Morgunblaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í DAG, 14. júní, eru liðin áttatíu ár frá stofnun Hins íslenzka fornritafélags. Frum- kvöðull og fyrsti forseti félagsins var Jón Ás- björnsson, þá hæsta- réttarlögmaður og síð- ar hæstaréttardómari. Í ritgerð um sögu fé- lagsins sem hann birti í Eimreiðinni 1939 segir hann að sér hafi runnið til rifja „að hérlendar útgáfur fornrita vorra skyldu standa langt að baki erlendum út- gáfum, bæði fræðilega og að ytra búningi. Mér fannst það hin mesta óhæfa, hversu lítinn sóma vér Íslendingar höfðum sýnt fornritum vorum, svo mjög sem þau höfðu hald- ið hróðri lands vors á lofti meðal er- lendra fræðimanna og blásið þjóðinni í brjóst kjarki og krafti á tímum eymdar og örbirgðar.“ Stofnfundur félagsins var haldinn 14. júní 1928. Þar voru kjörnir 12 val- inkunnir menn í sérstakt „full- trúaráð“ sem síðan kaus fyrstu stjórn félagsins, en í henni áttu sæti fimm menn: forseti Jón Ásbjörnsson, ritari Matthías Þórðarson fornminjavörð- ur, gjaldkeri Pétur Halldórsson bók- sali og síðar borgarstjóri Reykjavík- ur, og meðstjórnendur Ólafur Lárusson prófessor og Tryggvi Þór- hallsson forsætisráðherra. Þegar í upphafi kom til liðs við fé- lagið sá maður sem mestu réð með Jóni Ásbjörnssyni um allt starf og snið útgáfunnar, en það var Sigurður Nordal prófessor. Hann var ráðinn sem útgáfustjóri, og „var hans verk- svið að sjá um hina vísindalegu hlið útgáfunnar og hafa eftirlit með því, hversu starfið væri unnið af útgef- endum ritanna,“ eins og segir í af- mælisriti félagsins sem Andrés Björnsson tók saman á þrjátíu ára af- mæli þess 1958. Sigurður bjó sjálfur til prentunar fyrsta bindið, Egils sögu, sem út kom 1933. Þegar eftir stofnun félagsins var hafist handa um undirbúning fleiri Íslendingasagna, og má kalla að hvert bindið hafi rekið annað næstu áratugina. Afkasta- mestur allra útgefenda fyrstu ára- tugina var Einar Ól. Sveinsson, og tók hann við um hríð af Sigurði Nor- dal þegar hann hætti sem útgáfu- stjóri árið 1951. Einar gaf sjálfur út fjögur bindi sem lauk með Brennu- Njáls sögu 1954. Aðrir afkastamiklir útgefendur á þessum árum voru þeir Bjarni Aðalbjarnarson, sem sá um útgáfu Heimskringlu í þremur bind- um, og Guðni Jónsson, en hann átti þátt í útgáfu þriggja binda. Á síðustu áratugum aldarinnar varð nokkur lægð í útgáfunni, og fjár- hagur félagsins þrengdist vegna auk- innar samkeppni og hægari sölu. Þó var stöðugt unnið að útgáfu einstakra binda á vegum þess og kapp lagt á að ljósprenta eldri bindi, svo að tryggt væri að öll útkomin bindi væru ætíð til sölu á markaðinum. Að undanförnu hefur færst aukinn kraftur í útgáfustarfsemi félagsins undir stjórn núverandi forseta, Jó- hannesar Nordals, og hafa fimm ný bindi verið gefin út síðustu tíu árin. Hér er fyrst og fremst fyrir að þakka auknum fjárframlögum ríkissjóðs, en brotið var blað í þeim efnum með stuðningi forsætisráðuneytisins við útgáfu Biskupa sagna í tilefni þúsund ára afmælis kristnitöku Íslendinga. Eru þegar komin út þrjú bindi Bisk- upa sagna og langt komið undirbún- ingi þeirra tveggja sem eftir eru. Þá hefur aukinn styrkur frá ríkissjóði gert félaginu kleift að stórauka vinnu við útgáfu Konunga sagna, og hafa tvö bindi þeirra komið út á síðustu tveimur árum. Eru í öðru Færeyinga saga og Ólafs saga Tryggvasonar eft- ir Odd munk Snorrason, en í hinu Sverris saga eftir Karl Jónsson ábóta. Auk þess er unnið af kappi að fjórum bindum Konunga sagna til viðbótar, þar sem helstu ritin eru Morkinskinna og Hákonar saga Há- konarsonar, og er útkoma þeirra ráð- gerð á næstu tveimur árum. Í fyrstu 35 bindunum koma hinar sígildu fornsögur. Af þeim eru 25 bindi þegar út komin: allar Íslend- ingasögurnar í 14 bindum, þrjú bindi af Biskupa sögum og átta af Konunga sögum. Af þeim tíu bindum sem þá eru eftir eru sex bindi langt komin í undirbúningi, og standa vonir til að öllum bindunum tíu verði lokið á allra næstu árum. Sturlunga verður vænt- anlega síðust í röðinni. Jafnframt því sem nú hillir undir að lokið verði heildarútgáfu hinna merkustu fornsagna, hefur félagið þegar hafist handa við útgáfu ann- arra fornrita. Liggur þá beinast við að byrja á þeim ritum sem flestir munu telja merkust, en það eru Eddukvæði og Snorra-Edda. Vinna að fyrra ritinu, tveggja binda útgáfu Eddukvæða, er þegar vel á veg kom- in. Næst í röðinni er svo fyrirhugað að verði hinar síungu Fornald- arsögur Norðurlanda. Fleiri flokkar fornrita munu síðan væntanlega fylgja á eftir, svo sem lögbækur, ann- álar, riddarasögur, heilagra manna sögur, kveðskapur, þýðingar og ýmis fræði, en fæst af þessum áhugaverðu fornu ritum eru nú til í aðgengilegum útgáfum. Vonandi tekst hinu áttræða félagi að takast á við þau verkefni sem enn eru óunnin, af sama stórhug og frumkvöðlar þess sýndu þegar þeir hleyptu því af stokkum árið 1928. Hið íslenzka fornritafélag 80 ára Jónas Kristjánsson og Þórður Ingi Guð- jónsson skrifa í til- efni af 80 ára af- mæli Hins íslenzka fornritafélags » Vonandi tekst hinu áttræða félagi að takast á við þau verkefni sem enn eru óunnin, af sama stórhug og frum- kvöðlar þess sýndu … Jónas Kristjánss og Þórður Ingi Guðjónsson Höfundar eru ritstjórar Íslenzkra fornrita. ÁRNI Johnsen er svo málefna- legur í nýlegri grein í Morg- unblaðinu að segja eitthvað á þá leið að listamenn sem hafi pissað í út- löndum hafi ekkert leyfi til að tjá sig um stóriðjumál á Íslandi, og vísar þá sérstaklega til Bjarkar Guðmundsdóttur. Það er um að gera að spinna hinn mál- efnalega lopa aðeins áfram og benda á mál- tækið „að míga í saltan sjó“ sem er eftirsókn- arverð manndóms- vígsla. Þess vegna má halda því fram að þetta máltæki hafi nú öðlast systurmáltæki sem er að „pissa í útlöndum“. Árni beinir spjótum sínum að listamönnum en ekki bissnissmönnum sem hafa þó drepið niður fæti í útlandinu. Hann er kannski svona hræddur við listamenn, hann þarf þó ekki að vera það, þótt Björk og Sigurrós séu öll heimsfræg eru þessir tónleikar ofan við þau ef svo mætti að orði komast, þetta er merki um að baráttan hefur tekið yfir, bar- áttan er farin að lifa sjálfstæðu lífi og verð- ur ekki stöðvuð, þótt þingmaðurinn góð- kunni og kollegar hans hlaupi um allt um með koppinn. Við munum sigra. Að pissa í útlöndum Elísabet Kristín Jökulsdóttir svarar grein Árna Johnsen Elísabet Jökulsdóttir. » Baráttan er farin að lifa sjálfstæðu lífi og verður ekki stöðvuð þótt þingmaðurinn góðkunni og kollegar hans hlaupi um allt með koppinn. Höfundur er rithöfundur. ÍSLENSKT MÁL Jón Axel Harðarson Ísíðasta pistli var um þaðrætt að tungumálum ereðlilegt að breytast. Hérverður þeirri umræðu hald- ið áfram. Byrjum á því að líta til 18. aldar, en þá hafði íslenzk tunga breytzt allmikið frá því sem var á blómaskeiði fornbókmenntanna. Góð heimild um íslenzkt málfar á fyrri hluta 18. aldar er málfræði Jóns Magnússonar prests og síðar sýslumanns (1662–1738). Jón, sem var bróðir Árna Magnússonar prófessors og handritasafnara, var meðal lærðustu manna þjóð- arinnar á sinni tíð, en ógæfusamur í kvennamálum. Á síðustu árum stormasamrar ævi, eftir að hafa verið dæmdur frá eignum og emb- ættum, ritaði hann málfræði sína. Þar tekur Jón fram að hann ætli að lýsa málinu eins og það er, en vissulega koma áhrif latneskrar málfræðihefðar víða fram í ritinu. Á einum stað ræðir hann um að hver tunga hafi sín sérkenni. Hann er ánægður með föll og tíðir íslenzkunnar, þótt ekki séu þau jafnmörg og í latínu. Þá segist hann dást að blæ- brigðaauðgi annarra mála, án þess að fyllast öfund, og meta að verð- leikum einkenni hverrar tungu. Sem dæmi um málfar 18. aldar má nefna eft- irfarandi: Orð eins og læknir beygðust svo: et. nf. lækn- ir, þf. læknir, þgf. læknir, ef. lækn- irs; flt. nf. læknirar o.s.frv.; – beyging lýsingarorða eins og sæll, gamall og galinn var í kvenkyni eintölu þannig: nf. sæl, gömul, gal- in, þf. sæla, gamla, galda, þgf. sællri, gamallri, galdri, ef. sællrar, gamallrar, galdrar; – nf. og þf. flt. hk. af fornafni 3. persónu var þaug; – í miðmynd endaði 1. p. flt. á _unst eða _ustum, sbr. sjáunst, sjáustum, sáunst, sáustum (Jón Magnússon vildi ekki skera úr um, hvort myndirnar sem enda á _ust- um eru réttar eða rangar). Eins og lesendur kannast við lif- ir sumt af þessu góðu lífi enn í dag. Það á við eintölubeygingu orða eins og læknir, fleirtölumyndina þaug og myndir 1. p. flt. í mið- mynd eins og sjáustum. Viðleitnin til „endurreisnar“ málsins á tím- um rómantíkur og sjálfstæðisbar- áttu og málfræðikennsla í skólum hafa ekki náð að útrýma þessum fyrirbærum, sem voru þættir í eðlilegri málþróun, heldur eru þau enn partur af talmáli samtímans. Skýringin felst í því að erfitt er að berjast gegn málbreytingum sem málsamfélagið hefur samþykkt. Nú á tímum eiga íslenzkir mál- verndarsinnar við mikinn vanda að stríða. Ungt fólk talar yfirleitt ekki sömu íslenzku og miðaldra fólk. Orðaforði þess er annar, en einnig gætir nokkurra frábrigða í hljóð- og setningamyndun. Þetta á sér ýmsar orsakir. Fyrst skal nefnt að félagslegar aðstæður barna á máltökuskeiði hafa breytzt mjög mikið á und- anförnum áratugum. Í dag læra börn móðurmál sitt fyrst og fremst í leikskóla. Sá tími er liðinn að þau læri það af heimavinnandi mæðrum sínum. Til að barn geti tamið sér „hefðbundið málfar“, þarf það að vera í umhverfi, þar sem slíkt málfar er viðhaft. Al- þekkt er að börn gera nú mun meira af því að stunda tölvuleiki með ensku tali en hlusta á eða lesa sígild ævintýri eða önnur bók- menntaverk. Þá ber nokkuð á því að börn sækist eftir viðurkenn- ingu með því að slá um sig með enskum slettum og frösum. Meira að segja heyrast sögur af grunn- skólabörnum sem tala ekki síður ensku við bekkjarfélaga sína í frí- mínútum en íslenzku. Hvernig getur nokkur búizt við að börn temji sér hefðbundið tungutak við þessar aðstæður? Ýmislegt annað skiptir einnig máli í tengslum við málþroska unga fólksins og þar með framtíð málsins. T.d. er málfræðikennsla í skólum landsins nú lítil sem engin. Við það bætist að margir framhaldsskólanemar hafa ekki tíma til að sinna námi sínu almennilega, vegna þess að þeir eru jafnframt í launaðri vinnu. Kennarar við Háskóla Ís- lands taka iðulega eftir því að stúdentar sem hefja þar nám hafa ekki einu sinni grundvallarhugtök málfræðinnar á valdi sínu. Í þessu sambandi má einnig nefna metn- aðar- og skeytingarleysi fjölmiðla sem leggja litla áherzlu á vandað málfar. Margt fleira kemur til, sem hér verður ekki talið. Þegar þær aðstæður sem nú hefur verið minnzt á eru hafðar í huga, getur fáum dulizt að íslenzk tunga mun sæta nokkrum breyt- ingum í nálægri framtíð. Við því er ekkert að gera. Það þýðir hins vegar ekki að menn eigi að leggja árar í bát, heldur er rétt að við- halda samhengi íslenzks máls eins lengi og kostur er. Ella er hætta á að margir geti ekki verið sammála Jóni Magnússyni, sem var ánægð- ur með móðurmál sitt, þrátt fyrir að það hefði breytzt allmikið frá dögum Snorra Sturlusonar. … erfitt er að berjast gegn málbreyt- ingum sem málsamfé- lagið hefur samþykkt. jonaxelh@hi.is FERÐAÞJÓNUSTA hefur dökkar hliðar. Mótmælendur álvers í Helguvík vilja afla þjóð- inni bjargræðis með aukinni ferðaþjónustu í stað stóriðju. Það ber að virða heilindi þessa fólks gagnvart því, sem það telur gott fyrir Ís- land. Því er spurt; er það gott fyrir Ísland að margfalda og efla ferðaþjónustu? Skoðum ögn það sem kalla má dökku hliðarnar á ferðaþjónustunni. Hvað er gott fyrir ferðaþjónustuna? Það er að vinnuafl sé ódýrt og lausráðið. Þegar gengi fellur og lífskjör rýrna eflist ferða- þjónustan. Er það gott fyrir Ísland? Hvað er hagstæðast fyrir ferðamenn, sem koma til Íslands? Það er að lífs- kjör á Íslandi séu miklu lakari og kaupmáttur minni en í heimalandi þeirra. Er það gott fyrir Ísland? Ferðaþjónusta mengar afar mikið. Árið 2005 olli flug íslenskra flugvéla í Evrópu gróðurhúsalofti til jafns við 56 álver sem framleiða 180 þúsund tonn á ári (eitt tonn af CO2 losað í há- loftum orkar jafnt og 4 t losuð við jörðu). Er það gott fyrir Ísland? Ferðaþjónusta heftir sjálfræði. Fólk er beðið að flíka ekki skoðunum og forðast athafnir, sem geta móðgað ein- staklinga, skoð- anahópa, þjóðir og græningja. Er það gott fyrir Ísland? Heft sjálfstæði Frægt er þegar inn- anríkisráðherra Ítalíu endurtók aula- fyndni Berlusconis um Þjóðverja. Þeir svöruðu dónahættinum með hót- un um að hætta við sumarleyfisferðir til Ítalíu. Vegna hagsmuna ítölsku ferðaþjónustunnar varð ráðherrann að segja af sér. Engu breytti þótt for- sætisráðherrann vildi hann sæti. Fyrir nokkrum árum buðu Græn- friðungar okkur Íslendingum að tryggja komu 250 til 350 þús. ferða- manna á ári ef við hættum við til- raunaveiðar á hrefnum. Þeim var ekki ansað sem betur fer. Grænfrið- ungar og aðrir græningjar vilja ráðskast með fiskveiðar okkar og hvalveiðar okkar og orkuauðlindir okkar. Þeir hóta einlægt að skaða lífs- kjör okkar ef við erum þeim ekki þóknanlegir. Þeir veitast að fyr- irtækjum sem eiga viðskipti við okk- ur. Þeir vega að sjálfstæði okkar. Því var rétt að hundsa boð þeirra. Hlunnindi Þrátt fyrir það sem að ofan er talið þá er ferðaþjónusta okkur afar dýr- mæt. Hún er dýrmæt sem búbót. Hana á að meta og efla sem dýrmæt hlunnindi. Við eigum að leggja okkur eftir ferðafólki, sem vill kolefnisjafna ferðir sínar, og hefur efni á að kaupa þjónustu af vel launuðu fólki og kaupa mat á því verði að hægt sé að greiða starfsfólki og framleiðendum góð laun fyrir þeirra hlut. En við megum aldrei treysta á ferðaþjónustu sem helsta bjargræði til öflunar gjaldeyris. Til þess ráðum við sjálf of litlu um framvindu hennar. Eða hver vill eiga bjargræði sitt und- ir sveiflum í olíuverði og gróusögum græningja? Ferðaþjónusta hefur dökkar hliðar Birgir Dýrfjörð skrifar um kosti og galla ferðaþjónustu Birgir Dýrfjörð » Þegar gengi fellur og lífskjör rýrna eflist ferðaþjónustan. Höfundur er í flokksstjórn Samfylkingarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.