Morgunblaðið - 14.06.2008, Page 43

Morgunblaðið - 14.06.2008, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 43 Atvinnuauglýsingar Þjónustufulltrúi Hugbúnaðarþjónusta OneSystems Ísland ehf. leitar eftir sjálfstæðum og duglegum einstaklingi til starfa við að þjónusta viðskiptavini, m.a. í síma og yfir netið. Þarf að geta unnið sjálfstætt, hafa góða sam- skiptahæfileika, góða framkomu í síma og þokkalega enskukunnáttu. Í boði eru góð laun fyrir réttan einstakling og spennandi verkefni hjá ört vaxandi fyrirtæki. HÆFNISKRÖFUR  Góðir samskiptahæfileikar  Kjarngóð reynsla og þekking á Microsoft um- hverfinu, svo sem Ms Office  Prófgráður í Microsoft-lausnum svo sem MCP eru augljós kostur  Frumkvæði, jákvæðni, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum  Enskukunnátta er skilyrði og þekking á öðrum tungumálum er kostur  Háskólamenntun - til dæmis tölvunar-, eða kerfisfræði er kostur Umsóknarfrestur er til hádegis fimmtudaginn 26 júní 2008 UM ONESYSTEMS OneSystems Ísland er framsækið þekkingarfyrirtæki á Íslandi og með trausta viðskiptavini. Fyrirtækið býður upp á lausnir og þjónustu, eins og kerfi byggð á Mico- soft tækni svo sem málakerfi og skjalakerfi, gagna- safnskerfi, gæðakerfi, verkefnakerfi, og vefgáttir fyrir fyrirtæki og stofnanir, . Meðal viðskiptavina eru: Glitnir, Íbúðalánasjóður, Samband íslenskra sveitar- félaga, Samkeppniseftirlitið, Mosfellsbær, Hafnar- fjarðarbær, Kópavogsbær, VR, LÍÚ, RUV, Logos lögmannsstofa, Tónastöðin, auk fjölda annara fyr- irtækja og stofnana. NÁNARI UPPLÝSINGAR: Ingimar Arndal s:6608551 framkvæmdastjóri one@onesystems.is Raðauglýsingar 569 1100 Atvinnuhúsnæði Auglýst eftir húsnæði fyrir Vínbúð á Flúðum Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins óskar eftir að taka á leigu húsnæði fyrir Vínbúð á Flúðum. Stærð húsnæðis skal ekki vera minna en 45 fm og þarf að fullnægja eftirfarandi kröfum: 1. Vera miðsvæðis og á jarðhæð. 2. Góð aðkoma fyrir viðskiptavini. 3. Næg bílastæði. 4. Gerð er krafa um að vínbúðin og/eða merkingar Vínbúðarinnar séu sýnileg fyrir viðskiptavini frá bílastæðum eða við aðkeyrslu að Vínbúðinni. 5. Góð aðkoma að vöruhurð fyrir flutninga- bíla með vörur og vörulyftara. 6. Húsnæðið verður að fullnægja öllum kröfum sem opinberar eftirlitsstofnanir og umsagnaraðilar gera til slíks og samþykkt af þeim. 7. Leigutími húsnæðisins skal vera til 5 ára. 8. Sérstaklega er lögð áhersla á meðal annars gott aðgengi hreyfihamlaðra, birtulýsingu (500-600 lux) og hljóðdempun í verslun ásamt góðri aðstöðu starfsfólks. Áhugasamir skulu senda öll gögn um það húsnæði sem þeir hyggjast bjóða í lokuðu umslagi til skrifstofu ÁTVR, Stuðlahálsi 2, 110 Reykjavík fyrir 30. júní 2008. Gögn þurfa meðal annars að innihalda eftirfar- andi: 1. Staðsetningu húsnæðis 2. Teikningar af húsnæði 3. Afhendingartíma 4. Ástand húsnæðis við afhendingu 5. Leiguverð - í leiguverði skal vera tilgreindur allur kostnaður sem til fellur. Reykjavík, 12. júní 2008. Áfengis– og tóbaksverslun ríkisins. Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Barmahlíð 35, 203-0626, Reykjavík, þingl. eig. Emilía B. Jóhannes- dóttir, gerðarbeiðandi Kaupþing banki hf., fimmtudaginn 19. júní 2008 kl. 13:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 13. júní 2008. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Grettisgata 56a, 200-7989, Reykjavík, þingl. eig. Jóhann Þór Gunnars- son, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Reykjavíkurborg og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, miðvikudaginn 18. júní 2008 kl. 14:30. Mávahlíð 26, 203-0801, Reykjavík, þingl. eig. Jóhann Friðriksson, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, miðvikudaginn 18. júní 2008 kl. 15:00. Stýrimannastígur 2, 200-1348, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Þorfinnur Ómarsson, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, miðvikudaginn 18. júní 2008 kl. 13:30. Þingás 9, 204-6751, Reykjavík, þingl. eig. Sverrir Kristjánsson, gerðarbeiðandi Jón Ellert Lárusson, miðvikudaginn 18. júní 2008 kl. 11:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 13. júní 2008. Félagslíf 16.6. Leggjabrjótur Brottför: kl. 20:00 frá BSÍ V. 4400/3800 kr. Þessi ferð er góð upphitun fyrir Jónsmessugönguna yfir Fimmvörðuháls. Vegalengd 16 km. Hækkun 500 m. Göngutími 6 klst. 25. - 29.6. Hofsjökull Brottför: kl. 08:30 frá skrifstofu Útivistar. V. 34.500/30.000 kr. Krefjandi ferð og þátttaka háð samþykki fararstjóra. Rúta frá Útivist. 20. - 22.6. Jónsmessunæturganga V. í tjaldi 16.300/14.900 kr. Brottfarir: frá BSÍ 18:00, 19:00 og 20:00. Skráning á utivist@utivist.is eða í síma 562 1000. Sjá nánar www.utivist.is ÞEGAR tefldar hafa verið fimm umferðir á hinu geysisterka Aeros- vits-skákmóti í Foros í Úkraínu hef- ur norska ungstirnið Magnús Carl- sen stungið aðra keppendur af. Hann er með 4½ vinning af fimm mögulegum en næstu menn koma með þrjá vinninga. Meðal fórnar- lamba Magnúsar eru Vasilí Ivant- sjúk og Alexei Shirov. Frammistaða Magnúsar er upp á tæp 3.100 elo- stig og væri mótið reiknað út í dag myndi Magnús skipa 2. sætið á heimslista FIDE á eftir Anand. Í skáksögunni finnst ekkert dæmi um viðlíka frammistöðu 17 ára ung- mennis og eru þá bæði Kasparov og Fischer teknir með í reikninginn. Að vísu stóðu bestu mót heims þeim fyrrnefnda ekki opin fyrr en nokkru síðar og hann vann sitt fyrsta milli- svæðamót 19 ára og Bobby var á svipuðu reki þegar hann vann milli- svæðamótið í Stokkhólmi 1962. Magnús Carlsen varð efstur ásamt Aronjan á stórmótinu í Wijk aan Zee í ársbyrjun og komst við það á forsíðu norsku blaðanna. „Það gerist næst þegar hann verður heimsmeistari,“ stóð í norsku skák- blaði sem kvartaði undan því áhuga- leysi sem þarlendir fjölmiðar sýna þessum einstaka afreksmanni. Magnús hefur raunar verið alltíður gestur í norskum spjallþáttum og Norðmenn geta afreka hans alltaf annað veifið en mættu standa sig betur. Staðan á Aerosvits-mótinu eftir fimm umferðir er þessi: 1. Magnús Carlsen (Noregi) 4½ v. 2.-3. Sergei Karjakín (Úkraínu) og Andrei Volokitin (Úkraínu) 3 v. 4.-8. Alexei Shirov (Spáni), Pavel Eljanov (Úkraínu), Liviu-Dieter Nisipeanu (Rúmeníu), Peter Svidler (Rúss- landi) og Vassily Ivantsjúk (Úkra- ínu) 2½ v. 9.-10. Dmitry Jakovenko (Rússlandi) og Evgeny Alekseev (Rússlandi) 2 v. 11.-12. Alexander Onistjsúk (Bandaríkjunum) og Loek Van Wely (Hollandi) 1½ v. Magnús hefur fyrir löngu stungið ýmis önnur „undrabörn“ af, t.d. hinn úkraínska Karjakín. Það virðist ómögulegt að finna veikleika hjá honum; allir þættir skákarinnar frá byrjun til endatafls eru í frábæru ásigkomulagi. Á það hefur verið bent að erfitt sé að undirbúa sig gegn honum því hann teflir allt, ekki ósvipað Vasílí Ivantsjúk. Ef svo fer fram sem horfir virðist fátt geta komið í veg fyrir að Magnús Carl- sen verði heimsmeistari og kannski sá yngsti í sögunni. Kasparov var 22 ára þegar hann vann titilinn haustið 1985 og Tal var 23 ára þegar hann vann Botvinnik og varð heimsmeist- ari árið 1960. Sigrar Magnúsar hafa flestir komið eftir löng og ströng endatöfl. Í eftirfarandi skák virðist það gerast að andstæðingur Magn- úsar – þrautreyndur stórmeistari – ræður ekki almennilega við press- una jafnvel þótt hann standi við jafnteflisdyrnar; 61. … Bg7 er tap- leikurinn, svartur varð að valda á g3-reitnum. Óðar en varði er hann fastur í mátneti. Heppinn? Kannski en heppnin fylgir þeim sterka, sagði Capa- blanca. Aerosvits-mótið; 5. umferð: Magnús Carlsen – Alexei Shirov Slavnesk vörn 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 e6 5. Bg5 h6 6. Bxf6 Dxf6 7. e3 Rd7 8. Hc1 Bd6 9. Bd3 dxc4 10. Bxc4 De7 11. 0-0 0-0 12. Re4 Bc7 13. Bb3 Hd8 14. Dc2 a5 15. a3 Hb8 16. Hfd1 Rf8 17. Re5 Bd7 18. Rxd7 Rxd7 19. g3 Rf6 20. Dc5 Dxc5 21. Rxf6+ gxf6 22. Hxc5 Ha8 23. Kg2 Bd6 24. Hc2 f5 25. Bc4 a4 26. Be2 Be7 27. Bf3 Ha5 28. Hc4 Bf6 29. Hdc1 e5 30. dxe5 Bxe5 31. Hb4 Hd7 32. Hc2 Kg7 33. Kf1 Bf6 34. Hcc4 Ha8 35. Hf4 Ha5 36. Ke2 Hc5 37. Hfc4 Hxc4 38. Hxc4 Bxb2 39. Hxa4 c5 40. Kf1 b6 41. Be2 Bc3 42. Bb5 Hd1+ 43. Kg2 Ba5 44. Hf4 Kg6 45. a4 Bc3 46. g4 fxg4 47. Be8 Be5 48. Bxf7+ Kg5 49. He4 Kf5 50. Hc4 Hd7 51. Bh5 Hg7 52. a5 bxa5 53. Hxc5 Ha7 54. Hc4 Hg7 55. Hc5 Ha7 56. Hc4 Hg7 57. Hc6 Ha7 58. Bg6+ Kg5 59. Bc2 a4 60. Hg6+ Kh5 61. He6 Sjá stöðumynd 61. … Bg7 62. Kg3 Ha5 63. Bg6+ – og svartur gafst upp því mátið er óumflýjanlegt: 63. … KLg5 64. h4+ gxh4 65. f4 mát. Alþjóðlegt boðsmót TR Boðsmót TR, sem hefst á morgun, 15. júní, og lýkur 24. júní, verður með alþjóðlegu sniði. Mótið er hald- ið til þess að færa ungum Íslend- ingum meiri reynslu og gefa þeim jafnframt kost á að reyna við áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Skráð- ir keppendur til leiks eru: Jakob Vang Glud (Danmörku), Espen Lund (Danmörku), Björn Þorfinns- son, Simon Bekker-Jensen (Dan- mörku), Ingvar Þór Jóhannesson, Guðmundur Kjartansson, Kamala- kanta Nieves (Púertó Ríkó), Björn Þorsteinsson, Daði Ómarsson og Torfi Leósson. Veg og vanda af undirbúningi hafa haft þeir Torfi Leósson og Ótt- ar Felix Hauksson, formaður TR. Teflt verður í salarkynnum Tafl- félags Reykjavíkur í Skákhöllinni Faxafeni. Taflmennskan hefst í öll- um umferðum kl. 17.30. Skákstjóri er Ólafur S. Ásgrímsson, alþjóðleg- ur skákdómari. Ótrúleg frammistaða Magnúsar Carlsen Efstur Magnús Carlsen hóf mótið með því að leggja Vasií Ivantsjúk (t.v.) að velli. Helgi Ólafsson helol@simnet.is SKÁK Foros, Úkraínu Aerosvits-mótið 7.-20. júní 2008

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.