Morgunblaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 27
„Søren hafði rétt
eins og ég veik-
leika fyrir göml-
um hlutum. Borð-
ið frammi í
forstofu er til
dæmis tvö hundr-
uð og fimmtíu
ára gamalt og við
borðuðum við
það þegar við
bjuggum í Dan-
mörku. Myndina
af konunni erfði
Søren eftir
frænku sína en
hún er máluð af
Skagen-málara.
Stóllinn kemur
frá afa hans.“
úr bæjarlífinu
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 27
Maímánuður hefur verið Austur-
Húnvetningum gæfur hvað veður
áhrærir og ekki hefur júní brugðist til
þessa. Undangengin ár hefur maí
verið hálfgerður harðindamánuður
en nú er eins og takturinn í árstíð-
unum sé kominn á rétt ról.
Fyrir utan að farfuglarnir eru óskeik-
ulir vorboðar er opnun Hafísseturs
og Heimilisiðnaðarsafns einnig
áþreifanleg tákn um sumarkomu en í
byrjun mánaðarins voru þau opnuð
almenningi með pomp og prakt. Það
hefur verið fastur liður í starfi Heim-
ilisiðnaðarsafnsins að opna listsýn-
ingar sem tengjast handverki kvenna
á einhvern hátt. Að þessu sinni sýnir
Snjólaug Guðmundsdóttir (Sóla) verk
sín þæfð og ofin og kallast sýningin
„Af fingrum fram“. Þó safnið sé lokað
almenningi yfir veturinn geta menn
skoðað það í samráði við Elínu Sig-
urðardóttur forstöðumann og eins fer
þar fram ýmis starfsemi. Til dæmis
lauk nýverið 40 klukkustunda þjóð-
búninganámskeiði undir stjórn Helgu
Sigurbjörnsdóttur frá Sauðárkróki
og skörtuðu konur nýju þjóðbúning-
unum við opnunina.
Þjóðhátíðardagurinn nálgast og hef-
ur verið ákveðið að færa hátíð-
arhöldin úr Brautarhvammi á hið
nýja miðbæjartorg. Margir fagna
þessu og telja hátíðina loksins komna
í hjarta bæjarins.
Ísbjörninn frægi er fallinn og mun
ekki vakna til lífs aftur þó svo menn
ræði ákaft örlög hans. Það sem eftir
er af bjössa er hamurinn sem hefur
verið ákveðið að stoppa upp og koma
fyrir á Sauðárkróki. Ætli það hafi
aldrei hvarflað að nokkrum manni að
koma þessu dýri uppstoppuðu fyrir á
Hafíssetrinu á Blönduósi, sem meðal
annars fjallar á fræðandi hátt um
birni í tengslum við hafísinn? Margir
telja að við séum einstaklega lagin við
að dreifa kröftunum um víðan völl í
stað þess að sameina þá. Til gamans
má geta þess að þau rök hafa verið
notuð máli þessu til stuðnings að það
var Blönduósingur sem fyrstur sá
dýrið og það var Blönduósingur sem
felldi það og svo má ekki gleyma því
að bjarndýr er í skjaldarmerki sýsl-
unnar. Það þykir nokkuð víst að ung
stúlka á Blönduósi sá bjarndýrið dag-
inn fyrir dauða þess er hún var á leið
sinni ásamt foreldrum á Krókinn að
sjá Hvöt leggja Tindastól 5:0 í bik-
arnum í knattspyrnu.
Talandi um knattspyrnu þá verða
Smábæjarleikarnir í knattspyrnu
háðir á Blönduósi í fimmta sinn um
aðra helgi. Áætluð fjölgun hér í bæn-
um þessa helgi er u.þ.b 2.500 – 3.000
manns, þar af tæplega 1.000 kepp-
endur ásamt þjálfurum. Þessi keppni
er ætluð börnum nánast frá fæðingu
að þrettán ára aldri.
Bæjarstjórnin hefur samþykkt að
hefja byggingu á 25 metra útisund-
laug við íþróttamiðstöðina. Stefnt er
að því að fyrsta skóflustungan verði
tekin á Húnavöku sem verður á
Blönduósi helgina 11.-13. júlí.
Af framanrituðu má sjá að það er
hugur í Blönduósingum og nærsveit-
ungum og nóg framundan. Einhver
hafði á orði að „kreppan“ væri ekki
íþyngjandi hér um slóðir heldur væru
aðrir landsmenn óðfluga að nálgast
okkar veraldlegu gæði.
BLÖNDUÓS
Jón Sigurðsson fréttaritari
Uppáhald Sykurbox, sykurtöng og
kleinujárn frá mömmu og ömmu.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Danska hillan Aðeins brot af öllum þeim hlutum með sögu sem kúra í gam-
alli flokkunarmublu sem Søren flutti heim með sér frá Danmörku.
www.fi.is, fi@fi.is, sími 568-2533
M
bl
1
01
30
89
Skráð
u þig
inn
- drífð
u þig
út
Nýir félagsmenn
velkomnir í FÍ.
Árgjaldið er kr. 4.900.
Félagsmenn fá glæsilega
árbók, afslátt í ferðir og
skála, og afslátt í fjölda
verslana.
Félagsmenn í Ferðafélagi Íslands,
munið eftir árgjaldinu!
Útimálning
Viðarvörn
Lakkmálning
Þakmálning
Gólfmálning
Gluggamálning
Innimálning Gljástig 3, 7, 20
Verð frá kr. 298 pr.ltr.
Gæða málning á frábæru verði
Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli.
Afsláttur af málningarvörum
20%
Sætúni 4 Sími 517 1500
Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður.
Skútuvogi 13, S. 517 1500 www.teknos.com