Morgunblaðið - 14.06.2008, Síða 56

Morgunblaðið - 14.06.2008, Síða 56
LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 166. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Dæmt í ofbeldismáli Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær tvítugan pilt, Robert Dariusz Sobiecki, til þriggja ára fangelsisvistar fyrir alvarlegt kyn- ferðisbrot framið á Hótel Sögu í mars í fyrra. Hann var einnig dæmdur til að greiða fórnarlambinu 1,5 milljónir króna í miskabætur og tæpar 2,8 milljónir kr. í sakar- kostnað. » 2 Í vanda vegna hækkana Fólk sem á sínum tíma flutti í sveitarfélög í grennd við Reykjavík vegna lægra fasteignaverðs utan borgarinnar en starfar áfram þar er nú í miklum vanda vegna hækkandi eldsneytisverðs. » 8 Gervilið vegna offitu Offita eykur líkur á þörfinni fyrir gervilið í mjöðm meðal karla, en ekki meðal kvenna. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem gerð var meðal 1473 Íslendinga sem farið hafa í gerviliðaaðgerðir. » 2 SKOÐANIR» Staksteinar: Með og á móti Forystugreinar: Írskt nei | Fangelsi á byrjunarreit? Ljósvaki: Strákar á stuttbuxum UMRÆÐAN» Bylting í umhverfismálum heimsins Áskorun til Lóu Aldísardóttur Ný framhaldsskólalög og miðstýring Að pissa í útlöndum Börnin njóta menningarinnar Bestu sumarljóðin BÖRN» Heitast 20 °C | Kaldast 10 °C Fremur hæg V-átt eða hafgola. Létt- skýjað víða um land en þykknar upp vestan til. Hlýjast í innsveitum. » 10 Arnar Eggert Thor- oddsen spyr hvort rétt sé að láta íþróttablaðamann skrifa tónleika- gagnrýni. » 48 AF LISTUM» Ein stjarna plús fimm TÓNLEIKAGAGNRÝNI» Náttúrutalent og úrvals- skemmtikraftur. » 49 Daily Mail gaf sýn- ingunni Ást í Lyric Hammersmith fullt hús stiga og Fin- ancial Times gaf fjórar stjörnur. » 55 LEIKLIST» Jákvæðir dómar KVIKMYNDAGAGNRÝNI» The Happening fær þrjár stjörnur. » 50 TÓNLIST» Hraun á 5 ára afmæli og gefur út nýja plötu. » 46 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Vægur dómur yfir hópnauðgurum 2. Ekki drukkin heldur að leika sér 3. Nýjungagjarnir bændur 4. Carey hættir við annað brúðkaup Íslenska krónan veiktist um 1,1% „HEFÐI ég verið spurð, hefði ég aldrei sagt já við tónlistarhúsi, ef ekki hefði átt að vera ópera í því,“ segir Þuríður Pálsdóttir óperusöngkona, sem í gær- kvöldi hlaut heiðursverðlaun Grímunnar í ár fyrir merkt ævistarf í tónlistinni. Þuríður hefur lengi ver- ið í framvarðasveit íslenskra söngvara. | 21 Þuríður Pálsdóttir fékk heiðursverðlaun Grímunnar Ég hefði aldrei sagt já Morgunblaðið/Frikki Á síðustu og verstu tímum þarf að hafa allar klær úti til að spara. Margir nota augnlinsur og fjölgar mjög í hópi þeirra á sumrin vegna aukinnar útivistar. Talsverður verðmunur er á augnlinsunum og munaði allt að 36,5% á pakka með 30 Focus Dailies-linsum samkvæmt óformlegri könnun blaðsins. Þá er hægt að spara mikið með því að kaupa svokallaðar harðar linsur sem nota má í lengri tíma, en ekki er víst að þær henti þeim sem grípa til linsanna endrum og sinnum. andresth@mbl.is Auratal „ÁRNI Johnsen kallar mig barna- lega fyrir að vilja vernda náttúr- una. Skrýtið því mér finnst ein- mitt hálfbarna- legt að þegar all- ur heimurinn er á tánum yfir því að næstu 50-100 árin muni gróður- húsaáhrif jafnvel farga mannkyninu, þá hækkum við koltvísýringslosun Íslands upp í 17 tonn á hvern ein- stakling, sem setur okkur í þriðja sæti í heiminum, á eftir Ástralíu og Bandaríkjunum.“ Þetta segir Björk Guðmundsdóttir tónlistarmaður sem í Morgunblaðinu í dag svarar grein Árna Johnsen um náttúru- verndarmál. | Miðopna Björk Guðmundsdóttir Barnalegt að hækka koltví- sýringslosun Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is „VIÐ MÆTUM klukkan 9 á æfingu og erum á fullu til klukkan 12. Það er alveg frábært,“ segir Ingibjörg Kjartansdóttir kát en sumarstarf hennar og 16 annarra stelpna er að leika körfubolta. Þær koma hvaðan- æva af landinu og eru fæddar árið 1994. Stelpurnar eru skráðar í Vinnuskólann og fá því laun frá sveitarfélögunum líkt og aðrir í skól- anum. Munurinn á þeirra starfi og annarra er hins vegar sá að þær mæta með íþróttatösku og körfu- bolta í íþróttahús Kennaraháskólans á hverjum morgni. „Þetta er bara al- veg eins og í Vinnuskólanum; við þurfum að skrá alla frí- og veikinda- daga og svona.“ Þegar Ingibjörg er innt eftir því hvort körfuboltinn sé ekki algjört draumastarf segir hún: „Jú, þetta er frábært tækifæri fyrir okkur og al- veg rosalega gaman.“ Hún segist vel geta hugsað sér að leggja körfubolt- ann fyrir sig þó hún sé ekki alveg viss um hvað framtíðin beri í skauti sér. Ágúst Björgvinsson, þjálfari stúlknanna, segir að farið sé í und- irstöðuæfingar með stelpunum og markmiðið sé að hjálpa þeim að verða betri leikmenn. „Þetta eru efnilegar stelpur sem við vonum að verði mögulega landsliðsleikmenn einn daginn,“ segir hann. Ágúst segir jafnframt Benedikt Guðmundsson körfuknattleiksþjálf- ara eiga heiðurinn af því að þessar æfingabúðir urðu að veruleika. Karfan er vinnan Efnilegar stelpur vinna við körfuknattleik í sumar „Frábært tækifæri fyrir okkur og alveg rosalega gaman“ Morgunblaðið/Frikki Efnileg Ingibjörg Kjartansdóttir er 14 ára og spilar körfubolta með Val. Henni bauðst einstakt tækifæri til að starfa við íþróttina í sumar. EINHLEYPAR konur hafa hingað til þurft að halda út fyrir landstein- ana í því skyni að fara í tæknifrjóvg- un. Nýleg lagabreyting gerir þeim nú kleift að fara í tæknifrjóvgun hér á landi en slík aðgerð var áður að- eins á færi kvenna í hjúskap, stað- festri samvist eða óvígðri sambúð. Búast má við að tugir einhleypra kvenna leiti árlega til tæknifrjóvg- unar Art Medica til að gangast undir tæknifrjóvgun. Þó mun vafalaust draga úr þeirri eftirspurn þegar frá líður enda um uppsafnaðan vanda að ræða. | 12 Einhleypar í tæknifrjóvgun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.