Morgunblaðið - 14.06.2008, Side 39

Morgunblaðið - 14.06.2008, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 39 ✝ María OlgaTraustadóttir fæddist í Stykk- ishólmi 6. maí 1946. Hún lést á Sjúkra- húsi Suðurlands 6. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Trausti Árnason, f. á Hnjóti í Örlygshöfn 13. október 1913, d. 19. maí 1981, og Sigríð- ur Olgeirsdóttir, f. í Stykkishólmi 23. september 1917, d. 27. september 1978. Foreldrar Sigríðar voru Una Guðmunds- dóttir, f. 28. júlí 1893, d. 8. mars 1961, og Olgeir Marías Krist- jánsson, f. 21. júlí 1884, d. 19. júní 1957. Foreldrar Trausta voru Árni Magnússon, f. 20. apríl 1885, d. 19. mars 1962, og Arnfríður Thorlacius Erlendsdóttir, f. 15. apríl 1885, d. 23. september 1978. Systkini Maríu Olgu eru Una, f. 1935, Fríða Sigurveig, f. 1938, ir, f. 15. júní 2002. 2) Berglind, f. 4. janúar 1968, maki Arnar Bjarni Eiríksson, f. 1. mars 1968, börn þeirra eru Auður Olga, f. 18. júlí 1992, Eiríkur, f. 27. júní 1994, Margrét Hrund, f. 23. apríl 1996, Haukur, f. 6. nóvember 2004, og Þórhildur, f. 2. febrúar 2006. 3) Olga, f. 6. maí 1975, maki Guð- mundur Sigmarsson, f. 26. júlí 1974, börn þeirra eru Martin Bjarni, f. 29. janúar 2001, og Hild- ur Maja, f. 6. júní 2005. María Olga ólst upp á Patreks- firði með fjölskyldu sinni til 16 ára aldurs en þá fluttist hún til Reykjavíkur og vann um tíma hjá fyrirtækinu O. Johnson og Kaab- er, á þeim tíma dvaldist hún hjá systur sinni Svanhildi. Síðar flutt- ist hún aftur vestur til foreldra sinna og fljótlega eftir það kynnt- ist hún manni sínum Bjarna. Þau fluttust suður til Reykjavíkur árið 1966 og þaðan austur á Selfoss ár- ið 1974, þar sem þau hafa búið síðan. María Olga hóf störf á Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði í júlí 1977 og vann þar óslitið þar til haustið 2007 er hún varð að láta af störfum vegna veikinda sinna. María Olga verður jarðsungin frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Borghildur, f. 1941, Svanhildur, f. 1942, Árni, f. 1945, og Charlotta María, f. 1948. Einnig ólst upp með þeim systkinum Unnar Geir Hol- mann, f. 1954, en hann er sonur Gerðu Olgeirsdóttur. María Olga giftist 26. desember 1965 Bjarna Þórhallssyni skósmið frá Hafn- arfirði, f. 30. janúar 1943. Foreldrar hans voru Þórhallur Hálfdánarson, f. 30. október 1916, d. 6. október 2001, og Guðmunda Jósefína Hall- dórsdóttir, f. 14. júlí 1919, d. 26. apríl 2001. Börn þeirra hjóna eru 1) Svanhildur, f. 15. mars 1966, maki Grétar Birkir Guðmundsson, f. 8. apríl 1965, börn þeirra eru Harpa María, f. 3. desember 1991, Snædís, f. 2. nóvember 1997, d. 2. nóvember 1997, Hekla Björk, f. 18. febrúar 1999, og Hákon Birk- Elsku systir, manstu hvíslið í myrkrinu, leynd- armálin, ráðagerðirnar, flissið? Og hljóð tár? Trítlið milli rúma. Manstu jóla- dagsmorgnana? „Ég fékk brúðu, ég fékk bangsa. Og ég munnhörpu.“ Manstu hvernig gengið var létt um eldhúsið í dögun til að ná í morgun- mat handa pabba á afmælinu hans? Sussið og glamrið og brunalyktina úr brauðristinni? Manstu þegar við fórum saman í bað? Allar skvetturnar og buslið og kveinin. Þegar sápa fór í augun á þér? Manstu þegar þú dast í sjóinn? Skammirnar sem hláturinn kæfði? Og alla leðjuna? Manstu danstímana á laugardags- morgnum? Manstu þegar kisa eignaðist sjö kettlinga? Manstu þegar þú týndist? Og fannst? Og hljóðið þegar við bruddum for- boðið sælgæti? Nú á fullorðinsárunum er allt breytt. Fólk segir: „Ég hefði aldrei haldið að hún væri systir þín.“ En við eigum saman ljósglætu í myrkri, hjúfur í rúmi mömmu á af- mælisdaginn – og öryggið í fangi pabba. Við eigum saman dularfullt land, þangað sem engir aðrir komast. Vegna þess að ótal minningar tengja okkur. Eftir boðið, þegar búið er að þvo upp og hreinsa mesta draslið („við geymum hitt til morguns“) láta systur fara vel um sig í stólum sínum og spyrja syfjulega: „Manstu?“ Sofðu rótt elsku systir. Elsku Bjarni, Svanhildur, Berg- lind, Olga og fjölskyldur. Megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Fyrir hönd systkina, Charlotta. Elsku amma mín, ég á svo erfitt með að trúa því að þú sért farin fyrir fullt og allt, og að ég muni aldrei sjá þig aftur. Þetta gerðist allt svo snöggt og svo allt í einu ertu bara farin. Mikið verður skrítið að koma heim til ykkar afa og vita að enginn muni taka á móti manni með nýbakaða köku eða eitthvað gott úr búrskápn- um. Það varst dæmigerð þú, alltaf með súkkulaði á borðum sem var handa okkur barnabörnunum. Það var allt gert fyrir okkur, og ekki gleymi ég seinasta kvöldmatnum okk- ar saman þegar ég og afi fórum sam- an á KFC og keyptum kjúklingaborg- ara handa okkur þremur. Þið urðuð strax svo södd og vilduð endilega að ég kláraði báða borgarana ykkar og helst allar frönskurnar líka, en það gat ég nú ekki. Svona dekraðir þú allt- af við okkur, eins og öll kvöldin sem ég kom til ykkar að horfa á góðu þætt- ina á Stöð 2 með þér. Við lifðum okkur svo sannarlega inn í þættina saman og hlógum eins og vitleysingar þegar átti við. Þá varstu alltaf tilbúin með nammi í skálum og þú og afi dekruðuð við mig eins og ég væri á fimm stjörnu hóteli. Svona get ég endalaust talið upp allar góðu stundirnar okkar sam- an og einnig hvað þú varst alltaf sjálf- stæð. Þú stóðst alltaf á þínu, sama hvað aðrir sögðu. Þú kunnir líka allt svo vel, bakaðir bestu kökurnar, eld- aðir besta matinn, prjónaðir allskyns flíkur á okkur krakkana og svo varstu alltaf jafn dugleg að þrífa og taka til. Ég hef alltaf verið mjög stolt af því að eiga þig fyrir ömmu. Þú varst alltaf svo fín og vel til fara og ég talaði líka oft um það, sérstaklega þegar þú varst að fara eitthvað fínt, eins og í brúðkaupið hjá Olgu og Gumma. Þú varst svo sæt og fín í bláa kjólnum þínum og maður tók svo vel eftir þér. Elsku amma, farðu nú vel með þig og leyfðu þér að draga djúpt andann þarna hinum megin. Við skulum passa afa vel fyrir þig. Minningarnar lifa og ég mun aldrei gleyma þér! Í draumum mínum þú ætíð lifir, þar hittumst við aftur amma mín. Auk þess, þegar minn tími kemur, þá mun ég arka beint til þín. Þín Harpa María. Elsku amma, það er skrítið að koma í Seftjörn núna og engin amma situr í horninu í eldhúsinu að leggja kapal. Við vitum að þér líður vel núna hjá öllum englunum og að þú vakir yf- ir okkur. Elsku amma við pössum öll afa fyr- ir þig. Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson) Elskum þig óendanlega og við munum aldrei gleyma þér. Hekla Björk og Hákon Birkir. Það mun hafa verið fyrir rúmum tíu árum, að ungur drengur norðan úr Þingeyjarsýslu settist í Íþróttakenn- araskólann á Laugarvatni. Þar var einnig ung stúlka frá Selfossi við nám á sama tíma. Þessi ungu skötuhjú felldu hugi saman og um leið varð það upphaf kynna okkar af þeim heiðurs- hjónum Maríu Traustadóttur og Bjarna Þórhallssyni, foreldrum Olgu tengdadóttur okkar. Landið okkar er lítið og fljótt kom í ljós að María og kona mín voru báðar fæddar og uppaldar á Patreksfirði, án þess þó að þekkjast svo að nokkru næmi. Það er fljótsagt að með okkur tókust góð kynni sem bar hæst við fæðingu barnabarnanna og brúðkaup barna okkar síðastliðið sumar. María var afar stolt af barnabörn- um sínum og unni þeim af heilum hug og áttu þau þar jafnan öruggt og um- vefjandi skjól. Það er mér minnis- stætt þegar yngra barn Olgu og Guð- mundar var skírt Hildur Maja hvað ömmurnar voru stoltar og vorum við Bjarni þess fullvissir að nú væri alger dekurrófa komin í fjölskylduna sem myndi snúa ömmunum um fingur sér. Síðasta sumar kom í ljós að María gekk ekki heil til skógar. Við lækn- isrannsókn kom hinn skelfilegi sann- leikur í ljós. Hún greindist með ólæknandi sjúkdóm og lést af völdum hans föstudaginn 6. júní sl. Einmitt daginn sem hún hafði hlakkað svo mjög til að taka þátt í með fjölskyld- unni. Daginn sem nafna hennar varð þriggja ára. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er og nú er mikil sómakona gengin á vit feðra sinna. Við Úlfhildur þökk- um fyrir góð kynni og færum, ásamt börnum okkar, Bjarna og nánustu að- standendum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur og biðjum guð að blessa minningu Maríu Traustadóttur. Sigmar Ólafsson og Úlfhildur Gunnarsdóttir. Góð vinkona okkar, María Olga Traustadóttir, er fallin frá eftir harða baráttu við illvígan sjúkdóm. Þótt ljóst hafi verið að hverju stefndi kom lát hennar svo fljótt nokkuð á óvart og höfðum við vonast til að geta átt með henni enn eina góða samverustund eins og svo margar slíkar á liðnum ár- um. Á kveðjustund viljum við rifja upp og þakka ánægjulega tíma með þeim Mæju og Bjarna oft á ferðalög- um þar sem farið var um framandi slóðir í fjarlægum löndum, skroppið í veiðiferð upp á hálendið, ferðast um eigið land eða notið matar og skálað í guðaveigum á jólaföstu og þorra. Þessar stundir með þeim hjónum verða ætíð eftirminnilegar, ekki síst fyrir hvernig þau lífguðu upp á til- veruna. Hann með sínum húmor og óvæntu uppátækjum og hún með sín- um dillandi og smitandi hlátri. Ógleymanleg er ferð um Vestfirði fyr- ir fáum árum í einstakri veðurblíðu, þar á meðal æskuslóðir Mæju við Pat- reksfjörð og nærliggjandi staði. Þótt hláturinn sé nú þagnaður lifir minningin um heilsteypta og skemmtilega konu sem gott var að eiga að vini. Fyrir það viljum við þakka um leið og við flytjum Bjarna, dætrum þeirra og fjölskyldum okkar innilegurstu samúðarkveðjur. Brynhildur, María, Helgi, Lillian og Sverrir. Langt fyrir aldur fram er fallin frá samstarfskona okkar til margra ára, María Olga Traustadóttir. Hún barðist hetjulegri báráttu við illvígan sjúkdóm sem náði að lokum yfirhöndinni. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sigurður Kristófer Pétursson) Kæri Bjarni, Berglind Svanhildur, Olga og fjölskyldur, megi Hinn hæsti höfuðsmiður himins og jarðar vaka yfir ykkur og styrkja á þessum erfiðu tímum. F.h. samstarfsfólks í eldhúsinu í Ási, Eyjólfur K. Kolbeins. Í dag kveðjum við dyggan starfs- mann til margra ára, Maríu Olgu Traustadóttur. María hóf störf hér haustið 1977 í eldhúsi Áss. Hún gegndi þar margvíslegum störfum, m.a. sem aðstoðarráðskona, ráðskona og staðgengill yfirmatreiðslumanns. María kunni nánast allt, sem við- kom starfsemi eldhúss, hún lagaði frábæran mat, hvort sem það voru fornir þjóðlegir réttir eða nútímaleg- ir, og verklagni og snyrtimennska einkenndu öll hennar störf. Dætur Maríu, sem allar hafa erft dugnað og myndarskap móður sinn- ar, störfuðu hér einnig þegar þær voru á unglingsaldri. Þannig að María lagði mikið til starfseminnar í þau rúmlega 30 ár sem hún starfaði hér. María var einstaklega traustur starfsmaður og nánast aldrei frá vinnu vegna veikinda. Það kom okkur þess vegna í opna skjöldu síðastliðið haust þegar María forfallaðist og það vegna svo alvar- legra veikinda. María skilur eftir sig stórt skarð í starfsmannahópnum og hennar er sárt saknað. Það hefur verið okkur af- ar dýrmætt að njóta starfskrafta hennar og samvista við hana allan þennan tíma. Fyrir það erum við öll ævinlega þakklát. Við hér í Ási sendum Bjarna, Svan- hildi, Berglindi, Olgu og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Fyrir hönd Dvalarheimilisins Áss, Hveragerði, Pálína Sigurjónsdóttir. María Olga Traustadóttir Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Elsku Bjarni og fjöl- skylda, við vottum okkar dýpstu samúð við fráfall Mæju. Borghildur (Bobbý), Sigurður (Siggi) og fjölskylda. HINSTA KVEÐJA ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, lang- ömmu og systur, BRYNHILDAR JENSDÓTTUR, Lillu, Lækjasmára 6, Kópavogi. Anna Gísladóttir, Eiríkur Þór Einarsson, Jens Gíslason, Hafdís Jónsdóttir, Brynhildur Jóna Gísladóttir, Guðjón Arngrímsson, barnabörn, barnabarnabörn, Jensína Jensdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, dóttur, ömmu og langömmu, AÐALHEIÐAR RÓSU EMILSDÓTTUR, Hæðarbyggð 16, Garðabæ. Baldvin Magnússon, Magnús Baldvinsson, Guðrún Ágústa Brandsdóttir, Björt Baldvinsdóttir, Raphael Wechsler, Hrund Óskarsdóttir, Árni Gunnarsson, Drífa Óskarsdóttir, Stuart Hjaltalín, Ágústa Kristín Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Kærar kveðjur og þakkir til ykkar allra sem sýndu okkur samúð og kærleik við andlát og útför JÓNU BIRTU ÓSKARSDÓTTUR, Stangarholti 5, Reykjavík. Gísli Jónsson, Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir, Ísólfur Gylfi Pálmason, Sigurður Hreinsson, Bryndís Hulda Guðmundsdóttir, Ragnheiður Gísladóttir, Björk Gísladóttir, Guðbrandur Örn Arnarson og barnabörnin. Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.