Morgunblaðið - 14.06.2008, Side 13

Morgunblaðið - 14.06.2008, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 13 GarðhúsGöGn úr GeGnheilu tekki Opið: mán-fös 10:00-18:00 - lau 10:00-16:00 - Bæjarlind 12 - S: 544 4420 - www.egodekor.is Stækkanleg borð stærðir: 120cm(180cm)x120cm Verð: 36.000,- 180cm(240cm)x120cm Verð: 48.000,- Stórt stækkanlegt borð 180cm(240cm) x120cm og 6 staflanlegir stólar Verð: 88.800,- Ibiza legubekkur Verð: 27.000,- Dorset stóll m/stillanlegu baki Verð áður: 11.500,- -20% Verð nú: 9.200,- Staflanlegur stóll Verð: 6.800,- STAÐLAÐ form um athöfn við staðfestingu sam- vistar er meðal afraksturs prestastefnu 2008 sem lauk í Seljakirkju í fyrradag. Biskup Íslands lagði formið fram og hvatti presta til að nota það þegar þeir fá til þess heimild, með lagabreytingu sem tekur gildi þann 27. júní næstkomandi. Formið er byggt á þremur þáttum. Í fyrsta lagi er form um blessun staðfestar samvistar. Í öðru lagi er það lögformlegi þátturinn, sem byggir á formi sýslumanna um staðfestingu sam- vistar. Í þriðja lagi byggir formið á hjónavígslu- formi kirkjunnar. Aðalmáli prestastefnu vísað áfram Samþykktum um innri málefni kirkjunnar, meðal annars um skírn og fermingu, sem voru aðalefni prestastefnu 2008, var vísað til frekari umræðu og ekki staðfestar að þessu sinni. Í fréttatilkynningu frá Biskupsstofu segir að sam- þykktirnar hafi fengið ýtarlega umfjöllun og fjölmargar ábendingar hafi komið fram varð- andi einstök efnisatriði, en einnig hafi margir óskað þess að fá meiri tíma til ýtarlegri umræðu. Að tillögu biskups var því ákveðið að samþykkt- irnar verði sendar biskupafundi, sem endurskoði þær í ljósi athugasemda sem fram komu á prestastefnu. Þær verða svo kynntar og ræddar enn frekar á kirkjuþingi í haust og að því loknu búnar til frekari umræðu í kirkjunni. Tvær sjálfstæðar tillögur sem lagðar voru fram voru samþykktar, annars vegar um endur- skoðun litastefnu kirkjunnar, og hins vegar um að Þjóðkirkjan stofni predikanasafn presta, djákna og annarra predikara. Staðfest samvist formfest Morgunblaðið/Golli Skeggrætt Margar ábendingar komu fram á prestastefnu um innri mál kirkjunnar. JÓHANNA Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra hefur sett nýja reglugerð um mat á þörf aldraðra fyrir dvalarrými. Í reglugerðinni er kveðið á um hvernig staðið skuli að því að meta þörf fólks 67 ára og eldra fyrir var- anlega búsetu í dvalarrými á stofn- unum fyrir aldraða. Stofnunum er óheimilt að bjóða fólki búsetu í dval- arrými nema áður hafi farið fram mat á þörf fyrir slíkt úrræði í sam- ræmi við ákvæði reglugerðarinnar. Áhersla er lögð á að fólki skuli gert kleift að búa heima eins lengi og mögulegt er með viðunandi þjónustu og felst matið meðal annars í athug- un á því hvort öll úrræði til stuðnings fólki í heimahúsum hafi verið full- reynd. Í hverju heilbrigðisumdæmi skal einn félagsráðgjafi og einn hjúkrun- arfræðingur vinna matið í samvinnu við fagfólk. Beiðni um mat á þörf fyr- ir dvalarrými skal aðeins lögð fram telji hinn aldraði að hann sé ekki fær um að búa áfram á heimili sínu, þrátt fyrir heimaþjónustu, heimahjúkrun eða aðra þjónustu og stuðning sem honum stendur til boða. Fagfólk meti þörf aldraðra Fólk búi heima eins lengi og mögulegt er ATLI Gíslason, þingmaður VG og nefndarmaður í sjávarútvegs- og landbúnaðar- nefnd, hefur sent Arnbjörgu Sveinsdóttur, for- manni nefndar- innar, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráð- herra og utanríkisráðherra, bréf þar sem krafist er allra gagna er varða samningaviðræður Íslands við ESB vegna matvælafrumvarpsins. Al- þingi frestaði afgreiðslu á málinu fram á haust, „enda hafði ekki farið fram nein skoðun á því hverjar af- leiðingarnar yrðu á því að leyfa inn- flutning á hráu kjöti fyrir heilsu manna og dýra sem og íslenska mat- vælaframleiðslu“, segir í frétt frá VG. „Það er algjör frumforsenda í umfjöllun þessa máls að þessi gögn liggi fyrir og hneyksli að nefndar- mönnum hafi ekki fyrir löngu verið afhent þau,“ segir í fréttinni. Gögn áður en kjötið kemur Atli Gíslason EMBÆTTI forstjóra Landspítala hefur verið auglýst laust til umsókn- ar. Umsóknarfrestur er til 15. júlí næstkomandi. Heilbrigðisráðuneytið augýsir embættið á vef Lögbirtingablaðsins. Núverandi forstjórar Landspítala eru Anna Stefánsdóttir og Björn Zoëga. Þau voru sett í embættið til bráðabirgða þegar Magnús Péturs- son sagði því lausu. Umsóknir skal senda til heilbrigð- isráðuneytisins eða Capacent ráðn- inga. Forstjóra- staða laus Rangt farið með nafn RANGT var farið með nafn Karinar Evu Hermannsdóttur í myndatexta á blaðsíðu 8 í Morgunblaðinu í gær. Myndatextinn fjallaði um háskóla- borgara framtíðarinnar. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.