Morgunblaðið - 14.06.2008, Page 26
lifun
26 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Mörgum útlendingumsem hingað komafinnst svo merkilegtvið þetta hús hvað sálin
í því æðir upp um leið og þeir koma
hingað inn. Þeir súpa líka hveljur út
af því að Esjan, sjórinn og nánast
allur sjóndeildarhringurinn skilar
sér hingað inn um gluggana,“ segir
Sigrún Einarsdóttir glerlistakona
en húsið hennar er klætt að utan
með dökku bárujárni.
„Við Søren maðurinn minn heit-
inn upplifðum það eins og helli sem
væri dimmur að utan en bjartur að
innan. Við byggðum þetta hús sam-
an, gáfum okkur góðan tíma og
leyfðum hlutunum að vaxa inn í
rýmið. Eldhúsið varð til dæmis allt
öðruvísi en við ætluðum fyrst. Við
keyptum neðri skápana frá Dan-
mörku, en þeir eru gerðir úr end-
urnýttum gólfborðum úr þýskum
húsum. Stiginn upp á loftið er
skandinavísk útfærsla á japönskum
tröppum en hann þjónar hlutverki
skáps, sem sparar pláss og er auk
þess svo fallegur. Hugmyndina
fengum við úr bókum sem japönsk
vinkona mín lánaði okkur.“
Sigrún er mikið fyrir að hafa hluti
í kringum sig sem hafa tilfinn-
ingalegt gildi og tengjast minn-
ingum, ýmist frá útlandsárum eða
bernskunni. Hátt uppi í rjáfri hanga
bænaflögg frá Tíbet og á hillum er
fjöldi glerlistaverka. „Þetta er mikið
frá kollegum mínum og vinum. Ég
er agalega mikill hlutasafnari. Ég
safna til dæmis flöskum sem eru hér
um allt. Mér þykir mjög vænt um
klukku og spólubox sem ég er með
hér hjá mér en þessa hluti átti
amma mín sem var bláfátæk.“
Ein er sú hirsla á heimilinu sem
nær næstum yfir heilan vegg og á
henni eru ótal hólf og hillur. Þar úir
og grúir af gömlum hlutum með
sögu. Sigrún segir þessa mublu
sennilega hafa verið undanfara tölv-
anna. „Søren hirti þetta í skólakjall-
ara í Danmörku þar sem það beið
þess að fara á haugana. Væntanlega
hefur þessi mubla þjónað sem flokk-
unargræja, því bókstafur er við
hverja hillu. Søren hafði rétt eins og
ég veikleika fyrir gömlum hlutum.
Borðið frammi í forstofu er til dæm-
is 250 ára gamalt og við borðuðum
við það þegar við bjuggum í Dan-
mörku.“
Sigrún segist vera hætt að safna
hlutum og vilji nú aftengja sig eign-
um. Hún hafi meiri áhuga á að
ferðast og kynnast ólíkri menningu
og upplifa með sálinni og andanum.
Margar skemmtilegar veislur
hafa verið haldnar í húsinu, enda
segir Sigrún að Søren hafi verið
gestgjafi af Guðs náð. „Mér er
minnisstæð ein veisla þar sem við
buðum öllum vinum okkar sem voru
af erlendu bergi brotnir og bjuggu á
Íslandi. Þau kölluðu sig síbúa og á
meðal þeirra voru Baltasar Samper,
Lena Bergmann, ein afrísk kona
sem var gift vini mínum og önnur
kona frá Japan. Allir komu með mat
frá sínu heimalandi og þetta var
rosalega gaman. Við enduðum svo á
að dansa við suðurameríska tónlist.“
Frá öllum heimshornum Íslenskt kaffibox, dönsk vog og japönsk Sakekrús er meðal muna sem leyn-
ast í fjölmörgum hirslum og hornum í húsinu hennar Sigrúnar Einarsdóttur.
Japanskar tröppur Þær nýtast sem
skápar, spara pláss og eru fagrar.
Fátækrakeramik Eldhúshirsla frá frænku
Sørens og sjaldgæfar fornar flöskur.
Opið og bjart Sigrún með dísarfuglinn sinn Patta Pavarotti á öxlinni en hann syngur Mozart fagurlega.
Hellir bjartur
að innan
Í húsi Sigrúnar Einarsdóttur glerlistakonu á Kjal-
arnesi fengu hlutirnir að vaxa inn í rýmið og þar
hafa margar veislur danskar verið haldnar.
„ÞEGAR við vorum búin að setja gólfefni á
eldhús og stofur héldum við stóra og
skemmtilega matarveislu. Þá áttum við engin
húsgögn en Søren smíðaði borð og við feng-
um lánaða stóla héðan og þaðan. Þetta var
mjög eftirminnilegt sitjandi danskt borðhald
og við vorum í fjóra klukkutíma að borða.
Það voru skemmtiatriði við borðið og eftir
borðhald fóru gestir inn í bílskúrinn sem við
höfðum breytt í danssvæði. Stofunum breytt-
um við í franskt kaffihús. Vinur okkar gekk
svo um með flöskur og hrópaði á japönsku
spurningar um hvað fólk vildi drekka. Verk-
fræðingur hússins sá um að spila á harm-
onikku undir dansinum og síðustu gestirnir
fóru góðglaðir undir morgun. Enn eru þessir
skemmtilegu vinir að minnast þessarar veislu
sem var allt í senn, reisugilli, brúðkaups-
veisla okkar og fertugsafmæli Sørens.“
Rosalegt
reisugilli