Morgunblaðið - 14.06.2008, Page 36

Morgunblaðið - 14.06.2008, Page 36
36 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jóhanna Guð-ríður Kristjáns- dóttir fæddist á Kirkjubóli í Bjarn- ardal 7. maí 1908. Hún var dóttir hjónanna Kristjáns Guðjóns Guðmunds- sonar (1869-1920) og Bessabe Hall- dórsdóttur (1877- 1962). Bræður hennar voru þrír, Ólafur þórður (1903-1981), Guð- mundur Ingi (1907- 2002) og Halldór (1910-2000). Jóhanna ólst upp á Kirkjubóli og átti þar heima alla ævi ef und- an er skilin dvöl hennar á sjúkra- húsinu á Patreksfirði síðustu ævi- árin. Í bernsku hlaut hún góða og trausta heimafræðslu í foreldra- húsum og gekk í farskóla Mos- vallahrepps nokkra vetrarparta, en stundaði síðar nám við Lauga- skóla í einn vetur. Þetta var henn- ar eina formlega skólaganga. En hún las alla tíð mikið og aflaði sér fjölbreyttrar menntunar með sjálfsnámi. Dönsku lærði hún í foreldrahúsum og síðar lærði hún esperantó hjá Ólafi bróður sínum. Jóhanna var alla tíð ógift, en eignaðist dóttur með Guðmundi ræktunarstarfi á Kirkjubóli. Kart- öflu- og gulrófurækt var aukin frá því sem verið hafði en við bættust ýmsar grænmetistegundir, blóm af ýmsu tagi og trjárækt. Jóhanna var nösk á að útvega sér fræ til sáningar og gróðurinn jókst með hverju árinu sem leið Hún gekk í Skógræktarfélag Íslands og sótti margsinnis fundi á vegum þess. Hún lét sig einnig varða marg- vísleg önnur félagsmál. Hún átti sæti í stjórn Kvenfélags Mosvalla- hrepps um langt skeið og varð heiðursfélagi þess. Hún átti einnig sæti í stjórn Sambands vestfirskra kvenna um árabil. Fjölskylda Jóhönnu var bók- hneigð og ljóðelsk. Foreldrarnir og börnin voru öll hagmælt og áttu auðvelt með að koma saman vísu. Jóhanna flíkaði ekki mikið skáldskap sínum lengi vel, en í til- efni níræðisafmælis hennar 1998 gaf Kvenfélag Mosvallahrepps út bók undir heitinu Hríslurnar hennar Hönnu. Í þeirri bók birtist sýnishorn af kveðskap hennar og nokkrar greinar í lausu máli. Á afmælisdegi sínum 8. maí sl. þegar hún fagnaði aldarafmæli sínu var engan bilbug á henni að finna. Hún hélt uppi samræðum við gestina og var greinilegt að hún var ennþá skýr í hugsun og minnið í góðu lagi. En nokkrum vikum síðar hrakaði henni og 4. júní var ævi hennar lokið. Útför Jóhönnu Kristjánsdóttur fer fram frá Holtskirkju í Önund- arfirði laugardaginn 14. júní kl. 14. Friðfinnssyni (1910- 1971) Kolfinnu, f. 1. ágúst 1950. Maður hennar er Ólafur Steingrímsson, f. 26. febrúar 1950. Sonur þeirra er Leó Örn, f. 15. júlí 1977. Kona Leós er Sandra Rut Bjarnadóttir, f. 24. apríl 1982, og er son- ur þeirra Þórarinn Logi, f. 5. nóvember 2007. Áður hafði Kolfinna eignast son- inn Bjarka Birgisson, f. 28. febrúar 1971. Kona Bjarka er Alda Hrund Sigurðardóttir, f. 14. ágúst 1975, og eru börn þeirra Jóhanna Berta, f. 31. mars 1994, Kolfinnna Esther, f. 21. október 1995, Bergsteinn Snær, f. 1. jan- úar 2000 og Ólafur Ernir, f. 13. maí 2002. Jóhanna bjó lengst af á Kirkju- bóli ásamt móður sinni og bræðr- um. Hún sinnti þar öllum störfum sem til féllu á stóru heimili, utan- húss sem innan. Hún gekk ung í ungmennafélagið Bifröst í Mos- vallahreppi og var árum saman í stjórn félagsins. Kjörorð ung- mennafélaganna var „ræktun lands og lýðs“ og þessu markmiði stefndi hún að með umfangsmiklu Elsku langamma okkar. Það er svo stutt síðan við vorum með þér í garðinum á Kirkjubóli og þú varst að kenna okkur að rækta grænmeti og taka það upp. Við syst- urnar fengum þó aðeins lengri tíma með þér í sveitinni en strákarnir. Öll eigum við þó mjög góðar minningar frá okkar samverustund- um. Þú hafðir einstaklega gott lag á öllum dýrum og munum við alltaf eftir því þegar Píla eignaðist hvolpa og við settum þá í dúkkuvagn. Þegar þú sást til okkar baðstu okkur að vera ekki vondar við veslings dýrin. Þegar við gerðum eða sögðum eitthvað sem þér fannst skrýtið sagðir þú alltaf: „Þið eruð skrýtnar skútur.“ Þú fórst alltaf með vísuna um hann bola þegar við fórum í fýlu eða vorum að rífast. Við urðum yfirleitt svo hissa á að hún langamma segði svona að við vorum fljót að hætta öllu veseni. En þessa vísu munum við alltaf muna. Við komumst reynd- ar að því að þú breyttir endanum á vísunni, og í staðinn fyrir að boli æti stelpuna þá sleikti hann hana. Þér hefur sjalfsagt fundist stelpan vera búin að lenda í nógu miklum ógöngum. En svona varst þú, elsku amma. Eins erfitt og það er að þurfa að kveðja þig, þá vitum við að þér líður betur núna og við fengum að njóta nærveru þinnar í öll þessi ár, og átt- um með þér góða daga núna í maí í 100 ára afmælinu þínu og svo í ferm- ingunni hennar Jóhönnu. Við áttum þá bestu langömmu sem hægt er að óska sér og þú munt alltaf vera hjá okkur. Við þökkum þér fyrir allt það sem þú gafst okkur með nærveru þinni og vitum að við verðum öll betri manneskjur fyrir vikið. Kveðja, Jóhanna Berta, Kolfinna Esther, Bergsteinn Snær og Ólafur Ernir Bjarkabörn. Sólin hátt á lofti, allur gróður að taka við sér, lömbin komin í haga og garðurinn hennar ömmu allur í blóma. Þetta var besti tíminn hjá henni ömmu minni, já og hjá mér því að þá var skólinn búinn og ég kom- inn á Kirkjuból. Alltaf var jafngam- an að koma í sveitina og taka þátt í sauðburði, garðvinnu og öðrum bú- störfum. Minningin um öll þau ár sem að ég átti í sveitinni hjá þér rækta jörð og sál, það er eitt það dýrmætasta sem að ég á og eitt besta veganesti sem að ég gat fengið fyrir lífsgöngu mína. Alltaf var notalegt að liggja hjá þér meðan að þú last fyrir mig og sagðir sögur. Mér þótti gott að geta farið með langömmudrenginn til þín í heimsókn, vorum við foreldr- arnir stolt af því að horfa á lang- ömmu og Þórarinn leggja sig saman, og náði amma að kitla litla kút í tærnar. Mér þykir vænt um að við fengum öll að fagna með þér afmæl- inu og fermingunni hjá henni nöfnu þinni. En 100 ár er langur tími og varst þú löngu tilbúin að fara, best var að geta verið hjá þér síðustu dagana og geta kvatt þig. Þín minning býr í brjósti okkar. Leó Örn, Sandra Rut og Þórarinn Logi. Jóhanna Kristjánsdóttir á Kirkju- bóli fagnaði 100 ára afmæli fyrir réttum mánuði. Þá var hún í glöðum hópi ættingja og vina. Hún sat þar í stólnum með glaða, hlýja sólskinið í augunum sín- um, með myndir og minningabrot frá mönnum og málefnum í hugan- um og með vísur og ljóð frá ýmsum tíma á vörum. Hún var enn gefandi í sínum hópi. Það var vor í lofti og sumar í samskiptum. Svo kom kallið, stundin var kom- in, Jóhanna kvaddi jarðlífið indæl, sátt og hlý. Bjarnadalurinn fylltist söknuði og þökk, Bjarnardalsáin rifjaði upp stefin um stelpuna á Kirkjubóli, sem átti þar svo mörg sporin í kring um kindur, kýr og kálfa, hunda og hesta, blóm og birkitré, stelpuna sem lifði og hrærðist í önn sveitalífs- ins og skynjaði æðaslög lands og þjóðar, forn og ný. Kirkjubólið blessaði sporin hennar Jóhönnu sem fólu sig í vorgróandanum. Hanna á Kirkjubóli. Þessi tvö orð segja svo margt að kannski eru fleiri orð óþörf. Þau voru ung systkinin á Kirkjubóli, þegar faðir þeirra varð rúmfastur vegna liðagigtar, gat sig ekkert hreyft í 10 ár, börnin sjö, fimm, tveggja og á fyrsta ári. Hann lá ósjálfbjarga í rúminu, gat ekkert hreyft nema kjálka og augu. En hann kenndi börnum sínum vísur og ljóð, orti fyrir þau, kenndi þeim að kveðast á og yrkja, sagði þeim sögur og gerði þau þannig úr garði, að ís- lenski menningararfurinn sagði síð- ar til sín í öllum þeirra verkum. Þau urðu síðar öll kunn fyrir andlegt at- gervi sitt og félagshyggju. Bessa móðir þeirra vann hörðum höndum myrkranna á milli til að afla heimilinu lífsviðurværis. Dugleg og hagsýn sá hún um heimilishaldið úti sem inni. Hún var bókelsk bónda- kona, skáldmælt, sem notaði marga stund til bóklestrar þegar aðrir sváfu. Það þurfti að vinna hörðum höndum til þess að bú og börn tækju vexti og þroska. Þegar Hanna var níræð orti hún: Löng er orðin vinnuvaka, nú vafra ég gagnslaus út og inn. Bók í hönd var mér tamt að taka og til þeirra leita ég enn um sinn. Ég reyndi stundum að kveða og kvaka og kom þá vísu á pappírinn. Það gleður mig ef stöku staka á stefnumót við huga þinn. Þetta var upphafsljóð í „Hríslun- um hennar Hönnu“, ljóðum og minningabrotum eftir Jóhönnu, sem Kvenfélag Mosvallahrepps gaf út henni til heiðurs á níutíu ára afmæli hennar. Þau voru mjúk, handtökin hennar Hönnu, þegar hún mjólkaði ærnar í kvíunum. Kýrnar skynjuðu ástúð og vænt- umþykju mjaltakonunnar Jóhönnu, er kjarnmikil mjólkin freyddi ofan í mjólkurföturnar. Hundarnir hændust að Hönnu, fundu að í henni áttu þeir vin og fé- laga. Hestarnir voru hennar yndi og marga góða stund átti hún á hest- baki. Margoft fléttuðu Hanna og hryssurnar hennar góðgengu, þær Gyðja og Fjöður, saman fjör og frelsi, vináttu og gleði. Garðurinn og blómin, grænmetið og trjáræktin töluðu einum rómi um handtökin hennar Hönnu. Þau voru hlý og ósvikin. Ljóðelsk var Hanna og vísnavin- ur, snjöll í máli bundnu sem óbundnu. Þess nutu samferðamenn hennar og þau félög, sem hún lét sig skipta. Að lokum kveðjum við Hönnu á Kirkjubóli með vináttu. Við þökkum allt það sem hún var og er okkur og börnunum okkar. Þar lifir margur neistinn sem frá hennar arni kom. Vinir hverfa en minningar lifa og lýsa. Guð blessi Jóhönnu á Kirkju- bóli. Ásthildur og Hörður. Afasystir mín, Hanna á Kirkju- bóli, er látin. Hún varð tíræð. Jó- hanna Kristjánsdóttir bjó mestan hluta langrar ævi á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði. Föður sinn missti hún ung, en áratugum saman rak hún Kirkjubólsbúið með móður sinni Bessabe, langömmu minni, og bræðrum sínum, þeim Halldóri og Guðmundi Inga skáldi. Elst systkinanna var afi minn, Ólaf- ur Þ. – hann flutti að heiman á þrí- tugsaldri, fór í Kennaraskólann og var skólamaður í Hafnarfirði um áratugaskeið. Kirkjubólsheimilið var merkilegt menningarheimili. Skáldskapur og stjórnmál í háveg- um. Bækur göfugar. Vinnusemi dyggð. Íslensk saga og menning um- ræðuefni hversdags. Vestfirðir best- ir: aldrei sultu menn þar! Þórður kakali göfugastur höfðingja í Sturl- ungu. Börn Ólafs Þ. dvöldu öll þrjú á Kirkjubóli á sumrin – móðir mín Ásthildur ellefu sumur og auk þess einu sinni vetrarlangt. Fjögur af sjö börnum hennar nutu líka sumar- dvalar á Kirkjubóli: auk mín: Sig- rún, Elín og Kristín Bessa. Ég var þar í sex sumur, fyrst 1959. Búskap- arhættir á Kirkjubóli voru lengi fornir: þar var síðast fært frá á Ís- landi fyrir tæpum sextíu árum. Frá- færur voru aflagðar þegar ég kom þar fyrst, en amma Bessa eins og hún var alltaf kölluð var enn á lífi, háöldruð. Kengbogin í baki, slitin af þrotlausu striti, en andlega ljón- fjörug og uppi fyrir allar aldir að elda hafragraut á kolaeldavélinni – grauturinn frábær með miklu og eldsúru slátri. Með ömmu Bessu í heimili voru Guðmundur Ingi og Hanna með Kolfinnu dóttur sinni. Síðar kvæntist Ingi og Þura kom á heimilið með Sigurleifi syni sínum. Halldór og Rebekka kona hans héldu annað heimili í sama húsinu með sínum börnum. En búskapur- inn var félagsbúskapur – allir unnu saman að öllu. Á báðum heimilum var alltaf fjöldi sumarbarna. Hanna var yndisleg og stórmerk kona. Hún gat verið snögg upp á lagið – en ef eitthvað bjátaði á var leitað til hennar eða ömmu Bessu. Hanna var afburðagreind eins og þau systkinin öll, ljómandi hagmælt, tóvinna lék í höndunum á henni – og svo hafði hún græna fingur: á fjórða áratug 20. aldar var ræktað salat á Kirkjubóli eins og Ingi yrkir um – og Hanna kom upp trjágörðum og skrúðblómabeðum og ræktaði hreðkur, gulrætur, næpur og kál. Hanna trúði á sömu dyggðir í lífinu og systkinin hin og amma Bessa – og hún kom þeim til skila með hóg- værð og hæglæti – aldrei með pre- dikun. Hún hafði líka ríka kímni- gáfu, fágaða og fínlega, og brosið ljómaði um allt andlitið þegar hún hafði eitthvað yfir sem henni fannst gáfulegt eða skemmtilegt. Við systkinin stöndum í þakkar- skuld við Kirkjubólsfólkið, sem auðgaði líf okkar á sumrin fyrir mörgum átatugum. Af þessu fólki mátti læra margt. Að umgangast það var nautn. Þetta átti ekki síst við um Jóhönnu frænku mína. Bless- uð sé hennar minning. Ólafur Þ. Harðarson. Jóhanna var okkur eins og amma. Við vorum svo lánsöm að búa í sam- býli við hana þegar við vorum börn. Þegar við hugsum til baka og köllum Jóhönnu fram í hugann sjáum við augun og brosið sem engan sveik því ef Jóhanna brosti smitaði hún út frá sér, hlátur hennar svo kitlandi og glaðlegur að enginn gat annað en tekið undir. Eins þegar hún var að Jóhanna Guðríður Kristjánsdóttir ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÓLAFUR BERGSSON, Laugalæk 46, Reykjavík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 12. júní. Þóra Stefánsdóttir, Þóra Andrea Ólafsdóttir, Haraldur Haraldsson, Stefán Ólafsson, Ingunn Magnúsdóttir, Kolbrún Ólafsdóttir, Magnús Sigurðsson, Sigrún Ólafsdóttir, Fjalar Kristjánsson, Sólrún Ólafsdóttir, Gunnar Sigmundsson, afabörn og langafabörn. ✝ Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ESTHER JÓNSDÓTTIR, Hringbraut 50, áður til heimilis á Grýtubakka 4, Reykjavík, verður jarðsungin frá Langholtskirkju mánudaginn 16. júní kl. 13.00. Ágúst Arason, Haukur Ágústsson, Kristín Auðunsdóttir, Guðrún Edda Ágústsdóttir, Hróbjartur Ágústsson, Sigríður Oddsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR BÓASSON frá Borg, Njarðvík, Borgarfirði eystri, lést miðvikudaginn 11. júní á Heilbrigðisstofnun Austurlands. Útförin fer fram frá Bakkagerðiskirkju föstudaginn 20. júní kl. 14.00. Björg Sigurðardóttir, Páll Haraldsson, Jakob Sigurðsson, Margrét B. Hjarðar, Jóhann Helgi Sigurðsson, Lára Ríkharðsdóttir, Jón Helgason, Kristjana Björnsdóttir og barnabörn. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.