringinn,
eru meginhluti verkefnisins.
Kol eru nú þegar flutt með hag-
kvæmum hætti frá námum til orku-
vera með skipum og járnbrautum.
Koltvísýring er líka unnt að flytja í
pípuleiðslum á hagkvæman hátt
nokkur hundruð kílómetra frá orku-
veri til urðunarstaðar. Það er því
ekki nauðsynlegt að dæla honumn-
iður við orkuverin enda þótt það sé
hagkvæmast ef það er unnt.
En hvað skeður þegar kolabirgðir
jarðar ganga til þurrðar sem gæti
orðið eftir um 200 ár þegar tekið er
tillit til iðnvæðingar núverandi þró-
unarlanda? Það er þekkt að unnt er
að sundra vatnsgufu í frumefni sín,
vetni og súrefni, með því að hita hana
í mjög hátt hitastig. Slíkt hitastig má
framkalla með því að safna sólar-
geislum saman með holspeglum. Það
er þá sólarorka, en ekki efnaorka
kolanna, sem sundrar vatni í frum-
efni sín. Nauðsynleg tækni til þess er
enn ekki til en gæti vel orðið það eft-
ir 200 ár. Og sólarorkan er varanleg
orkulind sem ekki gengur til þurrðar
þótt nýtt sé eins og kolin.
Bandaríkin hafa sætt ámæli fyrir
að vilja ekki gerast aðili að Kyoto-
bókuninni. Kannske rekur þetta
tæknivæddasta samfélag veraldar af
sér slyðruorðið með því að leggja
grundvöllinn að vetnissamfélagi
framtíðarinnar.
Bylting í umhverfismálum heimsins
Jakob Björnsson
skrifar um
eldsneytis- og
orkumál heimsins
Jakob Björnsson
» Það verður því ekki
raunhæf hugmynd
um langan aldur að
hætta að nota eldsneyti
til orkuframleiðslu.
Höfundur er fyrrverandi
orkumálastjóri.