Morgunblaðið - 14.06.2008, Page 4

Morgunblaðið - 14.06.2008, Page 4
4 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „MÉR sýnist grasið vera vel í meðallagi núna og mað- ur getur hreinlega ekki sleppt úr þessum góðviðris- dögum,“ segir Egill Sigurðsson, bóndi á Berustöðum í Ásahreppi í Rangárvallasýslu, en þar var verið að smyrja rúlluvélina í gærkvöldi og undirbúa plöstun. Fyrsti sláttur sumarsins var við Hvamm í Eyjafirði hinn 3. júní, en nú hafa bændur víða um land fylgt á eftir og má segja að óvenjumikið sé um að menn séu í heyskap miðað við árstíma. „Við byrjuðum að slá á fimmtudaginn og erum að taka þetta saman í dag, svo við erum talsvert fyrr á ferðinni en í fyrra. Hátt í tíu dögum líklega,“ segir Egill og þakkar góðu vori sprettuna. Hann segir það sama eiga við um aðra kúa- bændur í nágrenninu, óvenjumargir séu þegar byrj- aðir að slá og upp úr næstu viku megi eiga von á að heyskapur verði kominn á fullan snúning um sveitina alla. Á bænum Hrepphólum á Flúðum er sláttur einnig kominn á fullt og þar var Ólafur Stefánsson bóndi við að raka í kvöldsólinni þegar ljósmyndara Morgun- blaðsins bar að. „Þetta gengur mjög vel og veðrið leikur við okkur. Við erum mjög ánægðir með það sem við erum búin að taka núna og höfum sjaldan ver- ið fyrr á ferðinni.“ Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem sláttur hefst svo snemma á Suðurlandsundirlendinu, árið 1954 mun fyrsti sláttur hafa verið 9. júní og 8. júní árið 2003, en eftir sem áður er óvenjulegt hversu víða er byrjað að slá. Á bænum Hundastapa á Mýrum er heyskapur einn- ig kominn af stað, töluvert fyrr en síðastliðið sumar. Slátturinn hófst þó kannski ekki með besta móti hjá Halldóri Gunnlaugssyni bónda. „Það gengur bara hægt núna en er það ekki bara eins og það á að vera þegar maður byrjar. Ég er að gera við núna, pússa og yfirfara eins og menn segja svo við erum í starthol- unum.“ Halldór segir ómögulegt að spá fyrir um hversu mikið komi úr fyrsta slætti, en horfurnar séu nokkuð góðar. „Mér sýnist þetta vera svipað mikið gras og í fyrra, en þetta er bara mikið fyrr á ferðinni. Ég held það hafi ekki verið farið að slá svona snemma á Hundastapa fyrr.“ Ekki spillir veðrið heldur fyrir stemningunni og ekki skrýtið að bjart sé yfir mönn- um. „Það þýðir ekkert annað en að vera bjartir. Það eru svo margir að tala um tískuorðið kreppuna, en við megum ekkert vera að því að hugsa um það.“ Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Heyskapur Ólafur Stefánsson, bóndi á Hrepphólum á Flúðum, að raka í kvöldsólinni en sláttur er víða hafinn. Slegið í heiðríkju Óvenjumargir bændur hafa þegar hafið heyskap og þakka frostlausum maímánuði snemmbúna sprettu HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur dæmt karlmann í sex mánaða skil- orðsbundið fangelsi fyrir kynferðis- brot. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða fórnarlömbum sínum, sjö stúlkum á tólfta aldursári og einni tólf ára, samtals 900 þúsund krónur í miskabætur. Brotin áttu sér stað í Sundmiðstöð Reykjanesbæjar í janúar og febrúar sl. Strauk hann stúlkunum um rass- inn utanklæða og kleip þær einnig nokkrar í rassinn. Þá strauk mað- urinn kynfæri einnar stúlkunnar ut- anklæða og beraði kynfæri sín alla vega tvívegis. Í framburði stúlknanna kom fram að maðurinn elti þær um sundlaug- ina og glápti mikið á þær milli þess sem hann strauk þeim ef þær syntu framhjá. Þá hafi hann tekið út á sér typpið þegar þær voru í kafi. Mað- urinn neitaði sök en dómurinn kvað ekkert í málinu hafa komið fram sem kastaði rýrð á framburð stúlknanna. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að brotin hafi beinst gegn ungum stúlkum og verið ítrekuð. Við ákvörðun refsingar var þó litið til þess að maðurinn hefði ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað. Áhrif atvikanna á stúlkurnar eru misjöfn. Sumar þeirra vilja ekki fara í sund, aðrar sváfu illa til að byrja með. Á öðrum var engar breytingar að merkja. Dómurinn var fjölskipaður. Dóms- formaður var Arnfríður Einarsdóttir og meðdómendur Gunnar Aðal- steinsson og Sandra Baldvinsdóttir. Dæmdur fyrir að áreita átta stúlkur FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is HÖFUÐPAURINN í hraðsend- ingarmálinu svonefnda, Annþór Kristján Karlsson, fékk fjögurra ára fangelsi á dögunum. Í dóm- inum kemur fram að mestu hafi skipt um framburð tveggja með- ákærðu í málinu. Þeir hlutu væg- ari dóm, eitt og hálft ár í fangelsi, fyrir að aðstoða lögreglu við rann- sókn málsins en leiða má að því líkum að Annþór hafi vegna til- stilli aðstoðarinnar hlotið þyngri dóm – eða dóm yfirleitt – en ella. Í litlu samfélagi eru slík tilvik algeng, þ.e. að fangar eigi ým- islegt sökótt við annan, og fang- elsismálayfirvöld vel í stakk búin til að takast á við slíkt ósætti. Er- lendur Baldursson, afbrotafræð- ingur hjá Fangelsismálastofnun, bendir á að ýmis úrræði eru fyrir hendi hjá stofnuninni. Þannig eru sjö deildir á Litla-Hrauni, og reynt að raða mönnum á mismun- andi deildir ef ósætti er þeirra á milli. Einnig hafa fangelsisyfirvöld komið á sáttafundum til að reyna hreinsa andrúmsloftið. Ef hins vegar stefnir í óefni hefur verið gripið til þess ráðs að vista menn í sitt hvoru fangelsinu. Fangar og tilvonandi fangar reyna einnig á stundum að beita því fyrir sig að afplánunarfangi eigi sitt hvað sökótt við sig til að komast þangað sem þeir vilja. Oft- ast nær er það á Kvíabryggju. Er- lendur segir málin metin hverju sinni og ekki hafi verið tekin ákvörðun um fyrirkomulag afplán- unar í hraðsendingarmálinu. Hann segir þessi mál yfirleitt „græjuð“ og það hafi gengið vel. Enda sé mjög lítið um ofbeldi í íslenskum fangelsum. Úrræði eru fyrir hendi  Niðurstaða í hraðsendingarmálinu réðst helst af framburði tveggja sakborninga  Óvíst er að þeir þurfi að afplána dóm sinn í sama fangelsi og höfuðpaurinn Fangelsi Fangelsismálastofnun reynir að koma til móts við vilja fanga. Í HNOTSKURN »Fangelsi ríkisins eru:Hegningarhúsið Skóla- vörðustíg, Litla-Hraun, Kvía- bryggja og fangelsin á Ak- ureyri og í Kópavogi. »Almennt er vinsælast með-al fanga að afplána dóm á Kvíabryggju. »Segja má að fangelsið áKvíabryggju sé opið. Þar eru hvorki rimlar fyrir glugg- um né heldur er svæðið öðru- vísi afgirt en sveitabýli. ALLS höfðu 4400 af 4600 nem- endum 10. bekkja grunnskóla sótt um skólavist í framhaldsskólum næsta haust þegar umsókn- arfrestur um nám rann út hinn 11. júní. Þá sóttu 3400 eldri nemendur, sem annaðhvort óska eftir að skipta um skóla eða hefja nám að nýju, um skólavist í dagskóla. Vinsælustu skólarnir í ár virðast sem fyrr vera Verzlunarskóli Ís- lands og Menntaskólinn í Hamra- hlíð, en þessum skólum bárust flest- ar umsóknir og þurfa þeir að vísa frá rúmlega 400 nemendum sem höfðu valið þá sem fyrsta kost. Skólar munu senda svarbréf til þeirra umsækjenda sem fengið hafa inni og þurfa nemendur að stað- festa veitta skólavist með greiðslu innritunargjalds. Umsóknir þeirra sem ekki komast að verða sendar menntamálaráðuneytinu sem leitar úrræða fyrir viðkomandi, og er þá litið svo á að framhaldsskólar hafi skyldur við nemendur sem eiga lög- heimili í nágrenni þeirra. Frá og með 17. júní geta umsækj- endur um skólavist opnað umsóknir sínar aftur á Netinu og fylgst með afgreiðslu þeirra. Allar umsóknir ættu að vera afgreiddar fyrir mið- nætti fimmtudagsins 19. júní. Mikil aðsókn í skólana UMFERÐ á þjóðvegum landsins hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár. Ný umferðartalning Vegagerð- arinnar um bílaumferð í maí sl. bendir til þess að hægt hafi á þessari aukningu og í sumum tilfellum hefur orðið um fækkun ökutækja að ræða. Eins og fram hefur komið, er lík- leg ástæða sú mikla hækkun sem hefur orðið á eldsneyti að undan- förnu. Bíleigendur hugsi tvisvar um áður en þeir leggja í langferð á bíl- um sínum. Auður Þóra Árnadóttir, forstöðu- maður umferðardeildar Vegagerð- arinnar, hefur tekið saman umferð- artölur fyrir 14 staði í þjóðvegakerfinu. Þegar þessar tölur eru skoðaðar, sést þessi þróun greinilega. Tölur fyrir fyrstu dagana í júní eru ekki tiltækar enn sem komið er. Fram kom hér í blaðinu fyrir skömmu, að bílaumferð um Hval- fjarðargöngin dróst verulega saman fyrstu helgina í júní miðað við sömu helgi í fyrra. Samdrátturinn var 11,7%. sisi@mbl.is                                                                                Hægist á umferð- inni á þjóðvegum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.