Morgunblaðið - 14.06.2008, Page 6
!"#!
$
ORKUSTOFNUN veitti í gær
norska olíuleitarfyrirtækinu Wave-
field-InSeis leyfi til leitar að kol-
vetni á norðanverðu Drekasvæð-
inu. Fyrirtækið ráðgerir að hefja
hljóðbylgjumælingar innan nokk-
urra daga. Leyfið er til þriggja
ára.
Wavefield-InSeis var við mæl-
ingar á svæðinu árið 2001 og er
tilgangurinn með mælingum nú að
skoða betur áhugaverð fyrirbæri
og fá þéttari og nákvæmari gögn
á fyrra mælingarsvæði.
Orkustofnun fær öll gögn sem
safnað er og getur notað þau í
þágu þekkingaröflunar ríkisins
um auðlindir. andri@mbl.is
Leitarleyfi
veitt við
Drekasvæðið
6 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
„Á MEÐAN ekki er leitað, fagaðilar vita hvorki
hvað mansal er né hvernig bregðast eigi við því og
engin úrræði eru í boði fyrir fórnarlömbin, þá er
engin von til þess að konur stígi fram og viður-
kenni að þær séu fórnarlömb mansals,“ segir Guð-
rún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, þegar hún er
spurð hversu umfangsmikið vandamál hún telji
mansal vera hér á landi.
Guðrún er ein þeirra sem sitja í starfshópi á
vegum félagsmálaráðuneytisins sem um þessar
mundir vinnur að því að semja aðgerðaáætlun ís-
lenskra stjórnvalda gegn mansali. Í samtali við
Morgunblaðið segist Guðrún fagna því að núna
skuli loksins eiga sér stað vitundarvakning á þessu
sviði, því til skamms tíma hafi mansal ekki verið á
dagskrá hjá fagaðilum og því ekki verið hugað að
því að greina og upplýsa um mansal hérlendis.
„Mansal í kynlífsiðnaði er
alltaf falið í blómstrandi klám-
iðnaði. Það er því ómögulegt að
greina á milli mansals, kláms
og vændis. Sökum þessa þurf-
um við, ef við meinum það að
við viljum losna undan því að
vera flækt í vef mansals, að
ráðast gegn klámiðnaðinum
eins og hann leggur sig,“ segir
Guðrún og bendir í þessu sam-
hengi á að eitt mikilvægasta baráttutækið þar
væri að banna kaup á vændi. Minnir hún á að
meirihluti Íslendinga vilji banna kaup á vændi
samkvæmt skoðanakönnun sem Capacent Gallup
gerði og birt var í mars 2007.
„Íslenska leiðin“ gefist vel
„Eitt af því sem þó hefur verið gert á Íslandi og
gefist hefur afar vel er bannið við einkadansi og
síðar rekstri nektardansstaða,“ segir Guðrún og
telur að tala megi um þessa leið sem „íslensku leið-
ina“, því þessi aðferð hefur eftir því sem Guðrún
kemst næst ekki verið reynd í öðrum löndum.
„Þetta markast kannski af því að klámiðnaðurinn
á Íslandi hefur fyrst og fremst tengst hinum svo-
kölluðu nektardansstöðum. Þegar lögreglusam-
þykktunum var breytt í Reykjavík og á Akureyri
og hinn svokallaði einkadans bannaður fækkaði
stöðunum til muna.
Ég held að þetta hafi verið mun öflugri og rót-
tækari aðgerð en yfirvöld áttuðu sig á,“ segir Guð-
rún og telur það hafa verið mikið framfaraspor
þegar nektarstaðir voru í framhaldinu bannaðir
samkvæmt lögum sl. sumar. Með þessum aðgerð-
um hafi nektardansstöðum fækkað úr þrettán í
einn. Segir hún þó enn til vansa að samhliða hafi
verið opnað fyrir undantekningar fyrir rekstri
nektardansstaða. „Það væri mikið þjóðþrifamál að
losna við þann eina stað sem eftir er.“
Ekkert finnst sé ekki leitað
Í HNOTSKURN
»Samkvæmt skoðana-könnun Gallup í mars 2007
vildi meirihluti Íslendinga
banna kaup á vændi.
»Samkvæmt lögum um veit-ingastaði, gististaði og
skemmtanahald, sem gildi
tóku 1. júlí 2007, eru nektar-
sýningar bannaðar nema sér-
stakt leyfi sé fyrir hendi.
»Leyfisveitandi getur heim-ilað í rekstrarleyfi að fram
fari nektardans í atvinnuskyni
að fengnum jákvæðum um-
sögnum sex umsagnaraðila.
Rúna Jónsdóttir
LEIKSKÓLARNIR í Seljahverfi í Breiðholti
héldu sína árlegu hátíð í gær, föstudaginn 13.
júní. Fimm leikskólar tóku þátt í gleðinni: Hálsa-
borg, Hálsakot, Jöklaborg, Seljaborg og Selja-
kot, en í þessum skólum dvelja um 366 börn.
Hefð er fyrir því að börn í Seljahverfi taki for-
skot á þjóðhátíðardaginn 17. júní með sinni eigin
hátíð þar sem farið er í skrúðgöngu um hverfið
undir fánum og lúðrablæstri. Leikskólinn Jökla-
borg hélt einnig upp á 20 ára afmæli sitt í gær og
þar var ungu göngufólki og öðrum gestum boðið
upp á skemmtidagskrá og veitingar. haa@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Ungir göngugarpar taka forskot á þjóðhátíðardaginn
HAFRANNSÓKNASTOFNUN seg-
ir, að í nýafstöðnum vorleiðangri
rannsóknaskipsins Bjarna Sæ-
mundssonar hafi komið í ljós, að
mikil áta var víðast hvar í kringum
landið, einkum úti fyrir Suður-
ströndinni. Þá voru hiti og selta yfir
langtímameðaltali sunnan og vest-
an við land og undir eða nærri því
fyrir norðan.
Út af Suðurlandi fannst um tvisv-
ar sinnum meira af átu en í með-
alári, sérstaklega var mikið af átu,
einkum rauðátu, í Háfadýpi og á
Selvogsbanka.
Fundu mikla
átu við landið
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær tvo karlmenn á fer-
tugsaldri, þýskan ríkisborgara og
rúmenskan ríkisborgara, í tíu og
sjö mánaða fangelsi fyrir auðg-
unarbrot. Mennirnir notuðu fölsuð
greiðslukort til að taka út fjármuni
úr hraðbönkum hér á landi.
Mennirnir hafa báðir hlotið dóma
fyrir falsanir á greiðslukortum eða
auðgunarbrot með notkun falsaðra
greiðslukorta.
Notuðu fölsuð
greiðslukort
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Húsavík | Norðursigling hefur boð-
að til alþjóðlegrar siglingahátíðar
fyrir hefðbundin seglskip á Húsavík
árið 2011 og eru bundnar vonir við
að eigendur 10-15
seglskipa þekkist
boðið.
Hátíðin á
Húsavík, Siglum
norður 2011 (Sail
North 2011),
verður fyrsta há-
tíð sinnar teg-
undar hér á landi.
Til þess að hún
megi lukkast er
bráðnauðsynlegt
að fá erlenda þátttakendur því á Ís-
landi er aðeins eitt hefðbundið segl-
skip í notkun; skonnortan Haukur
sem er einmitt í eigu Norðursigl-
ingar. Heimir Harðarson, markaðs-
stjóri ferða- og hvalaskoðunarfyr-
irtækisins Norðursiglingar, segir að
hugmyndin að hátíðinni hafi kviknað
út frá áhuga starfsmannanna á hefð-
bundnum seglskipum. Þeir hafi í
gegnum árin sótt erlendar sigl-
ingahátíðir, komist í kynni við sigl-
ingamenn með sömu áhugamál og
lengi velt því fyrir sér hvort hægt
væri að halda slíka hátíð á Húsavík.
Þegar hinn frægi siglingakappi og
landkönnuður, Arved Fuchs, hafi
boðist til að gera verndari hátíð-
arinnar hafi þeir látið slag standa.
Arved hefur komið hér á seglskipi
sínu, Dagmar Aen, en hann er hvað
þekktastur fyrir heimskautaleið-
angra sína, ekki hvað síst fyrir að
hafa verið fyrsti maðurinn til að hafa
farið á skíðum á báða pólana á sama
árinu. Á Suðurpólinn fór hann með
Reinhold Messner.
Heimir segir það afar mikilvægt
að Arved hafi boðist til að kynna há-
tíðina enda sé hann afar vel þekktur
innan þess hóps sem stundar sigl-
ingar á hefðbundnum seglskipum.
Siglingahátíðin á Húsavík verður
haldin 25.-31. júlí 2011 í tengslum við
Húsavíkurhátíðina. Þar sem hægt er
að gista um borð í skipunum þarf
ekki að hafa áhyggjur af því að tjald-
stæðin yfirfyllist.
Stefnt er að því að skonnortunni
Hauki verði siglt til Amsterdam
sumarið 2008 til að taka þátt í sigl-
ingahátíð og verði síðan siglt til baka
til Húsavíkur sumarið á eftir, hugs-
anlega í fylkingarbrjósti lítils segl-
skipaflota.
Siglum norður til Húsavíkur árið 2011
Seglum þöndum Skonnortan Haukur verður á heimavelli á Húsavík 2011.
Heimir
Harðarson
Halda siglinga-
hátíð fyrir hefð-
bundin seglskip Skonnortan Haukur var smíð-
aður úr eik árið 1973, þá sem
venjulegt fiskiskip.
Skipasmiðurinn Jón Jónasson
teiknaði skipið en hann var mikill
áhugamaður um skútur og hafa
skip úr hans smiðju svipað lag
og gömlu íslensku skúturnar.
Jón var með slipp á Gelgju-
tanga, skammt frá Sundahöfn í
Reykjavík.
Hann var jafnan kallaður Jón á
ellefu. Viðurnefnið fékk hann
vegna þess að hann ólst upp á
Framnesvegi 11 í Reykjavík.
Hann var líka með númerið 11
þegar hann spilaði fyrir Knatt-
spyrnufélag Reykjavíkur og fyrir
fyrsta íslenska landsliðið í fót-
bolta árið 1986.
Jón fæddist árið 1923 og lést
árið 1983.
Norðursigling eignaðist Hauk
árið 1996 og þar á bæ varð
mönnum fljótlega ljóst að skipið
yrði afbragðsseglskip.
Skipið var tekið í slipp árið
2000, stýrishúsið fjarlægt og á
það sett tveggja mastra skonn-
ortureiði.
Á Vestfjörðum er til systurskip
Hauks.
35 ára eikarsmíð