Morgunblaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 21
Ljósheimar
fyrir huga, líkama og sál
Allir hjartanlega velkomnir!
Brautarholti 8 - sími 551 0148 - www.ljosheimar.is
Ljósheimadagur
Opið hús sunnudaginn 15. júní kl. 14-18
Á morgun sunnudag höldum við Ljósheimadag hátíðlegan
og kynnum starfsemi Ljósheima gestum og gangandi. Að
venju verður boðið upp á örtíma í hinum ýmsu meðferðum
gegn vægu gjaldi og einnig verður te-húsið sneisafullt.
Meðal þess sem verður í gangi yfir daginn:
Það gleður okkur að kynna sérstaklega að boðið verður
upp á "Oneness Blessing" nokkrum sinnum yfir daginn auk
þess sem haldinn verður fyrirlestur með skyggnusýningu
um andlega list (Visionary Art) listakonunnar Matinu
Hoffman. Ennfremur verður Aura Soma kerfið kynnt.
Tímasetning viðburða yfir daginn:
14:30 Oneness Blessing
15:30 Fyrirlestur og skyggnusýning um andlega list
byggt á verkum Matinu Hoffman
16:30 Oneness Blessing
17:30 Oneness Blessing
17:45 Friðar- og kyrrðar hugleiðsla
Kristallasýning og sala í sal allan daginn
Geymið auglýsinguna
UM þessar mundir stendur yfir
sumarsýning Hönnunarsafns Ís-
lands í sýningarsal safnsins við
Garðatorg í Garðabæ. Sýningin er
byggð á verkum úr eigu safnsins
fyrir utan eitt verk í eigu Listasafns
Reykjavíkur. Í kynningu á henni
segir að um sé að ræða íslenska,
bandaríska og norræna glerlist. Út
frá þeirri kynningu mætti ætla að
um áhugaverða samsuðu væri að
ræða þar sem einhver samanburður
eða þema væri útgangspunktur sýn-
ingarinnar eða að t.d. væri teflt sam-
an norrænum og bandarískum áhrif-
um og aðferðum og íslensk glerlist
skoðuð út frá því og velt upp
tengslum á milli svo eitthvað dæmi
sé tekið. Yfirbragð og samsetning
sýningarinnar ber ekki vott um
heildstætt þema né útgangspunkt
og er hvorki unnið markvisst með
efnislegar eða formrænar tengingar
né gripunum teflt saman á t.d. ögr-
andi eða upplýsandi hátt. Maður fær
strax á tilfinninguna að hér sé nokk-
urs konar ,,millibilssýning“ á ferð.
Sýningin er fyrst og fremst byggð
á stórri gjöf frá yfir fimmtíu sænsk-
um glerlistamönnum samtímans til
Hönnunarsafns Íslands en mark-
visst var unnið að tilkomu þeirrar
gjafar til safnsins. Verkin voru fyrst
sýnd í Listasafni Íslands árið 2004 á
sýningu sem sjálfur Svíakonungur
opnaði. Engin sýningarskrá fylgir
sýningunni, einungis ljósritað blað
með nöfnum verkanna og höfunda
þeirra. Hins vegar liggur frammi
mjög vönduð en ófáanleg bók sem
gefin var út vegna gjafarinnar og
glersýningarinnar í Listasafni Ís-
lands og rennir þannig enn frekar
stoðum undir það að meginuppi-
staða verkanna á sýningunni sé
,,sænska gjöfin“. Sýningin vekur
upp spurningu, hvaða þýðingu það
hafi fyrir Hönnunarsafn Íslands
sem eins helsta vettvangs íslenskrar
hönnunar að sækjast eftir að varð-
veita eins stóra erlenda gjöf innan
eins afmarkaðs sviðs sem þessa
(sænsk samtímaglerlist), sem að
auki fellur ekki skýrt innan hönn-
unar?
Þó glerverk stórstirnis banda-
rískrar glerlistar, Dale Chihuly (í
eigu Listasafns Reykjavíkur) sé
engin smásmíð og verk Sigrúnar Ó.
Einarsdóttur séu grípandi að vanda
þá verða þau hálf úr samhengi innan
um öll sænsku verkin sem eru yf-
irgnæfandi. Mun betra hefði verið
að einskorða sýninguna við úrval
verka úr sænsku gjöfinni, fyrst ekk-
ert var frekar unnið áfram með ólík-
an uppruna verka og reynt að afla
fleiri hluta en eingöngu úr fórum
safnsins. Ætla má að slíkt hefði ver-
ið vel gerlegt. Eins má spyrja hvers
vegna Hönnunarsafn Íslands kjósi
ekki frekar að sýna úrval af ís-
lenskri hönnun úr safni sínu á helsta
ferðamannatímanum frekar en að
kynna og velja úr safninu erlenda
listhönnun.
Ef horfið er alfarið frá vangavelt-
unum hér að ofan og litið á sýn-
inguna og uppstillingu munanna
burtséð frá þeim þá er það vel ferð-
arinnar virði að líta inn í sýning-
arsalinn. Sýningin er sett upp með
tilfinningu og næmni fyrir fallegri
uppröðun og þannig gleði fyrir aug-
að. Hlúð er að hverjum hlut fyrir sig
þannig að hann fái að njóta sín. Fyr-
ir unnendur og áhugafólk glerlistar
er margt áhugavert að skoða hvað
varðar frumleika, aðferðir og tækni.
Útlit sýningarinnar í heild er létt og
litríkt og á þann hátt er hún sann-
kölluð sumarsýning.
Vasi Frá sumarsýningunni í Hönn-
unarsafni Íslands.
Sænskt gler og fleira
HÖNNUN
Hönnunarsafn Íslands, sýningar-
salur á Garðatorgi í Garðabæ
Íslensk, bandarísk og norræn glerlist.
Sýningin verður opin til loka júlímánaðar
alla daga frá kl. 14-18 nema mánudaga
Sýningarstjóri ekki tilgreindur.
Sumarsýning – Gler
Elísabet V. Ingvarsdóttir
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
„MÉR þykir vænt um að fólk skuli muna eftir
mér,“ segir Þuríður Pálsdóttir óperusöng-
kona, sem í gærkvöldi tók við heiðurs-
verðlaunum Grímunnar í ár.
Blaðamaður ræddi við Þuríði skömmu fyrir
verðlaunaathöfnina, en hún hefur um langt
árabil verið í framvarðasveit sönglistarinnar á
Íslandi, auk þess sem hún hefur verið virtur
söngkennari. En Þuríður hefur komið víðar
við á farsælum ferli sínum, meðal annars í
Þjóðleikhúsinu, þar sem athöfnin fór fram.
„Já, ég var þar lengi vel, ég tala nú ekki
um ósköpin. Ég var formaður Þjóðleik-
húsráðs í rúm tuttugu ár.“
Maður lærir af kennslunni
Hvert af þessum viðamiklu störfum þínum
hefur staðið þér næst?
„Kennslan. Mér finnst svo gaman að því að
kenna. Það er eiginlega alveg sama hvað ég
hef verið að kenna. Mér finnst til dæmis
óskaplega gaman að kenna tónfræði og tón-
listarsögu. En maður þarf að mennta sjálfan
sig heilmikið til að geta þetta. Maður lærir
líka mikið af kennslunni. Ég las eitt sinn bók
um japanska listmálarann fræga, Hokusai.
Síðustu orðin hans voru: „Það er verst að ég
hef aldrei getað lært að teikna!“,“ og Þuríður
hlær. „Þetta var einhver albesti teiknari
heimsins.“
En þú lærðir nú aldeilis að syngja.
„Já, en ég hef aldrei lært á sjálfa mig. Ég
er alltaf nervus á undan, en þegar nær dreg-
ur því að ég þurfi að standa fyrir mínu, verð
ég rólegri.“
Þurfa söngvarar að þekkja sjálfa sig vel?
„Ég ræddi þetta einu sinni við Lárus Páls-
son leikara og sagði honum að ég væri alltaf
svo kvíðin. „Láttu það vera, Þuríður mín, það
er ágætt,“ sagði hann. „Þá ertu að hlaða þig
rafmagninu, en þegar þú kemur upp á sviðið
leysist það úr læðingi og þú verður fín. Ef þú
fyndir ekkert fyrir því áður en þú ferð á svið-
ið, kæmi sjokkið þá.“ Þetta er alveg satt og
ég hef lært að undirbúa mig alltaf andlega.“
Ég mátti syngja út
Hverju ertu stoltust af sem þú hefur afrek-
að á óperusviðinu?
„Mér fannst mjög gaman að syngja í
Rakaranum í Sevilla og líka Pamínu í Töfra-
flautunni, en besta óperuhlutverkið mitt var
Leonóra í Il trovatore eftir Verdi, en það var
flutt hér í tónleikauppfærslu. [Victor] Urb-
ancic og dr. Róbert [A. Ottósson] voru alltaf
að biðja mig að syngja veika tóna, því þeim
þótti ég hafa svo fallegt piano. En þarna var
dásamlegur hljómsveitarstjóri sem dró allt út
úr mér sem hægt var, og allt í einu mátti ég
syngja.“
Þú hlýtur að finna fyrir áhrifum þínum á
þær kynslóðir söngvara sem á eftir þér
komu?
„Já, og þess vegna finnst mér svo vænt um
kennsluna. Ég hef séð svo mikinn og góðan
árangur. Við eigum mjög fína söngvara.“
Allt í einu mátti ég syngja
Þuríður Segir sitt besta óperuhlutverk Leonóru í Il trovatore eftir Verdi.
Þuríður Pálsdóttir óperu-
söngkona hlaut í gærkvöldi
heiðursverðlaun Grímunnar
Hún lærði söng í London og
síðar í óperulandinu Ítalíu hjá
einum besta kennara landsins
Hún hefur verið í framvarða-
sveit íslenskrar sönglistar og
söng sitt síðasta hlutverk 57 ára
»Ég er alltaf nervus á undan,en þegar nær dregur því að
ég þurfi að standa fyrir mínu,
verð ég rólegri.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gagnrýnandi einn sagði um hlutverk hennar í La Bohem að hún væri undantekningalaust feg-
ursta Musetta sem hann hefði séð og þegar við fegurð þessarar ungu söngkonu bættist mjög
fögur rödd og leiklist, full af lífi og suðrænu „temperamenti“, þá ættu íslenskir leikhúsgestir
að þakka himnunum fyrir að hafa eignast þessa afbragðssönglistakonu.
Úr hátíðarræðu