Morgunblaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Elsku amma, elsku
fallega amma mín. Ég trúi því ekki
að þú sért farin frá mér. Tilfinn-
ingarnar bera mig ofurliði og sökn-
uðurinn óbærilegur. Fráfall þitt
kom mér og öllum á óvart þar sem
þú varst svo hraust og full af lífi.
Þú sagðir mér oft frá því þegar þú
fyrst fékkst mig í hendurnar mán-
aðar gamla að ég hefði horft á þig
stórum rannsakandi augun. Þér
fannst eins og ég væri að leggja
mat á hvort þú værir manneskja
sem ég ætlaði að samþykkja.
Frá því ég man eftir mér hefur
þú alltaf verið uppáhalds amman
mín, alltaf svo góð við mig. Þú
varst ein elskulegasta manneskja
sem ég hef kynnst, með besta
hjarta af öllum og ást þín var ótak-
mörkuð. Þú varst fyrirmyndin mín
og ég hef alltaf litið upp til þín. Þú
talaðir mikið um Gerðubergskór-
inn og það sást vel að þú naust þín
að syngja. Ég er svo þakklát fyrir
að hafa komið á vortónleikana. Þú
varst svo flott og ég stend við það
sem ég sagði við þig þá, að þú vær-
ir langfallegasta konan á sviðinu.
Þú varst líka ein af mínum bestu
vinkonum. Ég gat rætt allt við þig
og ég á eftir að sakna þess mest.
Þú varst minn trúnaðarvinur. Þú
varst alltaf með skemmtilegar sög-
ur til að segja eða ráðleggingar
fyrir mig. Alltaf þegar ég kom í
heimsókn varst þú búin að baka
gómsætar kökur, pönnukökur eða
bestu flatkökur í heimi. Þegar ég
var yngri fylgdist ég alltaf með þér
þegar þú bakaðir pönnukökur. Ég
veit ekki enn af hverju þú klapp-
aðir alltaf tvisvar á pönnukökuna
meðan hún var að bakast, en í dag
þegar ég baka klappa ég eins og
þú.
Ég man ekki eftir aðfangadags-
kvöldi öðruvísi en að þú værir með
okkur. Það var svo gaman hjá okk-
ur. Jólin verða ekki söm án þín.
Guðfinna Jónsdóttir
✝ Guðfinna Jóns-dóttir, Vest-
urbergi 191 í
Reykjavík, áður til
heimilis á Völlum í
Garði, fæddist á
Meiðastöðum í
Garði 25. janúar
1930. Hún lést á
heimili sínu 31. maí
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Útskálakirkju
10. júní.
Manstu þegar ég
var lítil þá sungum
við tvær alltaf saman
í bílnum. Við sungum
alltaf Smaladrenginn.
Þegar kom að text-
anum „Sól og vor ég
syng um, snerti gleði-
streng“ náði ég aldrei
háu tónunum, en þú
náðir þeim og söngst
svo fallega. Þú varst
svo mikill partur af
mér og mínu lífi. Allt
sem gerðist í lífi
mínu sagði ég þér.
Þú tókst þátt í öllu sem ég gerði.
Mættir á allar danskeppnir, píanó-
tónleika, skólaleikrit og fleira. Þú
gafst mér ómetanlegan stuðning í
öllu sem ég tók mér fyrir hendur
og ég er þakklát fyrir það. Alltaf
þegar ég lærði nýtt lag á píanóið
hlakkaði ég til að spila það fyrir
þig. Ég spila núna á hverjum degi
„Drottinn er minn hirðir“ fyrir þig,
ég vona að þú heyrir í mér.
Þú varst mikill dýravinur og
alltaf góð við Fífu. Hún saknar þín
mikið. Þegar við vorum að koma til
þín þá sást alltaf í þig í gegnum
gluggann, sitjandi í hvíta stólnum
að prjóna. Alltaf þegar ég fór þá
gafstu mér í nesti bleikan opal-
brjóstsykur með súkkulaði inni í.
Elsku amma mín, þú ætlaðir að
vera við útskriftina mína og fagna
með mér næsta laugardag. Ég veit
að afi hefur tekið á móti þér opn-
um örmum og að Flóki hefur kom-
ið hlaupandi með dillandi skottið.
Saman verðið þið öll með mér í út-
skriftinni.
Elsku besta amma mín, ég
sakna þín svo mikið. Ég vildi óska
að ég gæti faðmað þig og spjallað
eins og við gerðum.
Ég elska þig, elsku amma mín.
Þín
Hrund.
Mér er ljúft að minnast systur
minnar sem fór svo skyndilega frá
okkur. Hún Finný, eins og hún var
jafnan kölluð, gegndi mikilvægu
hlutverki í okkar systkinahópi.
Við fráfall móður okkar hvarf
Finný frá námi við Héraðsskólann
á Núpi í Dýrafirði og sneri heim að
Meiðastöðum til að taka við heim-
ilinu og búinu. Hún var þá nýorðin
18 ára, ég var 16 ára, Rúna 15 og
Hulda 13 ára. Faðir okkar, Jón Ei-
ríksson, var í krefjandi starfi sem
kaupfélagsstjóri fyrir Ingólf í
Sandgerði og vann langan vinnu-
dag.
Finný stýrði heimilinu af mikl-
um skörungsskap og aðdáunarvert
var hversu dugleg og ráðagóð hún
var í öllum málum. Heimilisbrag-
urinn á Meiðastöðum einkenndist
af samheldni, samhjálp og sjálfs-
bjargarviðleitni. Ég var prinsinn á
heimilinu og komst gjarnan undan
heimilisstörfum og Finný gerði
gjarnan grín að því að það yrði að
hafa skyrturnar straujaðar fyrir
hann Eika svo hann gæti farið á
ball. Þannig stjönuðu þær systur
við mig í hvívetna og í staðinn
reyndi ég að lagfæra eitt og annað.
Þetta umhverfi hafði djúpstæð
áhrif á okkur og mótaði okkur og
samband okkar systkinanna þann-
ig að áhrifanna hefur gætt æ síðan.
Líf systur minnar eins og svo
margra einkenndist af stanslausri
vinnu, en þrátt fyrir það gaf hún
sér tíma fyrir félagsstörf og söng.
Hún eignaðist góðan mann, Guð-
mund Gíslason, sem nú er látinn
og saman eignuðust þau fimm fyr-
irmyndarbörn. Þau byggðu sér ný-
býli á Völlum út úr Meiðastaða-
jörðinni og veitti það mér ánægju
að geta aðstoðað við byggingu
hússins og endurgoldið systur
minni þannig umhyggjuna, svo ég
tali nú ekki um allar skyrturnar
sem hún straujaði fyrir mig.
Þær voru tíðar ferðirnar í Garð-
inn til Finnýjar og Mumma og oft
var mannmargt á Völlum. Þar kom
fjölskyldan gjarnan saman og há-
punktur þess og fastur liður var
jólaballið í Garðinum þar sem
pabbi lék á harmoníkkuna og börn-
in okkar mættu öll á dansiballið í
sínu fínasta pússi, full eftirvænt-
ingar. Börnin okkar áttu þess jafn-
framt kost að dvelja í Garðinum
um skemmri eða lengri tíma. Það
var mikið fjör því barnaskarinn
var fjölmennur og lífsgleðin við
völd.
Ég og fjölskylda mín sendum
börnum Finnýjar og fjölskyldum
þeirra innilegar samúðarkveðjur.
Nú þegar komið er að skiln-
aðarstundu lýt ég höfði og kveð
systur mína með söknuði og þökk
fyrir samfylgdina. Guð blessi
minningu þína.
Eiríkur Jónsson.
Elsku amma mín.
Þegar mamma hringdi í mig og
sagði mér að þú værir farin frá
okkur hrönnuðust upp allar þær
góðu minningar sem ég átti um
þig. Allt frá því þegar ég var lítil
stelpa og kom í heimsókn í Garð-
inn til þin og afa. Ég man sér-
staklega eftir þegar við barnabörn-
in komum í heyskapinn en þá var
alltaf kátt á hjalla og þú bakaðir
pönnukökur og flatkökur fyrir all-
an barnaskarann auk sem þú lést
ekki þitt eftir liggja í heyskapnum.
Veislurnar þínar voru alltaf frá-
bærar bæði í Garðinum í Vest-
urberginu og undraðist ég hve
miklu þú komst í verk allt til síð-
asta dags.
Það var alltaf svo gott að tala
við þig því þú skildir mig svo vel
og sást alltaf jákvæðu hlutina.
Það var svo gaman að sjá þig í
afmælinu hennar Ásdísar Aspar.
Þú gafst henni svo fallega bleika
og hvíta kápu sem þú hafðir prjón-
að að þinni alkunnu snilld. Þér
fórst allt svo vel í hendi hvað sem
þú tókst þér fyrir og varst algjör
snillingur í prjónaskap. Þín verður
sárt saknað elsku amma mín. Það
er mjög erfitt að kveðja þig en ég
hugga mig við það að þú sért kom-
in til afa sem er búinn að bíða eftir
þér í tíu ár.
Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með
tárum. Hugsið ekki um dauðann með
harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert
ykkar tár snertir mig og kvelur. En
þegar þið hlæið og syngið með glöðum
hug, lyftist sál mín upp í móti til ljóss-
ins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem
lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt
í gleði ykkar yfir lífinu.
(Kahlil Gibran.)
Elín, Pétur og Ásdís Ösp.
Tíminn virðist líða hraðar og
hraðar eftir því sem æviárunum
fjölgar. Þó er stundum eins og
hann stöðvist sem snöggvast. Slíka
stund fannst okkur Rúnu, konu
minni, við upplifa, þegar okkur
barst sú fregn að systir hennar,
Guðfinna Jónsdóttir frá Meiðastöð-
um í Garði, hafi orðið bráðkvödd
hinn 30. maí síðastliðinn. Finný,
eins og við í fjölskyldunni köll-
uðum hana, var svo mikil og traust
kjölfesta í tilverunni. Í einu vet-
fangi er hún horfin okkur. Hverf-
ulleikinn og söknuðurinn hellist yf-
ir okkur en sárast finnum við til
með börnum hennar og barnabörn-
um við þetta skyndilega fráfall
mikillar og ástríkrar mömmu og
ömmu.
Alvara lífisins gerði fljótt vart
við sig hjá Finný og systkinum
hennar. Í febrúar 1948, þegar hún
var nýorðin 18 ára, dó móðir
þeirra, Marta Jónsdóttir, úr
krabbameini. Finný var þá í skóla
á Núpi í Dýrafirði, en hætti þá
þegar námi og tók við heimili föður
síns, Jóns Eiríkssonar, og systkina
á Meiðastöðum. Segja má að frá
þeim tíma hafi yngri systkini henn-
ar átt vísan stuðning og umhyggju
hjá henni þegar þau þurftu á að
halda. Slík afstaða var Finný eðl-
islæg og sjálfsögð. Hún hafði yndi
af að hjálpa öðrum.
Um jólin 1950 gengu Finný og
Guðmundur Gíslason í hjónaband.
Mummi, eins og við kölluðum
hann, var úr stórum systkinahópi,
sem tvístraðist vegna illvígra veik-
inda, þegar hann var í æsku. Hann
fór sjálfur ekki varhluta af veik-
indum og lést um aldur fram árið
1998. Ævistarf þeirra Finnýjar og
Mumma er aðdáunarvert. Þau
eignuðust 5 börn, studdu þau öll til
mennta og komu sér upp miklu
myndarheimili. Þau hófu fyrst bú-
skap í kjallaraíbúð í gamla húsinu
að Meiðastöðum, en reistu sér árið
1958 vandað einbýlishús í landi
Meiðastaða, sem þau nefndu Velli.
Þar réð ríkjum smekkvísi, sam-
hugur og einstök vinnusemi.
Mummi sótti fyrstu árin sjó en síð-
an vann hann langan vinnudag sem
verkamaður utan heimilis. Hús-
móðurstörfin komu því í hlut Fin-
nýjar. Hún sá lengi um kúabúskap
á jörðinni þegar mest á reyndi í
rekstri heimilisins, seldi peysur
sem hún prjónaði og stundaði fisk-
vinnslu. Þannig var afrekið unnið.
Skömmu eftir að Mummi lést,
seldi Finný húsið Velli í Garðinum
og festi kaup á einbýlishúsinu að
Vesturbergi 191 í Reykjavík. Sú
ráðstöfun var ekki óhugsað æv-
intýri. Þaðan var tiltölulega stutt
göngufæri til barnanna hennar,
sem höfðu þá stofnað heimili í
Reykjavík. Þar varð til miðstöð og
athvarf fyrir börnin og barnabörn-
in. Þar áttu þau viðmóti og ástúð
að mæta, sem þau búa öll ætíð að.
Finný var ekki eingöngu harð-
dugleg og ótrúlega afkastamikil
myndarkona. Hún var mjög list-
feng og prjónaði flíkur sem hún
hannaði sjálf og gaf gjarnan, því
gjalfmildi einkenndi hana ekki síst.
Hún var félagslynd og hafði yndi
af söng, var í Kirkjukór Útskála-
sóknar í áratugi og söng með eldri
borgurum eftir að hún flutti til
Reykjavíkur. Með henni er gengin
mikil sómakona. Við Rúna þökkum
henni trygga vináttu og hlýhug,
sendum börnum hennar og öðrum
aðstandendum dýpstu samúðar-
kveðjur og biðjum Guð að blessa
okkur minningu Guðfinnu Jóns-
dóttur.
Lárus Jónsson.
Ég sakna þín mikið
elsku amma mín og
kveð þig með aðeins
góðum minningum.
Ég man að það hef-
ur bara alltaf verið vani að heim-
sækja ömmu á sunnudögum og
✝ Jóhanna Sig-urbjörnsdóttir
fæddist í Keflavík
12. október 1924.
Hún lést á líkn-
ardeild Landakots-
spítala 3. júní síðast-
liðinn og var
jarðsungin frá Ár-
bæjarkirkju 9. júní.
fannst mér það alltaf
gott að koma í mjólk
og kökur hjá ömmu.
Amma hefur alltaf
verið dugleg að
dressa mig upp og
gaf hún mér fyrstu
tvo jólakjólanna og
þegar ég fæddist
keypti amma glænýja
og mjúka sæng fyrir
mig því hún gat ekki
hugsað sér að ég
svæfi með gamla
sæng.
Þegar ég var lítil
bjó amma í Álftamýrinni og ég
man að ég fékk alltaf að leika með
svo skemmtilegt kúluspil og skoða
bækur, svo fannst mér svo gaman
þegar amma var búin að safna
svona hundruð eina króna fyrir
mig og ég fékk að seta það í bauk-
inn minn. Svo er einn bangsi sem
hefur fylgt mér alla ævi, fékk ég
svo að frétta það fyrir nokkrum ár-
um að amma Jóhanna hafði gefið
mér hann og þótti mér enn þá
vænna um hann eftir að ég frétti
það.
Seinasta árið hef ég óttast um
ömmu því hún var alltaf að fara af
og á spítalann. Við fjölskyldan vor-
um dugleg að heimsækja ömmu
þegar hún var á spítalanum. Kom
ég oft til þín þegar þú lagst í rúm-
inu sofandi, og ég sá að þú þjáðist
jafnvel í svefni. Það særði mig og
ég vildi að ég hefði getað tekið
verkina frá þér. En ég gat það
ekki, alltaf talaði ég við þig og hélt
í höndina á þér og spurði hvernig
þú hefðir það og svarið var aldrei
gott og þá vorkenndi ég þér. Það
versta er að núna sé ég þig ekki
aftur lifandi og fríska, hugga ég
mig við það að núna ertu uppi hjá
Guði og ég veit að þér líður vel þar.
Ég kveið fyrir að sjá þig látna í
kistulagningunni en ég veit, ég veit
að þú ert friðsæl og þú hugsar fal-
lega til mín á himninum og ég til
þín elsku amma.
Takk fyrir að leyfa mér að vera
hluti af lífi þínu og þú veist að ég
elska þig.
Heiðrún Arnarsdóttir.
Við kveðjum ömmu okkar í
hinsta sinn. Nú er hún komin á
þann friðsæla stað sem hana var
farið að lengja eftir. Hún var alltaf
svo hraust og kröftug kona. Hún
labbaði bæinn á enda og hljóp upp
alla stiga, svo hraust var hún fram
að áttræðu. Þrátt fyrir að heilsunni
hefði þá hrakað, hélt hún alltaf
reisn þinni.
Amma var hörkudugleg kona og
vann hörðum höndum alla tíð
ásamt því að koma sjö börnum á
legg. Þrátt fyrir að vera útivinn-
andi á þessum tíma voru öll börn
hennar ávallt vel búin og í heima-
saumuðum fötum. Saumahæfileikar
ömmu erfðust áfram til dætra
hennar og var ávallt mikið saumað
á börn og barnabörn í þá daga.
Amma var kjarninn í stórri fjöl-
skyldu og hélt öllum saman en
stórfjölskyldan hefur ávallt verið
mjög samrýmd. Það voru ófáir
dagarnir í okkar æsku þar sem við
komum við hjá ömmu og nutum
samveru og heimalagaðra kræs-
inga. Það gekk oft mikið á í eldhús-
inu hjá ömmu. Eftir standa góðar
minningar og ófáar uppskriftir sem
eru frá henni komnar. Þær upp-
skriftir sem eru í mestu uppáhaldi
hjá okkur öllum eru hinn óborg-
anlegi ömmujólaís og svo rús-
ínusmákökurnar, en hjá fæstum
fjölskyldumeðlimum er hægt að
segja að jólin séu komin fyrr en
búið er að fá sér nokkrar slíkar.
Þegar jólin ber á að góma
streyma fleiri minningar fram.
Okkur eru sérstaklega minnisstæð
öll þau aðfangadagskvöld sem við
eyddum í Álftamýrinni. Að kvöld-
máltíð lokinni söfnuðumst við öll
saman hjá ömmu og áttum góðar
stundir saman. Þar var jólaísinn
hennar ömmu ávallt hápunktur
kvöldsins og barist var um hvern
bita.
Við þökkum þér, elsku amma
okkar, fyrir yndislegar stundir sem
við munum búa að alla okkar ævi.
Hvíldu í friði.
Birna, Brynja og Dröfn.
Jóhanna
Sigurbjörnsdóttir
Steinsmiðja
• Viðarhöfða 1
• 110 Reykjavík
• 566 7878
• Netfang: rein@rein.is
• Vönduð vinna
REIN
Legsteinar
í miklu úrvali Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda
efni til Morgunblaðsins – þá birt-
ist valkosturinn Minningargreinar
ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi). Ef útför hefur farið fram
eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Minningargreinar