Morgunblaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 37
hugsa eða einbeita sér mikið setti
hún hönd undir vanga. Þegar hún
var að lesa heyrði maður í henni
hlæja upp úr eins manns hljóði, því
aldrei var langt í hláturinn hjá
henni.
Þegar við vildum fá frí frá áreiti
heimsins settumst við á rúmið henn-
ar Jóhönnu og horfðum á hana
spinna, þæfa eða prjóna og hún
sagði manni sögur eða vísur úr sjóði
sínum og alltaf fór maður kátari frá
henni.
Finnbogi og Snotra tóku líka þátt
í morgunleikfiminni rétt fyrir tíu-
fréttirnar og hafragrautinn. Þegar
var verið að fá Finnboga til að sofa
sáust oft litlar tær undan rúminu hjá
Jóhönnu en hún kannaðist ekkert
við að hafa séð hann.
Jóhanna hafði gaman af að hafa
einhvern í kringum sig, hvort sem
það voru fullorðnir, börn eða dýr, og
umgekkst hún alla með sömu virð-
ingu. Snotra gamla átti sinn sess
undir borðinu á matmálstímum og
þá laumaði hún alltaf matarbita til
hennar. Jóhanna var líka mikil skóg-
ræktar- og garðyrkjukona, við elt-
um hana oft í garðinum hennar og
hún sagði okkur frá hvað hver
planta og tré héti og jafnvel sögu frá
hverjum hól og hæð sem var þarna.
Hvað hún, bræður hennar eða börn-
in í sveitinni gerðu sér að leik á sín-
um tíma. Í garðinum sínum með litlu
grænu girðingunni í kring varði Jó-
hanna flestum stundum í að tína
arfa, rækta eða slá grasið með skær-
unum sínum litlu, allt gerði hún með
kostgæfni og umhyggju.
Við minnumst Jóhönnu með þakk-
læti og væntumþykju og við erum
betri manneskjur fyrir það að hafa
kynnst henni og vorum lánsöm að
hún skyldi taka þátt í að ala okkur
upp.
Ólína Adda, Finnbogi Dagur og
Kristín Guðný Sigurðarbörn.
„Milli góðra granna verða
götur troðnar sí og æ.“
Þessi ljóðlína sem Ingi skrifaði í
gestabókina heima í Tröð kemur svo
sterkt upp í hugann þegar ég minn-
ist Hönnu.
Mínar allra fyrstu minningar eru
tengdar Kirkjubólsfólkinu. Við sitj-
um í eldhúsinu í gamla bænum í
Tröð, það er Þorláksmessukvöld og
mamma er nýbúin að baða okkur
systkinin og við komin í hrein og fín
náttföt. Úti er snjór og fjúk. Þá er
bankað hraustlega á útidyrnar og
inn um þær hendist jólatré, stórt og
mikið grenitré sem nærri fyllti út í
ganginn. Á eftir trénu koma þau
systkinin Halldór og Jóhanna. Og
það var ekki bara jólatréð og greni-
greinar sem fylltu húsið jólaangan
heldur líka rjómakaramellurnar
hennar Hönnu, pakkaðar inn í
smjörpappír. Þvílík dásemd. Eigin-
lega man ég ekki eftir neinu öðru
sælgæti mín fyrstu jól.
Það voru forréttindi að alast upp í
nálægð Hönnu. Finna allan þann
kærleik og alúð sem hún lagði í sín
daglegu störf, hvort sem hún var að
hlúa að plöntum, dýrum eða mönn-
um. Það var lærdómsríkt að vinna
með henni að félagsmálum, bæði
skógræktarfélagi og kvenfélagi. En
fyrst og fremst var gott að þekkja
manneskjuna Hönnu, eiga vináttu
hennar, vera sveitungi hennar og
samferðamanneskja. Fyrir það hef
ég orðið ríkari og fyrir það vil ég
þakka.
Minning merkrar og góðrar konu
mun lifa með mér.
Kolfinnu, Bjarka, Leó og fjöl-
skyldum þeirra sendi ég samúðar-
kveðjur mínar.
Sigríður Magnúsdóttir,
Kirkjubóli.
Ég hef alltaf litið á Hönnu sem
ömmu mína. Ég ólst upp með henni
á Kirkjubóli í Bjarnardal, svo flutti
ég þegar ég var 6 ára. Helsta minn-
ingin sem ég á um hana Hönnu er að
hún var alltaf að gera við sokkana
mína, sokkabuxurnar, buxurnar
o.s.frv. Ég leit mikið upp til hennar
Hönnu, ég ætlaði sko að vinna með
rokk og ullarkamb þegar ég yrði
stór. Þegar ég var fjögurra ára ætl-
aði ég að vera ljóðskáld eins og
Hanna og bróðir hennar Guðmund-
ur Ingi. Ég fór til Hönnu og bað
hana um að kenna mér að gera ljóð
og þá sagði hún þetta;
Hún birtist hún Anna svo björt og góð
og brosandi spurði Hönnu,
geturðu kennt mér að gera ljóð,
góða vísu um Önnu.
Þetta hef ég alltaf munað frá því
að hún kenndi mér þetta og svo fór
ég til mömmu og sagði henni þetta
og þá gerði mamma lag við vísuna
þannig að ég hef alltaf verið að
syngja þennan texta.
Hanna og Þura, eiginkona Inga,
bjuggu saman eftir að Ingi fór á elli-
heimilið, þær bjuggu á Kirkjubóli í
Bjarnardal alveg eins og ég og mín
fjölskylda. Ég vaknaði alltaf fyrst á
mínum bæ (enda er ég yngst) og fór
til Þuru og Hönnu og fékk mér
morgunmat hjá þeim, ég man að það
var alltaf hafragrautur með súru
slátri og hafrakex, bakað af Þuru,
sem var mjög gott, nema ég sleppti
súra slátrinu. Líka fór ég inn í her-
bergið hennar þegar hún var að
prjóna og þá spjölluðum við mikið
saman. Hanna og ég vorum miklar
vinkonur, ég hjálpaði henni í blóma-
garðinum sem var mjög fallegur.
Hún gerði vísur um mig og Finn-
boga bróður minn og heita þær:
Ungviðið á Kirkjubóli og þær eru
svona:
Hún Anna Þuríður ung og smá
er eldri í dag en í gær.
Hún brosir syngur og tiplar á tá
og telpan er öllum kær.
Þetta gerði hún á afmælisdaginn
minn þegar að ég var tveggja ára.
Svo er hann Finnbogi:
Falleg önd til Finnboga
flýgur, – ónei, syndir.
Nú lærir hann að lesa á bók
líka að teikna myndir.
Þetta gerði hún á afmælisdaginn
hans þegar hann var 6 ára.
Hanna var mjög góð manneskja,
hún var alltaf brosandi og hlæjandi,
hún var alltaf að gera eitthvað, hún
sat aldrei kyrr nema þegar hún var
kannski að borða. Þegar Hanna var
90 ára gaf Kvenfélag Mosvalla-
hrepps út ljóð heiðursfélaga síns og
sýndi henni þannig þakklæti og virð-
ingu. Þessi ljóðabók heitir Hríslurn-
ar hennar Hönnu. Hinn 7. maí 2008
varð Hanna 100 ára.
Hanna mun alltaf vera í minning-
unni góða, brosandi konan sem gerði
við sokkana mína og kenndi mér
mjög mikið.
Hvíldu í friði elsku Jóhanna mín
og ég verð þér ævinlega þakklát fyr-
ir að ala mig upp.
Takk fyrir.
Anna Þuríður.
Við útför Jóhönnu frænku minnar
á Kirkjubóli reikar hugurinn til árs-
ins 1946 þegar ég átta ára gamall
var í fyrsta skipti sendur til sum-
ardvalar á Kirkjubóli.
Ég var þá látinn fara með sjó-
flugvél til Flateyrar og þar tók rosk-
in frænka mín á móti mér. Hjá henni
dvaldist ég svo fram eftir degi. Þá
kom Hanna ríðandi á hvítum hesti
til að sækja mig og hafði með sér
aukahest sem var búinn kvensöðli
sem ég var skorðaður fastur í til að
koma í veg fyrir að ég dytti af baki.
Það var orðið kvöldsett þegar við
lögðum af stað frá Flateyri og
Hanna teymdi undir mér alla leiðina
að Kirkjubóli. Hún fór ekki með mig
yfir vöðin, sem var stysta leiðin,
heldur inn fyrir fjarðarbotninn. Við
töluðum saman alla leiðina og hún
fræddi mig stanslaust um staðhætti,
þar á meðal um fjallaheiti og önnur
örnefni. Á leiðarenda komumst við
ekki fyrr en langt var liðið á nótt.
En það kom ekki að neinni sök, því
að þetta var björt vornótt eins og
vornætur gerast fegurstar.
Ég var mörg sumur á Kirkjubóli
eftir þetta, lærði til margvíslegra
verka og kynntist búskaparháttum
sem nú eru löngu úreltir og aflagðir.
Hanna var sérstaklega þolinmóð að
segja mér til um eitt og annað. Hún
kenndi mér til dæmis að hnýta
hnúta sem röknuðu ekki upp, og hún
kenndi mér að slá þegar ég var um
það bil tíu ára og útvegaði mér orf
sem hæfði vexti mínum. Hanna var
mikil hannyrðakona. Hún eignaðst
snemma prjónavél sem hún sat
löngum við þegar tóm gafst til. Á
efri árum lagði hún kapp á að við-
halda gömlum prjónamunstrum og
hefðbundnum tóvinnuaðferðum og
skrifaði stundum greinar í blað
Heimilisiðnaðarfélagsins, Hugur og
hönd.
Í örstuttri minningargrein er ekki
svigrúm til að nefna allt sem ástæða
gæti verið til að draga fram. Ég læt
því hér staðar numið. En ég er þess
fullviss að minningin um Hönnu og
Kirkjubólsfólkið allt muni lifa með
mér það sem ég kann að eiga eftir
ólifað. Blessuð sé minning Hönnu á
Kirkjubóli.
Kristján Bersi Ólafsson.
Vorsins hlýja vetrarklakann bræðir,
vorsins mildi hjartasárin græðir.
Vorsins birta vekur þrótt í geði,
vorsins yndi fyllir hugann gleði.
(JK)
Jóhanna á Kirkjubóli hefur lagt í
sína hinstu för. Hún hafði fyllt
hundrað árin, orðin södd lífdaga. Ég
kynntist Jóhönnu þegar ég flutti að
Kirkjubóli 1984. Hún var því að
nálgast áttrætt en það var ekki gam-
almenni á ferðinni þar sem hún fór.
Alltaf eitthvað að vinna, ef ekki úti í
fjárhúsum þá í garðinum og þegar
inn kom tók við tóvinna og prjóna-
skapur. „Vertu ekki óvinnandi með-
an þú vakir.“ Þetta hafði hún að leið-
arljósi og taldi sig bjóða leiðanum
heim með öðru háttalagi. Því veit ég
að hún kveið því að verða gömul og
lasburða, að geta ekkert gert að
gagni.
Að hafa verið samferða Jóhönnu
um stund gerði mig að betri mann-
eskju. Börnum mínum var hún góð
og alltaf var tími til að spjalla, fyrir
vísu eða klastra í sokk. Oft tipluðu
þau yfir í herbergi til Jóhönnu með
sængina sína í eftirdragi þegar
mamma og pabbi þurftu í húsin og
fundust þar sofandi út frá rokkhljóð-
inu og spjallinu.
Fjöldi barna var í sumarvist á
Kirkjubóli á búskaparárum þeirra
systkina. Það má mæla þá um-
hyggju sem hún sýndi þessum sum-
arbörnum á því að öll héldu tryggð
við heimilið og komu mikið að
Kirkjubóli til að heimsækja heim-
ilisfólkið löngu eftir að þau voru orð-
in fullorðin. Jóhanna var mikil hug-
sjónamanneskja og
sjóndeildarhringurinn var ekki
þröngur þrátt fyrir að ekki væri vítt
til veggja í Bjarnardalnum. Hún
hafði hugsjónir á heimsvísu. Hennar
áhugamál sneru að skógrækt, bók-
menntum og ungmennafélagsandinn
sveif yfir vötnum á Kirkjubólsheim-
ilinu. Það starf sem hún lagði í garð-
inn sinn og samfélagið, lagði hún
fram sem sitt framlag að betri heimi
og það held ég að henni hafi tekist.
Gróðursettu tré og það mun vaxa
meðan þú sefur. Þetta hafði hún að
leiðarljósi í þeirri vinnu sem hún
eyddi í garðinum við að hvetja vest-
firska mold til dáða við ræktun á
trjám, blómum og grænmeti. Í það
lagði hún mikla alúð enda ber garð-
urinn á Kirkjubóli henni fagurt vitni
ásamt fleiri trjágörðum í Önundar-
firði sem hún stofnaði til. Með skóflu
og hjólbörur að vopni var börðum
bylt og sigrum sáð. Það þurfti ekki
olíufreka verktaka til, tíminn var
fyrir hendi og virðing borin fyrir
hverri mínútu.
Við fjölskyldan minnumst hennar
með þökk og virðingu. Kolfinnu, Óla,
börnum og barnabörnum sendum
við samúðarkveðjur.
Halla Signý
Kristjánsdóttir.
„Leiðtogi er sá sem virkjar sam-
félag sitt til góðra verka“ þannig
kemst athafnakona að orði í fjölmiðl-
um þegar hún var spurð um daginn,
hvað góður leiðtogi þyrfti til að bera.
Mér varð strax hugsað til hennar
Jóhönnu á Kirkjubóli, þegar ég
heyrði þessi orð. Hún var kona sem
nýtti hvert tækifæri til að virkja
samferðafólk sitt til góðra verka.
Hvort sem það var á hennar heimili
eða á félagslegum vettvangi. Með
samviskusemi og dugnaði vann hún
hvert verk og gerðist leiðtogi þeirra
sem vildu koma góðum hlutum í
framkvæmd. Hún vildi leiðbeina
þeim er á þurftu að halda og um-
fram allt gera góða hluti betri. Ekki
svo að skilja að það hafi besta leiðin
til vinsælda, en verkin varð að vinna
og það hratt og vel.
Ég flutti í Bjarnadalinn árið 1983
og kynntist Jóhönnu, sem þá var
orðin 75 ára gömul.
Ekki gat ég fundið að þar væri
gömul kona á ferð, heldur mikil eld-
hugi sem margt hafði til málanna að
leggja. Hún var þá ritari Kvenfélags
Mosvallahrepps og hafði verið það
frá stofnun þess 1960. Þar voru
fundargerðir unnar af vandvirkni og
ræður jafnan betur skrásettar en
þær voru fluttar. Einnig skrásetti
hún viðburði á vegum félagsins,
þannig að sagnfræðingar framtíðar-
innar munu gleðjast við lestur
þeirra. Þar er saga sveitar okkar vel
niður skráð. Hún gætti þess jafnan
að rétt fundarsköp væru í heiðri
höfð, mættir fundarmenn skráðir í
stafrófsröð, skriflegar kosningar,
takk og aðsend bréf rétt upplesin.
Hún naut sín líka við vinnu í
Kvenfélagsgarðinum, þar sem gróð-
ursettar voru plöntur.
Hún sótti aðalfundi Sambands
vestfirskra kvenna og var ritari þess
um tíma. Þar hafði hún sama háttinn
á, leiðbeindi og skráði niður það sem
vera bar. Hún var kosin heiðurs-
félagi Sambandsins í virðingu fyrir
vel unnin störf, einnig var hún heið-
ursfélagi Kvenfélags Mosvalla-
hrepps. Kvenfélagskonur í Mos-
vallahreppi gáfu út ljóðabók á 90 ára
afmæli hennar, „Hríslurnar hennar
Hönnu“. Við kvenfélagskonur erum
ríkari að hafa átt hana að í okkar
störfum og enn getum við séð gæta
áhrifa hennar. Við segjum stundum,
„skildi Jóhanna hafa gert þetta
svona“. Við kveðjum því góðan leið-
toga, með mikilli virðingu og þökk.
Helga Dóra Kristjánsdóttir,
form. Sambands vestfirskra
kvenna.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
RAGNHEIÐUR EINARSDÓTTIR,
Ransý,
síðast til heimilis á
hjúkrunarheimilinu Eir,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík,
mánudaginn 16. júní kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á minningarsjóð Barnaspítala
Hringsins, s. 543-3724.
Ragnar Tómasson, Dagný Gísladóttir,
Gunnar Tómasson, Guðrún Ólafía Jónsdóttir,
Ragnheiður Tómasdóttir, Jón Pétursson,
Guðríður Tómasdóttir, Guðni Pálsson,
Einar Sverrisson, Guðrún Bjarnadóttir,
ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubarn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
OLGEIR KRISTINN AXELSSON
kennari og prentari,
Fannborg 8,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju
mánudaginn 16. júní kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Gidonfélag
Íslands og KFUM.
Ester Vilhjálmsdóttir,
Valgerður Kristín Olgeirsdóttir, Unnar Már Sumarliðason,
Kolbrún Olgeirsdóttir, Ingvar Ólafsson,
Edda Olgeirsdóttir,
Sigríður Olgeirsdóttir, Sigurjón Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn. ✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, bróðir og
mágur,
SIGURÐUR LÝÐSSON,
Flókagötu 10,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans, Landakoti,
laugardaginn 31. maí.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Landspítalans í
Fossvogi og á Landakoti fyrir góða umönnun.
Sæunn Gunnarsdóttir,
Guðmundur Þór, Björn og Sigurður Örn Sigurðarsynir,
Guðmundur Lýðsson, Óla Helga Sigfinnsdóttir.
✝
Móðursystir mín,
ELÍSABET GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Skiphyl,
Ánahlíð 16,
Borgarnesi,
sem lést sunnudaginn 8. júní á Sjúkrahúsi Akraness, verður jarðsungin frá
Akrakirkju mánudaginn 16. júní kl. 14.00.
Guðmundur Þorgilsson.