Morgunblaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 24
Morgunblaðið/Frikki
Litlar tær Þessi vinalegi pönkari er af loðhamstrakyni. Honum þótti athyglin ekki leiðinleg.
Vinkonur Erla Mekkín, Sandra Sjöfn, Ásta Katrín, Gígja Björg, Hólmfríður og Sara Helena
hittast með stóran hóp af vinalegum loðdýrum tvisvar í mánuði.
Eftir Guðrúnu Huldu Pálsdóttur
gudrunhulda@mbl.is
Við þekktumst fæstar, en kynntumstí gegnum dýraspjall og erum núallar orðnar vinkonur,“ segir ErlaMekkín Jónsdóttir, 12 ára
hamstraræktandi. Fyrsti „hittingurinn“ var
haldinn fyrir um hálfu ári þegar nokkrar
stelpur og hamstrarnir þeirra komu saman.
Hópurinn fer þó ört stækkandi með hverj-
um fundi og nú er svo komið að margir tugir
hamstra og nokkrar kanínur mæta á hvern
fund með eigendum sínum. „Það er gaman að
hitta aðrar stelpur með sama áhugamál. Á
fundunum skoðum við dýrin, sjáum hvernig
þau þroskast og deilum reynslusögum og
þekkingu,“ segir Ásta Katrín Viggósdóttir,
13 ára hamstra- og kanínueigandi.
Að sögn stelpnanna eru hamstrar og kan-
ínur góð og skemmtileg gæludýr ef natni er
lögð í uppeldið. „Ég tek hamstrana úr búrinu
tvisvar á dag. Þannig kynnast þeir mér vel en
hamstrar eiga það til að verða svakalega háð-
ir eigendum sínum.“ Stelpurnar segja
hamstra og kanínur mikla persónuleika, sum
séu einfarar en önnur séu afskaplega fé-
lagslynd. Þær segja lítið þurfa að hafa fyrir
hömstrum og kanínum. „Við pössum að dýrin
hafi alltaf nóga fæðu og þrífum búrin þeirra
einu sinni í viku,“ segir Ásta Katrín.
Ásta Katrín og Erla Mekkín láta sér ekki
gæludýraeign nægja heldur standa í ströngu
við hamstraræktun. „Við þurfum að sjá til
þess að pörunin eigi sér stað en síðan sjá
mömmurnar alfarið um ungana sína þar til
þeir eru orðnir nógu stórir til að eignast ný
heimili,“ segir Ásta Katrín. „Það sem gerir
hamstraræktun auðvelda og skemmtilega er
að meðgöngutími hamstra er stuttur. Við
þurfum því ekki að bíða óþreyjufullar eftir
ungunum. Ræktunarmarkmið okkar er að-
allega að ná fram sem flestum litum, við
reynum því að para saman hamstra með
ólíka liti,“ segir Erla Mekkín.
Stelpurnar halda báðar úti veglegum
heimasíðum kringum ræktun sína með al-
mennum upplýsingum um hamstra og frétt-
um af ræktuninni. „Við auglýsum og seljum
ungana gegnum heimasíðurnar og dýra-
spjallið,“ segir Erla Mekkín. Stelpurnar
segja að nokkur eftirspurn sé eftir hömstrum
frá þeim. „Samt sem áður finn ég að mark-
aðurinn er að mettast, áður var ég með bið-
lista eftir hömstrum en núna er aðeins erf-
iðara að koma þeim á heimili,“ bætir Ásta
Katrín við.
„Hamstrahittingar“ kallast reglulegar samkundur telpna sem
kynntust á dýraspjallsíðu á netinu. Þær vita fátt skemmtilegra en
að eyða tíma með litlum loðdýrum og mannlegum nagdýravinum.
Harðduglegir
hamstraræktendur
Skór sem syngja, skór sem brosa og skórsem dansa í hring. Sumarið er tími gleðiog sumarskórnir í ár standa einmitt fyrirþað.
Skótískan í sumar er hönnuð til að vekja athygli.
Æpandi skærir glanslitir víkja fyrir uppbroti á
formum og sérkennilegu útliti. Litirnir eru heitir
og mjúkir, og eru rauðir tónar í fyrirrúmi.
Skótískan endurspeglar að við eigum að láta
okkur líða vel í sumar, þægindin eru færð framar í
forgangsröðunina. Táin er ávalari en ella og hæll-
inn lægri. Skrautið er leikandi, munstrið áberandi,
reimar á þvers og kruss og krúttlegar slaufur
toppa allt saman.
Litfagurt par af þægilegum skóm er nokkuð
sem konur ættu að láta eftir sér fyrir garðveislur,
brúðkaup eða tilefnislausa göngu í góðu veðri.
Nóg er úrvalið fyrir konur sem syngja, konur sem
brosa og konur sem dansa í hring.
gudrunhulda@mbl.is
Frakkir Silfraðir með
skemmtilegum hæl.
Fást í Trippen á
25.900 krónur.
Syngjandi sumarskór
Leikandi Þægilegir
í miðbæjarráf. Fást í
Trippen á 23.000
krónur.
Krúttlegir Grænir og
skrautlegir frá Wond-
ers. Fást í Iljaskinni á
10.990 krónur.
Rauðköflóttir
Camper-skór með
litríkum tölum. Fást
í Kron á 13.990 kr.
|laugardagur|14. 6. 2008| mbl.is
daglegtlíf
Hamstrar geta lifað í allt að 12 ár.
Algeng ævilengd er þó þrjú til sex ár.
Algengustu tegundir hérlendis eru
dverghamstrar og gullhamstrar.
Hamstrar eru næturdýr. Þeir at-
hafna sig á næturnar og sofa á daginn.
Meðgöngutími hamstra er 16-18
dagar.
Fjórir til átta hamstraungar fæðast í
hverju goti.
Heimur hamstranna