Morgunblaðið - 14.06.2008, Page 18
18 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Forsetafram-
bjóðandi demó-
krata, Barack
Obama, kynnti á
fimmtudag nýja
vefsíðu þar sem
hann blæs á orð-
róm um hann sem
komið hafa upp,
nú síðast að til sé
myndband þar
sem eiginkona hans, Michelle
Obama, kallar mann skammarorðinu
„whitey“ eða „hvítingja“.
Síðan hefur slóðina www.fight-
thesmears.com, og þar er því einnig
vísað á bug að Obama sé laumu-
múslimi, að hann feli fæðingar-
vottorð sitt og að hann forðist að
lyfta hægri hönd að hjarta sér þegar
farið sé með hollustueið við Banda-
ríkin. Óvenjulegt þykir að stjórn-
málamaður veki á þennan hátt máls
á orðrómi sem um hann gengur.
Obama hefur töluvert nýtt sér net-
ið í kosningabaráttu sinni, en fram-
lög í gegnum heimasíðu hans nema
265 milljónum dala, eða um 21 millj-
arði íslenskra króna. Það er um
þrisvar sinnum meira en John
McCain, frambjóðandi repúblikana
hefur halað inn. sigrunhlin@mbl.is
Vefur til
að greiða
úr lygavef
Barack Obama
Ný vefsíða Obamas
á að slá á orðróm
TVÖ börn hafa verið lögð inn á
geðsjúkrahús á Spáni þar sem þau
fá meðferð við símafíkn. Börnin,
sem eru 12 og 13 ára, voru send til
meðferðarinnar af foreldrum
þeirra, sem sögðu börnin ekki
lengur geta lifað án farsímanna.
Þeim gengi illa í skóla og þau
lygju að ættingjum til að komast
yfir peninga fyrir símainneign. Í
meðferðinni verður börnunum gert
að komast af í þrjá mánuði án
síma. Sérfræðingar sjúkrahússins
mæla með því að foreldrar gefi
börnum sínum ekki farsíma fyrir
16 ára aldur.
Dr. José Martinez-Raga, sér-
fræðingur í fíkn, segir að börn sem
ofnota farsíma, líkt og þau sem of-
nota tölvuleiki, verði pirruð og hlé-
dræg og námsgetan skerðist veru-
lega. Hann segir þessi tvö tilfelli
líklega bara byrjunina, ofnotkun
farsíma verði vafalaust vandamál í
framtíðinni. jmv@mbl.is
Lækna börn
af símafíkn
ÞAÐ er löglegt að baða sig nakinn
hvort sem er á einkaströndum eða
almenningsströndum samkvæmt
niðurstöðu réttarins í Lyngby í Dan-
mörku. Niðurstaða fyrsta dóms-
málsins sem hafði nekt á baðströnd-
um til umfjöllunar var gerð kunn í
gær. Félag danskra nektarsinna er
hæstánægt með niðurstöðuna og
túlkar hana þannig að nú sé þeim
frjálst að bera sig á hvaða strönd
sem er í Danmörku. „Þetta er stór
dagur fyrir danska nektarsinna.
Margir halda að nekt sé aðeins leyfi-
leg á sérstökum nektarströndum.
En með þessum dómi hefur sá mis-
skilningur verið kveðinn í kútinn,“
sagði talsmaður félagsins.
Landeigendur sem höfðu viljað
láta banna nekt á ströndum sem
liggja að landi þeirra eru óánægðir
með dómsúrskurðinn. „Strönd skjól-
stæðings míns er mjög lítil og þar er
nektin fáum til gleði en mörgum til
ama,“ sagði lögfræðingur eins
þeirra. jmv@mbl.is
Danir mega
vera berir
FRÉTTASKÝRING
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
ÍRSKIR kjósendur höfnuðu um-
bótatillögum ráðamanna Evrópu-
sambandsríkjanna, Lissabon-
sáttmálanum svonefnda, í þjóðar-
atkvæðagreiðslunni á fimmtudag.
53,4% sögðu nei, 46,6% já, en nið-
urstöðurnar voru birtar í gær. Kjör-
sókn var um 53%. Ljóst er að úrslit-
in eru mikið áfall fyrir Evrópusam-
bandið og jafnvel rætt um ringul-
reið. Margir fréttaskýrendur segja
að úrslitin sýni enn á ný að gjá sé á
milli almennings og ráðamanna í að-
ildarríkjum sambandsins.
Jean-Claude Juncker, forsætis-
ráðherra Lúxemborgar, sagði úrslit-
in „slæm fyrir Írland og ESB,“ ljóst
væri að sáttmálinn myndi ekki taka
gildi um áramótin eins og stefnt var
að. Hann sagði leiðtoga sambands-
ins eiga erfitt með að útskýra fram-
tíðarsýn sína varðandi ESB fyrir
borgurunum. „Málefni Evrópu eru
orðin afskaplega flókin og við notum
tungumál sem ekki skilst lengur,“
sagði Juncker og hvatti til þess að
rætt væri við fólk á mannamáli.
Gagnrýnendur sambandsins segja
að þessi vandi hafi lengi legið fyrir
en ráðamenn hafi ekki tekið á hon-
um. Tillögur um stjórnarskrá fyrir
ESB voru felldar í þjóðaratkvæði í
Frakklandi og Hollandi 2005. Við-
brögð leiðtoganna voru að búa til
nýtt skjal, Lissabon-sáttmálann sem
að vísu er ekki kallaður stjórnarskrá
en er að sögn fræðimanna og sumra
höfunda gömlu tillagnanna að mestu
samhljóða þeim í reynd. En orðalag-
ið sé enn óljósara og flóknara, heim-
ildarmenn telja að enginn leikmaður
skilji sáttmálann sem er 275 síður.
„Skammtímasjónarmið
borgaranna“
„Bilið á milli langtímastefnu ESB
og skammtímasjónarmiða borgar-
anna fer vaxandi,“ sagði Evrópu-
málaráðherra Frakklands, Jean-
Pierre Joyet, sem er eindreginn
stuðningsmaður aukins samruna.
Eigi sáttmálinn að taka gildi verða
öll ríkin að vera samþykk en leiðtog-
ar öflugustu aðildarríkjanna voru
þrátt fyrir það sammála um að hald-
ið yrði áfram að fjalla um sáttmál-
ann á þjóðþingum aðildarríkjanna.
Alls hafa 18 ríki af 27 þegar staðfest
sáttmálann. David Miliband, utan-
ríkisráðherra Bretlands, sagði að
sáttmálinn yrði lagður fyrir þingið
eins og ekkert hefði í skorist. Angela
Merkel, kanslari Þýskalands, og
Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti
sendu frá sér sameiginlega yfirlýs-
ingu þar sem niðurstaðan á Írlandi
var hörmuð en halda yrði áfram með
staðfestingarferlið.
Vaclav Klaus, forseti Tékklands,
var ómyrkur í máli og sagði Lissa-
bon-sáttmálann dauðan, stöðva yrði
staðfestingarferlið. Niðurstaðan í Ír-
landi væri „sigur fyrir frelsi og
skynsemi, sigur á tílbúnum
elítu-hugmyndum og skrifræði
ESB.“
Brian Cowen, forsætisráðherra
Írlands, sagði niðurstöðuna „umtals-
verð vonbrigði og áfall.“ Hann sagð-
ist „virða dóm kjósenda“ en vera
viss um að hægt yrði að finna mála-
miðlun. Rætt er um að annaðhvort
verði Írum gefinn kostur á að standa
utan sáttmálans eða tillögunum
verði fleygt. Írar felldu svonefndan
Nice-sáttmála 2001, efnt var til nýrr-
ar atkvæðagreiðslu 2002 og þá hlaut
samningurinn samþykki.
Spá ringulreið í Evrópu-
sambandinu eftir nei Íra
Reuters
Sigur! Andstæðingar Lissabon-sáttmálans fagna í Dublin-kastala í gær þegar úrslitin í þjóðaratkvæðagreiðslunni
voru ljós. Niðurstaðan er mikil niðurlæging fyrir leiðtoga Írlands og ESB og gæti gert út af við sáttmálann.
Í HNOTSKURN
»Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins náðu samkomulagi um Lissa-bon-sáttmálann í desember sl. Meginmarkmiðið með honum er að
auðvelda sambandinu að taka ákvarðanir fyrr en verið hefur eftir að
aðildarlöndunum fjölgaði í 27.
» Í sáttmálanum er m.a. gert ráð fyrir því að leiðtogar aðildarland-anna velji forseta ESB til tveggja og hálfs árs í senn. Stofnað verð-
ur öflugt embætti sem á að fara með utanríkismál og hafa þúsundir
erindreka í sinni þjónustu.
» Neitunarvald aðildarríkja verður afnumið í um 50 málaflokkum,m.a. á sviði samstarfs í lögreglu- og dómsmálum. Aðeins þarf
meirihluta atkvæða til að taka ákvarðanir í þessum málaflokkum, en
ekki einróma samþykki eins og verið hefur.
»Fulltrúum í framkvæmdastjórn ESB verður fækkað úr 27 í átján.Atkvæðavægi aðildarlandanna breytist og Evrópuþingið fær vald
til að breyta eða hafna lagafrumvörpum.
» Ekki er gert ráð fyrir því að ESB fái sinn eigin fána eða þjóðsöngeins og ráðgert var í tillögum sem voru felldar 2005.
» Írland er eina aðildarríkið þar sem sáttmálinn er borinn undirþjóðina. Öll ríkin þurfa hins vegar að samþykkja hann. Stefnt var
að því að þjóðþing hinna landanna staðfestu hann í ár og hann tæki
gildi um næstu áramót.
UM hálf milljón nauðstaddra barna í Simbabve
fær ekki lengur neina læknis- og matvælaaðstoð
vegna þeirrar ákvörðunar ráðamanna landsins að
stöðva starfsemi hjálparsamtaka, að sögn Barna-
hjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) í gær.
„Þjáningar þessara barna aukast með hverjum
deginum sem líður,“ sagði Per Engebak, sem
stjórnar hjálparstarfi UNICEF í austan- og sunn-
anverðri Afríku.
Stjórn Roberts Mugabes, forseta Simbabve, til-
kynnti fyrr í mánuðinum að hún hefði stöðvað
starfsemi hjálparsamtaka sem hún sakar um að
styðja stærsta stjórnarandstöðuflokk landsins,
Lýðræðishreyfinguna (MDC), í aðdraganda síðari
umferðar forsetakosninga sem fram fer 27. júní.
Mikill matvælaskortur er í Simbabve og sam-
kvæmt tölum seðlabanka landsins er verðbólgan
um 165.000% á ári, en talið er að hún sé í raun nær
tveimur milljónum prósenta.
Mugabe er 84 ára gamall, hefur verið við völd í
28 ár, og sækist eftir endurkjöri. Hann varaði í
gær við því að hætta væri á stríði í landinu ef hann
biði ósigur fyrir Morgan Tsvangirai, forsetaefni
Lýðræðishreyfingarinnar. Hann sagði að fyrrver-
andi hermenn, sem börðust í frelsisstríði
Simbabvemanna á áttunda áratugnum, hefðu beð-
ið um að fá að grípa til vopna að nýju til að afstýra
því að stjórnarandstaðan kæmist til valda. Daginn
áður hafði Tsvangirai tvisvar verið fluttur á lög-
reglustöð til yfirheyrslu. Framkvæmdastjóri Lýð-
ræðishreyfingarinnar, Tendai Biti, var handtek-
inn og ákærður fyrir landráð. bogi@mbl.is
Um hálf milljón nauðstaddra
barna fær ekki neina aðstoð
AP
Sultarlíf Börn fyrir utan heimili sitt í úthverfi
Harare. Mikill matvælaskortur er í borginni.