Morgunblaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Allir í sandkassann. VEÐUR Það er ekki rétt að Vinstri grænirséu á móti öllum hlutum eins og stundum er haldið fram. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, afsann- aði þá kenningu í grein í Morgun- blaðinu í gær.     Vinstri grænir eru nefnilega sjald-an eða aldrei á móti nýjum eða hærri sköttum. Í greininni fagnar Árni Þór að lagt sé til að koma á sér- stökum kolefnisskatti.     Skattheimta íþágu um- hverfisins er kunnuglegt stef í stefnu vinstri flokka.     Og það skiptirekki máli í augum Árna Þórs að verð á elds- neyti hafi hækkað upp úr öllu valdi á undanförum vikum. Nei, nú verða fjölskyldur í landinu að taka áskor- un Árna Þórs og greiða sinn kolefn- isskatt í ofanálag.     Hvað ætli barnmargar fjölskyldur,sem þurfa stóra bíla til að koma sínu fólki á milli staða, segi við þess- um tillögum Vinstri grænna? Þetta er fólkið sem VG höfðar oft til í um- ræðu um velferðarmál.     Þetta er sama fólkið og þurfti aðþola andúð Árna Þórs á einka- bílnum í tíð R-listans. Mikilvægar samgöngubætur voru látnar sitja á hakanum í þágu umhverfisverndar.     Þetta er sama fólkið og Árni Þórvill leggja enn meiri álögur á til að fjármagna hér umfangsmeira al- menningssamgöngukerfi.     Þetta er sama fólkið og Árni Þórreynir að höfða til fyrir hverjar kosningar.     Hafa Vinstri grænir einhvern tímaverið fylgjandi skattalækkun þessu sama fólki til handa? STAKSTEINAR Árni Þór Sigurðsson Með og á móti SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                    *(!  + ,- .  & / 0    + -                          12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                   !"#   :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?                 $ $   $ $                                      *$BC                    ! "! !#$ !#% !    &$ ! ! !   ! *! $$ B *! % & '! &!" ( )! *) <2 <! <2 <! <2 %(!'+ # ,- ). D2E                6 2  '        !    (  !!   )     "! !* !#% !   +   ! B  +   )      ,)#-. /! !     ! !     "0 !  *  +    %)#$.  ! !   1!   ! !  !!    )     "! !#$ !#, !  '2) 2) ! /0  )11 )!  2") )+ # Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR Garður | Hátíðardagskrá verður í Garðinum á morgun, sunnudag, vegna 100 ára afmælis sveitarfé- lagsins. Guðsþjónusta verður um morg- uninn og listaverk afhjúpuð. Sjálf hátíðardagskráin verður í Íþrótta- miðstöðinni og hefst klukkan 14 á sunnudag. Þar verður tónlist flutt og stjórnendur sveitarfélagsins og gestir ávarpa samkomuna. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, verður viðstaddur. Undirbúningur Mikið er málað í Garðinum þessa dagana. Garðmenn fagna 100 ára afmæli Hátíðardagskrá verður á sunnudag Eftir Ólaf Bernódusson Skagaströnd | Starfsemi Nes – listamiðstöðvar er nú komin á fullt skrið eft- ir formlega opnun hinn 1. júní. Fjórir fyrstu lista- mennirnir sem dvelja í miðstöðinni eru nú komn- ir og byrjaðir að vinna að hugðarefnum sínum þar. Er þar um að ræða tvo rithöfunda og tvö mynd- listarmenn. Nes – listamiðstöðin var opnuð með form- legum hætti með mynd- listarsýningu, tónlist- arflutningi og veitingum fyrir gesti og gangandi í húsnæði miðstöðvarinnar á Skagaströnd. Hús- næðið er gamalt fiskvinnsluhús sem gert hefur verið upp til að þjóna þess- ari nýju starfsemi. Þar inni eru afmörkuð rými fyrir 12 listamenn sem geta starfað þar að list sinni samtímis. Að sögn Hrafnhildar Sigurðardóttur verkefnisstjóra er aðsóknin að listamiðstöðinni meiri en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Segir hún að öll pláss séu bókuð út þetta ár með örfáum undantekningum í desember. Jafnframt eru komnar pantanir sem nægja til að fylla sumarmánuðina á næsta ári. Listamennirnir sem nýta sér aðstöðu miðstöðvarinnar eru bæði inn- lendir og erlendir. Hefur aðsókn erlendra listamanna komið mörgum á óvart þar sem hér er um nýstofnað fyrirtæki að ræða. Í miðstöðinni geta listamenn dvalið allt frá einum og upp í sex mánuði, en auk góðrar vinnu- aðstöðu er listamönnunum útvegað gistirými fyrir sig og fjölskyldur sínar. Í viðræðum við fréttaritara lýstu listamennirnir, sem við var rætt og nú dvelja í miðstöðinni, yfir ánægju sinni með alla aðstöðu þar. Rithöfund- arnir velja að vinna að verkum sínum annars staðar en í miðstöðinni sjálfri þó það standi vissulega til boða og eru þeir ánægðir með sitt hlutskipti. List Magnús Guðlaugsson myndlistarmaður og Hrafnhildur Sigurðardóttir verkefnisstjóri á kaffispjalli fyrir utan Nes – listamiðstöð. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Listamenn vinna í fiskvinnsluhúsinu NOKKUÐ kemur á óvart að vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu í maí skuli hækka frá fyrra mánuði eftir að hafa lækkað síðustu mánuði. Vísi- talan í maí var 348,5 stig og nam hækkunin frá apríl 0,5% Síðastliðna þrjá mánuði lækkaði vísital- an um 1,6%. Lítil fasteignaviðskipti hafa átt sér stað að undanförnu en samt hækkar vísitalan. Erf- itt er að draga ályktanir af þessari stöðu en líklega hefur það sitt að segja að þau fasteignaviðskipti sem þó eiga sér stað eru ekki einkennandi fyrir markaðinn í heild, að mati Ásgeirs Jónssonar, for- stöðumanns greiningardeildar Kaupþings. „Þessi hækkun stafar líklega af tvennum orsök- um. Annars vegar er mögulegt að þær eignir sem hafa verið seldar á síðustu mánuðum séu fremur smáar eignir í fjölbýli og hafi því tiltölulega hærra fermetraverð en þær stærri, og hins vegar að við- skiptin eigi sér einkum stað með eignir miðsvæðis og síðan tiltölulega góðar eignir, með sérstökum einkennum, útsýni og þess háttar. Þeir sem eru að kaupa þær eignir eru gjarnan fjársterkir kaup- endur,“ segir hann. „Það er hins vegar ljóst að þessi hækkun endurspeglar ekki raunverulegt ástand á markaðnum enda er fasteignaverðsvísi- talan ekki gæðaleiðrétt og þegar veltan minnkar jafnmikið og raun ber vitni geta einstakir eigna- flokkar og gott markaðshæfi haft of mikil áhrif á vísitöluna.“ orsi@mbl.is Fjársterkir menn að kaupa húsnæði Í HNOTSKURN »Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuð-borgarsvæðinu 6. júní til og með 12. júní var 47. Þar af voru 36 samningar um eignir í fjölbýli, sex samningar um sérbýli og fimm samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. »Heildarveltan var 1.294 milljónir kr. ogmeðalupphæð á samning 27,5 milljónir kr. skv. upplýsingum Fasteignamats ríkisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.