Morgunblaðið - 14.06.2008, Page 22
22 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@mbl.is
Þ
etta hefur að mörgu leyti
verið erfiður tími fyrir hóp-
inn, fyrir Vilhjálm og fyrir
okkur öll sem einstaklinga
og stjórnmálamenn. En
þessi tími er að baki. Miðað
við viðbrögðin sem ég fæ og
samtöl við samherja þá hef
ég engar efasemdir. Ég veit að ég hef borg-
arstjórnarflokk sjálfstæðismanna sameinaðan
að baki mér,“ segir Hanna Birna Kristjáns-
dóttir sem tekin er við af Vilhjálmi Þ. Vil-
hjálmssyni sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í
borginni og verður borgarstjóri á næsta ári.
Í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna
eru borgarfulltrúar sem hafa gengið með
borgarstjórann í maganum, er þetta ekki erfið
niðurstaða fyrir þá?
„Ég vona að svo sé ekki. Stjórnmála-
umhverfið er þannig að mjög margir þar ætla
sér svipaða hluti. Þess má vænta að innan
hóps ríki samkeppni þegar kemur að vali á
oddvita en nú þegar niðurstaða er fengin þá
þjappar hópurinn sér saman og mun starfa
sem ein heild.“
Hefurðu samúð með Vilhjálmi Þ. Vilhjálms-
syni sem hverfur úr sæti oddvita eftir mikil
átök?
„Þetta hefur auðvitað verið erfiður pólitísk-
ur og persónulegur tími fyrir okkur öll, fullur
af ögurstundum og erfiðum augnablikum. Ég
hef þó sérstaklega haft samúð með Vilhjálmi
því óánægjan var oft tekin út á honum með
ósanngjörnum hætti en hann leysti þetta mál
eins og leiðtogi á og þarf að gera. Hann tók af
skarið og lagði sáttur fram sína tillögu sem
hann fékk óskoraðan stuðning við.“
Borgarstjórnarflokkurinn hefur þá ímynd
að þar logi allt í innbyrðis deilum. Er ekki erf-
itt að sannfæra borgarbúa um annað?
„Það er auðveldara en menn halda vegna
þess að þessi ímynd er nokkuð mikið tilbúin.
Það er eðli stjórnmálanna að menn takist á.
Æskilegt er að ólíkar skoðanir séu ræddar
innan flokks og leyst úr ágreiningi með lýð-
ræðislegum hætti. Hjá borgarstjórnarflokki
sjálfstæðismanna fóru skoðanaskiptin um of í
gegnum fjölmiðla og sú leið ýtir undir og
magnar upp undirliggjandi skoðanaskipti.
Fólk á slíku ekki að venjast og þess vegna hélt
það að ástandið í borgarstjórnarflokknum
væri verra en almennt er í stjórnmálum. Nú
er lykilatriði fyrir þennan hóp að vinna sem
einn maður og öðlast á ný tiltrú borgarbúa.
Ég er viss um að það mun takast.“
Það hlýtur að vera niðurdrepandi að fá hvað
eftir annað skoðanakannanir sem sýna lítinn
sem engan stuðning við þetta meirihluta-
samstarf í borginni.
„Ef menn eru ekki tilbúnir til að mæta
lægðum í stjórnmálum þá eru þeir ekki heldur
tilbúnir til að mæta hæðunum og þá eiga
menn ekkert erindi í stjórnmál.“
Verkin skipta mestu
Var það ekki algjörlega misráðin hugmynd
að fara í þetta samstarf með Frjálslyndum.
Borgarbúum virðist hafa ofboðið.
„Ég held að borgarbúum hafi ofboðið allt
ástandið í kringum borgarstjórn Reykjavíkur
síðastliðinn vetur. Ég held að borgarbúum
hafi ofboðið að Björn Ingi Hrafnsson sá
ástæðu til að slíta meirihlutanum með okkur
og mynda nýjan meirihluta sem ekki einu
sinni kom sér saman um málefnasamning. Ég
held að borgarbúum hafi ofboðið þegar nýr
meirihluti lifði ekki lengur en í hundrað daga.
En þrátt fyrir átakamikla tíma og sér-
kennilegt ástand þá hefur náðst ótrúlega mik-
Mér finnst ég komin
Hanna Birna „Ég er ekki að tjalda til einnar nætur. Ég hef í langan tíma litið á borgarmálin sem minn vettvang.“