Morgunblaðið - 14.06.2008, Qupperneq 25
Djarfir Grænir og
glæsilegir frá Chie
Mihara. Fást í Kron á
28.900 krónur.
Dömulegir Smekk-
legir fyrir garðveisl-
una eða brúðkaupið.
Fást í Iljaskinni á
11.990 krónur.
tíska
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 25
Kvæðamannafélagið Iðunnstendur fyrir lautarferð í
Heiðmörk á sunnudagskvöld og er
mæting kl. 20 við Maríuhella, sem
eru rétt innan við hliðið að
Heiðmörk, það sem snýr að
Vífilsstöðum.
Ekki aðeins verður trjálundur
sem félagsmenn hafa komið upp
skoðaður, því „skógarþröstur einn
hefur gert sér hreiður á þúfu við
lundinn góða. Enginn skyldi ætla að
þrösturinn verði hljóður meðan
kvæðamenn kveða, heldur má
búast við samkveðskap þrasta og
manna í þetta skiptið og verður það
heimsviðburður“.
Rétt er að gefa Iðunnarfélagan-
um Jóni Ingvari Jónssyni orðið:
Harður vetur vori mein
vann og færði í hlekki.
Fallegt blað á birkigrein
brumið verður ekki.
Þá kveður sér hljóðs hin síunga
Bjargey Arnórsdóttir:
Þegar að klemmu kemst ég í
og klúður stór að vanda,
ég gái hvar helst er húllirí
og heppilegt að stranda.
Og Iðunnarformaðurinn
Steindór Andersen:
Algerlega orðinn blankur
um hef margt að kvarta,
eldsneytis er tómur tankur
tekur vart að starta.
Að síðustu Ragnar Böðvarsson:
Núna hefur vorið völd
og víst er það
að um það verður ort í kvöld,
eða hvað?
VÍSNAHORNIÐ
pebl@mbl.is
Heimsviðburð-
ur Iðunnar
Þetta er þægileg förðun sem hentar nútímakon-unni mjög vel. Í henni eru fáar vörur notaðar áeinfaldan hátt til að draga fram það besta í and-liti hverrar konu,“ segir Björg Alfreðsdóttir,
förðunarmeistari og verslunarstjóri MAC í Debenhams,
um förðunina á vinkonunum fjórum í kvikmyndinni Beð-
málum í borginni.
Björg segir að aðalförðunarfræðingur Söruh Jessicu
Parker í kvikmyndinni hafi lagt upp með að draga fram
náttúrulega fegurð leikkonunnar og að láta hana líta út
eins og hún væri ekki mikið förðuð. Lögð var áhersla á að
búa til sterka augnháralínu sem rammaði inn augun og nota mikinn maskara.
Til að fá fram ferskt náttúrulegt útlit var notaður léttur farði og kremkinna-
litur til að gefa andlitinu frískleika og gljáa. Varaliturinn var hafður í bleikum
lit sem tónaði vel við kinnalitinn.
Björg farðaði Soffíu Eiríksdóttur, aðdáanda Beðmála í borginni, með sömu
vörum og notaðar voru í myndinni og er ekki hægt að segja annað en útkom-
an myndi sóma sér vel í öllum helstu tískuborgum heimsins. sibba@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Björg Alfreðsdóttir
Náttúruleg
fegurð beisluð
Beðmál í borginni
Einfaldleiki Á Soffíu Ei-
ríksdóttur var notaður
kremkinnalitur sem gef-
ur húðinni fallegan gljáa.
Paint Pot-kremaugn-
skuggi Groundwork.
Powepoint-blýantur
Engraved. Slimshine-
varalitur Funshine.
Kremkinnalitur Lady-
blush. Allt frá MAC.
Það sem Björg gerði
Léttur farði
notaður og hyljari
settur á þau svæði
sem þurfti. Púðr-
að yfir með léttu
púðri á þá staði
sem glönsuðu.
Húðlitur krem-
augnskuggi settur
yfir allt augnlok-
ið.
Steingrá blý-
antslína dregin
meðfram efri og
neðri augnhára-
línu og unnin vel
inn í augnhárin með bursta til að þétta
og styrkja augnháralínuna. Svartur
krem-eyeliner settur yfir blýantinn til fá
aðeins meiri dýpt. Augnhárabrettari
notaður ásamt tveimur umferðum af
maskara á augnhárin til að styrkja
augnsvipinn.
Björg mælir með að hita aðeins upp
kremkinnalitinn á handarbakinu og svo
dreifa svo úr honum á kinnarnar. Þegar
fitan í kinnalitnum hitnar dreifist betur
úr honum. Að lokum var varaliturinn
borinn á varirnar og þá var þetta komið.
„Íslenskar trjáplöntur
eru aðlagaðar okkar veðráttu.“
Björn Sigurbjörnsson, garðyrkjumaður.
Í áratugi hafa íslenskir garðplöntuframleiðendur unnið að því að
byggja upp og rækta úrval af garðplöntum fyrir íslenska veðráttu.
Nýttu þér dýrmæta þekkingu og reynslu íslenskra garðplöntuframleiðenda.
VELDU ÍSLENSKAR TRJÁPLÖNTUR, SÉRMERKTAR ÞÉR.
Sarah Jessica Parker