Morgunblaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 49
HJARTAKNÚSARINN James
Blunt er eflaust misskilinn tónlist-
armaður, talinn auðlesinn sem
hjartaknúsari og ballöðukóngur en
svei mér þá ef drengurinn sé ekki
bara náttúrutalent og úrvals-
skemmtikraftur. Auðvitað er hann
tilfinningaríkur og næmur listamað-
ur og vinsæll eftir því en það býr
meira að baki en það, James kann
líka að rokka og á ádeilusöngva í
handraðanum þegar því ber að
skipta þó svo að seint sé hægt að
kalla kappann fjölskrúðugan laga-
smið. Hann fylgir formúlu sem
gengur upp og margföldunaráhrifin
láta ekki á sér standa. Áður en ég
held lengra er eflaust best að við-
urkenna það að ég hafði ekki mikið
álit á músíkinni hans James Blunt
fyrir konsertinn en það er hverjum
manni hollt að horfast í augu við for-
dóma sína og takast á við þá.
Það var augljóslega mikil eft-
irvænting meðal tónleikagesta eftir
James Blunt í nýju Laugardalshöll-
inni sem var orðin þéttsetin skömmu
fyrir auglýstan byrjunartíma. Og jú,
kvenþjóðin hafði fjölmennt, konur á
öllum aldri voru í miklum meirihluta
og salurinn ilmaði eins og blóma-
engi. En hingað voru allir komnir til
að skemmta sér og konur sem karlar
studdu sinn mann dyggilega í gegn-
um alla tónleikana. Gleðin var mikil
enda ekki boðið upp á neitt slor því
James Blunt og hans menn voru í
miklu stuði – léku bókstaflega við
hvern sinn fingur eftir örlítinn stirð-
busagang í upphafi. Umgjörð tón-
leikanna var líka til fyrirmyndar,
tveir góðir skjáir sitt hvorum megin
við sviðið og þegar á reyndi kom í
ljós að hljómburðinn var með besta
móti.
Tónleikarnir hófust á laginu „Give
Me Some Love“ sem best væri að
kalla píanóballöðu sem tekur svo
stökkið yfir í poppaðan rokkslagara
um miðbiki lagsins en það er form-
úla sem treyst er á og kappinn notar
óspart. Blunt var ofursvalur í jakka-
fötum, hvítum skóm og með skyrt-
una hæfilega fráhneppta (heyra
mátti álengdar að almenn ánægja
var með það). Gítarinn sló hann af
öryggi og fjögurra manna hljóm-
sveitin var honum samboðin hvað
varðar klæðaburð og fagmannleika.
Blunt fangaði salinn með því að
bjóða gott kvöld upp á íslensku sem
er elsta trixið í bókinni og virkar
alltaf. Næst var rokklagið „Billy“ af
fyrstu skífu kappans og svo full-
komið stofupopp að hætti hússins.
James var allur að hitna og koma til,
gestir vel með á nótunum og nettur
kraftur í góðum söng Blunt. Í lok
þriðja lagsins fór ég þó að velta því
fyrir mér í hverju tilbreytingin við
að sjá kappann á tónleikum væri
fólgin, hvar var hið óvænta? Hér var
allt einum of fullkomið, of mikið eftir
bókinni.
Ballöðurnar byrja að streyma
þegar Blunt róar niður hraðann og
maður gerir sér grein fyrir því að
allir eru að bíða eftir ofurhittaranum
„You’re Beautiful“ (en það kom ekki
nærri strax). Söngvar um ástina,
söknuð og fagrar konur ásamt
áreynslulausum poppmelódíum eru
hins vegar á boðstólnum og það fer
ekki á milli mála að drengurinn er
gríðarlega músíkalskur.
James er líka kumpánalegur og
hress fýr. Hann segir áhorfendum
m.a. brandara og gerir grín að sjálf-
um sér en þá og þegar að sjötta lagi
kemur þá hrekkur hann í yfirgír
þegar talið er í „I’ll Take Every-
thing“. Blunt er kominn á píanóið og
lagið er í þessum Coldplay-stíl sem
mörg laga hans tilheyra. Hér er ekki
aftur snúið og áhorfendur fá allt það
besta sem Blunt og félagar hafa upp
á að bjóða. Sorgar- og saknaðar-
smellurinn „Goodbye My Lover“
fylgir og áhorfendur taka undir. Því
næst leikur og syngur Blunt einn
síns liðs ádeilusönginn „No Brav-
ery“ sem kemur mér svo sannarlega
á óvart. Það var eflaust ekki hægt að
slá nóturnar á píanóinu fastar og
flutningurinn var frábær, söngurinn
angurvær og reiður. Rokkslagarinn
„Annie“ fylgir og er fluttur af öryggi
sem fær mann til að hugsa um Elton
John.
Stuðið heldur áfram og undir þétt-
um reggítakti næsta lags tekur
James Blunt á rás, stekkur af svið-
inu og hleypur um allan sal þar sem
hann kyssir og knúsar gesti af
handahófi við mikinn fögnuð. Nú
standa allir á fætur og klappa með.
Þegar þessari hættuför er lokið og
Blunt, ótrúlegt en satt, hefur skilað
sér aftur á svið heill á húfi er óhætt
að spila út trompinu og flytja
„You’re Beautiful“ og flutningurinn
var ekkert minna en frábær – alveg
ekta. Greinilegt er að þetta lag
skiptir alveg ótrúlega marga miklu
máli og það var eitthvað óútskýr-
anlega fallegt við það að fylgjast
með fólki mynda orðin og syngja
með í hljóði.
Fjögur lög fylgja svo í kjölfarið,
rokk og ballöður eða bæði (sam-
kvæmt formúlunni) en allt sannkall-
aðir smellir og áhorfendur vel með á
nótunum. James Blunt og hljómsveit
skilaði sínu svo um munaði og loka-
lag fyrir uppklapp var sannur rokk-
slagari þar sem bandið fékk að rasa
út og djamma með stæl. Þrjú auka-
lög voru flutt, þar á meðal „Same
Mistake“ og „1973“. Blunt hvatti
fólkið til að standa upp og koma að
sviðinu og stemningin var frábær –
geggjaður endir þar sem svo sann-
arlega kom í ljós að James Blunt er
maður fólksins.
Það ríkti þjóðhátíðarstemning í
Höllinni þegar tónleikunum lauk en
þeir stóðu óslitið í einn og hálfan
tíma. Það vantaði ekki mikið upp á
að þetta hefði verið alveg fullkomið.
Ég hef hins vegar tekið James Blunt
í sátt því nú veit ég að hann er alveg
í lagi og gott betur.
Alveg
ekta
TÓNLIST
Tónleikar Laugardalshöll
James Blunt bbbbn
Morgunblaðið/hag
James Blunt í stuði Á tónleikunum tók hann m.a. á rás, stökk af sviðinu, hljóp um allan sal og kyssti tónleikagesti.
Jóhann Ágúst Jóhannsson
DJASSTÓNLEIKAR verða haldnir
alla laugardaga á smurbrauðsveit-
ingahúsinu Jómfrúnni í sumar. Er
þetta tólfta árið sem sumar-djassinn
dunar á veitingahúsinu við Lækj-
argötu.
Að vanda er dagskráin fjölbreytt
og munu margir flinkustu djassarar
landsins leika listir sínar.
Í dag ríða Andrea Gylfadóttir og
Tríó Björns Thoroddsen á vaðið og
flytja íslensk sönglög í djassútsetn-
ingum. Kvartett Kristjönu Stef-
ánsdóttur heldur bræðandi blústón-
leika 21. júní, og Kvartett Tómasar
R. Einarssonar leikur suðuramer-
ískan djass 28. júní.
Hljómsveitin Bláir skuggar með
Sigurð Flosason í fararbroddi leikur
djassaðan blús 5. júlí og Tríó Ómars
Guðjónssonar leikur 12. júlí bæði
nýja og gamla tónlist. Söngvarinn
Paulo Malaguti kemur frá Río de
Janeiro 19. júlí og heldur tónleika
með íslenskum listamönnum og loks
mun Kvartett Maríu Magnúsdóttur
flytja Óð til Joni Mitchell 26. júlí.
Tónleikarnir hefjast alltaf kl. 15
og standa til 17. Aðgangur er ókeyp-
is og vissara að mæta tímanlega því
iðulega er fullt út úr dyrum á djass-
tónleikum Jómfrúarinnar.
asgeiri@mbl.is
Jómfrúardjass í 12 sumur
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Geggjaðir Það verður notaleg djassstemning á Jómfrúnni í sumar. Hér
bregða Jakob Jakobsson smurbrauðsjómfrú og Sigurður Flosason á leik í
portinu. Sigurður kemur fram á tvennum tónleikum í sumar.
Andrea Gylfadóttir
og Tríó Björns
Thoroddsen djassa
yfir smurbrauði
Miðasala
S. 545 2500
www.sinfonia.is
■ Fös. 20. júní kl. 19.30
20 horn - og einn sólisti
Stjórnandi: Stefan Solyom
Einleikari: Radovan Vlatkovic
Sinfóníuhljómsveitin lýkur starfsárinu með stæl og flytur
hina risavöxnu Alpasinfóníu Richard Stauss, hin sívinsælu
ævintýri Ugluspegils og hornkonsert nr. 2 eftir sama
höfund. Horn eru í aðalhlutverki á tónleikunum, konsertinn
er eitt snúnasta virtúósastykki tónbókmentanna og í
Alpasinfóníunni duga ekki færri en tuttugu horn til að
magna upp þá náttúrustemmingu sem Strauss vildi.
Sinfóníuhljómsveitin þakkar samfylgdina á starfsárinu.
Endurnýjun áskriftarkorta hefst að vanda í ágúst og sala
nýrra áskrifta skömmu síðar. Fylgist með á
www.sinfonia.is.
BJARNI Hinriksson er einn af al-
vörumyndasögusmiðum okkar hér-
lendis, hann hefur á síðustu árum
gefið út bækur sem vakið hafa at-
hygli fyrir vönduð og persónuleg
vinnubrögð, þar sem hann vinnur
með möguleika myndasögunnar í
víðu samhengi.
Sýning hans í Grafíksafninu ber
rannsóknum hans á frásögn í mynd-
um og orðum ágætt vitni. Litlar
myndir þar sem eyðan er látin tala
minna t.d. á vinnubrögð bandaríska
listamannsins Johns Baldessari, þar
sem hið hulda birtist í huga áhorf-
andans í gegnum fjarveru sína á
myndfletinum. Myndraðir vinna á
næman hátt með liti og línur, oft er
myndin marglaga og má lesa fleiri
en eina sögu úr einni mynd. Teikn-
ingin er ekki sterkasta hlið Bjarna
og háir þetta verkum hans nokkuð,
en hann vinnur með aðra þætti eins
og samspil lína í forgrunni og graf-
ískra þátta í bakgrunni.
Bjarni leitast við að fanga augna-
blik mannlegrar tilveru í myndum
sínum, séð eða ímynduð, og það er
ekki laust við að yfir verkum hans sé
tilfinning fyrir angurværð sem
minnir örlítið á málara á borð við
Edward Hopper eða David Hock-
ney. Þessi litla sýning er nokkuð
fjölbreytt og minnir á möguleika
bæði grafískra miðla og teikni-
myndasögunnar til að miðla list í
tengslum við samtímann.
Augnablik
á ferðalagi
Ragna Sigurðardóttir
MYNDLIST
Grafíksafnið Tryggvagötu
Til 15. júní. Opið fim. til sun.
frá kl. 14-18. Aðgangur ókeypis.
Atlantik Diving, Bjarni Hinriksson
bbmnn
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Verk eftir Bjarna Eitt verkanna á
sýningunni í Grafíksafni Íslands.