Morgunblaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 19
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
HÚN afber ekki að fara í dýragarð-
inn, að hennar sögn hvílir grátt
þjáningarský yfir slíkum stöðum.
Hún skynjar vanlíðan hunda, hesta
og skjaldbakna og hefur jafnframt
áhyggjur af Knúti, landsþekktum
ísbjarnarhúni í dýragarðinum í
Berlín. Katinka Witte les hugsanir
dýra og getur náð andlegu sam-
bandi við þau. „Ég nem skilaboð frá
dýrunum. Þau segja mér hluti eins
og: hjartað berst í brjósti mér, mig
verkjar í liðamótin eða ég er svang-
ur,“ hefur þýska dagblaðið Die Welt
eftir hinni tæplega þrítugu Witte.
Hún segist lesa í áru dýranna og
skynja í þeim liti. „Þegar dýrunum
líður illa senda þau mér gráan lit.
Kötturinn minn gefur til dæmis frá
sér rauðan lit þegar hann er með
kvef en þegar ég hef dekrað vel við
hann umvefur hann bleikur litur,“
segir Witte.
Vill hundurinn minn deyja?
Af ljósmyndum sér Witte hvort
dýrið verkjar í loppuna, er illt í
maganum eða hvort það þarf ein-
faldlega að knúsa það.
Hún þjálfaði gáfu sína á nám-
skeiði sem kostaði hana um 300.000
ísl. krónur. „Ég er enginn dýra-
læknir og ekki heldur töfralæknir,“
segir Witte. Oft hafi hún þó hjálpað
dýraeigendum við að komast á
sporið hvað varðar veikindi dýr-
anna, sem hafi svo á endanum leitt
til réttrar læknismeðferðar.
Fyrir að lesa úr áru og orku-
stöðvum dýra tekur Witte tæpar sjö
þúsund krónur. Á slíkum fundi vilja
gæludýraeigendur gjarnan vita
meira um dýrin sín, kisuna sem áð-
ur átti heima í Austur-Evrópu eða
hvort veiki hundurinn vill nú deyja.
Witte hefur lesið meltingarvanda-
mál og einmanaleika út úr myndum
af ísbjarnarhúninum Knúti. Nýj-
ustu fregnir úr dýragarðinum
herma þó að hann sé kátur og við
bestu heilsu.
Vill hundurinn deyja?
Þýskur hugsanalesari leysir tilfinningaflækjur dýra
Les úr árum og orkustöðvum fyrir 7.000 krónur
Reuters
Grár eða rauður? Witte myndi ekki treysta sér til að heimsækja þessar risa-
pöndur í dýragarðinn í Beijing, þær virðast þó una hag sínum vel.
Frægur Knútur er þekktur ísbjörn í
Þýskalandi og kominn á frímerki.
ÓLÍKT mörgum Evrópuþjóðum
hafa Bandaríkjamenn verið tregir til
að nota reiðhjólið sem samgöngu-
tæki, þótt kannanir bendi til þess að
um 40% ferðanna, sem þeir fara í
einkaerindum, séu aðeins um þrír
kílómetrar eða minna. Bandaríkja-
menn hafa verið þekktir fyrir ást
sína á bílum og þeir fara aðeins tæpt
prósent ferða sinna í einkaerindum
á reiðhjóli.
Verðhækkanir á bensíni á síðustu
misserum hafa þó orðið til þess að
þetta hefur breyst í borgum á borð
við Chicago, Washington og Port-
land í Oregon þar sem yfirvöld hafa
reynt að stuðla að aukinni notkun
reiðhjóla í stað bíla. Herferðir, sem
hafnar voru upphaflega með það að
markmiði að draga úr bílaumferð-
inni og loftmengun, eru nú loksins
farnar að bera árangur vegna hærra
bensínverðs.
Í Portland, sem margir telja reið-
hjólavænustu borg Bandaríkjanna,
hjóluðu 5,4% borgarbúanna í vinn-
una árið 2006. Samtök, sem beita sér
fyrir aukinni notkun reiðhjóls sem
samgöngutækis, segja að hjólreiðar
hafi notið sívaxandi vinsælda í Port-
land á síðustu þremur árum.
Í Portland eru nú um 275 km lang-
ar hjólreiðabrautir meðfram 4.100
km löngum götum borgarinnar og
stefnt er að því að brautirnar verði
alls um 700 km. Í borginni eru um
184 km löng „hjólreiðabreiðstræti“
þar sem hjólreiðamenn hafa forgang
og ökuhraðinn er takmarkaður með
tilliti til þeirra. Samtök hjólreiða-
manna telja að slík breiðstræti séu
líklegri til að leiða til aukinnar notk-
unar reiðhjóla en hefðbundnar hjól-
reiðabrautir þar sem hjólreiðamenn-
irnir eru oft nálægt bílum á miklum
hraða. bogi@mbl.is
-
'
"
*.
!
!2 !
!
+
,
#
!
,
-
'
+
.
*
#
"
!2
!!
7
4 $B &1&1$6
0 $
B4 4
%$$ $ &1(
31/ 45 4 6710 8 499:90
3/5;0&' '41 ( 35< 8499:
*.@2A
!2@*A
.@2A
-@"A
,@"A
2@+A
0 $
!
)&1
"#
$
%
&
."!@-
'.+@,
+,-@-
' '( '& '% '
&010 < 5/4;671:
C &1
)
* *
+$
, ,#@2A
) !.@+A
- !.@+A
./0
*0 1!+@2A
!+@2A
./ 1.@+A
2,@+A'3( '3% '3$ '33 '4 '( '% '$
4%
4
%
!#@,,2@"
!+@-
>&0 &1
5
! " #
/11/3: 5/4;67108=9:&': >5(45905
$
60 $
% ""
$ &
"
/00 0 $
7 *0 $
$ '
$ '
7 *0 $
$ ()
$ *+
$ ,
4 4
4
8 !!
9:
:
9 9
4 4
Reiðhjól njóta vaxandi
vinsælda vestanhafs
Fleiri nota hjólið sem samgöngutæki
Sjálfstæðisflokkurinn og Vörður,
fulltrúaráðið í Reykjavík, standa
fyrir fundinum sem hefst kl. 10.30.
Fundarstjóri:
Marta Guðjónsdóttir,
formaður Varðar.
Kaffi og veitingar á boðstólum.
Allir velkomnir!
Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna,
ræðir um borgarmálin og horfur í stjórnmálum á laugardagsfundi
í Valhöll í dag.
AUGLÝSING
vegna sveitarstjórnarkosninga
í sameinuðu sveitarfélagi Aðaldælahrepps og
Þingeyjarsveitar 28. júní 2008.
Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninganna í sameinuðu
sveitarfélagi Aðaldælahrepps og Þingeyjarsveitar þann 28. júní
nk. liggur frammi hjá sveitarfélögunum almenningi til sýnis frá
og með 16. júní til kjördags.
Athugasemdum eða kærum skal koma á framfæri við
sveitarstjórnir sveitarfélaganna og skv. 10. gr. laga um
kosningar til sveitarstjórna, er heimilt að gera leiðréttingar á
kjörskrá fram á kjördag.
Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðum sveitarfélaganna,
www.adaldaelahreppur.is og www.thingeyjarsveit.is
Samgönguráðuneytið,
13. júní 2008.