Morgunblaðið - 14.06.2008, Síða 48
48 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Þjóðleikhúsið Af öllum sviðum lífsins
551 1200 | midasala@leikhusid.is
Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl.12:30-18:00, aðra daga vikunnar frá kl. 12:30 til
20, og alltaf klukkustund fyrir sýningu ef um breyttan sýningartíma er að ræða.
Stóra sviðið
Ástin er diskó - lífið er pönk
Lau 14/6 kl. 20:00 Ö
Sýningar haustsins komnar í sölu
Borgarleikhúsið
568 8000 | midasala@borgarleikhus.is
Dauðasyndirnar-guðdómlegur gleðileikur (Litla sviðið)
Lau 14/6 kl. 20:00 Ö Sun 15/6 kl. 20:00 U
Sumarnámskeið Sönglistar
Mán 16/6 kl. 10:00
Mán 23/6 kl. 10:00 U
Mán 30/6 kl. 10:00 U
Mán 7/7 kl. 10:00
Mán 14/7 kl. 10:00
Mán 21/7 kl. 10:00
Landnámssetrið í Borgarnesi
437 1600 | landnamssetur@landnam.is
Saga til næsta bæjar (Á Sögulofti)
Sun 15/6 kl. 20:00
gamansögur
Sun 22/6 kl. 20:00
úrslitakvöld
Landskeppni sagnamann
BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið)
Lau 14/6 kl. 20:00 Ö
Sun 15/6 kl. 16:00 U
Lau 28/6 kl. 15:00
Lau 28/6 kl. 20:00 Ö
Þrjár tilnefningar til Grímunnar
Mr. Skallagrímsson eftir Benedikt Erlingsson
(Söguloftið)
Lau 14/6 kl. 15:00 U
Lau 21/6 kl. 15:00 Ö
Lau 21/6 kl. 20:00 U
Fös 27/6 aukas. kl. 20:00
Sun 29/6 aukas. kl. 16:00
Fös 11/7 kl. 20:00
Lau 12/7 kl. 20:00
Sun 13/7 kl. 16:00
Fim 17/7 kl. 20:00
Fös 18/7 kl. 20:00
Möguleikhúsið
5622669 / 8971813 |
moguleikhusid@moguleikhusid.is
Aðventa ((Möguleikhúsið/ferðasýning))
Lau 5/7 kl. 22:00 F
edinborgarhúsið ísafirði
Iðnó
562 9700 | idno@xnet.is
Sigurður Guðmundssonog Memfismafían / Oft
spurði ég mömmu
Sun 15/6 kl. 13:00
Act alone í Iðnó
Þri 8/7 kl. 00:00
Benni Hemm Hemm og Ungfónía. Sitjandi
tónleikar.
Fim 19/6 kl. 19:00
Benni Hemm Hemm og Ungfónía.
Fim 19/6 kl. 22:00
Frú Norma
4711166 | norma@frunorma.is
Soffía mús á tímaflakki (Sláturhús -
Menningarsetur )
Lau 14/6 frums. kl. 16:00 F
Sun 15/6 kl. 16:00 F
Þri 17/6 kl. 16:00 F
Þri 17/6 kl. 18:00 F
Fim 19/6 kl. 18:00 F
Verkið er sýnt í Sláturhúsinu - Menningarsetur, við Kaupvang,
Egilsstöðum
Kómedíuleikhúsið Ísafirði
8917025 | komedia@komedia.is
Act alone á Ísafirði (Hamrar/Edinborgarhúsið)
Mið 2/7 kl. 20:00
steinn steinarr/búlúlala - öldin hans
steins
Fim 3/7 kl. 12:00
örvænting, það kostar ekkert að tala í
gsm hjá guði, álfar, tröll og ósköpin öll,
kínki skemmtikraftur að sunnan, lífið
hans leifs, englar í snjónum
Fös 4/7 kl. 12:00
munir og minjar, súsan baðar sig, ég
bið að heilsa, sinfóníuhljómsveit sex
strengja, fragile, aðventa
Lau 5/7 kl. 13:00
eldfærin, jói, langbrók, pétur og einar,
blúskonan einleikinn blúsverkur,
völuspá, superhero
Sun 6/7 kl. 14:00
chick with a trick, vestfirskir einfarar,
aðrir sálmar
Leiklistarhátíð
Búlúlala - Öldin hans Steins (Hamrar
Ísafirði/Ferðasýning)
Lau 21/6 kl. 17:00
snjáfjallasetur
Mið 2/7 kl. 21:30
Ég bið að heilsa - Jónasardagskrá
(Edinborgarhúsið)
Fös 4/7 kl. 16:30
Gísli Súrsson (Haukadalur Dýrafirði/ferðasýning)
Fös 27/6 kl. 20:30
baldurshagi bíldudal
Mið 9/7 kl. 16:00 U
170 sýn.
Pétur & Einar (EinarshúsBolungarvík)
Fim 19/6 kl. 20:00 Lau 5/7 kl. 17:00
Einir verstu tónleikar semég hef í árafjöld séð fórufram í Laugardalshöll síð-
asta þriðjudag. Whitesnake,
„endurfædd“, með rokkbarkann
David Coverdale olli miklum von-
brigðum og lá ástæðan fyrst og
fremst í því að Coverdale réð ekki
við starfann. Hann söng illa, tók
sér iðulega hlé og var á hálfum
hraða út tónleikana. Allt var þetta
mjög augljóst og það þurfti engar
gráður í hljómfræðum til að nema
felskjuna og þreytuna í rödd
Coverdales. Þegar horft er til
manna eins og Micks Jaggers og
Bruce Springsteens, sem keyra
tveggja og hálfs tíma tónleika án
þess að missa úr hálftón, er
Coverdale nákvæmlega engin vor-
kunn.
Ein stjarna þótti mér því sann-gjarnt fyrir þessa „frammi-
stöðu“ þegar ég skrifaði dóm um
tónleikana.
Þegar um er að ræða svona
slátrun, eins og það er gjarnan
kallað, stendur yfirleitt ekki á við-
brögðunum frá unnendum við-
komandi listamanna og maður fær
dágóðan skammt af ákúrum. Sem
er hið besta mál, enda tónlist
ríkulega bundin í tilfinningar
fólks. Maður „skilur“ þetta ekki,
hefur ekki „vit“ á þessu og dóm-
urinn óskiljanlegur, enda Cover-
dale í fantaformi allan tímann?!
En svo les ég fimm stjörnu dóm
í Fréttablaðinu eftir hinn ágæta
íþróttafréttamann Henry Birgi
Gunnarsson. Maður hlýtur að
velta fyrir sér forsendunum sem
Henry gefur sér í dóminum, á
köflum finnst manni eins og hann
hafi verið mest uppveðraður yfir
því að vera á tónleikum með
Whitesnake og að frammistaðan
sjálf væri aukaatriði. Klisju-
kenndar setningar eins og „hann
lék á als oddi og hefur engu
gleymt“ fengu því að fljúga og þá
segir hann að það hafi verið
„kraftur“ í röddinni, staðhæfing
sem er einfaldlega röng. Og aldrei
hef ég vitað til þess að David
Coverdale væri kallaður Davíð
Breiðdal. Skrifin báru þess á
margan hátt merki að Henry væri
að skrifa sinn fyrsta tónleikadóm.
Henry Birgir segir síðan sjálf-ur í Fréttablaðinu á fimmtu-
daginn að þetta sé fyrsti og síðasti
tónleikadómurinn sem hann skrifi,
hann líti á sig sem talsmann hins
almenna áhorfenda og hann sé
ekki hluti af tónlistarelítunni.
Maður hlýtur að spyrja sig af
hverju það þyki í lagi að maður,
sem viðurkennir sjálfur að tón-
listarrýni sé ekki hans sérgrein,
sé þá gerður út í þann starfa þeg-
ar aðrir færari hefðu getað sinnt
því? Þetta er líkt og mér væri
lóðsað í beina útsendingu frá leik
Liverpool og Manchester United
og gert að lýsa leiknum, þar sem
ég hélt upp á Liverpool í gamla
daga.
Oft hefur mér fundist eins ogað það sé í lagi að hver sem
er fjalli um popp og rokk, á með-
an slíkt væri óhugsandi hvað bók-
menntir, myndlist og kvikmyndir
varðar, að maður tali nú ekki um
sígilda tónlist. Alvöru blöð erlend-
is hafa fyrir löngu síðan séð að
auðvitað þarf að fjalla um jafn út-
breiddan hlut og dægurtónlist á
nákvæmlega sama hátt og hin list-
formin. Það væri óskandi að ís-
lensk dagblöð færu nú að dratt-
halast til að gera slíkt hið sama.
Alvöru tónlistargagnrýnandi
byggir skrif sín á uppsafnaðri
reynslu, yfirsýn yfir hlutina og
innsæi í þá. Hann leggur heið-
arlegt mat á það sem fram fór og
miðlar því svo áfram til lesenda.
Þetta verk reyndist létt á téðum
White-snaketónleikum, þar sem
hlutirnir hreinlega blöstu við
manni.
Á hverju klikkuðuð þið hinir?
arnart@mbl.is
Whitesnake: 6 stjörnur
AF LISTUM
Arnar Eggert Thoroddsen
»Maður hlýtur aðspyrja sig af hverju
það þyki í lagi að maður,
sem viðurkennir sjálfur
að tónlistarrýni sé ekki
hans sérgrein, sé þá
gerður út í þann starfa
þegar aðrir færari hefðu
getað sinnt því?
Morgunblaðið/Golli
Rokkhundur „Þegar horft er til manna eins og Mick Jagger og Bruce Springsteen, sem keyra tveggja og hálfs
tíma tónleika án þess að missa úr hálftón, er Coverdale nákvæmlega engin vorkunn.“
AMERÍSKA kvikmyndastofnunin
(American Film Institute) hélt hátíð
í vikunni Warren Beatty til heiðurs.
Sjarmörinn Beatty sem nú er 71
árs á að baki næstum hálfrar aldar
leikaraferil en komst fyrst fyrir al-
vöru á stjörnuhimininn árið 1967
þegar hann lék aðalhlutverkið í kvik-
myndinni um skeinuhætta parið
Bonnie og Clyde.
Meðal þeirra sem heiðruðu Beatty
við hátíðlega athöfn á fimmtudag
voru Bill Clinton, Jack Nicholson,
Dustin Hoffman, Diane Keaton og
Annette Bening eiginkona leikarans.
Beatty hlaut Óskarsverðlaun fyrir
bestu leikstjórn árið 1981 fyrir kvik-
myndina Reds og hefur hlotið alls
fjórtán tilnefningar til verðlaun-
anna.
Beatty hefur leikstýrt fjórum
kvikmyndum, Bulworth (1998), Dick
Tracy (1990) , Reds (1981) og Heav-
en Can Wait (1978).
Reuters
Sjarmör Beatty með eiginkonu sinni
Annette Bening á Óskarnum.
Warren
Beatty
heiðraður
TVÍEYKIÐ skrautlega Sigfried og
Roy héldu fund með fjölmiðlum í
Las Vegas á fimmtudag til að
kynna nýjustu gæludýrin á heim-
ilinu.
Fimm litlir tígrisungar hafa bæst
í hjörðina sem sjónhverfingaparið
heldur. Reyndar verða þeir fimm
ekki hafðir á einkaheimili þeirra
heldur verður búið um þá á Mir-
age-hótelinu þar sem sérstakt
svæði er helgað framandi dýrum.
Tígrisungarnir eru ekki nema
sex vikna en þegar á stærð við
meðalstóra hunda og verða fljót-
lega gríðarstórir og sterkir en eins
og lesendur muna slasaðist Roy
Horn alvarlega árið 2003 þegar
tröllvaxinn Bengal-tígur beit hann í
hálsinn.
Parið hefur samhliða sýningar-
störfum unnið að því að forða tígr-
isdýrum frá útrýmingarhættu.
Reuters
Hnoðri Sjónhverfingamaðurinn
Siegfried sýnir einn af tígrisung-
unum sem er agalegt krútt.
Sigfried og
Roy fá nýj-
ar kisur