Morgunblaðið - 14.06.2008, Side 38

Morgunblaðið - 14.06.2008, Side 38
38 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku amma mín er fallin frá. Það eru ótal margar minningar sem koma upp í hug- ann þegar ég sest nið- ur til að skrifa nokkrar línur um ömmu Ingu. Ég var svo heppin að amma og afi bjuggu við hliðina á skólanum þegar ég var yngri. Það voru ófá hádegishléin þar sem ég fór í mat til ömmu og afa. Svo kom ég oft við eftir skóla líka til að fá hjálp við heimalærdóminn. Amma var mjög góður kennari og hjálpaði mér heil- mikið. Skemmtilegast þótti henni að hjálpa mér við ljóðalestur og rit- gerðarsmíð. Við ljóðalesturinn lagði hún mikla áherslu á að ég vissi hvað öll orðin í ljóðunum þýddu, öðruvísi gæti ég ekki munað þau. Hún var klár kona hún amma. Við ritgerðarsmíð nýttust bóka- skáparnir þeirra ömmu og afa oft vel. Ég man sérstaklega eftir einni ritgerð sem amma lagði sig alla fram við að hjálpa mér með. Hún var um Eggert Ólafsson. Amma var svo stolt af mér þegar ég kom með ritgerðina yfirfarna og ein- kunnina 10. Henni þótti alltaf svo gaman þegar okkur gekk vel í skól- anum. Ingibjörg H. Jóelsdóttir ✝ Ingibjörg Hall-dóra Jóelsdóttir fæddist í Hafn- arfirði 26. mars 1919. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 29. maí síð- astliðinn og var út- för hennar gerð frá Seljakirkju 9. júní. Við amma áttum líka sameiginlegt áhugamál, pólitík. Við báðar eins bláar og hægt er áttum oft mjög skemmtilegar samræður, sérstak- lega þegar hápólitísk mál voru í fréttum. Ég er ekki frá því að hún hafi ef til vill mótað skoðanir mínar á þessu sviði að miklu leyti. Í eitt af síðustu skiptunum sem ég hitti ömmu spurði hún mig hvort ég væri ekki örugg- lega enn í Sjálfstæðisflokknum. Hún var mjög ánægð að heyra að ég væri það. Ég vildi að ég hefði hæfileikann sem amma hafði til að tengjast fólki. Hún gat nálgast alla í gegn- um áhugamál og sérsvið viðkom- andi, hvort sem það var hesta- mennska, vatnamælingar eða ættfræði. Hún gat mjög auðveld- lega fengið lokaðasta fólk til að tjá sig um heima og geima. Hún var svo stolt af langömmu- stelpunni sinni, Herdísi Björgu. Þegar við fórum í heimsókn til hennar í Sóltúnið sagði hún öllum að þessi duglega stelpa hefði bara verið 5 merkur þegar hún fæddist. Allt starfsfólkið og heimilisfólkið vissi orðið allt um það. Ég veit líka að hún bað stöðugt fyrir okkur öllum í fjölskyldunni sinni. Ég er mjög þakklát fyrir það og ég hlakka til að hitta ömmu aft- ur seinna. Theódóra Þorvaldsdóttir. Hún elsku amma mín er dáin. Amma sem var svo frábær og mér þótti svo vænt um. Ég eyddi mörg- um stundum hjá afa og ömmu og átti alltaf athvarf hjá þeim. Amma tók á móti mér þegar ég kom úr skólanum, dekraði við mig á allan hátt, eldaði handa mér uppáhalds- matinn minn, hjálpaði mér við heimalærdóminn, kenndi mér að prjóna og leyfði mér nánast hvað sem var. Við dunduðum mikið sam- an og hún hafði mjög gaman af því að rifja upp prakkarastrikin mín og hlæja að þeim með mér. Endalaust gat hún líka rifjað upp söguna af því þegar kviknaði í út frá kerti í Hæðargarðinum og hún flýtti sér auðvitað að slökkva og ég sagði: amma, af hverju leyfðir þú mér ekki að sjá áður en þú slökktir. Það lá við að amma kveikti aftur í til að leyfa mér að sjá. Þannig var amma. Vildi allt fyrir mig gera. Hún fagn- aði líka svo innilega með mér þegar ég lauk stúdentsprófi. Hafði beðið eftir mér allan daginn og sagt öll- um í Sóltúni að ég væri að koma til hennar með stúdentshúfuna. Það var svo gott að geta glatt ömmu þannig. Takk amma mín fyrir allt. Davíð Ingi Þorvaldsson. Elsku amma mín. Það streyma fram svo margar minningar þegar ég sit og skrifa þessar línur. Það er óhætt að segja að lífið verður ekki samt án hennar ömmu Ingu. Ég sé ömmu fyrir mér með þennan glettna svip sem var svo einkenn- andi fyrir hana. Það var iðulega stutt í grínið hjá henni og hún hafði einstaklega skemmtilegt skopskyn. Hún gat verið hnyttin á hátt sem enginn annar en hún kunni og ég man eftir óteljandi stundum þar sem við hlógum saman. Það var svo gott að spjalla við hana ömmu. Við vorum alltaf góðar vinkonur og sátum oft saman og spjölluðum um heima og geima. Hún sagði mér þá oftar en ekki frá sjálfri sér, sinni upplifun af lífinu og gaf mér einnig vel þegnar ráð- leggingar sem hafa nýst mér vel. Þá var umræðuefnið ósjaldan ferðalög hennar og afa erlendis og ég þreyttist aldrei á því að hlusta á ferðasögur hennar, það var ótrú- legt hvað hún var minnug. Ég var einnig svo lánsöm að fá tækifæri til að ferðast erlendis með þeim ömmu Ingu og afa Ástráði og frá þeim ferðum varðveiti ég einstakar minningar. Það var svo einkennilegt með hana ömmu að það var eins og hún hefði ákveðið sjötta skilningarvit. Hún vissi alltaf betur en nokkur þegar mér leið illa og þegar ég þarfnaðist einhvers. Alltaf átti ég stuðning vísan frá henni, alltaf rétti hún fram hjálparhönd. Þó hún hefði tilhneigingu til að gera lítið úr þessum stuðningi sínum var hann mér ómetanlegur og oft veit ég ekki hvað ég hefði gert ef hún amma hefði ekki verið til staðar fyrir mig. Ég hélt aldrei að amma yrði gömul. Hún var ung svo lengi og bjó yfir svo miklum dugnaði og styrk. Hún var einstök kona sem gaf mér svo margt sem ég mun allt- af búa að og vera þakklát fyrir. Hún gaf mér gott veganesti út í líf- ið og var góð fyrirmynd. Þá verð ég að minnast á hversu gaman var að fylgjast með samskiptum ömmu við son minn, Þorvald Inga. Hún þreyttist aldrei á öllum spurning- unum hans, sem voru ófáar. Hún hafði svo gaman af því hvað hann er fróðleiksfús og hrósaði honum óspart. Það er með virkilega sárum söknuði sem ég kveð hana ömmu Ingu. Ég hugga mig við þá fullvissu mína að ég veit að henni líður vel þar sem hún er núna og að við mun- um hittast aftur seinna og taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Takk fyrir allt sem þú gafst mér elsku amma mín. Þín Ástríður Elsa Þorvaldsdóttir. Ingibjörg eða amma „langa“, eins og Pétur kallaði þig á bernsku- árum sínum og Ástráður og Eva tóku síðan upp eftir honum, hefur nú fengið hvíldina sem hún hefur þráð. Fullvissa þess að nú hvíli hún í faðmi frelsara síns Jesú Krists dregur úr söknuði okkar. Minning- ar okkar eru samofnar þeirri heild sem þið Ástráður mynduðuð og því kærleiksríka heimili sem þið byggðuð. Þú varst með mjög sterk- ar skoðanir og umræðurnar urðu oft fjörugar sem oftar en ekki tengdust annaðhvort trúmálum eða pólitík. Dyrnar á heimili ykkar stóðu ætíð opnar og gott var að leita til ykkar hvort sem það var til þess að gleðjast eða leita huggunar. Ótíma- bært andlát Heiðu tengdadóttur þinnar var mikill missir fyrir þig eins og okkur hinna en þar fóruð þið hjónin fremst í flokki til þess að hugga og styrkja fjölskyldutengsl- in sem var hlutverk sem þér fórst alltaf vel úr hendi. Það var okkur erfitt að kveðja ykkur hjónin þegar við fluttumst búferlum til Frakk- lands en eins og í öðru sýnduð þið okkur ómetanlegan stuðning. Það var okkur líka einstök ánægja að þú hafðir tækifæri til að fara þína síðustu utanlandsferð í heimsókn til okkar. Þó svo að fjarlægðin væri mikil þá voru ætíð sterk tengsl milli okk- ar og milli heimsókna leið varla sá dagur að þið nöfnurnar rædduð ekki saman í síma. Þegar Ástráður lést fyrir nærri fimm árum fundum við að lífsvilji þinn fjaraði út og í hvert sinn sem við hittumst þá kvaddir þú okkur í hinsta sinn. Þegar við sáumst síðast og við vor- um að kveðja, þá gafst þú okkur, eins og þér var líkt, skýr fyrirmæli og sagðir „Ef þið skrifið um mig hinstu kveðju þá vil ég enga pönnu- kökugrein“. Vissulega voru pönnu- kökunar góðar en það sem þú skil- ur eftir í hjörtum okkar sem sakna þín sárt er svo miklu meira. Bjargföst trú þín á Jesú mótaði líf þitt og líferni þitt og ykkar hjóna var okkur sem fengum því að kynn- ast til eftirbreytni og sá boðskapur sem þið gáfuð lifir enn meðal okkar og vart er hægt að hugsa sér betri arfleið en þá. Það var ánægjulegt að Ingibjörg og Eva höfðu tækifæri að koma til Íslands til þess að kveðja þig og erfitt fyrir okkur strákana að geta ekki kvatt þig en minning okkar um þig og arfleið lif- ir meðal okkar. Guð blessi minn- ingu Ingibjargar. Sigurður Pétursson, Pétur og Ástráður Sigurðssynir. Heiðurskonan Ingibjörg Hall- dóra Jóelsdóttir hefur kvatt okkur samferðamenn sína. Kynni okkar hófust fyrir um hálfri öld er ég tengdist því góða fólki sem þá bjó í Arahúsi í Hafnarfirði. Hún var elst barna þeirra Valgerðar og Jóels og þau veittu henni gott veganesti, sem hún miðlaði áfram til barna þeirra Ástráðs, en þau hjón voru einkar samhent í öllum málum. Fjölskyldurækni hennar var ein- stök og hún fylgdist mjög vel með systkinabörnum sínum svo og stór- fjölskyldunni allri. Það var fastur liður í jólahaldi fjölskyldunnar um áratugaskeið að koma saman á heimili Imbu og Ástráðs á annan dag jóla þar sem þau sinntu fjöl- skyldunni af þeirri gestrisni sem þau hjónin sýndu öllum sínum gest- um. Manni leið ávallt vel í návist þeirra enda voru þau þeirrar gerð- ar að þeim fannst sælla að gefa en þiggja. Þegar íbúðin þeirra rúmaði ekki lengur alla fjölskylduna gladdi það hana mjög að fenginn var salur úti í bæ fyrir jólafagnaðinn því hún vissi hvert gildi það hefur fyrir hvern einstakling að rækja vel tengslin við fjölskylduna. Imba var greind og hafði sjálfstæðar skoð- anir á mörgum málum, m.a. pólitík, en erfitt var að finna einarðari stuðningsmann við Sjálfstæðis- flokkinn en hana. Það var ánægju- legt að eiga við hana skoðanaskipti en hún hélt jafnan fast fram þeim skoðunum sem hún taldi réttar. Ég kveð Ingibjörgu Jóelsdóttur með virðingu og þökk fyrir góða og gefandi samfylgd. Blessuð sé minn- ing hennar. Bjarni Þórðarson. Það auðveldaði öldruðum föður mínum ákvörðunina að fara til hressingar á Landakot eftir andlát mömmu vorið 2006 vitandi að þar væri Ingibjörg vinkona þeirra Jó- elsdóttir í næsta herbergi. Þau höfðu jú búið hvort á sinni hæðinni í sama húsinu við Sigtún 29 í 42 ár. Hvað hún Imba tók vel á móti hon- um, var nærgætin, umhyggjusöm og uppörvandi við hann. Sú djúpa og varanlega vinátta sem átti svo langa sögu var honum ómetanleg á erfiðum tímum og mikill léttir fyrir okkur í fjölskyldunni að vita af hon- um dveljandi með Imbu í næsta herbergi og hennar góða fólk kom- andi reglulega í heimsókn. Þá var Imba vel ern þótt sjónin væri að vísu farin að daprast, stál- minnug og vel að sér. Gátu þau flett hvort upp í öðru og stytt sér þannig stundirnar með upprifjunum og dýrmætum minningum. Samfélagið við Imbu hafði góð áhrif á hann og er ég viss um að það var ekki síst það sem hressti hann við. Hún fylgdist vel með hún Imba og var vel að sér. Hún hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum. Fólk vissi hvar það hafði hana, hún var hreinskiptin, afar traust og sannur vinur vina sinna. Um- hyggjusöm og glæsileg ættmóðir sem hélt vel utan um sína hjörð og gott var að koma til. Hún á sinn þátt í minni mótun því við bjuggum í sama húsi fyrstu 20 ár ævi minnar. Hún hrópaði nú svo sem ekkert húrra fyrir mér þegar ég kastaði eða sparkaði bolta í húsið okkar og hrafntinnupúsn- ingin hrundi af húsinu. Eða þegar ég átti það til að henda mér í gólfið á efri hæðinni í mjög mikilvægum handboltaleikjum sem ég hafði komið á fót einn með sjálfum mér eða vinum mínum og málverkin tóku hvert af öðru að hrynja niður af veggjunum hjá þeim á neðri hæðinni líkt og í hörðum jarð- skjálfta. Hún fílaði heldur ekki þegar ég spilaði Bítlana með bass- ann í botni. Einu sinni fékk hún garðyrkjumann til að merkja allar fallegu plönturnar í garðinum með þar til gerðum trépinnum og kost- aði þjónustan sú ekki svo lítið enda skiptu plönturnar í garðinum mörgum tugum. Garðurinn var og átti að vera glæsilegur og hafði ég stundum hjálpað til við að tína rusl úr honum. Morguninn eftir fór ég því með litlu hjólbörurnar mínar út í garð og hófst handa við að tína litlu merkispjöldin upp úr moldinni og setti þau í hjólbörurnar, 3–4 ára óviti í góðri trú, hélt ég væri að hjálpa til. Þennan dag var Imba ekki glöð og mamma var miður sín. En þetta var nú allt saman jafnað og fyrirgefið jafnóðum og gott var að stinga sér niður til hennar á kvöldin til að fá mjólkurglas, ný- bakaðar gómsætar pönnukökur eða smákökurnar sem hún var fræg fyrir. Já, við vorum góðir vinir við Imba. Mikið var hún umhyggjusöm við foreldra mína eftir að halla tók undan fæti hjá þeim. Oft hringdi hún og var ætíð bæði gott og gam- an að heyra í henni. Hún sagði skemmtilega frá og átti margar óborganlegar setningarnar og hnyttin tilsvör. Við leiðarlok þakka ég góðri vinkonu samferðina. Ég veit að þú ert löngu búin að fyr- irgefa mér öll prakkarastrikin, Imba mín. Skilaðu kveðju til vin- anna í efra. Með virðingu og einlægu þakk- læti. Sigurbjörn Þorkelsson. Ég kynntist Ingibjörgu, sem allt- af var kölluð Imba í mín eyru, sem ungur drengur, enda þau Ástráður í hópi vinafólks foreldra minna. Mamma bar mér oft kveðjur eða þakkarorð frá þeim hjónum í starfi mínu fyrir kristilegu félögin. Imba sótti í áratugi samverur kristni- boðshópsins Vorperlunnar og var meðal trúfastra vina kristniboðsins sem báru málefni þess fyrir brjósti. Ég þakka fyrirbænir og um- hyggju þeirra hjóna fyrir starfinu og blessa minningu Imbu. Drottinn huggi, styðji og styrki ættingja alla og vini. Ragnar Gunnarsson. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall bróður okkar, mágs og frænda, HALLDÓRS GESTSSONAR frá Syðra – Seli. Sérstakar þakkir til sveitunga hans fyrir vináttu og virðingu sem honum var sýnd á útfarardegi. Systkini hans og fjölskyldur þeirra. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ást- kærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTINS P. MICHELSEN, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir til Einars og alls annars starfsfólks á deild 13B á Landspítala við Hringbraut og á deild K1 á Landspítala, Landakoti. Guð blessi ykkur öll. Margrét Þorgeirsdóttir, Karl G. Kristinsson, Jóhanna Sigurjónsdóttir, Kristín B. K. Michelsen, Magnús Sigurðsson, Sólveig H. Kristinsdóttir, Björn St. Bergmann, Anna Karen Kristinsdóttir, Gestur Helgason, afa- og langafabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og annan stuðning við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GÍSLA GUÐJÓNSSONAR pípulagningameistara, Sólvöllum 5, Selfossi. Sérstakar þakklætiskveðjur sendum við heimahjúkrun og starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Kristín Gísladóttir, Hafsteinn Guðjónsson, Guðjón Skúli Gíslason, Guðrún Ágústsdóttir, Vignir Rafn Gíslason, Laufey Þorsteinsdóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.