Morgunblaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 55 TILBOÐ Á ECCO SKÓM Gildir frá 12. til 16. júní KRINGLAN SMÁRALIND LAUGAVEGUR 6550300101 Litir: Svart, Hvítt Stærðir: 36-42 Clear Water 11.495 8.047 7406250082 Litir: Svart, Rautt, Bleikt, Beige Stærðir: 27-35 Heatwave 6.495 4.547 2884300201 Litir: Svart Stærðir: 36-47 R.Rugged Terrain IV 15.995 11.197 6897322152 Litir: Svart, Beige, Brúnt Stærðir: 36-47 Nirvana 11.995 8.397 2246451555 Litir: Svart, Beige Stærðir: 41-47 Transporter 12.995 9.097 4191300275 Litir: Svart, Beige Fym 10.995 7.697 - kemur þér við Ævintýraleg saga fyrirtækisins Decode Prófessor segir ríkið verða af milljörðum Siðferðisleg álitamál vegna líknardráps Jón Geir trommari smíðar trommurnar Helgi Sig sáttur við feril og frama Konurnar allar elska James Blunt Hvað ætlar þú að lesa í dag? Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is EINS og sagt var frá í Morgun- blaðinu í síðustu viku voru fyrstu dómarnir sem birtust um sýn- inguna Ást í Lyric-leikhúsinu í London fremur slakir. En fleiri dómar birtust í breskum fjöl- miðlum um helgina og þeir gagn- rýnendur bera sýningunni mun betur söguna. Gagnrýnandi Daily Mail gaf Ást fullt hús stiga – fimm stjörnur – í dómi sem birtist á föstudaginn. Hann segir sýninguna tímabæra, mjög hafi borið á hræðilegum frétt- um af vanrækslu á elliheimilum en í leikritinu svífi andi vinskapar og ástar yfir vötnum. Hann segir þetta besta stykki sem listrænn stjórn- andi Lyric-leikhússins hefur sett á svið. „Þetta hljómar hræðilega væmið, en á einum stað er lag David Bowie um majórinn Tom og stjórnstöðina notað til þess að lýsa því hvernig fólk sem þjáist af Alz- heimer missir tengslin við raun- veruleikann. Mér fannst þetta augnablik heillandi. Ein kona í salnum grét af sorg með háum ekkasogum,“ segir meðal annars í dómnum. Financial Times gefur verkinu fjórar stjörnur og segir sýninguna „fallega áminningu, bæði ljúfsára og glaðværa, um að þó að gömlu fólki sé sópað undir stofnanateppi, þá deili það menningu okkar og til- finningum algjörlega.“ Gagnrýnandi Observer er sömu- leiðis mjög jákvæður og segir ferð á Ást eina „bestu leiðina til þess að eiga innilegt, en svolítið tárvott, kvöld í sumar“. HÖFUNDAR sýningarinnar Ást eru þeir Víkingur Heiðar Kristjánsson og Garðar Gíslason og sá síðarnefndi leikstýrir henni einnig. Sýningin ber heitið Love í enskri þýðingu og staðfæringu og hafa verið fengnir breskir leikarar í öll hlutverk. Leikritið gerist á elliheimili og eins og nafnið gefur til kynna er kastljós- inu beint að ástarmálum heimilisfólksins sem er lýst að hluta með söng og dansatriðum við vinsæl popplög. Love í London Fimm stjörnu Ást Betri tíð Þeir félagar Gísli Örn Garðarsson og Víkingur Kristjánsson kæt- ast sjálfsagt yfir þeim dómum sem Ást hefur fengið síðustu daga. Jákvæðir dómar um leiksýninguna Ást í breskum fjölmiðlum NÝJASTA sköpunarverk Hugleiks Dagssonar er komið út. Er það bókin Ókei bæ tvö sem Hug- leikur lætur frá sér að þessu sinni. Segir í til- kynningu frá útgefanda að sögurnar í nýju bókinni séu eins og í fyrri bókum löðrandi í hryllingi, ást og sadisma. Bregður fyrir risaeðlum, fyrirmyndarföður, geimverum og Hugleiki sjálfum. Hugleikur enn einu sinni Drepfyndin? Kápa nýju bókarinnar gefur ágætis hugmynd um innihaldið. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 SAMKVÆMT frétt Hollywood Re- porter hefur öldungurinn Jon Voight tekið að sér að leika skúrkinn í nýj- ustu þáttaröð spennuþáttanna 24. Hinn 69 ára gamli Voight, sem á fjórar Óskarstilnefningar að baki, vinnur nú að upptökum á nokkurs konar forþætti fyrir nýja þáttaröð í Suður-Afríku. Söguþráður hins tveggja klukku- stunda langa aukaþáttar á að vera lauslega á þá leið að melurinn hann Jack Bauer er farinn til Afríku í leit að innri friði og aðstoða við að reisa hús fyrir bágstadda. Vill ekki betur til en svo að Bauer lendir í miðri hringiðu valdaráns. Voight verður vondi karlinn Voight Leikur þann vonda í 24.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.